Austurland


Austurland - 12.11.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 12.11.1965, Blaðsíða 1
Amlurland Málgagn sósíalista á Aasturlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 12. nóvember 1965. 44. tölublað. Ragnar Sigurðsson, hafnarstjóri: Siórkosllegar áæilanir um haf nargerð í Neskaupsiað Lífhöfn verður gerö við fjarðarbotninn — Líkur til, að framkvœmdir hefjist á nœsta ári Því hefur löngum verið haldið fram, að Norðfjörður væri ótrygg höfn, og þar væru engin hafnar- skilyrði frá náttúrunnar hendi. Þetta er vissulega rétt, og er þar aðallega tvennt sem veldur. í fyrsta lagi, að fjörðurinn er nokkuð opinn fyrir hafátt, þ. e. norðaustanátt, sem hér er oft ríkjandi. 1 öðru lagi, að vestan- og norðvestanáttir verða hér oft mjög vindharðar, svo að sterk vindbára nær sér upp á firðinum. Fyrir þessu tvennu er ákaflega erfitt að byggja varnir, vegna mikils aðdýpis meðfram strand- lengjunni. Má segja, að 10 m dýptarlínan liggi í um það bil 80 til 100 metra fjarlægð frá flæð- armáli alla leið frá fjarðarbotni út fyrir Neseyri. Það hefur því reynzt verkfræð- ingu.H' harla erfitt viðfangsefni, að finna viðunandi lausn á okkar hafnarmálum. Hinsvegar hefur öllum verið það ljóst, að með því að grafa inn í botn fjarðarins og gera þar hafnarmannvirki, væri auðveld- ast aö leysa málið frá verkfræði- legu sjónarmiði. Nú hafa aðstæður verið þær í þes«jum bæ, að byggðin hefur vaxið utan til í firðinum norðan- verðum, en síður við fjarðarbotn- inn. Ástæður eru fyrir því, að svo hefur verið, en of langt yrði að telja það allt upp hér, enda við- fangsefni sagnfræðinga seinni tíma. i l Ég vil þó drepa á helztu atrið- in, sem valdið hafa þessari þróun. Norðfjörður byggist seint mið- að við aðra Austfirði, hefur þar valdið mestu hve höfnin var ó- trygg og hefur útíendinga þá, sem settu niður atvínnurekstur hér á landi á síðustu áratugum seinustu aldar, ekki fýst að setj- ast hér að1 á meðan nægilegt svigrúm var á * öðrum fjörðum, sem betri hafnarskilyrði höfðu. Þó eru tli hei'mildir um það, að erlendir aðilar hafi séð mikla möguleika á Norðíirði til hafnar- gerðar, þ. e. á Norðfjarðarleiru. Hefur sjálfsagt skort tæknibúnað og fjármagn til að hrinda þeirri hugmynd í framkvæmd. Það, sem veldur svo mestu um, að byggð hefst á Norðfirði, er auðsjáanlega góð lega fjarðarins viá' útræði, en sá atvinnuvegur var í miklum1 blóma um og eftir síðustu aldamót. Var bæði stutt á miðin að sækja og ákaflega gott fyrir veðurglögga menn að sjá til veðurs. Hefur sjálfsagt oft verið hægt að grípa hér sjóveður, sem annars staðar hefur ekki sézt fyr- ir um. Þeir menn, sem setjast að! á Norðfirði á þessum árum, telja það auðsjáanlega til höfuðgildis fyrir atvinnuveg sinn að vera staðsettir setm yzt í firðinum, enda gildi útræðisins metið meira eftir því hve mörg áratog róður- inn tók, heldur en hvernig lend- ingarskilyroi væru við útræðið. Síðan tekur þróunin við, vél- bátar taka við af árabátunum og uppbygging hefst. Það er tákn- rænt við þá uppbyggingu, að hver og einn útvegsmaður þarf að vera sjálfum sér nógur á öll- um sviðum og gildir sama um hafnaraðstöðu sem1 verkunarað- stöðu. Skúrar voru byggðir í fjörunni framan við íbúðarhúsin og var fjaran á allri strandlengj- unni frá Strönd út að Neseyri svo þétt setin, að skúr var við 'skúr og bryggja við bryggju. Segja má með sanni, að fjsfc- veiðar og fiskverkun á þessu tímabili hafi verið heimilisiðnað- ur, því fólkið, sem að þessu starf- aði, hafði í mjög mörgum tilfell- um aðsetur sitt á heimilum út- vegsbændanna, sem höfðu í mörg- um tilfellum landbúnað jafnhliða. Flutningar og umferð öll á þessum tíma var vandamál sam- tíðarinnar sökum1 þess, að hand- vagnar og hestvagnar voru einu flutningatækin. Minnast menn þess meira að segja, að hafa einu sinni haft það á tilfinningunni, sérstaklega Framh. á 4. síðta. Ársþing U.I.A. U. I. A. hélt ársþing sitt að Eiðum um síðustu helgi. Þingið var vel sótt, og ríkti þar mikill áhugi um þróttmeira og öflugra starf sambandsins. Ýmsar álykt- anir voru gerðar og munu þær birtast í blaðinu síðar. Stjórn U. I. A. var 511 endur- kjörin, en hana skipa: Kristján Ingólfsson, Eskifirði, formaður; Jón Ólafsson, Eskifirði, varafor- maður; Magnús Stefánsson, Búð- um, ritari; Kristján W. Magnús- son, Egilsstöðum, gjaldkeri, Krist- inn Jóhannsson, Neskauustað, Sveinn Guðmundsson, Hrafna- björgum og Björn MagnÚ3son, Eiðum, meðstjórnendur. Svört á brún og brá Zí[ flW-/^< Uppdráttur af fyrirhugaðri höfn. Leikfélag Neskaupstaðar frum- sýnir gamanleikinn Svört á brún og brá eftir Philip King á sunnu- dagskvöldið 14. nóv. Leikstjóri er Erlingur E. Halldórsson. Þetta mun vera fyrsta leiksýn- ing hér um slóðir á þessum vetri. Leikritio' mun verða sýnt oftar hér í vikunni, en síðan verður far- ið með það til sýninga víðar um Austurland, ef færð leyfir. Leiksýninganna mun verða get- ið í blaðinu síðar. Gjöf til kvenna- deild&rinnar Nýlega afhenti Önundur Stein- dórsson, Hóli, Neskaupstað, kvennadeild S.V.F.l. á Norðfirði peningagjöf að upphæð 5.000 kr. til minningar um eiginkonu sína, Guðrúnu Kristjönu Sigurðar- dóttur, sem lézt 1964. Hún var einn af stofnendum deildarinnar og félagi í henni til æviloka. Deildin færir gefanda alúðar- þakkir fyrir þessa veglegu gjöf. Nýtt hlutafélag I lögbirtingablaðinu, sem út kom 16. okt, er greint frá stofn- un nýs hlutafélags í Ncskaupstað. Nefnist það Steypusalan. „Til- gangur þess er rekstur steypu- bifreiða og sala á sementssteypu, sandi, möl og öðrum slíkum vör- um". Stofnendur eru: Gylii Gurmars- son, Elsa Gísladóttir, Draupnir Marteinsson og Víglundur Gunn- arsson, öll í Neskaupstað', og Gunnar Víglundsson og Asta Ket- ilsdóttir, Sómastaðagerði, Reyð- arfirði. 1 stjórn eru: Gylfi Gunnarsson, Elsa Gísladóttir og Gunnar Víg- lundsson. Hlutafé er 120 þús. kr.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.