Austurland


Austurland - 12.11.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 12.11.1965, Blaðsíða 2
2 áusturláN’B Neskaupstað, 12. nóvember 1965. Liiazi um á heimaslóðum stóð rétt austan við bæinn. Sá, sem byggði húsið, var frá Bakka og mun hafa kennt það við æsku- heimili sitt. Við erum stödd á „bæjartorg- inu“ fyrir framan félagsheimilið. Við höldum út Egilsbrautina. Til hægri er allstórt pakkhús, sem áður var í eigu Sameinuðu verzlananna, en núverandi eig- ándi er hafnarsjóður. Bærinn kéypti húsið á sínum tíma með öðr'um éignum Sameinuðu verzl- ahanhá. Þau kaup voru umdeild, en ég hygg, að ekki orki tvímælis, að þau voru rétt ráðin. Á meðan saltfiskurinn var þurrkaður, geymdu þeir útgerðarmenn, sem ekki höfðu yfir hæfu húsnæði að ráða, fullv’erkaða fiskinn í þessu húsi. Nú er þarna Netagerð Frið- riks Vilhjálmssonar, en fyrirtæk- ið er að láta reisá eigið hús og fer því að styttast í veru þess í bæjarpakkhúsinu. Þarna hefur TJtgerð Síldarvinnslunnar einnig geymslur sínar. Sú útgerð hóíst á þessu ári og hefur gengið vel. Spáðu þó ekki allir vel fyrir henni í upphafi, því var jafnvel spáð, að hún mundi á einu ári sétja Síldarvinnsluna á hausinn. Sem betur fer var látið nægja að hlusta kurteislega á úrtölur böl- sýnismannanná, en ekkert mark á þeim tekið. Eru nú horfur þær, að þessi útgerð muni aukin. Við höldum nú austur Egils- brautina. Til vinstri er gamla frystihúsið, sem minnst var á í síðasta blaoi. Nokkru neðar og sunnan götu er annað frystihús á uppfyllingu, sem gerð hefur verið fram í sjóinn. Frystihús þetta var byggt af Ishúsfélagi Norðfirðinga fyrir um 20 árum, en nú á Kaupfélagið Fram það, eins og gamla íshúsið og er þetta hús einkum notað til fiskfryst- ingar. Beint á móti frystihúsinu, norð- an vegarins, er Konráðshúsið, þar sem Konráð Hjálmarsson rak verzlun sina um langt árabil. Konráðsverzlun var, ásamt Sig- fúsarverzlun, lengi aðalverzlun bæjarins, allt fram á kreppuárin að draga fór af þeim og saim- vinnuverzlunin fór að vinna á. í austurhluta Konráðshússins er nú lyfjabúð kaupstaðarins og á efri hæð íbúð lyfsalans. Önn- ur íbúð er á efri hæð. Eigandi hennar er söltunarfélagið Sæsilf- . ur, sem notar hana til íbúðar fyrir aðkomufólk. Niðri er hús- gagnaverzlun, útibú frá Skeif- unni, og sjoppa, Vestan við húsið og áfasl því er pakkhús, sem bæjarsjóður á. Allt er húsið í vegarstæði og þyrfti að rífast frekar fyrr en síðar. f ,| Hús pósts og síma er skammt austan við Apótekið. Sú starf- semi, sem þar fer fram, hefur vaxið mjög mikið á síðari árum með vaxandi umsvifum í bænum og stóraukinni sókn aðkomuskipa hingað. Til viðbótar pósti og síma, hefur loftskeytastöðinni veriö komið fyrir í liúsinu. Hún annast nú mjög mikil viðskipti við skip og báta og mun nú kom- in í fremstu röð loftskeytastöðva landsins hvað viðskipti snertir. Húsið er orðið alltof lítið fyrir þessa miklu starfsemi og vinnu- skilyrði starfsfólks óviðunandi. Innan skavmms á að koma hér sjálfvirkur sími og útheimtir það enn aukin húsakynni. Landssíminn er að leita sér að hentugri lóð fyrir byggingu. Enn hefur hann ekki getað fengið lóð, sem hann telur viðunandi, nema með afarkostum. Líklega hefur Konráð1 Hjálm- arsson fengið útmælda verzlunar- lóð við verzjunarhús sitt, þó að ég hafi engin skilríki fundið um það. En þó svo sé, skiptir það ekki máli nú orðið, því allar lóð- ir á þessu svæði hafa verið mæld- ar öðrum. Rétt austan við símstöðina er gengið inn í skrúðgarðinn, sem áður hefur verið frá sagt. Rétt þar fyrir austan er íbúðarhús Jó- hanns Gunnarssonar og bakaríið. Hús Jóhanns var áður samkomu- hús, Templarinn, og stóð þá litlu vestar. Beint á móti innganginum í skrúðgarðinn, sunnan götunnar, er mikið steinhús, tvær hæðir, ris og kjallari, kallað „Steinninn“ í daglegu tali. Hús þetta lét Jón ■ Sigfússon byggja. Nú er eina peningastofnun bæjarins, Spari- sjóður Norðfjarðar, þarna til húsa. Þar eru líka skrifstofur og sölubúð Samvinnufélags útgerð- armanna. Þarna fyrir framan var í hitt- eðfyrra gerð mikil uppfylling, um 7000 fermetrar að flatarmáli. Er uppfyllingin hugsuð sem fyrsti áfangi hafnargerðar og þá mið- ao við, að fiskibátafloti Norðfirð- inga fengi þar öruggt lægi. Síðan hafa viðhorf öll breytzt og þarf nú miklu stærri höfn. Hefur því verið horfið að því að gera höfn í fjarðarbotni og vísast um hana til greinar Ragnars Sigurðsson- ar, hafnarstjóra, hér í blaðinu. Norðan vegarins gnæfir kirkj- an. Hún er nú komin um sjötugt, en heldur enn fullri reisn og er hið' svipmesta hús. Hefur hún sjálfsagt þótt mikil bygging á sinni tíð. Þau voru tildrög þess, að kirkj- an var reist á Nesi, að kirkjan á Skorrastað hafði fokið í ofviðri. Kom þá til álita að flytja kirkj- una frá hinum forna kirkjustað, þar sem kirkja byggðarinnar hafoi verið svo lengi, sem örugg- ar heimildir ná aftur í aldir, og út á Nes, þar sem vaxandi þorp var að myndast. Er mér sagt, að þetta liafi verið umdeilt mál á sinni tíð, sveitarmenn viljað halda sínu guðshúsi, eins og eðli- legt var, en Nesbæingar hafi vilj- að flytja kirkjuna út eftir. Af- staða Suðurbæinga og Sandvík- inga mun hafa ráðið úrslitum. Þeir lögðust á sveif með Nesbæ- I ingum, því þeim var hægari kirkjusókn að Nesi en Skorra- stað. 0 Ekki mun áður hafa verið kirkja á Nesi, en ósennilegt er ekki, að hér hafi verið eitt þeirra bænhúsa, sem heimildir greina frá, að verið hafi í sókninni. Kirkjunni er vel við haldið og fyrir allmörgum árum var hún skreytt af Jóni og Grétu Björns- son, sem skreytt hafa margar kirkjur. Fátt er gamalla kirkjugripa í Norðfjarðarkirkju. Þó eru þar a. m. k. tveir gripir komnir úr Skorrastaðakirkju, númeratafla frá 1855 og myndskreyttur préd- ikunarstóll frá 1703 gefinn af Reyðarfjarðarkaupmanni. Skammt austan við kirkjuna er Kvíabólsstígur kenndur við bæ- inn Kvíaból. Handan vegarins er Verzlun Björns Björnssonar, helzta kaupmannsverzlun í bæn- um. Húsið heitir Bakki og mun kennt við hjáleiguna Bakka, sem Utan við Bakka, hinum megin við Kvíabólslæk, hefur Jóhann Sigmundsson byggt hús og rekur hann þar efnalaug sína, hið þarf- asta fyrirtæki. Þórhóll er hár melhóll austast við Egilsbraut. Þorkell Færeying- ur mun hafa gefið honum nafn og mun hafa talið sig gefa hon- um sitt eigið nafn. Bústaður hans, Kelaskúrarnir, stóðu fram- an undir hólnum. Áður fyrr náði Þórhóllinn lengra fram, en mikið af honum hefur verið tekið í ofaníburð og liggur nú vegurinn þar, sem fremsti hluti hans var áður. Vafa- laust væri búið að moka öllum hólnum í burtu, ef ekki hefði verið byggt uppi á honum. Fram- arlega á honum stendur stórt og reisulegt steinhús og er talið til- heyra Þórhólsgötu. Sú gata er istutt blindgata, sem liggur upp með Þórhólnum að austan. Áður náði hún upp að Mýrargötu, en þegar íþróttavöllurinn var gerður var henni lokað og hár bakki hlaðinn þvert yfir götuna. Við höfum nú gengið Egils- braut á enda og hér endar steypta gatan. Við erum stödd á mótum Egilsbrautar, Þórhóls- götu, Skólavegar og Nesgötu. Látum við hér staðar numið í dag, enda á ég nú skammt heim- Fjdrsöfnun HGHámorgun Eftir hádegi á morgun, laugar- dag, fer frairn almenn fjársöfnun hér í Neskaupstað til styrktar Herferð gegn hungri. Nemendur úr Gagnfræðaskólanum og skátar munu ganga í öll hús í bænum og taka á móti því, sem fólk vill láta af hendi rakna til þessa göfuga málefnis. Fær hver og einn kvitt- un fyrir veittu framlagi. Sjálfir hafa nemendur Gagn- fræðaskólans riðið myndarlega á vaðið með því að gefa 10 þúsund krónur úr sjóði sínum til söfnun- arinnar og ekki er hlutur iðn- Úr Mjóafirði I Mjóafirði var saltað í 5.500 tunnur og byggðist sú söltun að mestu á aðkomufólki. Nú er að- komufólkið farið og síldin reynd- ar að mestu líka, því að eftir eru aðeins 300 tunnur. nema síðri, sem stóðu fyrir dans- leik um síðustu helgi til styrktar Herferðinni. Skiluðu þeir af- rakstrinum, 9 þúsund krónum, til héraðsnefndar HGH. Er og skylt að geta þess, að Fónar tóku ekk- ert fyrir leik sinn þetta kvöld. Þá hefur Verkalýðsfélagið nýlega ákveðið á fundi sínum, að gefa 6 þúsund krónur til söfnunarinnar, og hafa þannig borizt 25 þúsund krónur frá þessum fjórum aðilum. Verði undirtektir almennings og fyrirtækja og félagasamtaka í bænum eitthvað í átt við þessa byrjun, mun framlag Norðfirð- inga í heild verða þeim til sóma. Héraðsnefndin hefur eftir há- degi á morgun bækistöð sína í Gagnfræðaskólanum. Eru það til- mæli frá nefndinni, að sem flestir þeir aðilar, sem hún hefur snúið sér til bréflega og ákveðið hafa framlag til söfnunarinnar, líti við í Gagnfræðaskólanum eða hringi í síma 185 milli klukkan 14—17. Allt heimafólk, sem vettlingi getur valdið, hefur unnið við út- skipun síldarinnar. Þannig var allt vinnufært fólk í Mjóafirði við útskipun í Reykjafoss og Helga- fell nú fyrir stuttu. Vegna hinnar miklu vinnu við síldina hefur öllum' haustverkum seinkað mjög. dmlurlmul Lausasala kr. 5.00 Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.