Austurland


Austurland - 12.11.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 12.11.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 12. nóvember 1965. AUSTURLAND é- I 3 Verðlagning brœðslusíldar Eins og kunnugt er er verð- lagningu bræðslusíldar þannvg háttað, að greiða skal ákveðið verð fyrir málið án tillits til þess hversu miklar afurðir fást úr hráefninu. Eina frávikið er það, að verðlag getur verið nokkuð misjafnt eftir árstíðum og eftir landshlutum. Fyrirkomulag þetta er mjög ó- eðlilegt og óviðunandi bæði fyrir kaupendur og seljendur. Auðvitað á að meta þennan fisk eins og annan fisk. Það mun engum erfiðleikum bundið. Það eina sem þarf að komast að raun um er fituinnihald aflans, sem mér er sagt að sé auðmælt. Vit- anlega á ekki að fitumæla hverja síld. Það væri óframkvæmanlegt og ekki einu sinni þorskur er met- inn á þann hátt upp úr veiðiskip- unum. Taka á sýnishorn af afla hvers skips, fitumæla það og láta niðurstöðuna gilda fyrir allan farminn. Þetta verk á að fram- kvæmast af trúnaðarmönnum hins opinbera, eins og annað fiskmat. Verðlagningin ætti svo að vera þannig, að sett væri ákveðið verð á mál eða aðra mælieiningu síld- ar með vissu fituinnihaldi, t. d. 20%, en síðan hækkaði það eða lækkaði eftir því sem fituinni- hald breyttist. Við þetta fyrirkomulag á verð- lagningu síldar ættu allir aðilar að geta unað, og þá væri úr sög- unni breytilegt verð eftir árs- tima og landshlutum. Mikil síldveiði en löndunarörðugleikar Að undanförnu hefur verið mjög mikið síldarmagn á miðun- um fyrir Austurlandi og veiði mikil. Hafa skipin, sem úti hafa verið og eitthvað fengið, yfirleitt fengið um 1000 mál til jafnaðar á hverri nóttu. En þessi mikla veiði notast miklu verr en skyldi. Allar þrær á Austurlandi eru orðnar fullar og verða skipin að leita til Rauf- arhafnar til að losna við aflann. Skammsýni stjórnarvalda á möguleika síldveiðanna fyrir Austurlandi er orðin þjóðinni dýr. Stóraukinn verksmiðjukost- ur og hráefnisgeymslur mundu skila þjóðinni hundruðum millj- óna króna í gjaldeyri á ári og sjómönnum, útgerðarmönnum og ótal öðrum stórauknum tekjum. En í stað þess að byggja síldar- bræðslur á Austfjörðum, er ríkis- valdið önnum kafið við að koma upp amerískri verksmiðju við Mý- vatn og belgískri við Hafnar- fjörð. Gæftir hafa verið góðar í heila viku, en þar áður var langur ó- gæftakafli. Sala á síldarlýsi hefur gengið erfiðlega í ár og afskipanir ver- ið litlar. Geymar verksmiðjanna eru því ýmist orðnir fullir eða að fyllast. Eitthvað af lýsi hefur verið flutt til geymslu í aðra landshluta með ærnum kostnaði. Lýsisgeymar síldarbræðslunnar hér eru nú fullir. Enn hefur ekk- ert lýsi verið flutt í geymslu annars staðar, en væntanlega tekst að fá skip til þess mjög bráðlega. Nú er ekki um annað að ræða, en taka hráefnisgeymana undir lýsi og dregur þá enn úr síldar- löndunum. Afskipun á lýsi héðan til út- flutnings er ekki væntanlega fyrr en í næsta mánuði. Hluiavellu heldur Leikvallanefnd Kvennadeildar Slysavarnarfélagsins í Egilsbúð laugardaginn 13. nóv. kl. 2 e. h. Nefndin. ,v'^v'^^^^A»*A/V^^AA/WWW\A/\/\A/WWW\/VW*/\/VWW\/VWWVWWWWVW>rt/SA/W\/V>/WWWrtAo— TILKYNNING Verð fjarverandi frá 16. til 23. nóv. Á meðan sinnir yfir- læknir Fjórðungssjúkrahússins aðkallandi sjúkdómstilfellum. : Héraðslæknirinn í Neskaupstað. Egilshúð MORÐIÐ í LUNDÚNAÞOKUNNI Sýnd föstudag kl. 8. — Bönnuð börnum innan 14 ára. SMÁMYNDASAFN Sýnt á barnasýningu sunnudag kl. 3. Leiksýningar Leikfélag Neskaupstaðar frumsýnir gamanleikinn Svört á brún og brá eftir Philip King í Egilsbúð sunnudaginn 14. nóv. kl. 21. Önnur sýning miðvikudaginn 17. nóv. kl. 21. Leikstjóri Erlingur E. Halldórsson. Aðgöngumiðasala báða sýningardaga frá kl. 17. Leikfélag Neskaupstaðar. Kona óskast til ræstinga tvisvar í viku, strax. Apótek Neskaupstaðar Frá Heilsuverndarstöðinni Kúabólusetning verður fyrir börn fædd 1959—1985 (yngst 7 mánaða) föstudaginn 19. nóv. kl. 1—3. Frá Byggingafélagi alþýðu Byggingafélag alþýðu, Neskaupstað ætlar að hefja byggingu á fjórum íbúðum eins fljótt og tök eru á. Veitt eru 450 þús- und króna lán út á hverja íbúð. Þeir félagsmenn, sem ekki hafa sótt enn um íbúð hjá félaginu, geri það sem fyrst og sendi skriflega umsókn til Sigurðar Guðjónssonar. Stjórn Byggingafélags alþýðu. v'A/VW\AA/W\/W\/WW\/WWWfcA/V\AAA/\A//WWW ' Árshátíð heldur Kvenfélagið ,,Nanna“ laugardaginn 20. nóv. kl. 9 í Eg- ilsbúð. Góð skemmtiatriði. — Kaffidrykkja. — Dans. — Fónar og Þorlákur sjá um fjörið. Konur, athugið: Aðgöngumiðar verða seldir miðvikudaginn 17. nóv. í Egils- búð frá kl. 2—4 e. h. Hver kona getur fengið 4 miða. Verð miðans kr. 100.00. Stjórnin. <AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA»AAAAAAA*»«««««««|^vyyy||VVMVYMW))VWWWU

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.