Austurland


Austurland - 19.11.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 19.11.1965, Blaðsíða 1
Amlurlund Málgesgn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 19. nóvember 1965. 45. tölublað. Ulgerð Síldarvinnslunnar fær 300 lesia skip Eins og kunnugt er stofnsetti Síldarvinnslan hf. nýlega útgerð- arfyrirtæki. Fékk það fyrr á þessu ári tvö ný skip, Barða og Bjart. Hefur þeim báðum gengið mjög vel á síldveiðunum í sumar og vetur. Þessi veigengni hefur orðið til þess, að auka forráðamönnum fyrirtækisins bjartsýni og verið þeim hvöt til að auka þessa út- gerö. Nú hefur verið gengið frá kaupum á þriðja skipinu til út- gerðarinnar. Á það að komt í september næsta ár, eða mátu- lega fyrir haustsíldina. Þetta nýja skip er smíðað í Noregi eftir norskri teikningu, hinni sömu og skip Kristmanns Jónssonar á Eskifirði er smíðað eftir. Það verður 300 lestir að stærð með 800 hestafla Listervél og tveim hjálparvélum, sem hvor um sig verður 62 hestöfl. Það verður með 16 tonna háþrýsti- spil og að sjálfsögðu búið full- komnum fiskileitar- og siglinga- tækjum. Talið er, að skipið geti tekið 2200 mál síldar í lest. Verð skipsins er um 13.8 millj. króna. Helzta stefnumál forráðamanna bæjarins hefur verið að stuðla að sem blómlegustu atvinnulífi. Jafnan hefur verið erfiðleikum bundið að skapa hér atvinnuör- yggi og samfellda vinnu árið um kring. Togaraútgerðin var á sín- um tíma áhrifamesta ráðstöfunin í þessum efnum, og á meðan hennar naut við, mátti heita, að hér væri samfeild vinna árið1 um kring. Þótt útgerð þessi - gengi ekki illa, miðað við aðrar slíkar útgerðir, varð hún þó að hætta. Upp úr því var svo .stofnað til vélskipaútgerðar í þeim höfuðtii- gangi að tryggja hráefni til vinnslu hér í bænum að vetrin- um. Sú útgerð gekk illa og varð að hætta í fyrra. En þrátt fyrir erfiðan hag hafði útgerðin mjög mikla þýðingu. Um það hefðu menn átt að sannfærast í fyrra- vetur, þegar enginn fiskur barst hingað og atvinna þeirra, sem að fiskvinnslu starfa, ekki sízt verkakvenna, var mjög stopul. Útgerð Síldarvinnslunnar er í rauninni beint framhald af þess- ari útgerð. Og það ætti að vera öllum bæjarbúum fagnaðarefni hve vel hún fer af stað. Þessum bátum er hægt að beita til öflun- ar hráefnis að vetrinum, þegar á þarf að lialda. Það eru auðvitað takmörk fyrir því hversu langt Síldarvinnslan á að ganga í útgerð, en ég held, að stefna eigi ao því, að hún eignist fjögur skip. En jafnframt er rétt að hún reyni að greiða fyrir því eftir föngum, að einstakling- ar komist yfir ný og hentug skip. Tveir útgerðarmenn hér í bæn- um eru nú að athuga möguleika á skipakaupum. Vonandi er, að þau takist. Leikféiag Neskaupstaðar Svört á brún og brá Síðastliðinn sunnudag frum- sýndi Leikfélag Neskaupstaðar gamanleikinn „Svört á brún og brá“ eftir brezkan höfund, að nafni Philip King. Hér er uai ó- svikinn gamanleik að ræða, með miklum ærslum á köflum og munu flestir segja, að markmið höfundar sé það eitt, að vekja hlátur og kátínu, sem honum tekst ósvikið, en einnig virðist mér hann gefa þeim lýð smáveg- is hirtingu, sem talar um jafn- rétti og bræðralag, en afneitar þvi í verki. Leikstjórn annaðist Erlingur E. HalldórsEon. Hann er fjölmennt- aður í leikstjórn og leiklistar- fræðum og einnig orðinn þekkt- ur sem leikritahöfundur. Það er vissulega mikið liapp fyrir leikfélög áhugamanna, þeg- ar þau geta fengið slíka kunn- áttumenn til þees að stjórna leik- sýningum sínum og tekst það því miöur allt of sjaldan, þar sem við eigum aðeins fáa sérmenntaða leikstjóra og þá flesta bundna í föstum stöðum. Það mætti því e. t. v. segja, að þegar siíkt happ fellur í hlut Leikfélagsin", væri ástæða til að nota tækifærið betur og ráðast í stærra og veigameira verk en hér var gert. í hinni myndarlegu leikskrá sýningarinnar segir um þetta atriði, að ætlunin hafi ver- ið, „að sýna viðameira og bók- menntalegra leikrit", en af því varð sem sé ekki og liggja ef- laust til þess fleiri en ein fram- bærileg ástæða. Þaö má vissulega segja, að það sé afrek út af fyrir sig að geta ltomið upp sjónleik svona snemma árs, amtt í hinum miklu önnum, þar sem allir virðast standa í vinnu upp fyrir haus og enginn eiga tómstund. Þeir, sem að upp- setningu þessa leikrits stóðu, eiga því sannarlega skilið mikla þökk og mikinn heiður fyrir þessa .skemmtilegu og vel leiknu sýningu, en þá einkunn verðskuld- ar hún vissulega. Heildarsvipur sýningarinnar var afbragðsgóður og bar stjórnanda öruggt vitni. Það leyndi sár ekki, að kunnáttu- manni virðist ekki ofleikið þrátt fyrir það, að mörg hlutverkanna gætu leitt leikarana í slíka freistni. Staðsetningar, athafnir cg leikbrögð öll falla mjög eðli- lega inn í tal og látbragð og leik- sviðið sjálft er einfalt og ágætt. Það helzta sem áfátt var, var að leikararnir héldu stundum áfram að tala þótt salurinn dunaði af hlátri og sumir þeirra töluðu varla nógu skýrt. Birgir Stefánsson hefur þarna stærst hlutverk og skilaði því með prýði, eins og hans er vandi. Framh. á 4. síðia. Mikil síldveiði Enn er mjög mikil síldveiði fyrir Austurlandi 50—60 mílur undan landi. Gæftir hafa verið góöar að undanförnu og meðal- veiði á skip í róðri yfir 1000 mál. En oftast eru tiltölulega fá skip úti vegna gífurlegra löndunar- erfiðleika. Hver smuga, sem losn- ar í þrónum hér fyrir austan, fyllist jafnharðan. Mörg skip hafa leitað til Raufarhafnar og fylltust þrær verksmiðjanna þar á fáum dögum. Nokkur skip hafa farið alla leið til Reykjavíkur til losunar. Flutningaskipin flytja eins mikið og þau geta, en þau eru igngi í hverri ferð. Ef byggð- ar hefðu verið verksmiðjur hér fyrir austan fyrir andvirði Síld- arinnar, hefði miklum verðmæt- um verið bjargað. Hvenær skyldu augu ráða- manna þjóðfélagsins opnast fyrir þeim hagsmunum, sem þjóðarbú- ið hefði af stórauknum verk- smiðjukosti á Austfjörðum? Aflinn síðustu viku nam 364. 453 málum og tunnum. 1 lok síð- ustu viku var heiidaraflinn á sumar- og haustveiðunum fyrir Austurlandi orðinn 3.494.453 mál og tunnur (2.955.991 á sama tíma í fyrra). Er þetta mesta síldveiði, sem getur um hérlendis. Aflinn hefur verið nýttur sem hér segir: I salt 401.201 uppsaltaðar tunnur (354.204). 1 frystingu 34.636 uppmældar tunnur (44.239). I bræðslu 3.058.926 mál (2.557. 548). Yfir 40 þús. mál hafa 19 akip fengið. Eftirtalin Austfjarðaskip eru í þeim hópi: Jón Kjartansson, Eskifirði 57.457 Heimir, Stöðvarfirði 48.981 Gullver, Seyðisfirði 43.393 Barði, Neskaupstað 43.363 Bjartur, Neskaupstað 41.305 Aflahæsta skip f'.otans er Jón Kjartansson. Frá Nönnu Kvenfélagið Nanna hélt fjöl- sóttan félagsfund 1. nóvember. Fundurinn ákvað að efna til fjáröflunar til tækjakaupa handa sjúkrahúsinu. Efnir félagið til happdrættis og bazars í þessu skyni og kom fram mikill áhugi hjá félagskonum fyrir þessu mál- efni. Bazarinn verður haldinn 4. des., en í happdrættinu verður dregið 30. nóv. Vinningur verður óvenju glæsilegur, ferð til útlanda aö verðmæti 15 þús. kr. Árshátíð félagsins verður á morgun. Félaginu hefur borizt 5 þús. kr. gjöf frá Önundi Steindóresyni til minningar um konu hans, Kristjönu Sigurðardóttur, sem andaðist í fyrra. Hefur blaðið verið beðið að færa Önundi þakk- ir félagsins fyrir þessa rausnar- legu gjöf.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.