Austurland


Austurland - 26.11.1965, Side 1

Austurland - 26.11.1965, Side 1
Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Netekaupslað, 26. nóvember 1965. 46. tölublað. Um menníaskóla á Auslurlandi Breyttir tímar Eitt af einkennmn nútíma þjóðfélags eru sívaxandi krö.fur til fólks um almenna menntun og sérfræðiþekkingu. Er nú svo komið, að hjá mörgum bjóðum er litið á framlög til skólamála og visindaiðkana sem hina arðvæn- legustu fjárfestingu, er skiU sér í Lættri afkomu þjóðarheildarinn- ar fyrr en varir. Hinar ótölulegu tækninýjungar síðustu hundrað ára eru beint eða óbeint ávöxtur slíkrar fjárfestingar, og sú gjör- bylting í atvinnuháttum, sem siglt hefur í kjölfarið, útheimtir kunnáttu og þekkingu af hverjum starfandi einstaklingi í áður ó- þekktum mæli. Segja má, að hér sé um einskonar keðjuverkun að ræða, sem ekki verður stöðvuð, nenr.a þá með því ao hneppa alla þjóðfélagslega framvindu í fjötra, en sh'kt mun af fáum talið gjör- legt eða æskilegt. Tækniöldin hófst síðar hér á íslandi en hjá flestum nágranna- þjóðum okkar, og lágu til þess ýmsar orsakir. En nú er einnig hér sá tími að mestu liðinn, er sonur gat lært það sem þurfti til verka af föður, kynslóð af kyn- slóð, án annarrar skólagöngu en þeirrar, sem kennd er við lífið sjálft. Enn má kannski segja, að við búum við nokkurs konar milli- bilsástand í þessum efnum, mjög misjafnt eftir atvinnugreinum, en þeim mönnum fer samt óðum fækkandi, sem í alvöru taka sér hið forna íslenzka máltæki um bókvitið og askana í munn, enda fjölgar stöðugt þeim dæmum í kringum okkur, sem bera vitni um hið gagnstæða. Rannsóknir og störf íslenzkra vísinda- og menntamanna hafa þegar skilað stórfelldum hagnýtum árangri, þrátt fyrir erfið og ófullkomin starfsskilyrði, sem þeir hafa mátt búa við1 í flestum tilvikum. Allir viðurkenna þann hlut, sem fiskifræðingarnir eiga í stór- auknum sjávarafla. íslenzkir meinafræðingar hafa fimdið upp lyf við skæðum sauðfjársjúkdóm- um, búfé og nytjapiöntur hafa verið kynbætt, og nú binda bænd- nr miklar vonir við rannsóknir sérfræðinga á orsökum kal- skemmda. Er þá fátt eitt talið. En slíkar augljósar staðreyndir valda því, að æ fleiri átta sig á nauðsyn staðgóðrar almennrar menntunar og að sá hópur, sem áfram heldur á menntabrautinni í sérskólum og æðri menntastofn- unum, þarf að stækka verulega frá því sem nú er. Öll viljum við stefna að því að búa betur í hag- inn fyrir sjálf okkur og afkom- endur okkar, en hversu til tekst í þeim efnum, er ekki hvað sízt undir því komið, að við bætum og tryggjum eftir fremsta megni menntunaraðstöðu uppvaxandi kynslóða. Sú aðstaða þarf að ná til allra án tillits til þess, hvar þeir eru í sveit settir, og þau byggðarlög eða landshlutar, sem kynnu að dragast verulega aftur úr í þeim efnum, eiga litla fram- tíð fyrir sér. Lög imi menntaskóla Á liðnu vori voru samþykkt á Alþingi „Lög um breytingu á lögum nr. 58/1946 um mennta- skóla“. Þar eð lög þessi eru eng- in langloka og varða okkur Aust- firðinga talsvert, þykir okkur hlýða að birta þau hér í heild: 1. grein Menntaskólar skulu vera sex, tveir í Reykjavík, einn á Akur- eyri, einn á Laugarvatni, einn á ísafirði og einn á Austurlandi. Heimiit er að stofna fleiri menntaskóla í Reykjavík og ná- grenni. Menntaskólar utaa Reykjavik- ur eða nágrennis skulu vera beimavistarskólar. Heimilt er að koma framangreindum skó’um á fót í áföngum, bæði að þvi er varðar kennslu og bygging i hús- næðis fyrir þá. Heimilt er menntamálaráðu- neytinu að koma á fót kennsiu í námsefni fyrsta bekkjar mennta- skóla vio gagnfræðaskóla, þar sem nemendafjöldi og önnur skil- yrði gera slíka ráðstöfun eðlilega og framkvæmanlega. Kostnaður við stofnun og rekstur menntaskóla greiðist úr ríkissjóði, svo og kostnaður við menntaskóladeildir, er komið kann að verða á fót við gagn- fræðaskóla samkvæmt heimild þessarar lagagreinar. 2. grein. Lög þessi öðlast þegar gildi. Af þeim menntaskólum, sem um er rætt í lögum þessum, eru þrír til staðar, þ. e. í Reykjavík, á Akureyri og á Laugarvatni. Verið er að reisa nýjan mennta- skóla við Hamrahlíð í Reykjavík, og er gert ráð fyrir, að hann taki til starfa næsta haust. Verða þá komnir þrír mennta- skólar í Sunnlendingafjórð.Ungi og einn á Norðurlandi. Enn er hinsvegar óráðið, hvenær lögin um stofnun menntaskóla vestra og eystra komast á framkvæmdastig, en rétt er að geta þess, að á fjár- lagafrumvarpi fyrir næsta ár er reiknað með 800 þús. kr. fram- lagi til hvors um sig. Það fé hrekkur þó vitanlega skammt, enda er hugmyndin að ráðstafa því sem láni til framkvæmda við Hamrahlíðarskólann en skal til- tækt síðar, er bygging hinna skól- anna hefst. Þótt málið sé ekki lengra á veg komið en þetta, er hin lagalega undirstaða hér með fengin, og er það hald okkar, að með henni hafi verið stigið all merkt spor í menntasögu fjórð- ungsins. Tímabær ráðstöfun Áður en lengra er haldið, er rétt að gera sér grein fyrir, hvort við- unandi grundvöllur muni fyrir hendi til að stofna menntaskóla hér á Austurlandi í náinni fram- tíð, en um það kunna skoðanir að vera nokkuð skiptar. Hafa heyrzt raddir um, að nemenda- fæð og skortur á hæfum kennur- um og nauðsynlegum aðbúnaði muni standa slíkri stofnun fyrir þrifum, Menntaskóli þarf að geta mynd- að samstæða, lífræna heild og vera sjálfum sér nógur um fleira en húsnæði og kennslukrafta. Er það álit flestra, sem gjörst til þekkja, að sæmilegur rekstr- argrundvöllur fáist ekki fyrir menntaskóla með færri nemend- um en 200, en hinsvegar sé ó- æskilegt að fjöldi nemenda fari mikið yfir 500. Á síðustu árum hafa að jafnaði um 40—50 ung- menni úr Austfirðingafjórðungi Framh. á 2. síðu. Leiksýningum L. N. vel tekið Leikfélag Neskaupstaðar hefur nú sýnt leikritið Svört á brún og brá sjö sinnum við góða aðsókn og ágætar undirtektir. Tvær sýningar hafa verið hér í bænum, og eru fvrirhugaðar a. m. k. tvær sýningar hér enn, önn- ur þeirra barnasýning. Verður hún sennilega sunnudaginn 5. desember. Um síðustu helgi brá leikflokk- urinn svo á leikför til nærliggj- andi staða. Á föstudagskvöld var sýning á Eskifirði fyrir fullu húsi. Á laugardag voru tvær sýningar á Iðavöllum, mjög vel sóttar. Var fyrri sýningin miklu fjölsóttari, þar sem nemendur og kennarar Eiða- og Hallormsstaðaskóla fylktu þar liði. Á sunnudag voru svo tvær sýn- ingar á Reyðarfirði. Hafa nú þegar séð leikritið um 1.100 manns. Fyrirhugaðar eru þrjár sýning- ar um þessa helgi. Annað kvöld verður sýnt á Vopnafirði og á sunnudag verða tvær sýningar á Seyðisfirði. Leikflokkurinn mun leggja af stað sjóleiðis til Vopnafjarðar um hádegi á imorgun. Árshátíð kvenié- lag&ins Nönnu Síðastliðinn laugardag hélt Kvenfélagið Nanna sína árlegu árshátíð. Eins og venjulega var vel til hennar vandað, bæði um veiting- ar og skemmtiatriði. Meðan á borðhaldi stóð fóru fram skemmtiatriði á leiksviði. Þar söng blandaður kór undir stjórn Jóns Mýrdal. Þá lék Jón Mýrdal á flygilinn klassíska músík og að lokum var gaman- þátturinn Geimfarinn fluttur. Guðrún Sigurjónsdóttir, for- maður félagsins, setti samkom- una og stjórnaði henni. Að loknu borðhaldi hófst svo hinn fjörugasti dansleikur, sem stóð fram eftir nóttu. Samkomugestir voru á þriðja hundrað. Haft er í flimtingum Að ennþá sé aftur genginn Austri með hverfandi sól. Hfve lengi hann lifir, veit enginn en iíklega þó hann gól. —o—- En trúlegt við munum þó telja hann tærist er vora fer, því voilúmar tíðast sér velja véin, sleni skuggana ber.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.