Austurland


Austurland - 03.12.1965, Qupperneq 1

Austurland - 03.12.1965, Qupperneq 1
Frá löndum í Osló Amtnrlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaypstað, 3. deseinber 1965. 47. tölublað. Þróitmikið og djarfhuga sambandsþing Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands hélt 22. þing sitt dagana 6. og 7. nóvember síðast- liðinn í Barnaskólanum að Eið- um. — Þingið var fjölsótt og ríkti þar mikill áhugi um fram- tíðarstarf sambandsins. Kom greinilega fram í ræðum margra, að félagsstarfsáhugi er nú vax- andi. Undanfarin ár hafa verið mikil gæðaár í austfirzku atvinnu- lífi. Samfara aukinni eftirspurn eftir vinnuafli og lengingu vinnu- tímans varð samdráttur í öllu fé- lags- og menningarlífi. Fólk var blátt áfram of þreytt til að sækja fundi, eða starfa að félagsmálum. Hefur UlA sízt farið varhluta af þessari þróun. Nú virðist þetta vera að breytast. Ekki stafar þessi breyting þó af minnkandi atvinnu, að ég hygg, heldur því, að fólk er farið að gera sér ljóst, að ekki verður til lengdar lifað af brauði einu saman. Má víða sjá þessa merki. Skýrsla stjórnar UÍA er glöggt dæmi um þessa þróunarbreytingu. I henni kemur skýrt fram, að starfið er vaxandi og að alls stað- ar gætir aukins skilning á nauð- syn aukins æskulýðsstarfs. Fara hér á eftir örfáir punktar úr skýrslunni. Slíógarhátlð. Um verzlunar- mannahelgina gekkst UÍA fyrir áfengislausri útisamkomu í Atla- vík, eins og áður hefur verið frá greint hér í blaðinu. Fram kom á þinginu, að samkoman hafði vakið mikla ánægju og athygli, og voru flestra orð þau, að með henni hefði UlA brotið blað í sögu útisamkoma á Austurlandi. Iþróttakennsla. Samb. hafði á sínum snærum starfandi íþrótta- kennara um átta mánaða skeið. Ekki reyndist unnt að fá íslenzk- an kennara og var þá leitað út fyrir landsteinana. Tókst að ráða norskan kennara, Harald Braat- hen að nafni. Hann kenndi alls á þrettán stöðum á svæðinu og nutu rúmlega 1000 manns kennslu hans. Auk þess störfuðu kennar- ar á vegum UlA um skemmri tima í su'mar. íþróttamót. Haldin voru tvö frjálsíþróttamót og tvö sundmót. Handknattleiksmót kvenna fór fram í júlí. Þróttarstúlkur sigr- uðu. Sigurvegarar í knattspyrnu- mótinu varð Austri. Níu keppend- ur frá UlA tóku þátt í Lands- móti Ungmennafélags Islands að Laugarvatni. Beztum árangri náði Þórir Bjarnason frá Stöðvarfirði, se:m varð annar í 5 km hlaupi og fjórði í 1500 m hlaupi. Formannaráðstefna. Stjórnin gekkst fyrir sameiginlegum fundi formanna sambandsfélaga og for- ráðamanna I.S.I. Voru þar rædd- ir ýmsir þættir í starfi íþrótta- hreyfingarinnar og hinna ein- stöku félaga innan hennar. Á síðasta ári leitaði UlA til allra sýslu- og sveitarfélaga á sambandssvæðinu um nokkurn fjárstyrk til starfsemi sinnar. Undirtektir voru yfirleitt góðar og sýndu glöggt hlýhug og vax- andi skilning á nauðsyn þess starfs, sem UlA leitast við að framkvæma. Fjárskorturinn hef- ur ætíð verið sambandinu fjötur um fót, og án þessarra styrkveit- inga hefði UlA vart verið kleift ao ráðast í sum þeirra verkefna, sem áður var á minnst. Eiga all- ir þessir aðilar þakkir skildar fyr- ir framlag sitt. Ýmislegt fleira kom fram í skýrslu stjórnar, sem ekki verður rakið hér. Þá er að geta um helztu álykt- anir þingsins. 25 ára afmæli UÍA. Sambandið verour 25 ára næsta ár og verð- ur þess minnst með ýmsu móti. Haldið verður sérstakt afmælis- mót að Eiðum, efnt til hátíðar- þings og gefið út afmælisrit. Að- alhátíðina skal halda í Atlavík um verzlunarmannahelgina og verður það auðvitað áfengislaus sam- koma. Önnur mót. Austurlandsmót verða haldin í öllum greinum að venju. Er ætlunin að keppa bæði í eldri og yngri flokkum. Verður það þeim yngri vonandi hvatning til æfinga, að geta reynt leikni sína í keppni við jafnaldra úr næstu byggðarlögum. Þá athugar stjórn og handknattleiksráð nú möguleika á að fá að halda næsta Islandsmeistaramót í útihand- knattleik kvenna. Iþróttakennsla. Þingið fól stjórninni að gera allt, sem í hennar valdi stendur til að fá U. í A. ráðið fastan íþróttakennara sem fyrst, og jafnframt að koma á erindrekstri. Landsmót. Þingið heimilaði stjórninni að sækja um að fá að halda næsta Landsmót Ung- mennafélaganna að Eiðum 1968. Heimildin var bundin eftirfarandi skilyrðum: a) að mannvirki þau og aðstaða að Eiðum, sem þörf er á fáist til notkunar á mótinu. b) Að hægt verði að gera leik- vang UlA að Eiðum hæfan fyrir slíkt mót. c) Að hægt verði að koma fyrir viðunandi keppnisað- stöðu fyrir sund að Eiðum. Svo mörg voru þau orð. Finnst nú sjálfsagt mörgum, að' UlA færist fullmikið í fang. Ekki er því held- ur að neita að hiks gætti hjá mönnum, en sú skoðun, að saim- bandið þyrfti að fá eitthvað stórt sameiginlegt átak að vinna að varð ofan á. Mun enda fátt bet- ur fallið til að styrkja félagsand- ann og glæða áhuga en einmitt slíkt stórátak. Stjórnarkjör. Stjórn sambandsins var öll endurkjörin, en hana sklpa: Kristján Ingólfsson, Jón Ólafsson, Magnús Stefánsson, Kristinn Jóhannsson, Kristján W. Magnússon, Sveinn Guð- mundsson og Björn Magnússon. Formaður, Kristján Ingólfsson, sleit þinginu með stuttu hvatn- ingarávarpi til austfirzkra í- þrótta- og ungmennafélaga. Eftirmáli. Stjórn UlA hófst þegar að loknu þingi handa um cdhuganir í Landsmótsmálinu Þær athuganir urðu til þess að fengnir voru austur á land til viðræðna Eiríkur Eiríksson, sam- baudsstjóri Umf. I. og Hafsteinn Þoivaldsson, ritari Umf. I. og framkvæmdastjóri Laugarvatns- mótsins. Voru viðræður þessar mjög gagnlegar. 1 lok viðræðn- anna afhenti stjórnin þeim Umf. í.-mönnum formlega umsókn um ao fá að halda mótið 1968. Mun- um við ekki vera einir um að sækjast eftir þessu og er von til að ákveðið svar fáist fyrir ára- mót. Fari svo að við fáum mót þetta er mikið starf framundan, starf, sem því aðeins verður okk- ur til sóma, að við störfum sam- an sem einn maður. Krjóh. Islendingafélag var stofnað í Osló 1923 og er það því um þess- ar mundir 42 ára. Starfsemi þess þetta tímabil hefur verið nokkuð misjöfn. Af og til hefur starfiö alveg legið niðri, en þó aldrei til langframa. Um 1950 stofnuðu íslenzkir námsmenn hér eigið félag. Fjall- ar það aðallega um áhugamál stúdenta og heldur kvöldvöku einu sinni í mánuði. Er öllum löndum heimilt að mæta þar. Má segja, að námsmenn séu virkasta aflið í starfi íslendinga hér. Höf- uðstöðvar þeirra eru að Sogni, hinu mikla stúdentahverfi. Þar eiga íslenzkir námsmenn rétt á tiu herbergjum og einni setustofu. Eru þessi herbergi keypt fyrir fé, er frú Guðrún Brunborg safn- aði, svo sem flestum mun í fersku minni frá ferðalögum hennar og kvikmyndasýningum um landið. Hefur starf hennar verið íslenzkum námsmönnum ó- metanlegt. Hafa þeir jafnan átt hauk í horni þar sem frú Guðrún er, og má segja, að hún hafi gengið þeim í móður stað. I setustofunni á Sogni liggja íslenzk blöð1 jafnan frammi og á mánudagskvöldum koma landar þar mjög saman og skemmta sér við samræður, spil og töfl. Þar er og bókasafn til útlána. Eru í því um 500 bindi, skáldsögur, fræðibækur, ljóð og laust mál um hin margvíslegustu efni. Allar bækurnar eru gefnar af íslenzk- um útgefendum. Eiga þar stærst- an þátt Prentverk Odds Björns- sonar og Mál og menning. Rúmlega 30 íslenzkir námsmenn eru nú í Osló og nágrenni. 22 við háskólann og hinir við dýralækn- isnám, landbúnaðarvísindi og sjúkraþjálfun. Eru íslenzkir stúdentar næstflestir útlendinga við háskólann hér. Flestir eru bandarískir stúdentar, um 50 og danskir munu álíka fjölmennir Islendingum. 1 Islendingafélaginu eru um 100 manns, þar af nokkrir Norðmena, er eiga íslenzkan maka eða hafa áhuga á landinu og öðrum or- sökum. Félagið gengst fyrir þrem til fjórum stórum samkomum á vetri. Fullveldishátíð kringum 1. des., þorrablóti og einni til tveim öðrum samkomum. Eru þær jafn- an fjölsóttar. Reynt er eftir föngum að hafa á borðum ís- lenzkan mat, og í fyrra gaf veit- ingahúsið Naust í Reykjavík all- an mat til þorrablótsins. Formaður Islendingafélagsins er nú Skarphéðinn Árnason, um- boðsmaður Flugfélags Islands, en formaður námsmannafélags- ins er Ólafur Einarsson, stúdent í sögu. Utan félaganna hafa svo land- ar ýmisleg samskipti sín á milli og má segja, að talsverð grózka sé ujja þessar mundir í íslenzku nýlendunni í Osló. g.r.j.

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.