Austurland


Austurland - 10.12.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 10.12.1965, Blaðsíða 1
Jmlurhmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 10. desember 1965. 48. tölublað. Heimavislarbarnaskóli á Hallormsslað Glœsilegt framtak fjögurra hreppa 1 skógarrjóðri skammt innan við Húsmæðraskólann á Hall- ormsstað og spölkorn innan við íbúðarhús Þórnýjar Friðriksdótt- ur og Hrafns Sveinbjarnarsonar er risin myndarleg bygging og smekkleg. Þetta veglega hús í hinu töfrandi umhverfi staðarins er heimavistarbarnaskóli, er fjór- ir hreppar á Héraði byggja. Hrepparnir eru: Vallahreppur, Skriðdalshreppur, Fljótsdalshrepp- ur og Fellahreppur. Síðla í október brá tíðindamað- ur Austurlands sér upp á Hall- ormsstað og átti tal við bygg- ingameistara hússins, Björgvin Hrólfsson og formann bygginga- nefndar, Sigurð Blöndal. Við skulum þá fyrst ganga um húsið með Björgvin Hrólfssyni og hlusta á lýsingu hans á húsinu í stórum dráttum. I vesturálmu eru skólastofurn- ar þrjár, þar af tvær samliggj- andi. Verður þar létt skilrúm á milli, svo að hægt er að opna á milli stofanna og fæst þar allstór salur. Fyrir enda annarrar stof- unsar er lítið leiksvið. Framan við stofurnar er myndarlegur I þessari millibyggingu er að ut- anverðu, eldhúsið, stórt og mynd- arlegt 130 nr og að framan borð- salur ásamt setustofu. Er hún bú- in arni og föstum bekkjum. Verð- ur þar eflaust hinn viðkunnan- legasti hvíldarstaður á kvöldum. Undir þessari tengiálmu er kjall- ari, er þar m. a. aðstaða til handavinnukennslu, snyrtiher- Heimavistarbarnaskólinn að Hallormsstað, séður að sunnan. Skóla- stofuálman til vinstri, heimavistarálman til hægri. — Ljósm. B.S. gangur, en innar kennarastofur, lesstofa, bókaherbergi og geymsla. Þá tekur við álma í austur, sem tengir saman skólastofuálmuna. Vinnuflokkur Brúnás hf. ásamt formanni byggingarnefndar skól- ans. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Fremri röð: Gunnar Karls- son, Óskar Björgvinsson, Heiðrún Valdimarsd., ráðskona, Björg- vin Hrólfsson, byggingameistari Benedikt Jónasson, Sveinn Björns- son og Sigurður Blöndal. Aftari röð: Ásgeir Jónasson, Einar Zóp- hóníastson, Sigurður Þórarinsson, Einar Björgvinsson, Þorkell Sig- urbjörnsson, Maguús Sigurðsson, Víðir Stefárisson og Björn Mark- ússon. — Glug'gar baðstofurinár í baksýn. — Ljósm. B.S. bergi og fatageymslur svo og matvæ]ageymslur og frystiklefi. Heimavistarálman kemur þvert á tengiálmuna fjallmegin. Er hún á tveim hæðum og kjallari undir henni að mestu. 1 þessum kjall- ara eru geymslur fyrir kennara- íbúðir á efri hæðunum og enn- fremur fyrir skólann sjálfan. Gert var reyndar ráð fyrir í byrj- un að fylla þetta rými upp, en bygginganefndin fékk því breytt og fæst því aukið geymsluhús- næði. Hinar tvær hæðir heimavistar- innar eru innréttaðar báðar á sama hátt. Á annarri verður íbúð skólastjóra, íbúð ráðskonu og starfsstúlkna og 7 nemendaher- bergi, sem öll eru f jögurra manna. Á hinni hæðinni verða sömuleið- is 7 nemendaherbergi, íbúð kenn- ara með fjölskyldu og íbúð ein- hleyps kennara, ennfremur sjúkraherbergi og gestaherbergi. Snyrtiklefar og baðklefar eru auk þess á báðum hæðum. Heimavistin er því ætluð' 56 nemendum alls og má segja, að fyrir öllu öðru sé einnig vel séð. Mjög auðvelt verður að byggja við húsið, þegar þess gerist þörf, bæði við heimavistarálmuna svo og skólastofuálmuna. Þá er einn- Framh. á 4. síðu. Aðalfundur Golfklúbbs Neskaupst. Golfklúbbur Neskaupstaðar hélt fyrsta aðalfund sinn í Egilsbúð 27. nóv. sl. Formaður klúbbsins, Gissur Ó. Erlingsson, skýrði frá störfum hans frá stofnun, 15. júní sl. Kom þar m. a. fram: Tekið var á leigu, fyrst um sinn til fimm ára, skák úr landi Skorrastaða á bökkum Norðfjarð- arár gegnt Grænanesi, undir golf- völl. Hefur svæði þetta verið lít- illega lagað til leiks, brautir slétt- aðar og gerðar 6 holur. Telja fróðir menn, að þarna megi koma upp allgóðum 9 holu keppnisveili, án mjög mikils tilkostnaðar. Á svæði þessu hafa félagar klúbbsins æft í sumar og raunar svo langt fram á haust, sem birta og veður leyfðu, og imá fullyrða, að áhugi þeirra, sem á annað borð komust upp á bragðið, hafi verið mjög mikill. Mátti flest kvöld og helgar sjá þar allt upp í tíu eða tólf menn við þessa skemmtilegu íþrótt. Má fullyrða, að miklu fleiri hefðu vanið þang- að komur sínar, ef allur þorri manna hefði ekki verið svo störfum hlaðinn, sem raun ber vitni og hlýtur að fylgja þeim atvinnurekstri, sem kaupstaður okkar byggir fyrst og fremst af- komu sína á. Formaður klúbbsins sat þing UÍA á Eiðum 6.—1. nóv. og er nú klúbburinn aðili að samband- inu. Er það skilyrði þess, að hann geti gengið í Golfsamband ís- lands og notið þeirra hlunninda, sem aðild í þvi veitir. Klúbburinn efndi tvisvar sinn- um til keppni meðal félaga sinna. I fyrra sinnið varð Stefán Pálma- son sigurvegari. Sú síðari var firmakeppni, sem Friðrik J. Sig- urðsson vann fyrir Verzl. Björns Björnssonar hf. Hlaut verzlunin að launum fagran verðlaunagrip, styttu af golfleikara með kylfu reidda um öxl. Á fundinum var samþykkt að halda uppi innanhússkennslu og þjálfun í golfi í vetur, enda fáist til þess viðunandi húsnæði. Munu félagar sjálfir annast kennslu fyrst um sinn, en von er til að hingaö fáist æfður golfleikari til kennslu einhvern tíma vetrarins. Á næsta vori stendur til að Golf- sambandið ráði til landsins tvo erlenda golfkennara, og verður allt kapp lagt á að fá annan þeirra hingað til kennslu eina eða tvær vikur. Vill stjórn klúbbsins eindregið hvetja fólk til að nota sér þessa tilsögn í vetur. Einkum er mikils um vert fyrir þá, sem hafa ihug á að fá tilsögn kunn- áttumanns, að hafa fengið nokkra undirbúningsþjálfun áður. Þeir, sem hafa hug á þátttöku, geta fengið allar upplýsingar um fyr- Framh. á 4. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.