Austurland


Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 1
Amturlmd Mályagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. JÓLIN 1965 49. tölublað. Þorsteinn Valdimarsson, Sólskríkjan Sól þinna tólf sumra signdi yfir þig og kyssti sveitt enni þitt, þar sem þeir leiddu þig til yfirheyrslunnar; og bláþyrnirinn, sem tólf sumur hafði blómgazt fyrír þig, bar að vitum þér kveðju sína, en þú tókst ekki eftir henni. Um ÞÁ myndu þeir spyrja, þessvegna stóðst ÞÚ hér, og þeirra vegna sagðirðu til nafns þíns, stoltum rómi: Pétur Etienne Delvaux; og niilli tindrandi tanna þér titraði kvíðin sólskríkja; ó, þeir skyldu aldrei ná henni. Þér var önnur kveðja í huga; hjartað í brjósti þér og hermannaskórnir á brennandi steinflísíunum hömruðu orðin, sem móðir þín hafði hvíslað síðast að þér, er þeir handtóku hana og drógu burt: „Gættu tungu þinnar". Að baki þeirri kveðju reis byggðin ykkar öll, barátta, smán og angist og leiði, þistlum gróin, og hátt yfir byggðinni ykkar bröttu heimafjöll þar sem bræður þínir, skæruliðarnir, stóðu hungurvörð um drauma. Þeir tóku að kref ja þig sagna, en tunga þín var hljóð; þeir töldu vingjarnlega um fyrir þér, en sólskríkjan var þögul; og senn myndu þeir heimta af þér svar eða blóð, svar þitt og blóð — það skyldirðu líka gefa þeim. Og glitrandi skaflarnir tóku að gnötra í munni þér, gnístust saman, og að fótum böðla þinna hræktirðu út úr þér tungunni þeim varð felmt, þeir formæltu þér, og fagurlokkað höfuð þitt, það moluðu }>eir með byssuskeftunum. *. $ En kramin tunga þín hóf að tala, þar sem hún lá, hóf að tala, þar sem hún lá ekki, hóf upp bjarta rödd sólskríkjunnar, rödd mannlegrar tignar, og talar héðan í frá tungum allra stríðandi lýða, máli nýrrar aldar, sem runnin er. hp VU* ¦nWI^"*»V^*'

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.