Austurland


Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 7

Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 7
Neskaupstað, 10. desember 1965. AUSTURLAND 7 AF STÓRFLJÓTUM Is- lands er Lagarfijót sér- stætt urn það að vera hvort tvtggja í senn ffct og stöðuvatn. Sá hluti þess. se. ?i er stöðuvatn, heitir raunar Lögur- inn á landabréfi. En fó'k ð, seiu býr á bökkum bessa vatns, talai aldrei um ,,Löginn“. heldur að- eins um .,Fljótið“, á sama háit og Skagfirðingar tala um „Vötn- in“. Stöðuvatnið í Fljótinu er í tvennum skilningi þungamiðja þess: Það er næstum því miðja vegu á leið þess frá upptökum til sjávar og í því er að finna mest- ar furður Lagarfljóts. Þessi staðreynd hlýtur að setja nokk- urn svip á eftirfarandi spjall. n. Mælt frá ósi Lagarfljóts, þar sem það brýzt gegnum Héraðs- sand út í Héraðsflóa, er vatna- svið þess 2.900 km!. Það er 8. í röðinni þeirra 19 aðalvatnsfalla Islands, sem hafa yfir 1.000 km2 vatnasvið. Um leið og Fljótið eftir Sigurð Blöndal sameinast Jökulsá á Dal innan við rifið á Héraðssandi og leggur með henni til atlögu við öldurnar af Héraðsflóa, hefur það að baki 79 km leið frá Fljótsbotni undan hæjunum Buðlungavöllum í Skóg- um og Brekku í Fljótsdal. Við þennan svonefnda Fljótsbotn lýk- ur Lagarfljóti, en við tekur Jök- ulsá í Fljótsdal -—■ sem margir rugla saman við nöfnu hennar á Dal — og á hún þá að baki sér 61 km ferð frá því hún kemur undan Eyjabakkajökli, sem er austastur — og raunar lang- minnstur af skriðjöklunum, sem leygjast norður úr Vatnajökli. Lagarfljót nær yfir þetta 2.900 km2 vatnasvið sitt með hjálp ó- teljandi þveráa og lækja, sem eiga það næstum öll sameiginlegt að teljast til svonefndra dragáa, svo sem> er um flestar ár á hin- um elzta blágrýtisgrunni lands- ins. Það mætti æra óstöðugan að Þylja öll þessi nöfn á ám og lækj- um og sú raun skal ei lögð á yð- ur, lesendur góðir; en nauðsyn- legt er að telja upp fáeinar þeirra. Flestar þverár Lagarfljóts og allar hinar vatnsmestu falla austan í það, enda er mest úr- fellið þeim megin, sem austan- og suðaustanáttin ber upp á Aust- fjarðahálendið. Éig nefni fjórar hinar mestu þverárnar, sem falla austan í Fljótið: Fyrst skal talin Kelduá, sem kemur úr litlu vatni undir Geld- ingafelli við austurenda Vatna- jökuls. I hana rennur jökulkvísl, sem Blanda nefnist og þar með eru upptök Kelduár orðin ennþá sunnar en Jökulsár sjálfrar. Vegna jökulvatnsins úr Blöndu verður Kelduá stundum jökullit- uð í hitum á sumrin, en síðastlið- ið sumar brá svo við, að áin hef- ur verið svo skollituð af jökul- vatni allan tímann frá því í vor, að ekki hefur sézt í botn henn- ar. Bendir þetta vissulega til ein- hverra breytinga inn við jökul. En því má skjóta hér inn, að Eyjabakkajökull hefur verið ró- legur, síðan hann hljóp árið 1890. Bessastaðaá í Fljótsdal er til- komumikil, þar sem hún fellur í þröngu gili og mörgum fossum ofan af Fljótsdalsheiði bak við Klausturhæð. Önnur upptaka- kvísl hennar kemur úr Gilsár- vötnum, sem eru í 630 m hæð yf- ir sjávarmáli á Fljótsdaisheiði. Árið 1946 var gerð áætlun um virkjun Gilsárvatna í 10.000 hest- afla virkjun fyrir Austurland. Átti þá að stífla Bessastaðaá, en Lagarfljót — Kelduá rennur nokkuð sam- hliða Jökulsá lengi vel, fellur nið- ur Þorgerðarstaðadal, tekur til sín margar þverár, kemur svo í Suð- urdal í Fljótsdal utan við Kiðu- fell og sameinast Jökulsá milli Víðivalla ytri og Valþjófsstaðar í Fljótsdal. Næst nefni ég Gilsá, er skiptir Múlasýslum í norður- og suður- hluta. Hún á fjöldamargar nöfn- ur á Austurlandi — og bera all- ar nafn með rentu. Þessi Gilsá kemur upp undir Hornbrynju, fellur út Gilsárdal og mætir Jök- ulsá rétt áður en hún hverfur í Lagarfljót. Þriðja þverá Lagarfljóts að austan skal nefnd Grímsá í Skriðdal fyrir þá sök í fyrsta lagi, að hún er hið mesta foraðs- fljót, sem hefur heimtað fleiri mannslíf en nokkur önnur á á vatnasviði Lagarfljóts, og í öðru lagi fyrir það, að hún hrósaði sigri yfir öðrum austfirzkum ám með því að vera fyrst þeirra val- in til raforkuvirkjunar fyrir fjórð- unginn. Þar fór eins og svo oft í harðri keppni, að þeir urðu að lúta í lægra haldi, sem lengst af töldust sigurstranglegastir. — Grímsá á vestari upptök sín und- ir Hombrynju, rétt hjá fyrr- nefndri Gilsá, en hin eystri í Ódáðavötnum á Öxi. Auðvitað heitir hún ekki Grímsá þarna inn- frá, heldur allt öðrum nöfnum. Það er ekki fyrr en neðan við1 Þingmúla í Skriðdal, sem hún fær þetta þekkta nafn. Ótölulegur grúi þveráa og lækja hefur magn- að Grímsá, áður en hún gefur sig Lagarfljóti á vald undan Ketils- stöðum á Völlum. Loks tel ég Eyvindará, sem kemur í Lagarfljót utan við Eg- ilsstaðanes, en er komin ofan af Eyvindardal, þar sem hún fellur meðal annars framhjá þeim sama Kálfhól, þar sem stóð fundur þeirra Helga Ásbjarnarsonar og Droplaugarsona. Upphafskvíslar Eyvindarár koma úr ýmsum dal- skorum Austfjarðahálendis. Ein þeirra kemur úr Fönn, sem lengi var eini jökullinn, er við Aust- firðingar gátum státað okkur af. Af þverám Lagarfljóts, sem í það falla að norðan, skulu aðeins þrjár taldar hér: taka vötnin niður hjá Egilsstöð- um í Fljótsdal í 500 m falli. En þetta þótti þá allt of stór virkjun fyrir Austurland, og nú hafa víst flestir gleymt þessu myndarlega áformi. Hengifossá er einnig í Fljóts- dal, fellur í Jökulsá rétt innan við Fljótsbotninn. Hún kemur úr Hengifossárvatni yzt á Fljótsdals- heiði, en rennur inn eftir heiðinni, unz hún steypir sér niður af svo- nefndri Stapahlíð í næsthæsta fossi Islands, Hengifossi, fyrir innan og ofan Brekku í Fljótsdal. Hengifoss er 128 m hár og hefur 7 m umfram Háafoss í Þjórsár- dal. Manni kemur í hug hið fagra orð Magnúsar Ásgeirssonar skálds, — silfursíma — þar sem fossinn fellur þráðbeinn niður í „Rangá fannst mér þykkjuþung, þröng mér sýndi dauðans göng, svangan vikli svelgja lung. söng í hverri jakaspöng". III. Nú hverfum við um hríð frá þurri upptalningu á ö.’nef'ium. en hugsum okkur, að við séum stödd á bakka Lagarfljóts skammt neð- an við Kirkjubæ í Hróarstungu, þai sem það mjókkar skyndilega og fellur í þröngum stokk ineo sterkum straumi að Lagarfossi, sem er skammt fyrir neðan. Þarna finmun við vatnshæóai- mæli nr. 17. Álestur hófst 29. ág- úst 1944, en síritandi mælir var tekinn í notkun 25. október 1955, svo að allgott yfirlit er þegar fengið yfir rennslið. Meðalrennslið síðustu 15 ár reyndist 150 kílólítrar á sekúndu. En með því er ekki öll sagan sögð, fremur en imeðaltölum al- mennt. Mest rennsli var vatnsár- ið 1949—1950, 229 kílólítrar á sekúndu, en minnst 90 vatnsárið 1957—1958. Eins og vænta má, þar sem vatnið í Lagarfljóti kemur nær allt úr jökulám og dragám, geta rennslissveiflur orðið geysilegar. Mest mældist það í desember 1953, 888 kílólítrar á sekúndu, en : febrúar 1955 komst það niður í 4 kílólítra eftir langvarandi frost- hörkur. I þeim frostum komst Grímsá í Skriðdal niður í 1.1 kilólítra, en hún getur í ja'ka- hlaupum farið upp í 800. ’ ’■* " V1 ‘ ■ . Lagarfoss. Ljósm.: Sig. Blöndal. eina stórhrikalegustu geil, sem til er í íslenzkum fjöllum. Og gil Hengifossár alla leið frá fossi og niður að sléttum grundum Fljóts- dalsins er eitt samfellt ævintýri fyrir auga náttúruskoðarans. Loks nefni ég Rangá í Fellum, sem kemur úr Sandvatni á Fella- heiði og fellur í Fljótið utan við Skógargerði. Árið 1946 var einn- ig gerð áætlun um virkjun Sand- vatns fyrir Austurlandsvirkjun. Þarna var hægt að virkja 6.000 hestöfl með 430 m falli niður hjá Fjalisseli í Fellum. — Annars er Rangá kunnust fyrir vísu Páls Ólafssonar: Þessar tölur virðast þurr lestur, en þær eru nauðsynlegar þeim, sem velta fyrir sér möguleikum vatnsfalla til raforkuvinnslu. I sjálfu sér eru þær ekki ómerkavi staðreyndir leikmönnum að spreyta sig á að muna en til dæm- is hæðir á fjallstindum, sem kenndar eru í landafræðibókum og sjálfsagt þykir, að allir muni. Virkjun Lagarfoss til raforku- vinnslu hefur oft verið á dagskrá. En til þessa dags hefur beizli ekki verið lagt við hann, hvað sem verða kann. Margar áætlanir hafa verið gerðar um virkjun fossins, hin fyrsta árið 1946, um leið og áætlanirnar um Gilsár- vötn og Sandvatn. Var þá áform-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.