Austurland


Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 9

Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 9
Jólin 1965 AUSTURLAND 9 og slípað þær í hinum margvísleg- ustu stærðum, svo að þær eru eins og gerðar sérstaklega til þess að fleyta kerlingar, en hafa nú á síðustu árum orðið eftirsótt tízkuvara til notkunar kringum hús og í gangstíga. Svipuð er fjaran utan við Mióanes í Skóg- um, þar sem líparítmöl, er Mjéa- neslækurinn flytur a’ia leið ofan úr Freyshólafelli, hc:fu,' slípazt í öldunni. — Til að sjá eru þessai líparítsfjörur í ákveðinni birtu eins og gullkragar um gráan eða Mayer í ferðabók Gaimards. grænan vatnsflötinn. Alla vetur leggur fljótið upp fyrir Egilsstaði, en mismunandi langt. Venjulegast inn undir Vallanes, en líklegast ekki nema að meðaltali annan hvern vetur í seinni tíð ofan til, þar sem dýpið er mest og aldan þyngst. ísinn getur orðið feiknaþykkur. Hann hefur stundum mælzt meira en 40 cm á þykkt. Fram að bíla- öldinni var ísinn mikil samgöngu- bót að vetrinum og oft mikil um- ferð um hann með hesta og sleða. En einatt þurfti að hafa gát á hinum hættulegu sprungum, sem myndast í ísinn, eftir að hann er orðinn þykkur. Þessar sprungur koma með mikilli háreysti, þegar írosthörkur eru, svo að undir tek- ur í fjöllum beggja vegna. Fyrir kemur, að sú tónlist stendur lát- laust klukkutímum saman. Það var nokkur bót í rnáli, að hættu- legar sprungur komu oft á sömu stöðum, svo að kunnugir gátu varazt þær. En mörg sagan er samt um það, þegar menn og hest- ar lentu niðrum sprungur, sem gátu jafnvel verið yfir 1 metra á breidd, kannski nýlagðar og með snjóföli á. Hjá mörgu eldra fólki var — og er enn — sterkur ótti við það að fara út á ísinn á Fljótinu. Það gera sprungurnar og einnig vak- ir — eða afætur — sem alltaf eru á sömu stöðum í ísnum. Snemma heyrði ég þessa vísu: ,,Aldan sjaldan ein er stök úti á Lagarfljóti. Drengur ungur datt í vök. Dauðinn tók á móti“. Sjálfsagt hefur hún verið kennd krökkum til þess að vara þá við. En einn maður var ekki hræddur við ísinn. Það var Steindór Hinriksson á Dalhúsum, hinn mikli ofurhugi og ferðagarp- ur, sem ótal sögur ganga af á Austurlandi. Hann hleypti tvisv- ar sinnum á Sörla sínum yfir Fljótið, þar sem það er breiðast, á næturgömlum ís, svo að hann seig undan, en vatn spratt upp úr hófaförunum. Sögur um vakir á Lagarfljóts- ís eru ekki nýjar af nálinni. I Fljótsdælu segir frá stað í Fell- um, er heitir Meðalnes og gengur út í Fljótið: „Fyrir nesið voru allt vakar. Þar brynndi hirðir nautum sínum“. Þetta eru vakirn- ar við Hreiðarsstaði, sem menn kannast við þann dag í dag. — Þegar heitt vatn fannst í Urriða- vatni í Fellum fyrir skömmu, datt mönnum í hug, að volgrur kynnu að vera þarna við Hreið- arsstaði. Þetta var nú rannsakað, en þá kom upp úr dúrnum, að volgrur ollu ekki vökunum, og bólum í ísnum, heldur streymdi gas upp úr vatninu. Þegar gat var gert á ísinn með litlum nagla og logandi eldspýtu brugðið yfir, stóð blár loginn upp úr ísnum dá- litla stund. Nú var farið að athuga vakir á fleiri stöðum og kom í ljós, að gas streymdi líka upp úr vatn- inu undan Jónstanga, sem er hjá Buðlungavöllum rétt utan við Fljótsbotn. Einnig hefur gas fundizt í Jökulsá undan Vallholti í Fljótsdal. Þar reyndist unnt að tappa gasið á flöskur, þar sem það streymir út rétt við vatns- borðið. Við rannsóknir, sem þeir hafa gert Jón Jónsson jarðfræðingur og dr. Guðmundur Sigvaldason, hefur komið í ljós, að þetta er kolvatnsefnið metan. Ef einhverj- ir hafa vonazt til þess, að gasið væri bending á olíu í jörð hér undir hinu mikla „stöðuvatns- trogi“, verða þeir að sætta sig við vonbrigðin ein. Og meðan menn velta fyrir sér ,hvaðan gasið sé komið, mun það halda áfram að éta sig gegnum ísinn eins og það hefur gert síðan á dögum Drop- laugarsona. Er veiði í Lagarfljóti? spyrja margir. Það er dálítill silungur, en lax enginn. Á stöku bæjum leggja menn silunganet, en a. m. k. hér uppi í Leginum er þess ekki að vænta, að mikil veiði fá- ist, svo aðdjúpt sem víðast er. I Þannig taldi dr. Bjarni Sæmunds- son flest skilyrði vanta til þess að Lagarfljót gæti orðið veiði- vatn. En það kvað vera dálítil silungsveiði í sumum þverám Fljótsins, einkum Kelduá, Grímsá og Eyvindará. Á þriðja áratug aldarinnar hófst á Héraði nokkur áhugi á fiskirækt. Um 1935 var gerður laxastigi í Lagarfoss og stóð Búnaðarsamband Austurlands fyrir þeirri framkvæmd. Klakstöð var komið upp við Eyvindará hjá Egilsstöðum. En árangur af þessari starfsemi varð víst eng- inn. Þrep laxastigans fylltust af auri og kunnáttumenn telja, að hann hafi aldrei verið fær skepnu sinni. Klakhúsið fúnaði niður. Og laxar hafa ekki gengið upp fyrir Lagarfoss. Á meðan fáum við Héraðsbúar að vera í friði fyrir því einkennilega tízkufyrirbæri, sem nefnt er laxveiðar. Það er meira fjör í annarri skepnu, sem heldur sig í Lagar- fljóti, en það er landselurinn, sem býr í ósnum gegnt Húsey í Hró- arstungu og Hóli 1 Hjaltastaða- þinghá. Einhver mestu sellátur á Islandi eru á þessum slóðum: og í Jöklu á Dal neðanverðri. Hús- eyjarbændur einir veiða þarna um 200 seli á vori hverju og annáls- verð þykir sú sjón, þegar hundr- uð, ef ekki þúsundir sela sleikja sólskinið á eyrunum þarna út undir Héraðssandi. Langfrægasta skepnan í Fljót- inu er þó Lagarfljótsormurinn. Ég sleppi hér að rifja upp sög- una um uppruna hans, því að hana geta menn lesið bæði í Þjóð- sögum Jóns Árnasonar og Sigfús- ar Sigfússonar. Mikið er um hann fjallað í ýmsum ritum. Gísli bisk- up Oddsson getur hans í „Undr- um Islands". Eggert og Bjarni rita langt mál um hann í ferða- bók sinni. En ítarlegast trúi ég Ólafur Davíðsson fjalli um hann í langri ritgerð í Tímariti Bók- menntafélagsins árið 1901. Skv. yfirliti Ólafs verður hans lítið vart fyrir 1600, en mjög oft get- ið í annálum á 17du öldinni og nokkrum sinnum á hinni 18du. Oftost er þetta í því formi, að hann skýtur kryppunni upp úr vatnsborðinu, en stundum er hann líka á mikilli ferð eftir vatninu. Annálar 20. aldar telja heldur ekki örgrannt um, að skepnan hafi látið á sér bæra fram á síð- ustu tíma! I Rönkufótsrímu séra Stefáns Ólafssonar í Vallanesi er þessi vísa um orminn: „Ormurinn sá, sem uppi í Fljóti er endilangur, hart við brá, er brast í rót og bylgjugangur“. Aðrar sagnir voru um skötu heljarmikla, sem átti að liggja á ferjustaðnum hjá Straumi í Kirkjubæjarsókn. Um hana kveð- ur aéra Stefán svo í Rönkufóts- rimv: „Skatan liggur barðabreið í báruglaumi, snýr upp hrygg og engu eirir út hjá Straumi". Og ennfremur: „Svo sem ey var á að JÍta ypt úr glýju, langt vann teygja úr hylnum hvíta halana níu“. VI. Lagarfljót og Jökulsá renna næstum fjóra fimmtu hluta sam- anlagðrar lengdar sinnar eftir sveitum, sem hafa verið í byggð frá landnámsöld. Þau hafa lengst af verið tálmi mannlegum athöfn- um. í glímu mannsins við þessi vötn hafa samt færri týnt lífi en ætla mætti í fljótu bragði. Á þessari öld hafa líklega ekki fleiri en fimm farizt í Fljótinu og enginn í Jöklu. En núlifandi Dragferjan hjá Litla-Steinsvaði. — Ljósmynd Björn Björnsson. Gamli ferjustaðurinn undan Egilsstaðanesi. — Teikning Auguste

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.