Austurland


Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 14

Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 14
14 AUSTURLAND Jólin 1965 Samkvœmisleikir Um hátíðarnar verða sjálfaagt imargir, sem bjóða vinum sínum og kunningjum að heimsækja sig, og aðrir koma óboðnir, eins og gengur. Það getur þá verið bæð'i skemmtilegt og jafnvel nauðsyn- legt að kunna dálitið af leikjum til að fitja upp á við kunningj- ana, því enginn góður gestgjafi vill láta gestum sinum leiðast. Kannski kunnið þið1 sum leik- ina, sem ég ætla að kenna ykk- ur, en við því er ekkert að segja. Fyrsti leikurinn heitir DÝRA- SALINN og er heppilegur fjöldi þátttakenda svona 5 til 8, en geta auðvitað verið eitthvað fleiri eða færri. Stjórnandi leiksins er dýrasal- inn og raðar hann hinum þátttak- endunum umhverfis sig. Hverj- um og einum er gefið nafn ein- hvers dýrs eða fugls. Dýrasalinn byrjar þá að segja sögu, en í sögunni koma stöðugt fyrir nöfn þessara dýra og fugla. Þegar eitt nafnanna er nefnt, akal sá eða sú, sem ber viðkom- andi nafn herma eftir hljóði dýrsins (hneggja, gala o. s. frv.). Ef hann (hún) gerir það ekki eða gerir það ekki nægilega vel, get- ur dýrasalinn ákveðið að klauf- inn skuli halda sögunni áfram. Andrés önd vinnur með kollinum Andrés önd hefur verið heima hjá Jóakim frænda til að .spyrja, hvort Jóakim hafi ekki handa honui.n einhverja vel borgaða vinnu. — Hann vill samt ekki taka þátt í að elta uppi Bjarna- bófa, eða leita uppi faldar gull- námur í Alaska, eins og hann hafði verið plataður til áður. Jóakim lofar honum fastri vinnu, ef hann geti leyst þraut- ina, sem þið sjáið á myndinni. Hann á að flytja átta af svörtu kúlunum þannig, að tvær kúlur liggi á hverri lóðréttri reitaröð og tvær á hverri iáréttri röð. Auðvitað leysti Andrés þrautina, en ert þú eins klókur? Líttu ekki á lausnina, fyrr en þú hefur reynt. Lausnin er á bls. 23. Jafnvœgi Næsti leikur hefst með því, að einhverjir tveir leggjast á hnén á gólfið og horfa hvor á móti öðrum. Hæfilegt millibil er líklega svona einn metri. Hjá þeim á gólfinu eru tvö vatnsglös — ann- að tómt en hitt um það bil hálft. Þeir taka glösin i vinstri hönd en hægri hönd taka þeir um ökla hægri fótar og lyfta honum þann- ig, að þeir haldi jafnvægi liggj- andi á vinstra hné. Ekki er þó öll þrautin unnin með þessu, því að í þessari ,,þægilegu“ stellingu verða þeir að hella vatninu úr hálfa glasinu í það tóma, án þess að hella dropa niður. — Þetta geta eflaust sum- ir, en áreiðanlega ekki allir! Galdra- maðurinn Hugsum okkur nú, að okkur langi að sýna gestunum eitthvað, sem vekur aðdáun þeirra og virðingu fyrir okkur. Ekkert er eins tilvalið til þess eins og ef takast mætti að bregða sér í gerfi galdramanns um stund. Fáðu þér lánaða eina sígarettu og eina eldspýtu. Snúðu þér að gestunum og sýndu þeim þessa hluti. Reyndu síðan að setja upp svip, sem er allt í senn; gáfuleg- ur, sakleysislegur og dularfullur — segðu sem svona: „Hafið þið tekið eftir því, að brennisteinninn á eldspýtunni segulmagnast, þeg- ar honum er strokið eftir nylon- efni (eða ullarefni, hm,) — ekki tekið eftir því nei, — jæja, auk þessa hef ég veitt því athygli, að þetta segulmagn verkar á sígar- ettuna þannig, að hún hrekkur frá ef eldspýtan er borin að henni“. Síðan leggur þú sígarettuna á rennislétt borðið, strýkur eldspýt- unni nokkrum sinnum eftir erm- inni og beygir þig um leið niður að borðinu og berð eldspýtuna að miori sígarettunni, en snertir hana ekki. „Horfið nú vel á“. Sígarettan veltur af ,stað eftir borðinu, en galdramaðurinn fylg-

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.