Austurland


Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 15

Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 15
Jólin 1965 AUSTURLAND 15 EINU SINNÍ var fátækur bóndi, sam hét Krabbi. Hann ók til borgarinnar með viðarhlass og beitti tveim uxum fyrir vagninn. Viðinn seldi hann lækni nokkrum fyrir tvo dali. En þegar hann kom inn í stofuna til þess að taka við pen- I ingunum, sat læknirinn að snæð- ingi, og þegar bóndi sá, hvílíkar kræsingar voru á borðum, ósk- aði hann þess, að hann væri líka læknir. Hann stóð stundarkorn þegjandi en spurði síðan lækninn, hvort hann mundi ekki geta orðið læknir líka. „Það er enginn vafi“, svaraði læknirinn. „Éjg skal gera þig að lækni á svipstundu". „Hvemig má það verða?“ spurði bóndinn. „Fyrst skaltu kaupa þér staf- rófskver :með hanamynd á titil- blaðinu, selja vagninn þinn og uxana og kaupa þér fyrir and- virðið snotur föt og ýmislegt annað, sem lækni er nauðsynlegt að eiga, og loks skaltu láta mála þér auglýsingaspjald, en á því skaltu láta standa: „Hér býr Al- vitur læknir", og festa það á hús- ið yfir dyrunum þínum“. Bóndinn brá þegar við og fór að öllu eins og læknirinn hafði sagt honum. Hann stundaði lækningar um hríð, en aðsóknin var fremur litil. Bar þá svo við, að peningum var stolið frá herra- manni nokkrum. Var honum sagt frá Alvitra lækni og þess getið, að hann mundi geta sagt honum, hvar féð væri að finna. Herra- maðurinn lét beita hestum fyrir vagn og ók sjálfur til þorpsins, þar sem Alvitur átti heima, og ir henni eftir með eldspýtunni. Nú ríður á fyrir galdramanninn að láta ekki sjá á sér, hvernig á þessu stendur, og blása varlega á sígarettuna, án þess að gretta sig. Hugareikningur Fóstran á bamaheimilinu kom einn daginn með fullan poka af karamellum. Hún byrjaði á því að gefa hverju barni í hópnum 4 karamellur. Þegar því var lokið átti hún eftir 44 karamellur. Hún hélt því áfram, þangað til eftir voru 12 karamellur, en þá hafði hvert barn fengið 6 stk. Hve mörg voru bömin í hópn- um? Lausnin er á bls. 23. bað hann að koma með sér og finna fyrir sig peningana. Alvit- ur var fús til þess, en óskaði, að Manga, konan hans mætti vera með í förinni. Herramaðurinn lét það gott heita og ók með þau bæði heim til sín. Þegar þau I komu til hallarinnar, átti að fara að borða miðdegisverð, og var Alvitra boðið til snæðings. Hann þakkaði boðið, en sagði að hún Manga hans yrði að sitja að mál- tíðhini með þeim. Og var það veitt. Þegar fyrsti þjónninn kom inn með ljúffengan rétt á fati og bar þeim hjónunum, hnippti karl í kerlingu sína og sagði: „Þarna kemur sá fyrsti“, og átti auðvit- að við, að þarna kæmi fyrsti rétturinn. En þjónninn misskildi það og hélt að bóndi ætti við það, ao þarna kæmi fyrsti bófinn, af því að það átti líka einmitt við. Hann varð því lafhræddur og sagði við félaga sína, þegar hann kom út úr borðsalnum: „Læknir þessi veit allt — og þetta fer illa fyrir okkur. Hann sagði, að ég væri sá fyrsti“. Gamalt Næsti þjónn ætlaði ekki að þora inn í salinn, en varð þó nauðugur að fara. Þegar hann kom inn með fatið, hnippti bóndi aftur í kerlingu sína og mælti: „Þarna kemur annar“, en þjónn- inn varð dauðhræddur og flýtti Æ, þessir 7 Næsti leikur heitir Æ, þessir 7, og er talnaleikur. Auðvitað er ekki mikill vandi að telja upp í t. d. 100. Ef maður þarf aftur á móti að segja ,,búmm“ í hvert sinn sem talan 7 kemur fyrir, eða tala, sem 7 gengur upp í (t. d. 7-14-21-27-28-35-37) versn- ar í því. Það eru ekki margir, sem kom- ast yfir svo sem 42, án þess að ruglast. Látið gestina reyna sig á þessu. Hafið einhvern þátttak- anda fyrir stjórnanda. Hafið hraða í talningunni. — Sá, sem kemst lengst, án áfalla hefur auðvitað unnið. sér út. Eins fór fyrir þriðja þjóninum. Fjórði þjónninn kom nú inn með lokað fat. Bað þá herramað- urinn lækninn að sýna list sína og segja, hvað væri í fatinu, en í því voru krabbar. Bóndi leit á fatið og var í standandi vand- ræðum með það, hvað hann ætti að segja. Varð honum þá að orði í örvæntingu sinni: „Æ, nú er úr vöndu að ráða, Krabbi sæll“. En herramaðurinn varð glaður við og rnælti: „Úr því að þú gazt svarað þessu, þá hlýtur þú að geta sagt mér, hvar peningarnir eru“. Þjónarnir urðu nú afskaplega hræddir og bentu bónda að koma fram til þeirra. Gerði hann það, og játuðu þeir, allir fjórir, fyrir honum að hafa stolið peningun- um og buðust til að fá honum alla upphæðina og meira til, ef hann vildi þegja yffr glæp þeirra. Því að ef þjófnaðurinn kæmist upp um þá, væri þeim gálginn vís. œvintýri Hann lét nú sýna sér, hvar þeir hefðu falið peningana, en gekk síðan aftur inn í borðsalinn og var hinn kátasti. Þegar hann var seztur aftur sagði hann: „Herra minn, nú ætla ég að gæta að því í bókinni minni, hvar peningarnir eru“. En fimmti þjónninn, sem líka hafði tekið þátt í þjófnaðinum, hafði falið sig á bak við ofninn, til þess að hlera, hvort læknirinn vissi meira. Bóndi fletti nú upp í stafrófskverinu sínu og fór að leita að hanamyndinni en fann hana ekki strax. Varð honum þá að orði: „Ég veit, að þú ert þó einhvers staðar og hlýtur að koma í leitirnar". Þjónninn hélt, að hann ætti við sig, og spratt nú fram úr fylgsni sínu æpandi í dauðans ofboði: „Hann veit alla skapaða hluti, þessi maður“. Sýndi nú Alvitur læknir herra- manninum, hvar féð var falið, en þagði um það, hverjir hefðu stol- ið því. Launuðu báðir aðilar ríkulega fyrir vikið, og varð hann frægur maður. Skrýtlur Kalli litli var að skrifa tölu- stafina í skólanum. Það gekk vel, þangað til hann kom að tölustafn- um 6. Hann gat alls ekki munað, hvernig stafurinn átti að snúa. Kennarinn sá, að hann horfði vandræðalega í kringum sig, og spurði því, hvað væri að. — Ég veit ekki, hvort ég á að beygja til austurs eða vesturs, — sagði Kalli litli aumingjalega. Níels: Aldrei get ég skilið, hvernig fólk fór að því að lifa í gamla daga, þegar hvorki var til sími, útvarp né rafmagn. Hans: Það lifði heldur ekki, það dó allt saman. Ólafur hét maður, og þótti hann bæði þungur til vinnu og svifaseinn. Eitt sinn var hann við kirkju og leiddist, hversu oft hann þurfti að standa upp og setjast niður, meðan á messunni stóð. En er leið að þvi, að prest- urinn blessaði yfir söfnuðinn, sagði Ólafur: — Aldrei er friður! Nú á að fara að blessa. Skólapiltur, sem ekki var mikill stærðfræðingur, var í prófi. — Á að vera plús eða minus fyrir útkomunni? spyr kennarinn. — Mínus, svarar pilturinn hik- andi. — Hvers vegna má það ekki vera plús? spyr kennarinn. — Það gæti valdið misskilningi, segir pilturinn. Kennarinn: Skrifaði pabbi þinn þennan stíl? Jói: Nei, kennari, hann byrjaði, en mamma varð að Ijúka við hann. Nemandinn: Ég held ég eigi ekki skilið að fá núll. Kennarinn: Það segirðu satt, en það er ekki hægt að gefa þér lægri einkunn. Alvitur lœknir

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.