Austurland


Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 19

Austurland - 23.12.1965, Blaðsíða 19
Jólin 1965 AUSTURLAND 19 Hagmælska hefur verið mörg- um Islendingi í blóð borin og má segja, að lausavísnagerð hafi ver- ið þjóðaríþrótt. En — tímarnir breytast og mennirnir með — og stakan á nú orðið mun færri tals- menn en áður. Þó er það trú mín, að fleiri hagyrðingar séu til en almennt er talið. En hvað um það, stökurnar eru oft skemmti- legar og margar glettilega vel gerðar og eiga því skilið að geym- ast. Hér fara á eftir nokkrar aust- firzkar lausavísur, sem eru tínd- ar úr ýmsum áttum og birtar með vinsamlegu leyfi höfunda. Öskar kvað þessa spaklegu vísu: Sögu vil ég segja þér. Sönn er reynsla þegin. Oftast verður höggi hönd harla lítið fegin. —o— Valgeir Sigurðs^on, kennari á Seyðisfirði kvað þessa gaman- sömu stöku: Illa bíta orðin mín, andann vantar brýni. Það, sem átti að verða vín, varð að appelsíni. Þorbjörn Magnússon, skrif- stofumaður á Reyðarfirði kvað við andlátsfregn John Foster Dulles: Örbirgð jafnt og auður út á mannlífs torg æpa öfgum tveim. Nú er Dulles dauður. Drottinn, hvílík sorg fyrir frjálsan heim. Þorbjörn kvað til vinkonu: Mildar skini mannlífs sól og meir úr böli drægi, hefðu fleiri heims um ból hjarta af þínu tagi. Jónína Þórðardóttir, húsmóðir á Búðum kvað þessa hringhendu um áfengið: Bakkus vamman býður dans böls með hrammi sleginn. Hann til skammar lýðs og lands lasta- þrammar veginn. Jónína orti svo um sjálfa sig: Óðum nálgast ellin grimm ungdóms daprast sinni. Nú hef ég tugi fulla fimm fyllt af ævi minni. Lausavísnaþáttur /• Tryggvi Vilmundsson, verka- maður í Neskaupstað orti, er haf- ísinn fyllti fjörðinn í fyrra vetur: Hrannir fjörðinn byrgja brátt, berja skörðin hrinur. Fannir svörðinn þekja þrátt, þjökuð jörðin stynur. Þessi vísa er sléttubönd og má fara með hana jafnt aftur á bak sem áfram svo og á marga fleiri vegu. Tryggvi kvað þessa dýrt kveðnu samhendu eitt sinn í fyrra vetur, er rafmagnsbilun varð: Ljósið dó og dimmdi í kró dofi sló þá sérhvert hró. Þorri hló og hreytti snjó og hretum spjó á land og sjó. Einar H. Guðjónsson, verkam. á Seyðisfirði kveður um gleði og sút — hið örstutta bil milli þeirra: Þó að hugur bernskubarms bjartar vonir hilli, verið getur hlátra og harms hársbreidd ein á milli. Einar kvað í haust um ástand- ið í vatnsveitumálum Seyðfirð- inga: Áhyggjur það öllum fær, ýmsir lenda í vanda, hér er að verða vatnslaus bær, varla hægt að standa. Óskar Ágústsson, smiður á Reyðarfirði orti þessa hringhendu á sumardaginn fyrsta 1965: Þröstur kveður þráðan óð, þornar lætur ísa. Okkur gleður ástarljóð ungra veðurdísa. Jóhann Elíasson, verkamaður í Neskaupstað orti þessa stafhendu og skrifaði á jólakort til lítillar frænku sinnar á jólum 1964: Hanna litla, hnellin smá, hýr á vanga, Ijós á brá, blíð og mild sem blessuð sól, þig blessi guð um þessi jól. —o—• Þuríður Briem, húsmóðir á Reyðarfirði orti á þorrablóti: Góð eru stundum gamanmál, gleðja, en engan saka. Alltaf færir yl í sál ágæt þorravaka. —o— Þuríður orti um síldarverk- smiðjuna á Reyðarfirði: Þegar fer að laufga lund og lengist sólargangan, verlcsmiðjan á grýttri grund gefur sumarangan. Jón Sigfinnisson á Seyðisfirði kvað, eftir að hafa hlýtt á er- lendar fréttir: Berjast í návígi um vaxandi völd vitgrannir stjórnmálaflokkar. Það kallast menning á þessari öld og þjóðlegt á. landinu okkar. Jcn orti þessa hringhendu um einhvern valdhafa: Bak við tjöldin situr sál, sem að völdin hefur, reiknar gjöldin, metur mál, meðan fjöldinn sefur. Guðjón E. Jónsson, kennari á Eskifirði orti til mágkonu sinnar á 35 ára afmælisdegi hennar: Vertu nú ekki vot um brár vinkona, heldur létt í sinni. Hálfsjötug ertu alveg klár til allra hluta í veröldinni. Guðjón orti þessa stafhendu undir barlómstali ráðherra: Ráðherrar raunabraginn raula guðslangan daginn. Eigum við aðeins slíka aumingja til að flíka? Helgi Seljan, skólastjóri á Reyðarfirði orti þessa hringhendu, sem nefna má — ófagra mann- lýsingu: Æpir hátt, en hyggur flátt, hímir þrátt og sefur, yrkir fátt og undur smátt, andans gáttaþefur. Helgi kvað, er sýningum á leik- ritinu Deleríum búbonis var hætt hjá Leikfélagi Reyðarfjarðar fyrr en ætlað var: Ekki var þeim öllum rótt, erfitt reyndist tos og bis. Dafnaði vel, en. dó svo fljótt Deleríum búbonis. Óskar Björnsson, umsjónar- maður í Neskaupstað kvað þessa stöku um samskipti mannsins við Mammon: Margan hefur Mammon glæpt mannkynsins af sonum. Þeir á vaðið tefla tæpt til að þókknast honum. Björn Jónsson, verzlunarmaður á Reyðarfirði kvað eftir sýningu á leikritinu — Allra meina bót: Ljúft samkvæmi leiksýning. Lítil, fögur snót og ofurlítið alkóhól er allra meina bót. —o— Jcn Sigfússon, símstöðvarstjóri á Eiðum kvað þessa dýru hring- hendu um ijóðið: Oft hafa ljóðin yljað blóð, ennþá flóðið rennur. Það er ljóð í þjóðarsjóð, þar sem glóðin brennur. V V - Jón orti þessa fögru stöku: Þegar óttu geisla gull greitt er mæðistunda. Nótt og dagur drekka full draums og endurfunda. Birgir Stefán'sson, Neskaupstað, kvað á fundi á Seyðisfirði í sept- ember 1964: Þar sem eilíft orðaskak angrar mig á stundum, er mér jafnan tungutak tregt á svona fundum. Hér lýkur lausavísnaþætti að sinni, en við reynum að hefja hann að nýju í áramótablaðinu. Undirritaður tekur öllum lausa- vísum með þökkum. Áskrift bréfa má vera: Vikublaðið Aust- urland, Neskaupstað. ..... .......... B.S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.