Austurland


Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 1

Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 1
s Amturlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 15. árgangur. Neskaupstað, 31. desember 1965. 50. tölublað. Lúðvík Jósepsson: ARAMOT1965-1966 Árið, sem nú er að líða, hefur verið hagstætt íslenzkum þjóðar- búskap. Framleiðsla til lands og sjávar hefur aukizt og verðlag á útflutningsvörum þjóðarinnar hef- ur verið sérstaklega hagstætt. Við skulum nú að gömlum og góðum sið, svipast um við ára- mótin og reyna að gera okkur nokkra grein fyrir •meginatriðum þeirrar þróunar, sem átt hefur sér stað á árinu, sem nú er að líða, og viðhorfunum í upphafi hins nýja og komandi árs. —o— Á erlendum vettvangi hefur svipuð þróun átt sér stað á árinu 1965 og á árinu 1964 með sívax- andi áhrifum nýfrjálsu ríkjanna í Afríku og Asíu og þeirra þjóða- hópa í þessum heimsálfum, sem enn eru að brjótast til sjálfs- stjórnar. Völd og áhrif lituðu þjóðanna fara sífellt vaxandi og nú er svo komið, að gömlu stórveldin verða æ ofan í æ að sætta sig við sam- þykktir á þingi Sameinuðu þjóð- anna, sem eru andstæðar vilja þeirra og hagsmunum. Sterkastan svip á atburði árs- ins setja þó stríðsátökin í Víet- Nam og deilurnar í Austur-Asiu. íhlutunarstefna Bandaríkjanna í Asíu hefur lítinn árangur fært þeim. Gamla aðferðin a& setja á fót leppstjórnir í skjóli Bandaríkja- hers, eða að styðja með miklum fjárframlögum illa þokkaðar hernaðarstjórnir eins og í Suður- Kóreu, á Formósu og í Suður-Ví- et-Nam, duga ekki orðið lengur. Nú er svo komið, að Banda- ríkjamenn verða að berjast sjálf- ir í Suður-Víet-Nam og geta því ekki lengur dulið beina íhlutun sína og árásarhneigð. Bandaríkjaher hefur opinskátt hafið styrjöld við Norður-Víet- Nam með linnulausum loftárásum á borgir og þorp í því landi. Staða Bandaríkjanna í Austur-Asíu er hin versta. Norður- Víet-Nam er einhuga gegn þeim, Suður-Víet-Nam er að fjórum fimmtu hlutum í höndum andstæðinga þeirra og svo að segja öll ríkin á þessum slóðum, sem nokkuð mega sín, standa á móti þeim. I Bvrópu er þróunin í sömu átt þó með öðrum hætti sé. Þar fara einnig erfiðleikar Bandaríkjanna vaxandi. Atlantshafsbandalagið riðar til falls. Einn sterkasti aðili þess, Frakkland, gerir sig líklegan til að yfirgefa bandalagið við næstu endurskoðun á sáttmála þess, eða árið 1969. Á Norðurlöndum er í vaxandi mæli rætt um, að þau lönd yfir- gefi bandalagið, eða endurskoði að minnsta kosti afstöðu sína til þess. Stefna Frakklands hefur á ár- inu 1965 verið skýrt mörkuð andstöðu við íhlutunarstefnu Bandaríkjanna, jafnt á sviði efnahagsmála sem á sviði stjórn- mála almennt. Þróunin á árinu 1965 í heims- málunum hefur þrátt fyrir ýmsa árekstra og átök, verið í átt til meira jafnréttis þjóða í milli, ver- ið í á.tt til aukinnar viðurkenn- ingar á nauðsyn friðsamlegrar sambúðar, verið í átt til fordæm- ingar á íhlutun stórvelda um mál- efni annarra þjóða. Innanlandsmál Árið 1965 hefur á ýmsan hátt verið sérkennilegt í atvinnulegum efnum. Á fyrrihluta ársins lagð- ist ís að landinu meir en dæmi eru um í nokkra áratugi. Allt Norðurland lokaðist af ís og mik- ill hluti Austfjarða fylltist einn- ig af ís. Vorkuldar urðu óvenju miklir á Norður- og Austurlandi, og á Austurlandi urðu miklir skaðar á búum bænda vegna kals í túnum. Sjórinn við landið var óvenju kaldur og hafði það áhrif á síldargöngur, þannig, að síldar- afli var með minna móti á venju- legum sumarsíldartíma. En þrátt fyrir þetta hefur árið sem heild orðið landsmönnum mjög gott ár. Sumarið var gott á Suður- og Vesturlandi og mjög sæmilegt víðar. Landbúnaðarframleiðslan hefur orðið mjög mikil á árinu. Sjávarafli hefur orðið meiri en nokkru sinni áður og munar þar mest um hinn gífurlega mikla síldarafla. Verð á 'útflutningsvörum hefur verið mjög hagstætt og þjóðar- tekjur hafa því enn vaxið mikið. En mitt í góðæri þjóðarinnar gerast þau undur, að forstöðu- menn ríkisfjárhirzlunnar taka að kvarta og kveina um bágan hag ríkissjóðs. I ársbyrjun var almennur sölu- skattur hækkaður úr 5% í 7Y2% og fleiri gjöld voru hækkuð. Þrátt fyrir það var snemma á árinu gripið til þess ráðs, að skera nið^- ur allar fjárveitingar til verklegra framkvæmda, sem ráðgerðar voru á fjárlögum, um 20%. Nokkru síðar voru gefin út bráðabirgða- lög um að heimila ríkisstjórninni að stöðva greiðslur til ýmissa skólabygginga, sem Alþingi hafði þó samþykkt að veita fé til. Þeg- ar kom fram á sumar ætlaði rík- isstjórnin að leggja sérstakan skatt á síldveiðisjómenn og síldar- útgerðarmenn m. a. til þess að standa undir útgjöldum af loforð- um, sem stjórnin hafði gefið1 Norðlendingum vegna atvinnumál- anna þar. Ríkisstjórnin var við mestu hneisu rekin til að falla frá þeirri fyrirætlan. Á árinu yfirgáfu tveir ráðherr- ar viðreisnarstjórnina og settust báðir að við róleg sendiherrastörf erlendis. Dýrtíðin hélt áfram að magn- ast á árinu og augljóst er á því, sem verið1 hefur að gerast síðustu daga ársins, að enn mun hún halda áfram að aukast á næsta á.ri. Stefna ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum er í öllum aðalatrið- um óbreytt. Enn eru lagðir á nýir skattar í nýju og nýju formi, sem allir munu leiða til hækkandi verðlags. Enn ráða kaupsýslumenn stefn- unni í verðákvörðunarmálum að vild sinni. Þeir hækka vöruverð sem svo bíður við að horfa, því álagningin er yfirleitt frjáls. Enn ákveða braskarar og fjár- aflamenn verðlagið á íbúðarhús- um í Reykjavík og hækka verðið eftir því sem þeim þykir heppileg- ast fyrir sína pyngju. Og enn þykir rétt að halda uppi okurvöxtum á lánum, þó að allir Framh. á 4. síðu. Vegagerð áíormuð Um alllangt skeið hefur það öðru hvoru komið til umræðu í bæjarstjórn, hvernig haga skuli vegagerð í Víkinni, þaðan sem steypti vegurinn nú endar og inn á Tröllaveg. Á bæjarstjórnarfundi síðastlið- inn þriðjudag var loks endanlega ákveðið hvernig vegagerð þessari skuli hagað. Var ákveðið að flytja veginn í sjó fram og verður hann að mestu fluttur suður fyrir skúr- ana, sem fá að standa óáreittir u.n nokkurt skeið. Vegurinn verður þannig gerð- ur, að gerð1 verður uppfylling úr grófum jarðvegi þvert yfir Vík- ina og grjóti hlaðið á hann að sunnanverðu. Uppfyllingarefnið . verður 16 þús. rúmmetrar og ; grjótið í götukantinn 2200 rúm- , metrar. Þetta verður mikið mannvirki. Að gera veginn á þennan hátt hefur mikla kosti í för með1 sér. Það er hægt að vinna verkið án truflunar á umferð og án þess að umferð tefji það1. Allmikið land vinnst og koma dýrmætar bygg- ingalóðir þar sem vegurinn nú er cg milli hans og hins fyrirhugaða vegar. Með þensu styttist vegur- inn líka um nokkra tugi metra og hann verður beinn og greiður umferðar. Ókostur er það, að bú- ast má við sjógangi í aftökum. Þessi vegur, sem verður 374 metrar að lengd, á að kosta 4.3 millj. kr. fullgerður, að öðru en því, að lagning gangstétta er ekki tekin með. En vegurinn verður ekki fullgerður í fyrsta áfanga, heldur að því stefnt, að gera nægilega breiðan veg til þess að stórir bílar geti mætzt þar greið- lega, ásamt gangstétt að sunnan- verðu. Ólafur Pálsson, verkfræðingur, hefur teiknað veginn og gert kostnaðaráætlunina. Ætlunin er, að ljúka við upp- fyllingu og grjótkant í vetur, en hvort það tekst er mest undir tíðinni komið. I vor er svo ætlun- in að hleypa umferðinni á veginn, svo hann þjappist í sumar. Að hausti er svo hugmyndin að steypa veginn, ef verkfræðingur- inn telur hann nógu vel þjappað- an. Annars býður það vorsins 1967. Bœrinn kaupir fasteignir I vor festi bærinn kaup á fjór- um fimmtu hlutum fasteigna dánarbús Sigfúsar Sveinssonar og Ólafar ¦ Guðmundsdóttur. A fundi sínum sl. þriðjudag staðfesti bæj- arstjórn samkomulag, sem bæjar- ráð hafði gert við Guðmund Sig- fússon um kaup á þeim fimmta hluta, seun hann átti af eigninni, og er þá bærinn orðinn einkaeig- andi þessara fasteigna.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.