Austurland


Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 31. desember 1965. ÁRAMÓT Framh. af 1. síðu. viti, að háu vextirnir hafi þau ein áhrif eins og nú háttar í ís- lenzkum viðskiptamálum, að magna dýrtíð og verðbólgu. Dýr- tíðarstefnan er því í fullum gangi og það er hún, sem fyrst og fremst veldur erfiðleikum í fjár- málum ríkissjóðs. En þrátt fyrir ranga og háska- lega stefnu í efnahagsmálum, vex sjávaraflinn og verðmæti hans. Og það er sá vöxtur sem ræður úrslitum um afkomu þjóðarbús- ins og landsmanna sem heild. Reynsla síðustu ára hefur sýnt okkur betur en nokkru sinni, hví- lík gullnáma fiskimiðin við landið eru og hvílíkir möguleikar eru tengdir við þau miklu verðmæti. Þróunin í matvælaframleiðslu heimsins sýnir, að þörfin á meiri og meiri mat fer sífellt vaxandi. Meirihluta mannkyns skortir enn fæðu og talið er, að einmitt það verkefni, að framleiða meiri mat, muni verða stærsta og þýðingar- mesta verkefni þjóðanna á kom- andi árum. Við Islendingar fram- leiðum fyrst og fremst matvörur og það einmitt þær matvörur, sem nú eru sérstaklega eftirsóttar. Margt bendir til, að verðlag á unnum fiskafurðum muni fara jafnt og þétt hækkandi á næstu árum og að eftirspurn eftir slík- um vörum vaxi rnikið. Möguleik- ar okkar til stóraukinnar fram- leiðslu á því sviði eru svo að segja óþrjótandi. Við getum veitt meiri fisk, en það, sem þó stendur nær okkur, er að vinna hinn dýrmæta afla okkar betur en nú er gert. Hér munu koma upp á næstu árum fiskverksmið'jur sem fram- leiða fullbúna fiskrétti, soðna og steikta með tilheyrandi sósum og bragðbætisefnum. Hér munu einnig rísa upp veik- smiðjur, sem vinna dýrindis mannamat úr síldinni í stað þess að mala hana í skepnufóður. Með fullvinnslu sjávaraflans má margfalda verðmæti hans og slík vinna kallar skiljanlega á margar vinnandi hendur. En möguleika sem þessa, sér núverandi ríkisstjórn ekki. Hún virðist haldin þeirri gömlu og barnalegu trú, að sjávarútvegur- inn sé ótraustur atvinnuvegur og að af þeim ástæðum þurfi þjóðin nú að snúa sér að svonefndri stóriðju. Stóriðja er lausnarorð ríkis- stjórnarinnar. Á það trúir hún og það er eins og hún vilji allt í söl- urnar leggja fyrir það. Nú þegar þjóðin kemst ekki yfir öll aðkallandi verkefni sín. Nú, þegar svo er ástatt, að ekki er hægt að manna nýtízku síldveiðiskip og fólk vantar til þess að bjarga þeim afla sem á land berst, þá telur ríkisstjórnin rétta tímann til að semja við út- 1965-1966 lent auðfélag um byggingu alum- ínverksmiðju í nánd við Reykja- vík. -A-Ugljóst er, að það er skoðun ríkisstjórnarinnar og sérfræðinga hennar, að nú ,sé nauðsynlegra fyrir íslendinga að ráða sig í tímavinnu til útlendinga, en að sinna íslenzkum framleiðslustörf- um og byggja upp þann grund- völl að atvinnurekstri framtíðar- innar, sem þjóðin eigi sjálf og ráði yfir. En á sú að verða þróunin í ís- lenzkum atvinnumálum ? Austurland Hvergi hefur verið jafnmikið um að vera í atvinnumálum þjóð- arinnar á síðustu árum, eins og á Austurlandi. Margar nýjar síldarverksmiðjur hafa verið reistar. Bezt búnu og afkastamestu síldarsöltunarstöðv- ar eru nú á Austfjörðum og þar hefur orðið stórfelld breyting í fiskibátaflotanum. Síldin, hefur lagzt að Austurlandi eins og sagt er, en líklega hefur hún verið á þessum sömu slóðum um áratugi. Hinn mikli aflafengur, sem bor- izt hefur að landi á Austurlandi kallar á margar aðrar fram- kvæmdir en byggingu verkunar- stöðva. Hann kallar á stórfelldar framkvæmdir í hafnarmálum, í vatnsveitumálum, í vegamálum, í samgöngumálum og í fjölþættum þjónustustörfum við fiskiskipa- flotann. Allmikið hefur þegar verið gert í þessum málum, en þó skortir mikið á. I hafnarmálum er unnið að miklum framkvæmdum á Vopna- firði og á Eskifirði. Stórfelld hafnargerð er nú fyr- irhuguð í Neskaupstað þar sem ætlunin er að grafa nýja höfn inn í landið innst við fjarðarbotninn. Höfnin þar verður eflaust ein bezta fiskibátahöfn í landinu, þegar hún verður fullgerð. I Neskaupstað er nú verið1 að byggja stóran slipp með nýtizku útbúnaði og má því búast við, að þjónusta við hin stærri síldveiði- skip gjörbreytist á Austurlandi við tilkomu hans. Samningur bæjarstjórnarinnar í Neskaupstað við flugfélagið Flug- sýn um að kaupa 4-hreyfla flug- vél til Norðfjarðarflugsins var mjög þýðingarmikill og merkileg- ur. Samgöngumálin á Austurlandi og við Austurland verður þó að taka fastari tökum en verið hef- ur. Vegurinn -á milli Norðurlands og Austurlands verður að gjör- breytast. Við það verður ekki un- að lengur eins og framleiðslulífið á Austurlandi er nú orðið, að gam- all og lélegur ruðningsvegur á fjöllunum sé látinn hindra nauð- synlegar samgöngur við Austur- ' land. Sama er að segja um vegina á milli byggðarlaganna á Austur- landi. Til Fáskrúðsfjarðar verður að leggja nýjan veg og göngin á Oddsskarði verður að gera á næstu tveimur árum. Komið er að því að gera verður stórátak í raforkumálum Austur- lands. Grímsárvirkjunin er þegar orðin allt of lítil og ekki getur gengið til lengdar að framleiða mikinn hluta orkunnar ,með diesil- vélum. Eflaust er rétt að ráðast í virkjun í Lagarfossi og leysa , þannig raforkumál Austurlands nokkuð til frambúðar. | j Þá er óhjákvæmilegt að stór- ! átak verði einnig gert í skóla- og msnningarmálum Austurlands. Austurland hefur dregizt aftur úr í skólamálum, einkum hvað snertir framhaldsmenntun. Koma verður upp einum góðum iðnskóla. Byggja þarf mennta- skóla og stórbæta aðstöðu gagn- fræðanámsins. Við Austfirðingar verðum áð hagnýta vel þau góðu atvinnuár, sem nú eru. Það er að vísu eðli- legt, að fyrstu framkvæmdir okk- ar beinist að atvinnumálunum og að því að skapa grundvöll til eðlilegs reksturs í framtíðinni. En við megum ekki einblína á verksmiðjur og söltunarplön, ekki heldur á hafnir og vegi, meira þarf til að tryggja framtíð okkar byggðar. Við þurfum að taka okkar þátt af skólamálunum í eigin hendur, við þurfum að taka til okkar þann iðnað, sem hjá okkur á að vera, við þurfum að sinna ferðafólki, við' þurfum að hlúa að og örfa íþróttaiðkanir æskufólksins, við þurfum að sinna betur heilbrigð- ismálum, og við þurfum að láta okkur skipta listir og önnur menningarmál. Við verðum að átta okkur á því, að lífið á efcki að1 vera og það verður ekki aðeins vinna og peningar. Uppvaxandi kynslóð mun ekki sætta sig við slíkt. Hún mun krefjast þess, að fá að lifa lífinu. Við skulum alvarlega gæta þess, Austfirðingar, að láta ekki byggð- arlögin okkar drukkna í síldar- erfiði og verða einvörðungu staði, þar sem un.nið er dag og nótt. Slíkir staðir verða í hugum manna aðeins erfiðis vinnupláss, — til þeirra vilja menn gjarnan leita eftir vinnu og peningum, en þar ætla menn ekki að eiga heima, þar vilja menn ekki lifa lífinu. Byggöarlögin á Austurlandi þurfa að verða byggileg, eftirsótt til búsetu. Þau þurfa í krafti góðrar atvinnu að verða aðlað- andi og góðir staðir, staðir þar sem uppvaxandi kynslóð vill eiga heima. —o— Við þessi áramót getum við Austfirðingar verið ánægðir með góða afkomu. Við hljótum að vera bjartsýnir. Við höfum mikil verk að vinna. Við vitum að vísu vel, að' við erum háðir því sem er að gerast í okfcar landi á hverjum tíma. Ríki óstjórn í okkar landi, gjöld- um við þess eins og aðrir. En við hljótum að treysta á gæfu okkar lands og trúum, að hún verði sterkari en glapræði skammsýnna valdhafa. —o--- Ég þakka svo öllum Austfirð- ingum fyrir árið sem er að liða og óska þeim gleðiríks og góðs fcomandi árs. Lúðvík Jósepsson. RÚSSNESKI H JOLBARÐINN ENDIST Hafa enzf 70.000 km akstur samkvaemf vottorðl atvinnubllstjðra Faest hjá flestum hjðlbarðasölum á landínu Hvergi lægra verö ^ SÍMI 1-7373 TRADING CO. HF. |

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.