Austurland


Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 31. desember 1965. -------------------------------«> Sigurður Helgason: Þættir frá norðurfjörðum á Austurlandi Framh. Þetta er að vísu fremur senni- legt í aðaldráttunum. Þegar Snjólfur kom heim, hefur hann að líkindum gert ráð fyrir að dveljast hér á landi, það1 sem hann ætti eftir ólifað, að minnsta kosti eftir að hann kvæntist, en það mun hafa gerzt skömmu eft- ir heimkomuna. Að þvi er snert- ir sama stað og aðalatvinnu, var ekki um annað að ræða fyrir hann en jörð og búskap, og vita- skuld hefur honum leiikið hugur á að fá svo góðan og hentugan samastað, að hann gæti verið ánægður með hann til frambúð- ar. Og þar sem hann var í svo góðum efnum, að hann gat keypt sér jörð, jafnvel stóra jörð, ef því var að skipta, hefur vitanlega legið beinast við að bíða færis, þar til einhver slík jörð, sem upp- fyllti þessi skilyrði, væri fáanleg, og það virðist hann lika hafa gert. Hefur þá ekki síður verið eðlilegt og sjálfsagt fyrir hann að leita til séra Eiríks Sölvason- ar sér til fulltingis við fyrirhugað jarðarkaup, bæði af því, að þeir voru góðir vinir og séra Eiríkur vitanlega öllum hnútum kunnug- ur í sambandi við þess konar við- skipti. Samt hefur það ekki getað verið aðalorsök þess, að séra Ei- ríkur útvegaði vini sínum Urriða- vatn, að þar sést vatn frá bæn- um. Að minnsta kosti hefur jörð- in orðið að vera föl til kaups til þess, að Snjólfur gæti eignazt hana. Þetta skilyrði, sem Snjólfur á að hafa sett, að vatn yrði að sjást frá bænum, þar sem hann ætti heima framvegis, og lagt fyr- ir séra Eirík að fara eftir við jarðarkaup fyrir sína hönd, er fremur ólákleg sannfræði. — Á víst að skilja þetta svo, að Snjólf- ur hafi hugsað sér vatnið til að minna sig á hafið. En hvers vegna fékk hann sér þá ekki heldur jörð við sjávarsíðuna, þar sem hann gat séð sjóinn sjálfan — í stað þess að gera sig ánægð- an með poll? 1 maí 1714 er Snjólfs getið í Fellunum á Fljótsdalshéraði, þar sem Urriðavatn er. Hann hefur því Mklega búið þar undanfarið fardagaár, þá þegar verið kominn að Urriðavatni, hvort sem hann hefur flutzt þangað frá Krossi í Mjóafirði, Papey, eða einhverjum öðrum stað. Þetta sama sumar er Snjólfs aftur getið í góðum heimildum, þar sem séra Eiríkur Sölvason minnist á hann í annál sínum (Þingmúlaannál) á þessa leið: „Þetta sumar (1714) var af mér gjörð með tilfengnum mönn- um kirkjan í Þingmúla. Trésmiðir voru Jón Þorleifsson og Snjólfur Sæmundsson snikkari". — — — Það ber lítið á nafni Snjólfs Sæmundssonar í bókum og skjölum landfógetans, þrátt fyrir leigu hans á Papey, meðan Páll Beyer sat í embættinu. En svo kom að því, að honum var vikið frá störfum sa.kir óreglu (1717). Skömmu síðar andaðist hann. Hjá þeim sem tók við emb- ættinu af Beyer, Kornelius Wulv að nafni, er öðru máli að gegna. Eftir að hann kom til sögunnar rná ganga að nafni Snjólfs vísu frá ári til árs, ásamt nafni kon- ungseignarinnar Papey og leigu- gjaldsupphæðinni, 8 rd., ævin- lega innfærðu á sama stað og með sama hætti í Islands Jorde- bogs Regnskaber, sem var á sím um tíma hliðstætt því, sem við nefnum ríkisreikninga nú á tím- um. í flestum stœrðum og þykktum, A og B gœðaflokkar. MARS TRADING COMPANY

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.