Austurland


Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 5

Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 5
Neskaupstað, 31. desember 1965. AUSTURLAND 5 En árið 1721 var allt í einu gerð athugasemd við reiknings- skil landfógetans viðkomandi Snjólfi og Papey — líklega við endurskoðun í Rentukammerinu ytra. Var hún á þá leið, að ekk- ert afrit væri finnanlegt í bók- um Beyers sáluga af „festubréfi" Snjólfs fyrir eyjunni og þess sjá- ist ekki heldur getið, að Beyer hafi fengið „festugjaldið" greitt, enda hefðu erfingjar hans látið svo ummælt, að þeim væri alger- lega ókunnugt um þessi viðskipti. Hér væri því uppkomið vafamál um þetta efni, sem þyrfti að at- huga vel og nákvæmlega og síð- an úrskurða, hvernig með það skyldi farið. Þennan úrskurð er að finna í skjölum embættisins árið eftir. Erfingjar Beyers sáluga voru skyldaðir til að bera ábyrgð á hinni týndu fjárupphæð, 8 rd. og standa skil á henni, svo framar- lega, að Snjólfur gæti fært sönn- ur á það, að hann hefði greitt þetta fé réttilega af hendi á sín- um tíma. — Með bréfi landfógeta, dags. 22. júlí 1722, var Snjólfur síðan krafinn um þessa sönnun og þar sem hann hefur vitanlega ekki glatað byggingarbréfi sínu fyrir eyjunni, hefur hann hæglega getað orðið við henni. Hann lét samt bíða hátt upp í eitt ár að svara bréfi landfógetans, en þeg- ar hann loks gerði það, sendi hann honum afritið af kaflanum úr byggingarbréfinu, sem tilfærð- ur er hér að framan, ásamt vott- orði um það, að afritið væri sam- hljóða frumritinu. Svarbréf Snjólfs er að öðru leyti stutt og laggott. Eftir íburðarmikið og flókið ávarp, eins og siður var í sendibréfum á þessum tíma, við- urkennir hann að hafa meðtekið „missive" landfógetans viðkom- andi festu Papeyjar og sendi hann meðfylgjandi afrit af „Fæstebrevet" sem svar við því. Síðan er bréf hans orðrétt á þessa leið: „ ... og Jeg beder at han vilde være so god at have mig und- skyldet: Jeg udi min store Svag- hed bryder af og befaler hanen udi Herrens Fred og protektive. Forblivende hans skyldige Tjener. — Snjolv Sæmundsen". Á íslenzku mundi niðurlag bréfsins hljóða svo: „... og ég bið hann (landfógetann) að vera svo góðan að virða mér til vor- kunnar, þó að ég, sökum minnar miklu vanheilsu, hætti hér með (þ. e. að hafa Papey á leigu), og fel hann guðsfriði og vernd. Verandi hans reiðubúinn þjónn“. Snjólfur hefur því að líkindum verið búinn að segja upp leigunni á eyjunni, þegar þetta var ritað, eða að öðrum kosti gert það hér með. Bæði bréfið og afritið með árit- uðu vottorðinu um það, að afrit- ið væri rétt, eru dagsett í Þing- múla 5. maí 1723, rituð af séra Eiríki Sölvasyni, vottorðið meira að segja líka. __ __ — Þó að geymzt hafi allmikið af munnmælum, þar sem Snjólfur Sæmundsson kemur við sögu, eins og fyrr segir, þá er samt sáralítið um persónulegar frásagnir af honum til að gefa hugmynd um, hvers konar maður hann hefur verið, og sannindum þess fáa og smáa, sem til er af því tagi, þar að auki lítt að treysta. 1 sagnasafni Sigf. Sigf. er þó dálítil frásögn (X. b., 22), þar sem Snjólfur kemur lítið eitt fram á sögusviðið með fáeinum persónulegum einkennum og Ijós- um, þó að þau séu fábrotin. Þetta eru að vísu munnmæli, en þó eng- an veginn ásennileg. Þess vegna leyfi ég mér að endursegja þetta sögubrot hér að nokkru leyti. Oddur Jónsson „sterki", f. um 1706, var um tíma hjá Snjólfi á Urriðavatni á unglingsárum sín- um. Sagð'i hann svo frá síðar, að Snjólfur hefði reynzt honum sem bezti faðir, bæði umhyggjusamur og heilráður. Hefði Snjólfur lagt honum lífsreglur og gefið honum mörg heilræði, sem hann hefði síðan munað alla ævi upp frá því. Vinnukona var samtímis Oddi á Urriðavatni, lauslát og beggja blands, sem Guðrún hét, kölluð Gunna „skran“. Hefði Snjólfi ver- ið lítið um hana gefið og varað Odd við henni. „Gættu þín fyrir henni Gunnu „skran“ “, hefði Snjólfur sagt, „hún hefur and- skotann í sálinni“. Þarna er þess líka getið um málfar Snjólfs, að hann hefði ryðgað' mjög í móðurmálinu við utanlandsdvölina og talað slæmt hrognamál, blandað saman illri dönsku og lélegri íslenzku. Oddur sterki var afi Odds Jóns- sonar bónda á Skeggjastöðum í Fellum fram yfir miðja 19. öld, manns Ingunnar skyggnu. Oddur Jónsson ,,yngri“ var afi sögurit- arans. — Þetta, sem hér er frá Snjólfi sagt í þessum fáu línum, sem vitanlega á að vera komið frá Oddi sterka upphaflega, ætti því að hafa borizt söguritaranum án þess að hafa áður farið margra á milli, og þeS3 vegna meiri líkur fyrir því, að satt sé frá þessu sagt. --------Þess er áður getið, að Snjólfur Sæmundsson kom heim til íslands einhvern tíma frá 1703 til 1709, en líklega þó fáeinum árum áður en siðara ártalið sýn- ir. Síðan kvæntist hann, en ekki verður heldur tilgreint nákvæm- lega, hvenær það gerðist, þó varla öllu fyrr en 1710, því að kona hans var þá aðeins 19 ára. — Þau áttu 5 börn. Eitt þeirra var fætt árið 1716, annað ári síð- ar, reiknað eftir manntalinu 1762. Um fæðingarár hinna vita menn ekki, en eitt þeirra, að minnsta kosti, var eldra en þessi tvö. Snjólfs er getið í Fellunum fardagaárið 1713—14, eins og áð- ur er sagt, og kæmi vel heim, að þau hefði gifzt einmitt um það leyti. Þá hefði kona hans verið 22 ára, eða því sem næst, þegar þau gengu í hjónabandið, en hann líklega um fimmtugt. Ald- ursmunur þeirra að minnsta kosti mjög mikill. Kona Snjólfs hét Kristín, f. 1691 (smb. mannt. 1703). — For- eldrar: Eiríkur (f. 1653) Halls- son, bjó 1703 annars vegar á Hallgilsstöðum (Hallgeirsst. nú) í Jökulsárshlíð — og kona hans Ingibjörg (f. 1659) Ormarsdóttir. Hallur, faðir Eiríks, bjó í Bót í Hróarstungu og dó þar 1668. Ökunn. um konu hans. „Lét eft- ir sig 11 börn“, smb. bréf til Brynjólfs biskups, skrifað árið eftir, frá umboðsmanni hans á Austurlandi. Framh. ÞAÐER SAMA. HVE HLASSIÐ ER ÞUNGT... BEDF0RD SKILAR ÞVÍÁ ÁFANGASTAÐ! ávallt fáanlegurmed stuttum fyrirvara Véladeiíd

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.