Austurland


Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 6

Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 6
6 AUSTURLAND Neskaupstað, 31. desember 1965. Þá hefjum við lausavísnaþátt að nýju. Fyrst kemur leiðrétting á einni vísu, sem birtist í jóla- blaði. Er hún eftir Einalr H. Guð- jónsson á Seyðisfirði um ástand- ið í vatnsveitumálunuimi þar í haust. Biðjum við Einar velvirð- ingar á, að eitt orð misritaðist í jólablaðinu. Rétt er vísan svona: Áhyggjur það öllum fær, ýmsir lenda í vanda. Hér er að verða vatnslaus bær, varla hægt að blanda. Einar kvað í grennd við heima- haga: Finnst mér brok við bjargafót á bernskustöðvar minna. Er sem hugur horfi mót himni vona sinna. Einar kvað þessa gamansömu stöku: Jónína kveður enn í gamni um kunningja: Faslíkastur feitum skúm finnst mér kauð'i digur. Úr eldhúsinu og inn á rúm er hans farinn vegur. Jóliann Elíasson í Neskaupstað kvað til vinar 1957: Hjarta blæðir, hugur sár, hendinni yfir minni. Þó finn ég inni ylinn frá innri vitund þinni. Þorbjörn Magnússon á Reyðar- firði á þessa stöku: Áfram skreiðist ævin manns, æsku sneiðist tundur, þar til eyðist orka hans upp og greiðist sundur. Óskar Ágústsson á Reyðarfirði kvað á sumardaginn fyrsta 1965: Vorsins angan vist ég finn, það vefur sig að bænum. Tárin blika á kaldri kinn, kemst hún við í blænum. Óskar gerði einnig þessa gam- anvísu, þar sem hann hugsar sér verkfæri á síldarplani notuð til vísnagerðar: Andans drífholt upp þú tekur, ofan á tunguna díxil rekur, stuðlanna botngjörð að stöfunum hrekur, sterklega þangað til hvergi lekur. —o---- Jón Sigí'innsison á Seyðisfirði yrkir um stökuna: Trygg\ú orti þessa mannlýsingu: Mærðarfullur miannhundur manna sízt ágætur krónufíkinn kjaftaskur kjaftinn ganga lætur. —o— Kristján Ingólf'sson, skólastjóri á Eskifirði kvað á Biskupshálsi á austurleið með handknattleiksliði eftir tapaðan leik: Þó að veröld geri grand gæfubáti mínum, alltaf heilsar Austurland aftur börnu.m sínum. —o— Óskar Björnsson í Neskaupstað kvað1, er honum varð hugsað til ævilokanna: Þegar ég er fallinn frá og farfi horfinn kinna, þá mun eflaust blotna brá beztu vina minna. Lausavísnaþdttur Piltur hló og pytlu upp dró prútt sig bjó til fanga. Meynni þó var um og ó út í skóg að ganga. —o— Jónína Þórðardóttir á Fáskrúðs- firði orti á leið til Breiðdalsvíkur frá Stöðvarfirði á báti: ' < Blánar aldan, bylgjast haf, báran skvaldur lánar. Stinningskaldi stendur af sterkum faldi Ránar. Jónína kom í þriðja sinni til Óla tannlæknis með sama góminn til viðgerðar. Um það kvað hún: Þó ég gangi frjáls og frí fjarri sorg og pínum, kem ég enn með kjaftinn i kápuvasa mínum. Jónína orti í gamni um kunn- ingja: Sannarlega, ef segja má, seggir skulu vita, að leifar aldrei lít ég á lí'kt og heilan bita. Þannig yrkir Jónína um drykkjuskap: Engu fári orkar þar eða sárum pínum, þótt þeir bárur Bakkusar blandi tárum sínum. Valgeir Sigurðsson á Seyðis- firði kvað þessa skemmtilegu vísu um sjálfan sig: Bregð ég yfir borðstokkinn beitu, krók og línu. Fallega syndir fiskurinn framhjá agni mínu. Jón Sigfússon á Eiðumi á þess- ar þrjár vel gerðu og dýru stökur: Þegar hlýja hagsældin heim að garði ríður, úti í gáttum öfundin eftir færi bíður. Rambar á stólum réttvísin, rápar á bólum stelvísin, leikur á hjólum lævísin, linnir ei gólum bragðvísin. Flýr úr hæðum háttvísin, hrýtur við glæður inni. Fækkar klæðum fávísin fljótt í bræði sinni. Jón yrkir ennfremur: Einn í kví og ótta berst, annar borðið skefur. Þriðji senn á flótta ferst, fjórði völdin hefur. Svíður lund um ótal ár undan göllum tíða. Þung er stund og þrautasár, þeim sem öllu kvíða. Eins þótt langan fengi frest, fannst mér ganga betur. Jörðin angar alltaf bezt eftir strangan vetur. ) Stundum fæðist ein og ein ofurlítil staka. Stiklar rímið grein af grein, gott er þá að vaka. Jón kvaddi Jón Rafnsson með þessari vísu, er hann fór eitt sinn frá Seyðisfirði eftir nokkra dvöl: Fylgi þér héðan heill í hverju spori og hugljúfar óskir sérhvers verkamanns. Þú hefur hjá oss vetur gert að vori. vakið úr dái kjörorð smælingjans. Þannig yrkir Jón Sigfinnsson um valdið: Eftir því sem valdið vex, verða fleiri stórir, nítján hundruð sextíu og sex, sál ef nokkur tórir. Helgi Seljan á Reyðarfirði kvað eitt sinn bæði viss og í vafa: Sú er mesta mannsins þrá að mega elska svanna. En kannski það ei kalla má klára ást og sanna. Tryggvi Vilmiundsson, Neskaup- stað yrkir þessi sléttubönd: Hylja snjóir flóru fróns flóum byljir skvetta vilja sjóir löngu lóns lófum mylja kletta. Óskar orti þessa stöku á ensku, er hann var staddur um borð í enskum togara: On the crew on board this ship in the cabin gather, ask the gracious god with trip give us cod our father. Undirritaður snaraði vísunni lauslega í gamansömum tón: Áhöfn á skipinu allri um sinn inn var í káetu troðið. Geistlegi herra, guð, faðir minn gefðu’ okkur þorsk í soðið. —o— Við skulum svo ljúka þættinum með heimabruggi: Mál er að gleyma sút og sorg, er söngva hreimur þýður allra heima úr byggð og borg í bláan geiminn líður. Við óiskum svo öllum lesendum farsældar á komandi ári með þessari stöku. Gerist við teiti bragarbót, brugðið á leik á álfaþing. Enn eru komin áramót, enn skal byrja nýjan hring. —o— Meira verður ekki kveðið1 að sinni. B.S.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.