Austurland


Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 7

Austurland - 31.12.1965, Blaðsíða 7
Neskaupstað, 31. desember 1965. AUSTURLAND > 7 Norðfjarðarkirkj u berst gjöf Við hátiðarguðsþjónustu á jóla- dag barst Norðfjarðarkirkju for- kunnarfagur kaleikur, ásamt patínu. f Kaleikurinn, sem er listasmíð, er úr silfri, greyptur fjórum ís- lenzkum steinum og gerður af Jóhannesi Jóhannessyni, listmál- ara í Reykjavík. Gefendur eru systurnar Arn- björg, Ragnheiður og Nikolína Sverrisdætur, en gripurinn er gef- inn til minningar um foreldra þeirra systra, er bjuggu á Brekku hér í Neskaupstað, og þrjú syst- kyni. Þess má geta, að þrír feðgarn- Vetrarverð á síld og loðnu Tilkynnt hefur verið um verð á síld næstu mánuði. Á svæðinu fra Rlt austur um til Hornafjarðar verður verðið sem hér segir 1. jan. til 30. april: Bræðslusíld 193 kr. pr. mál. Sé landað í flutningaskip má verðið vera 30 kr. lægra. I salt kr. 1.70 pr. kg. I frystingu kr. 2.00 pr. kg. Á svæðinu frÚ Rit suður um til Hornafjarðar skal verðið vera ■kr. 1.30 pr. kg. tímabilið jan.— febr. Þá hefur verð á loðnu til bræðslu verið ákveðið 63 aurar Pr. kg. jr Ur bœntim Afmæli. Ragnar R. Bjarnason, bóndi, Naustahvammi 52, varð 65 ára 28. desember. Hann fæddist á Gerðabakka í Garði og fluttist hingað 1924. Trúlofanir um jólin: Ungfrú Jóna Ólafsdóttir, Mið- stræti 10, Neskaupstað, og Birgir Einarsson, prentnemi, Nesgötu 32, Neskaupstað'. Ungfrú Kristín Þórhallsdóttir, Kirkjubóli, Norðfjarðarhreppi, og Helgi Jóhannsson, sjómaður, Blómsturvöllum 16, Neskaupstað. Ungfrú Jónhildur Guðmiundis- dóttir, Miðstræti 23, Neskaupstað, og Önundur Jóliannsson, nemi, Reykjavík. Ungfrú Sigurborg Gísladóttir, Höfðabrekku, Mjóafirði og Tómas R. Zoega, iðnnemi, Þiljuvöllum 14, Neskaupstað. Kirkjan Messur um áramótin 1966: Gamlársdagur: Kvöldsöngur kl. 6 síðd. Nes- kaupstað. Nýjársdagur: Messa kl. 2 síð'd. Neskaupstað. 2. jan. 1966: Messa í Mjóafirði kl. 2 síðd. ir fórust fyrir allmörgum árum hér á Norðfirði og á þessu ári hefði Sverrir bróðir þeirra orðið fimmtugur. Á fótstalli kaleiksins er letruð eftirfarandi áletrun: „Til minningar um Sverri Sverrisson og Mekkinu Árnadótt- Engum blandast hugur um, að áfengisneyzla á beint og óbeint sök á fjölmörgum slysum og margvíslegum ófarnaði öðrum. Er hér ekki aðeins um að ræða böl einstaklinga og fjölskyldna, sem fyrir þessu verða, — og væri það1 þó nægilega hörmulegt, — heldur Gjöf til byggða- safns Á fundi bæjarstjórnar Nes- kaupstaðar sl. þriðjudag, var les- ið bréf frá Einari B Guðmunds- syni, hæstaréttarlögmanni, þar sem hann tilkynnir, að erfingjar hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Sigfúsar Sveinssonar, kaup- manns, hafi ákveðið, „að afhenda bæjarsjóði Neskaupstaðar eða byggðasafni kaupstaðarins að gjöf gömul áhöld og tæki Verzl- unar Sigfúsar Sveinssonar, sem hafa sögulegt gildi“. Ekki er vitað hve mikið af munum er hér um að ræða, en ætla má, að það sé tálsvert og verðmætt, því fyrirtæki þetta hafði starfað um langan aldur og haft mörg járn í eldinum. Má því ætla, að talsvert komi í leitirnar af gömlum vinnuáhöldum og öðr- um gripum. Væri ánægjulegt, ef hægt væri að hafa sérstaka deild í væntanlegu byggðasafni kennda við Sigfús Sveinsson, sem var eigandi þessa fyrirtækis þegar vegur þess var mestur. Og gefendur eiga þakkir skyld- ar fyrir þann hug, sem þeir sýna æskubyggð sinni með þessari gjöf. En okkur hinum ætti þetta að vera hvöt til að koma upp húsi til varðveizlu þeirra sögulegra minja, sem enn má fá hér í bæn- um, og minna á liðna tíma, at- vinnuhætti áður fyrr og vinnu- brögð genginna kynslóða. Menn óskast Tvo beitumenn eða sjómenn og einn stýrimann vantar á vetrar- vertíð í Vestmannaeyjum (línu og net) um miðjan janúar. Upplýsingar gefur Þorleifur Þorleifsson, sími 160, Neskaupst. ^VWWVVAAAAAAAAAAAAA/V/WWWVWVWWW ur, Neskaupstað og þrjú börn þeirra, Margréti, Sverri og Mika- el. Gefinn 1965 af dætrum þeirra hjóna: Arnbjörgu, Ragnheiði og Nikolínu". Sóknarpresturinn, ,séra Árni Sigurðsson, þakkaði þessa fögru gjöf og góðan hug fyrir hönd kirkjunnar, en frú Ragnheiður hefur áður sýnt kirkju sinni mikla rausn og tryggð. er hér um stórfellt þjóðarböl að ræða, sem varðar hvern einstak- ling, hvar sem hann er búsettur og hverju starfi sem hann sinnir. Bendir og margt til þess, að þeim fari nú stórum fjölgandi, sem gera sér þetta ljóst og telja brýna þörf á, að eitthvað sé gert til um- bóta, svo að um muni. Öllum þeim mönnum, sem þannig hugsa, vill Stórstúka íslands (I.O.G.T.) benda á, að frumskilyrði nokk- urra verulegra umbóta á þessu sviði er það, að sem flestir ein- staklingar temji sér bindindis- saman hugsunarhátt og séu sjálf- ir bindindismenn í orði og verki. Jafnframt skorar Stórstúkan á menn, karla og konur, unga og gamla, að fylkja sér í bindindis- samtök, ekki sízt í Góðtemplara- regluna, því að þannig kemur góður vilji þeirra að sem beztum notum. Einnig beinir Stórstúkan því til allra áhugamanna um bindindismál, að þeir hefji hver í sínu umhverfi umræður um al- gert áfengisbann á íslandi, með það markmið fyrir augum að1 skapa í hugum landsmanna nauð- synlegan grundvöll undir örugga framkvæmd slíks banns. í framkvæmdanefnd Stórstúku Islands Ólafur Þ. Kristjánsson, stórtemplar. Indriði Indriðason, stórkanslari. Þóra Jónsdóttir, . stórkapellán. Jón Hafliðason, stórgjaldkeri. Gunnar Þorláksson, stórgæzlum. ungmennastarfs. Jón F. Hjartar, stórfræðslustjóri. Kristinn Stefánsson, fyrrv. stórtemplar. Þórhildur Hjaltalín, stórvaratemplar. Kjartan Ólafsson, stórritari. Sigurður Gunnarsson, stórgæzlum. unglingastarfs. Sveinn Helgason, stórgæzlum. löggjafarstarfs. Njáll Þórarinsson, stórfregnritari. Gullbrúðkaup Hjónin Lára Árnadóttir og Guð- mundur Guðmundsson, Hesteyri, Mjóafirði, áttu 50 ára hjúskapar- afmæli í gær — 30. desember. Ávarp frá Stórstúku íslands Bœrinn dbyrg- ist Idn til skipakaupa Bæjarstjórn hefur gengið í ábyrgð á einnar milljón króna láni, sem Ölver Guðmundsson tekur vegna skipakaupa, en hann er nú í þann veginn að láta hefja smíði 280—300 tonna fiskiskips í Noregi. Á skipið að afhendast að hausti. Til tryggingar ábyrgðinni veð- setur Ölver bæjarsjóði íbúðarhús sitt, Þórsmörk. Sjómaður siasast Það slys varð um borð í Barða í síðasta róðri hans fyrir jól, að Guðmundur Helgason, vélctjóri, lenti með hægri hendina í spilið og slasaðist mikið. Skipið missti nótina og hélt þegar í land og var farið með hinn slasaða á sjúkrahúsið, þar sem gert var að sárum hans. Hendin er illa farin. Falleg ung- lingabók Fyrir nokkrum árum voru gef- in út hér í bænum allmörg hefti af myndasögum um hinn fræga Hróa hött og kappa hans. Nú fyrir jólin kom út falleg bók, sem hefur inni að halda nokkur þessara hefta, og önnur ný, sem aldrei hafa birzt áður hér á landi. I bókinni eru 188 heilsíður- myndir. Útgefandi Hróa hattar er Nes- prent. Frágangur allur er hinn smekklegasti. Ætlunin er, að þetta verði fyrsta bókin í flokki með mynda- sögum af hetjum fyrri tíma. Næsta bók á að koma á næsta ári. Þetta er .spennandi bók fyrir unglinga og mun verða eftirsótt af þeim. Til sölu Saab-bifreið mín, N-200, er til sölu. Stefán Þorsteinsson. AmlnrXmú óskar öllum lesendum sínum gleðilegs nýárs

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.