Austurland


Austurland - 17.06.1966, Blaðsíða 1

Austurland - 17.06.1966, Blaðsíða 1
Amlurlmd Málgagn sósíalista á Austurlandi 16. árgangur. Neskaupstað, 17. júní 1966. 29. tölublað. Þ j óðháííðardagurinn í dag er þjóðhátíðardagur ís- lendinga. í dag er íslenzka lýð- veldið 22ja ára og 155 ár liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar, þjóðhetju íslendinga. Eftir margra alda áþján og ömurlega örbirgð', tók loks að bjarma fyrir nýjum degi í sögu þjóðarinnar fyrir um hálfri ann- arri öld og raunar sást fyrsta skíman nokkru fyrr. Þjóðin eign- aðist forustumenn í sjálfstæðis- baráttunni, menn, sem töldu í hana kjark, vöktu með henni sterka þjóðerniskennd og hvöttu hana til dáða. Og smátt og smátt öðlaðist þjóðin trúna á framtíð sína. Hún vaknaði til meðvitund- ar um það, að einnig hún á rétt til að lifa frjáls og óháð og til að nytja í friði gæði lands og sjávar. Við hljóm hins nýja tíma litu menn upp frá sagnalestri, rímna- rauli, Passíusálmasöngli og Jóns- bókarlestri. Og menn skynjuðu, að það var vor í lofti og verk að vinna í þágu lands og þjóðar. Og menn lögðu hönd á plóginn, í fyrstu aðeins fáir, en síðan fleiri og fleiri unz þjóðin öll sameinað- ist í lokaátakinu, sem færði henni sigurinn, fullvalda íslenzkt lýð- veldi, sem skyldi engum öðrum háð en íslenzku þjóðinni. En það er vandlifað fyrir litla þjóð í umbrotum 20. aldar og erfitt að gæta sjálfstæðisins svo, að það verði annað en nafnið tómt. Og það er full ástæða til þess að þjóðin líti um öxl á þjóð- hátíðardaginn og spyrji sjálfa sig þeirrar spurningar, hvort hún hafi staðið eins vel og skyldi á verði um sjálfstæði þjóðarinnar, tungu hennar og menningu. Eða hefur þjóðin verið andvaralaus og fyrir handvömm og stundarhagn- að, raunverulegan eða ímyndað- an, glatað einhverju því, sem sjálfstæðishetjur okkar fórnuðu öllu til að ná okkur til handa? Á síðustu 22 árum hefur orðið mikil breyting á högum þjóðar- innar á öllum sviðum. Verklegar framkvæmdir hafa verið stórkost- legar með svo lítilli þjóð og fram- farirnar örari og meiri en nokk- urn gat órað fyrir. En þetta hef- ur líka kostað þjóðina mikið erf- iði og miklar fórnir og enn er velmegun almennings undir því komin, að hann laggi hart að sér við vinnuna, harðar en samrýmzt geti þörf hans og rétti til að njóta lífsins og hafa áhrif á gang þjóðmála að vel íhuguðu ráði. — Og þrátt fyrir mörg mistök og víxlspor hefur atvinnulíf þjóðar- innar tekið stórkostlegum fram- föru.n og framleiðslan aukizt. Hinsvegar skortir enn mikið á, að við gerum okkur eins mikið úr hinni miklu framleiðslu og skyldi. Nú á tímum getur engin þjóð einangrað sig. Hún lifir og hrær- ist í umbrotamiklum heimi og nauðug, viljug verður hún að dansa með. 1 slíkum heimi er ýmsum þjóðlegum verðmætum hætt, sérstaklega þar sem dverg- þjóð á í hlut. Erlend áhrif hafa nú um margra ára skeið flætt yfir þjóð- ina. Sumir þessara strauma flytja þjóðlífinu vissulega lífsnæringu og við þeim eigum við að taka og hagnýta eins og við höfum bezt vit á, til verklegra og menning- arlegra framfara. Aðrir eru mið- ur hollir, spilla tungu okkar og þjóðareinkennum og má þar nefna dátasjónvarpið. Og því skyldum Svo sem áður hefur verið skýrt frá verður Sundmeistaramót Is- lands hér í Neskaupstað laugar- daginn 25. og sunnudaginn 26. júní. Fyrri mótsdaginn verður keppt í eftirtöldum greinum: 100 m skriðsund karla 100 in bringusund karla 200 m bringusund kvenna 200 m flugsund karla 400 m skriðsund kvenna 200 m baksund karla 100 m baksund kvenna 200 m fjórsund karla 4x100 m skriðsund kvenna 4x100 m fjórsund karla. Síðari mótsdaginn verður svo keppt í þessum greinum: 400 m skriðsund karla 100 m flugsund kvenna 200 m bringusund karla 100 m bringusund kvenna við ekki gleyma, að Island hefur tengzt hernaðarbandalagi stór- veldanna sterkum böndum og hefur það víghreiður hér á landi og er nú að færa út kvíarnar. Herseta erlendrar þjóðar getur aldrei samræmzt sjálfstæðishug- myndum Islendinga. Að undanförnu hefur erlent fjármagn reynt að ná fótfestu í íslenzku atvinnulífi og tekizt það. Engin ástæða er til að amast við því, ef engin hætta er á að það ógni efnahagslegu eða stjórnar- farslegu sjálfstæði þjóðarinnar, eða verði of sterkur aðili í efna- hagskerfinu. Eina ráðið til að hindra slíkt, er að íslendingar taki hið erlenda fjármagn að láni og ráði sjálfir yfir því. Það sem íslenzk þjóð einkum þarf að gjalda varhuga við, eru óholl erlend áhrif, sem spillt gætu tungunni og þurrkað út þjóðerniskenndina. Hún þarf að losa sig við herstöðvar og aðrar erlendar bækistöðvar og erlent auohringavald, sem nú teygir hingað ógeðslega loppu sína. 100 m baksund’ karla 100 m skriðsund kvenna 100 m flugsund karla 200 m fjórsund kvenna 4x200 m skriðsund karla 4x100 m fjórsund kvenna. I sambandi við mótið verður haldið sundþing. Sjómannostoffln opnuð Sjómannastofan í Neskaupstað var opnuð í fyrradag og verður hún í sumar rekin imeð sama sniði og í fyrra. Verulegar lag- færingar hafa verið gerðar á hús- næðinu. Forstöðukonur eru hinar sömu og í fyrra, Kristrún Helgadóttir og Ragnheiður Sverrisdóttir. Foreldrum skal bent á auglýs- ingu hér í blaðinu í dag varðandi sálfræðiþjónustu. Hér er á ferðinni tilraun, sem væntanlega á eftir að færa út kvíarnar. Að vísu er ekki hægt að búast við miklum árangri af skyndirannsókn, en þó er það víst að glöggur sálfræðingur getur gefið foreldrum og kennurum mikilsverðar ábendingar. Hverjir hafa aðgang að þessari þjónustu? Fyrst og fremst eru það börn á skólaaldri en einnig koma yngri börn til greina. Nauðsynlegt er að hafa sem fyrst samband við skólastjóra barnaskólans, en hann veitir all- ar nánari upplýsingar. Flugvélinni fagn- að Nýja Flugsýnarvélin kom hing- að til Norðfjarðar í fyrsta sinn á laugardagskvöldið. Var fjöldi manns rnættur á flugvellinum til að fagna vélinni. Hin nýja vél tekur, eins og áð- ur hefur verið sagt, 32 menn í sæti og sýnist hinn bezti farkost- ur. Flogið hefur verið daglega síð- an vélin kom, utan hvað ferð féll niður einn dag vegna óhagstæðra veðurskilyrða syðra. Að undan- förnu hefur verið þokusamt hér um slóðir og hefur það truflað flugið og aldrei tekizt að fara nema eina ferð á dag. — Nóg er að flytja, bæði vörur og farþega. Með komu þessarar nýju flug- vélar er stigið stórt skref fram á við í samgöngumálum Norðfirð- inga. Flugvélin hefur farið tvær á- ætlunarferðir um Akureyri þessa daga, sem liðnir eru síðan hún kom. Er það nýr, þýðingarmikill liður í flugþjónustunni. Hinsvegar verður ekki um það fullyrt fyrr en að fenginn reynslu, hvort grundvöllur er fyrir flug á þess- ari leið, en ástæða er til að ætla að svo verði. Norðfirðingur fer á næstunni til London til eftirlits. Tilboð opnuð Á laugardaginn voru opnuð til- boö í að gera lokhelda 20 íbúða byggingu bæjarsjóðs. Alls bárust þrjú tilboð. Lægst var tilboð Ivars Krist- inssonar, Ólafs H. Jónssonar og Snorra Jónssonar, kr. 6.295.000. 00. Tilboð Sigurðar Guðjónssonar var kr. 8.401.250.00. Tilboð Byggingafélagsins Stoð- ar hf. var kr. 8.730.583.32. Tilboðin eru ekki að öllu leýti sambærileg og verða send Hús- næðismálastofnuninni til sámán- burðar og umsagnar. „

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.