Austurland


Austurland - 17.06.1966, Blaðsíða 2

Austurland - 17.06.1966, Blaðsíða 2
2 A U * T U R L A D Neskaupstað, 17. júní 1966, Sigurður Helgason: Þœttir frá norðurfjörðum á Austurlandi Framhakl. Hvernig ástandið hefur verið á Seyðisfirði sér í lagi á þessum árum, má að nokkru marka á þvi, að af 16 bændum, sem mann- talsbókin getur þar um, eru 2 sagðir allslausir með öllu, en þar að auki 5 því sem næst. í marz 1703, þegar imanntalið var tekið þar í sveit, voru íbúar alls 134, þar af 31 sveitarómagar, eða 19% af íbúunum. En þrátt fyrir harðindin og hallærið hefur afkoma Jóns Ket- Til SÖlu Nýir kvenskór nr. 38, bláir að lit til sölu. Nýjasta tízka. Uppl. í síma 234. Úr bœnum Vöruhappdrætti SlBS Upp komu eftirtalin númer í umboðinu hér, þegar dregið var 6. flokki Vöruhappdrættis SlBS. 1.000.00 kr. vinningar: 3580 6504 13308 16418 26400 52077 i 52107 52116 52855 63141 (Birt án ábyrgðar). Frá Flugsýn Flugferðir Reykjavík— Neskaupstaður: Daglegar ferðir. Reykjavík — Akureyri Neskaupstaður: Miðvikudögum og föstudögum. Aukaferðir eftir þörfum. Flugsýn hf. Símar 114 og 263. ' l'. i AmXnvlmú Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. 1 NESPRENT j ilssonar samt verið örugg, eins og áður er sýnt. Hann hefur því sýnilega sigrazt á þrengingunum, sem harðindin höfðu í för með sér, þó að þær yrðu mörgum öðrum svo þungar í skauti, að þeir fengu ekki rönd við reist og misstu eigur sínar eða lífið. Sennilega hefur hann verið mjög dugandi maður að mæta þannig erfiðleikum harðrar lífsbaráttu. Að minnsta kosti verður ekki séð, að ytri aðstaða hans til að bjargast flestum betur hafi verið auðveldari en margra annarra. Að vísu bjó hann á góðri jörð, en í miðhluta Múlasýslu voru þó margar jarðir meiri og álitlegri. Um aðstöðu hans að öðru leyti, svo sem hugsanlegan styrk frá öðrum, sökum ættar eða tengda, arf eða því um líkt, er mér ó- kunnugt, en ekki væri það úti- lokað. Sömuleiðis er allt á huldu um hans innra mann, skapgerð, vitsmuni og viljaþrek, en hins vegar liggur í augum uppi, að góðir hæfileikar af því tagi eru mönnum ekki síðri styrkur í örð- ugri lífsbaráttu en líkamsþrekið, nema fremur væri. Brimnes í Seyðisfirði var 12- hundraða jörð að dýrleika að fornu mati. Það var ein af til- leggs eða stiftisjörðunum, sem séra Eiríkur Sölvason hafði í um- boði fyrir hönd Skálholtsbiskups á þessum árum (smb. kaflann um Snjólf Sæmundsson). Jörðin var byggð með tveimur kúgildum, landskuldin, 1-liundr. á landsvísu árlega, lagt til styrktar þjónandi presti Eiðasóknar. Á þessari leigujörð bjó Jón Ketilsson allan sinn langa búskapartíma á Seyð- isfirði, en það var fremur fátítt á þessari öld, að menn sætu svo lengi að búi á leigujörðum. Síðan 1716, að hjáleigan Slétta- nes fór í eyði vegna skriðuhlaupa, hefur Brimnes verið yzti bær á norðurströnd Seyðisfjarðar. Lend- ing er þar allgóð og uppsátur sæmilegt og sökum legu sinnar við fjörðinn var skammt að róa þaðan til fiskjar og aflasælt. Brimnes var því vel til þess fall- ið að stunda þar fiskiveiðar og mun það bæði fyrr og síðar, meðan sjór var sóttur á árabát- um, hafa þótt aðalkosturinn á þessari jörð. Líklega hefur Jón Ketilsson verið ötull við sjósóknina. Vorið 1700 greiddi hann manntalsbókar- gjöld sín með 10 fjórðungum af fiski, árið eftir með einum ríkis- dal og þriðja árið með harðfiski. Þetta ár, sem vogrekaskýrslan frá Seyðisfirði nær til, hefur hann líka sýnilega verið fundvís á rekatré, bæði úti á „straumunum“ og innfjarðar. Þegar manntalið 1703 var tek- ið á Seyðisfirði, var heimilisfólk- ið á Brimnesi 16 að tölu fyrir ut- an niðursetninga. Það var fjöl- mennasta bóndaheimili á Austur- landi, en fáein embættismanna- heimili voru þar fjölmennari. Tveir af sonum Jóns gengu líka menntaveginn og urðu prestar, en þess eru eflaust ekki mörg dæmi frá þessum tíma, að tveir bræður og bóndasynir færu til skólanáms hvor eftir annan heiman úr for- eldrahúsum. Kona Jóns Ketilssonar var Þóra (f. 1662) Skúladóttir (f. 1632) Einarssonar umboðs- manns á Hrauni í Fljótum — Skúlasonar bónda á Eiríksstöðum í Svartárdal. — Kona Skúla b. á Eiríksstöðum var Steinunn laun- dóttir Guðbrands biskups Þor- lákssonar. Sonur þeirra Steinunn- ar og Skúla, annar en Einar um- boðsmaður á Hrauni, var Þorlák- ur biskup Skúlason, er varð biskup á Hólum næst á eftir afa sínum, Guðbrandi Þorlákssyni. Jón Ketilsson var 77 eðá 78 ára gamall, þegar hann andaðist. Frá ævilokum hans segir í Desja- mýrarannál við árið 1732 á þessa leið: „— — Á þessum vetri skeði það í Seyðisfirði, að snjóflóð hljóp á Brimnes föstudaginn 1. í þorra (25. jan.) um nóttina, þá fólk var í svefni, tók baðstofuna og mikinn part bæjarins. 9 menn dóu í flóðinu, meðal hvörra var ábúandi téðrar jarðar, Jón Ketils- son. — Aðrir 9 komust af með lífi. Nautin dóu öll nema ein kvíga, því fjósið var innan bæjar. Allt, hvað á bænum var fordjarf- aðist, og sumt fór í sjóinn, svo lengi þar á eftir var að reka aska og annað þess háttar. — — Af þessu tilfelli var veturinn kallað- ur Brimnesvetur". Líklega hefur Þóra Skúladótt- ir, kona Jóns, verið dáin áður en þetta gerðist. Að öðrum kosti er trúlegt, að hennar hefði verið getið, annað hvort að hún hefði einnig farizt ásamt manni sínum, eða komizt lífs af. Börn þeirra Jóns Ketilssonar og Þóru, sem nafngreind eru í mannt. 1703, voru þessi: Þorsteinn, 8 ára, Einar 6 ára, fæðingarár samt 1696, Ketill, 4 ára, Jón, 20 vikna, fæddur sumar- i ið 1702, Þuríður, 7 ára og Sigríð- ur, 4 ára. Um æviferil flestra þessara sytkina vita menn nokkurn veg- inn greinilega eftir því sem um er að gera. Aðeins um Þorstein, elzta bróðurin, er víst ekki annað kunnugt en það, sem sjá má í manntalinu, nafn hans og aldur. Hann hefur því að líkindum dáið ungur. Einar og Ketill voru þeir tveir þessara bræðra, sem gengu menntaveginn. Einar lauk námi í Skálholts- skóla 20 ára gamall (1717), vígð- ist að Eiðum tveimur árum síðar og var þar prestur í 11 ár, bjó fyrst í Gilsárteigi — var þar far- dagaárið 1720—21 — og síðar í Mýnesi. 1730 fékk hann Ás í Fell- um, 1748 Berufjörð, 1761 Kald- aðarnes í Árnessýslu, þar sem hann var prestur til dauðadags, andaðist 29. ágúst 1771, 75 ára að aldri, þar af 52 ár í embætti. Framliald. Mót fermingar- barna að Eiðum Fermingarbarnamót fyrir Aust- urland var haldið að Eiðum að frumkvæði Prestafélags Austur- lands dagana 11. og 12. júní sl. Mótið hófst síðdegis á laugar- dag með helgistund í Eiðakirkju, er síra Trausti Pétursson, prófast- ur á Djúpavogi annaðist, en hann var stjórnandi mótsins. Síðan var farið í íþróttir og leiki undir stjórn skólastjóra Alþýðuskólans að Eiðurn, Þorkels Steinars Ell- ertssonar. Um kvöldið var kvöldvaka í skólahúsinu þar sem ýmis skemmtiatriði fóru fram, er ung- lingarnir sjálfir önnuðust að miklu leyti. M. a. sagði síra Árni Sigurðs- son í Neskaupstað frá æskulýðs- starfi Þjóðkirkjunnar og sýndi skuggamyndir máli sínu til skýr- ingar. Kvöldvökunni lauk með kvöld- bæn í kirkjunni. Á sunnudag fór fram fánahyll- ing, morgunbæn og skógarferð og sund, þar sem nokkrir þátttak- endur syntu 200 metrana. Kl. 2 var guðsþjónusta í Eiðakirkju. Síra Bragi Benediktsson á Eski- firði prédikaði, en ungmenni að- stoðuðu við messuna. Að lokinni messu fóru mótsslit fram í kirkjunni. Um 90 ungmenni, þar af um 30 frá Norðfirði og 8 prestar, sóttu mótið. Þótti mótið takast vel, enda var veður báða mótsdagana eins gott og frekast var á kosið. ^AAAAAAAAA/WNAAAAA/VWWWVA/V'^A/WS/VWWVWWWVAA/WVWWWWVWWVWVSAAAA^AA/*- Innilegt þakklæti flytjum við öllum þeim, sem aðstoð veittu við að endurreisa heimilið á Hauksstöðum á Jökuldal með fjárframlögum og annarri aðstoð. Heimiliðfólkið á Haukðstöðum, séra Bragi Benediktsson.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.