Austurland


Austurland - 17.06.1966, Blaðsíða 4

Austurland - 17.06.1966, Blaðsíða 4
4 A.USTURL A n Neskaupstað, 17. júní 1966. Ojlug mótmsMfl gegn mjólMdtt- inum rii í sveitum lnndsins Fyrir nokkrum vikum efndi Framleiðsluráð landbúnaðarins til stórkostlegrar útsölu á smjöri í þeim tilgangi að lækka smjör- fjallið nafntogaða. Er smjörkílóið, sem áður kostaði eitthvað á ann- að hundrað krónur, nú selt á 65 krónur. Það þóttu ekki svo lítil tíðindi þegar smjörverðið lækkaði svona skyndilega og svona mikið, því landsmenn hafa ekki átt því að venjast að lækkað væri verð á nauðsynjavörum þeirra. Neytendur fögnuðu að sjálf- sögðu þessum tíðindum og herma fregnir, að þeir hafi ráðizt að smjörfjallinu og hafi það lækkað svo um munar. En nokkur uggur er þó í þeim, sem yfir smjörfjall- inu ráða um að það muni senn taka að vaxa aftur og verða með haustinu stórvaxnara en nokkru sinni fyrr. Nú fer sem sé í hönd sá árstími, sem smjörframleiðsl- an nær hámarki. En bændur höfðu ekki eins mikla ástæðu til að fagna atlög- unni gegn smjörfjallinu og neyt- endur. Þeim var nefnilega ætlað að greiða herkostnaðinn. Lagður var skattur á hvern innveginn mjólkurlítra til mjólkurbúanna og nemur hann kr. 1.06 á hvern lítra og mun talið, að miðað við eitt ár sé hér um að ræða 120 millj. kr. skatt. 1 þessu er auðvitað fólgin gíf- urleg kjaraskerðing fyrir bændur og ekki von að þeir taki slíkum löðrungi án þess að mögla. Og það hafa þeir heldur ekki gert. Segja má, að bændastétt lands- ins sé í uppreisnarhug. Mjög fjöl- sóttir bændafundir hafa víða ver- ið haldnir til að mótmæla skattin- um, og aðalfundir kaupfélaga hafa víða verið notaðir til að hreyfa slíkum mótmælum. Talað hefur verið um virkar aðgerðir svo sem sölustöðvun á mjólk til að knýja fram afturköllun á skattinum. í mörgum héruðum hafa verið kosnar nefndir og er hver um sig skipuð 5 mönnum. Er þeim ætlað að leiða barátt- una og að koma saman til lands- fundar. Jafnvel er um það talað í fullri alvöru, að stofna til nýrra landssamtaka bænda, þar sem Stéttasambandið sé nú orðið of háð ríkisvaldinu, en samband þetta var á sínum tíma stofnað af því, að Búnaðarfélagið þótti orðið bera of mikinn keim af stjórnardeild. En nú hefur stétta- sambandið fallið í sömu gryfjuna. Þessi skattlagning var heimiluð með breytingu, sem á síðasta Al- þingi var gerð á framleiðsluráðs- lögunum og stóðu þingmenn úr Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum að þessari breyt- ingu. Mótmælaalda bændanna beinist í senn gegn landbúnaðar- stefnu viðreisnarstjórnarinnar og gegn duglausum forustumönnum Framsóknar í búnaðarmálum. Ástæðan fyrir því hvernig kom- ið er, er auðvitað röng landbún- aðarstefna ríkisstjórnarinnar, studd af Framsóknarmönnum beint og óbeint. Bændur hafa ó- spart verið hvattir til að auka framleiðsluna og íslenzkir bændur láta ekki eggja sig lengi til stór- ræðanna. Þeir stórauka ræktun landsins og auka bústofninn og framleiðslan vex hröðum skref- um. En sá galli er á, að neytend- ur fyrirfinnast ekki í landinu að allri þessari aniklu og góðu fram- leiðslu og útflutningur á land- búnaðarafurðum kemur vart til greina sem lausn á offramleiðslu- vandamálinu vegna hinnar miklu dýrtíðar og hins háa framleiðslu- kostnaðar. Og það er eins og forustumenn búnaðarmálanna geti ekki lært af reynslunni. Enn eru bændur hvattir til að auka framleiðsluna þó slíkt verði til að auka enn á vandræðin. Eins og ástatt er hlýtur fram- leiðsla landbúnaðarvara hér á landi nær eingöngu að byggjast á neyzlunni innanlands. Það á því að rniða magn framleiðslunnar við það fyrst og fremst að fullnægja innanlandsþörfinni. Útflutningur á nokkrum greinum framleiðslunn- ar hlýtur þó alltaf að eiga sér stað og er það vel og vonandi tekst smátt og smátt að skipa málum svo, að útflutningur land- búnaðarafurða verði veigamikill þáttur í þjóðarbúskapnum. En það verður ekki að óbreyttri stjórnarstefnu. Líklegt er að hin mikla mót- mælaalda, sem víða um land hef- ur risið gegn mjólkurskattinum, verði til þess að skatturinn verði felldur niður og smjörútsölunni hætt. Er ekki gott að segja til hverra ráða valdamenn grípa þá í glímunni við smjörfjallið, því hætt er við að Jurta-smjörlík- ið sæki þá aftur á. Einn þeirra manna, sem tók ákvörðun um að leggja mjólkur- skattinn á bændur án þess að láta svo lítið sem tala við þá áður, mun vera Vilhjálmur á Brekku, sem ætlað er að taka sæti Hall- dórs Ásgrímssonar á Alþingi eft- ir kosningarnar að vori. Er ólík- legt að vegur Vilhjálms vaxi mik- ið í augum austfirzkra bænda við þetta. Hér á Austurlandi er smjör- framleiðsla lítil og hlutur aust- firzkra bænda í smjörfjallinu því ekki stór. Mestur hluti sölumjólk- urinnar er seldur sem neyzlu- mjólk í þorpunum. Samt sem áð- ur eru austfirzkir mjólkurfram- leiðendur látnir greiða skattinn til þess að' unnt sé að selja smjör- fjall sunnlenzkra bænda á útsölu. Norðfirzkir bændur, sem ekkert smjör selja, eru neyddir til að greiða smjörskattinn, svo dæmi sé nefnt. Vilhjálmur á Brekku hefur með hlutdeild sinni í þessu máli brugð- izt trausti austfirzkra bænda. Hann hefur reynzt of móttæki- legur fyrir ,,rök“ stjórnarsinna og annarra ráðamanna um mál- efni íslenzks landbúnaðar. Auðvitað getur til þess komið, að nauðsynlegt reynist að gera ráðstafanir í svipaða átt og nú hafa verið gerðar. En kostnað við þær ráðstafanir á ekki að leggja á eina stétt. Þær hlýtur þjóðar- heildin að bera. Smjörfjallið er sjálfskaparvíti, hróplegt dæmi um ranga stefnu í landbúnaðarmálum. Og okkur tekst aldrei að sigrast á fjallinu, nema breytt verði um stefnu í landbúnaðarmálum og skynsam- legu viti beitt við stjórn þeirra mála. Og það er fyrst og fremst eftirspurnin innanlands sem á að ráða því hve rík áherzla er lögð á framleiðslu hinna ýmsu búvara. Úr bœnum Kirkjan. Föstudagur 17. júní. Messa kl. 11 árdegis. , Afmæli. Guðný Einarsdóttir, verkakona, Nesgötu 3, varð 60 ára 11. júní. Hún fæddist á Berunesi í Beru- neshreppi, en hefur átt hér heima síðan 1936. He'lga Vilhjálmsdóttir, húsmóð- ir, Þiljuvöllum 38, varð 50 ára 11. júní. Hún fæddist á Grund í Mjóafirði, en hefur verið búsett hér síðan 1959. Trúlofun 8. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ungfrú Anna Guðmundsdótt- ir, Sólheimum 40, Reykjavík, og Friðrik Guðmundsson, loftskeyta- maður, Hafnarbraut 36, Nes- kaupstað. Byggingaleyfi Á fundi bæjarstjórnar 10. júní voru m. a. staðfest eftirtalin byggingaleyfi: Þorgeiri Þórarinssyni var heim- ilað að byggja einlyft íbúðarhús úr steinsteypu á lóð nr. 1 eða 3 við Víðimýri. Flatarmál hússins verður 136 fermetrar. Friðriki Guðleifssyni var leyft ao byggja einlyft íbúðarhús, 113 fermetra að flatarmáli, á lóðinni nr. 26 við Urðarteig. Jóni Karlssyni, kaupmanni, var heimilað að byggja tvö sumarhús hvort um sig um 50 fermetra að flatarmáli, ofan við Shellportið. Húsin verða flutt frá Svíþjóð til- búin til samsetningar og eru ætl- uð fyrir skipstjóra báta, sem skipta við fyrirtæki Jóns. Rauðubjörgum hf. var leyft að gera undirstöður undir síldar- verksmiðju og tilheyrandi mann- virki í Naustahvammi. DAGSKRÁ: Kl. 11.00: Víðavangshlaup. Kl. 13.30: Skrúðganga frá Bæjartorginu. Lúðrasveit kaupstaðar leikur fyrir göngunni. Nes- Samkoma við sundlaugina að lokinni skrúðgöngu: a. Samkoman sett: Sævar Steingrímsson. b. Ávarp: Magnús Guðmundsson. c. Ýmsir leikir, m. a. boðsund, koddaslagur o. fl. Lúðrasveitin leikur á imilli atriða. Kl. 17.00: Handknattleikskep pnir á íþróttavellinum. Kl. 21.00: DANSLEIKUR. Dansað verður úti undir berum himni á götunni framan við félagsheimilið, ef veður leyfir. — Hljómsveitin 5 frá Neskaupstað leikur fyrir dansinum. í Iþróttafélagið Þróttur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.