Austurland


Austurland - 05.01.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 05.01.1968, Blaðsíða 1
TURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 5. janúar 1968. 1. tölublað. By ggí n galdnosj6ður Heshaupstaðar hefur veítt W íbúMn, oð upphœð I.JB.000.00 Á fundi bæjarstjórnar Neskaup- staðar 29. nóv. 1963 var lögð fram tillaga um stofnun Bygg- ingalánasjóðs Neskaupstaðar ásamt frumvarpi að regiugerð fyrir sjóðinn. Og á bæjarstjórnar- fundi 17. janúar 1964 var reglu- gerðin samþykkt. Á fjárhagsáætlun fyrir ári,ð 1964 voru veittar kr. 300.000.00 til sjóðsins og sama upphæð árið 1965. En á árunum 1966 og 1967 voru veittar til sjóðsins kr. 500.000.00 hvort árið. Alls hafa því verið veittar úr bæjarsjóði 1.6 millj. kr. til Byggingalána- sjóðsins. Hugmyndin, sem liggur að baki þessari sjóðsstofnun, er að sjálfsögðu sú, að greiða fyrir íbúðabyggingum í bænum og að örfa menn til að ráðast í bygg- ingar. Lán úr sjóðnum má aðeins veita til nýbyggingar íbúðarhúsa og meiriháttar viðbygginga. Há- markslán er 100 þús. kr., en til þessa hefur ekki verið fært að lána nema 50 þús. kr. til nýbygg- inga og 25 þús. kr. til viðbygg- inga. Lánin eru afborgunarlaus fyrstu tvö árin, en endurgreiðast síðan með jöfnum afborgunum á 8—13 árum, eftir því, sem lán- takandi óskar. 1 raun og veru eru lánin afborgunarlaus í þrjú ár, því það er ekki fyrr en lán er þriggja ára, sem borgað er af því. Ársvextir eru 8% og lánin eru ekki háð vísitölutryggingu. Á fjögurra ára starfstímabili sjóðsins hefur hann veitt 32 lán til nýbygginga hvert á 50 þús. kr. og 5 lán til viðbygginga 25 þús. kr. hvert. Alls hefur sjóður- inn þá lánað kr. 1.725.000,00. Sjóðurinn er farinn að hafa nokkrar tekjur. Vextir af lánum hafa verið greiddir árlega og á árinu 1967 voru fyrstu lánin af- borguð. Á þessu ári verða eigin tekjur sjóðsins hátt á annað hundrað þúsund krónur. Allir, sem sótt hafa um lán úr sjóðnum, og uppfyllt hafa sett skilyrði, hafa fengið lán. Þótt ¦¦¦¦'">¦;¦:¦: >•"?:-: :¦¦•"-" >"'¦:-" *'¦•¦¦ Við Lagarfljót hjá Hallormsstað. Séð inn Fljótsdalinn. — — Ljósm. H. G. lánaðar hafi verið 125 þús. fcr. meira úr sjóðnum, en bæjar- stjórn hefur veitt, á hann nokk- urri upphæð óráðstafað af eigin tekjum. Þótt einstök lán nemi ekki hárri upphæð', hafa þau þó verið hús- byggjendum nokkur hjálp í þeirri erfiðu baráttu, að koma upp húsi. Og sjái bæjarstjórn sér fært að halda áfram að leggja sjóðnum hálfa milljón á ári, á hann eftir að verða mjög þýðingarmikil stofnun. Innan fárra ára gæti sjóðurinn þá lagt fram af eigin fé jafnmikla upphæð og þá og jafnvel fyrr, er tímabært að hækka lánin í 100 þús. kr. — Mér sýnist líka, að ætla megi að á næsta ári þ. e. 1969, verði mögu- legt að hækka lánin í 75 þús. kr. Þegar sjóðurinn er orðinn 5 millj., nema árlegar vaxtatekjur hans 400 þús. kr. og afborganir 300—400 þús. kr. — Verði bygg- ingar ekki því meiri og lánin ekki hækkuð úr 100 þús. kr., ætti bæj- arsjóður þá að geta hætt fjár- veitingum til hans og úr þvi mætti jafnvel búast við að sjóð- urinn gæti farið að endurgreiða bæjarsjóðnum hans framlag. Enginn vafi getur leikið á því, að bæjarstjórn hefur stigið mikið heillaspor þegar hún stofnaði Byggingalánasjóðinn og á það eftir að sannast því betur sem lengra líður. Framh. á 3. síðu. Lítilrnótlegur ára- mótaboðskapur Áramótaræða forsætisráðherr- ans var heldur ómerkilegur sam- setningur. Ekki sá ráðherrann ástæðu til þess að fjölyrða um vandamál þjóðarinnar og á sjálf- stæðismál hennar og afstöðu rík- isstjórnarinnar t:l heimsmálanna held ég að hann hafi ekki minnzt. Ekki sá hann heldur ástæðu til þess að gera þjóð sinni grein fyr- ir stefnu stjórnarinnar á komandi tímum. En það var annar aðili, sem átti hjarta ráðherrans: Svetlana Jósefsdóttir. Eyddi ráðherrann drjúgum hluta tíma síns í upp- lestur úr bréfum hennar og lagði út af þeim í klassískum Morgun- blaðsstíl. Þessu til við'bótar skammaði ráðherrann stjórnmála- andstæðinga sína, ýmist opinskátt eða undir rós. Forsetahosningar í vor Það hefur lengi Jegið í loftinu, að Ásgeir Ásgeirsson mundi ekki gefa kost á sér sem fprseti lýð- veldis'ns lengur en út þetta kjör- tímabil, en það er á, finda á[:raiðju þessu ári. Bæði er, .&5 fprsetinn er tekinn fast að eldast. og svo hefur orðið mjög mikil br.eyting á högum hans, er forsetafrúin andaðist á fyrsta ári kjörtíma- bilsins. En þessi orðrómur hefur ekki ver':ð staðfestur fyrr en forsetinn gerði það sjálfur í ávarpi sínu til þjóðarinnar á nýársdag. Þá Framh. á 3. síðu. kmdur rjddarahrossi Meðal þeirra, sem forseti Is- lands sæmdi Fálkaorðunni á ný- ársdag, var Gísli Bergsveinsson, útgerðarmaður í Neskaúpstað. Hlaut hann riddarakross fyrir störf að útgerðarmálum. Er'Gísli, sem rekið hefur útgerð af rriiklum áhuga frá unga aldri, vissúlega vel að þessum sóma komínnV Nýtt verð á brœðslusíld Á gamlárskvöld var tilkynnt nýtt verð á síld veiddri til bræðslu í janúar og febrúar. Munu flestir hafa gert ráð fyrir verulegri verðhækkun, því .eitt af því, sem gengislækkuninni var talið til gildis var að fiskverð mundi hækka til muna, og það svo, að útgerðin ætti að komast af styrkjalaust. En verðhækkunin varð aðeins smávægileg. Verð á síld veiddri norðanlands og austan, eins ög komizt er að orði, hækkar úr kr. 1,21 pr. kg. í kr. 1,25 eða um 4 aura. Það er nú allur smellurinn. Hætt er við, að sú hækkun hrökkvi skammt til að vega upp á móti hækkuðum útgerðar- kostnaði og framfærslukostnaði sjómanna. I launamálum sjómanna er það yfirlýst st°fna ríkisstjórnarinnar, að hlutur sjómajina úr hverri einingu aflans hækki ekki. Reyn- Framh. á 3. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.