Austurland


Austurland - 05.01.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 05.01.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 5. janúar 1968. Æviniýri í Ausiurlöndum Framha'.d ór síðasta blaði. Beirut er hættuleg borg og fátt segir af einum. Þar eru skugga- legar götur með kirfilega lokuð- um búðargluggum — mörg dimm húsasund og þröngar hliðargötur. Á endanum komumst við til „Martyr“-torgsins, en þar er mið- punktur borgarinnar — miðbær- inn. E;gi sáust mjög margir á ferli miðað við þá umferð sem er þeg- ar ,,markaðurinn“ er opinn. Við tókum því næst le:gubíl til baka — auðvitað þurftí að „prútta“ um hversu m'kið skyldi greiða fyrir aksturinn. — Við strandgötuna — þar sem sér út til hafsins — er heilt hverfi af hótelum, dýrum hótelum, fínum hótelum. Bráðlega var dvölinni í Beirut lokið og við tók næsti áfangi: Ferðin til Egyptalands, lands Faraóanna fornu, lands pýramíd- anna og lands leyndardómanna. Egyptaland Mig minn;r, að klukkan hafi verið um 9 f. h. er lagt var af stað frá Continental og út á flug- völl. — Það skal tekið fram, að komið var við í fríhöfninni á leiðinni. Flugferðin með þotunni frá M.E.A. tók ekki langan tíma. Egyptatand er land skriffinnsk- unnar, og þótt flugferðin tæki ekki langan tíma, tók það hins vegar langan tíma að útfylla öll þau eyðublöð er útfylla þurfti. Flugstöðin í Kaíró er all stór bygging en hamingjan sanna, hvílíkur hiti, þarna var enn heit- ara en í Beirut. Ekki var allri skr;ffinnsku lokið ennþá, því á flugstöðinni varð hópurinn að bíða í óratíma, en þar mátti hins vegar sjá ýmislegt fólk, þar voru Indverjar í þjóðbúningi og vafa- laust ýms;r aðrir fulltrúar ým- issa Asíu og Afríkuþjóðflokka, — þ. e. a. s. frá löndum Araba. Þarna voru einnig egypzkar yng- ismeyjar með Kleópötru-augu — frá náttúrunnar hendi, en ekki tilbúin e;ns og sjá má víða á Vesturlöndum. Að lokum var bið- in á enda og við fengum að fara í gegnum tollinn án strangrar skoðunar og var það vel gert af vandalausum, því tollskoðun var sögð ströng í landi Nassers. Utan við flugstöðina var gos- brunnur. Arabar virðast hafa mikið yndi af því að leika sér með vatnið — mörg dæmi höfðum við um það frá Líbanon og Sýr- landi. Ekið var með hópinn í ágætis 1. flokks hótel sem stóð á eyju út í Níl. Manual Palace Hotel, eða eitthvað því um líkt heiti var á þessum dvalarstað okkar í höf- tiðborg Egyptalands. Þetta ágæta þótel, sem við dvöldum á, var forðum aðalaðsetur hins valda- mikla Muhamed Ali, er var mik- ill vinur Faraó (Farúks) hins feita og sællífa konungs, er rek- inn var frá völdum í byltingunni sem Nagib herðhöfðingi stóð fyr- ir í upphafi. Nagib varð hins vegar að víkja úr sessi fyrir Nass- er nokkru eftir byltinguna, eða u.m 1954, ef ég man rétt. Þessi einkabústaður Múhameðs Ali, en til hans var ekkert sparað í gulli og gimsteinum og ýmiss konar skrauti, enda kostaði hann marg- ar tugmilljónir (í ísl. kr.), á meðan þjóðin svalt heilu og hálfu hungri. Þessi bústaður með öllum þeim dýru munum er þessi höfð- ingi safnaði að sér, er nú safn. Múhameð Ai andaðist í Sviss um 1952, eftir því, sem þarlendir menn sögðu — en hann varð landfiótta um 1948, ef ég man þessi ártöl rétt, sem leiðsögu- mennirnir voru að þylja yfir okk- ur. Margt mætti skrifa um Eg- yptaland, af nægu er að taka. Ekki þurfti að kvarta yfir að- búðinni þarna á hótelinu, í blóma- og trjágarði Múhameðs Ali. Síðar um daginn var farið með hópinn í kynnisferð um Kairo- borg — en það verð ég að segja, að hvergi hef ég séð eins mikla fátækt og sóðaskap og á þessari höfuðborg Egyptalands — mikið bar jafnframt á áróðri — áróðri um heilagt stríð við Israel. Þarna sáust auðvitað minjar frá heimsveldistíma Rómverja — þarna voru t. d. leifar af róm- verskri vatnsveitu. Níl rennur í gegnum Kairo og er mikið uppá- hald Egypta, jafnvel hótelher- bergi er snúa út að Níl eru dýr- ari en þau sem vita frá dásemd- inni. „Look at Nil“ var viðkvæð- ið hjá þeim. „Yes, wonderful", sögðum við í kurteisisskyni. Lit- urinn á árvatninu er eins og lit- ur á skólpi — en rétt er það, að vatn;ð frá Níl gerir mikið gagn jurtagróðrinum, því skammt frá ánni tekur við gulur eyðimerkur- sandurinn. En alls staðar voru hermenn og herflutningavagnar, er sýna skyldi herveldi og styrk Egypta. Nasser hefur gert mikið fyrir sína þjóð, bætt efnahag og kjör almennings frá því sem var á veldistíma Farúks, sem hugsaði mest um sjálfan sig og sinn maga — og nautnir. — Þó getur hver og einn ekki varizt þeirri hugsun, hvort því mikla fé sem Nasser ver til herkostnaðar síns væri ekki betur varið til þess að bæta enn kjör fólksins í landinu, en þegar hefur verið gert. Margs er að minnast frá dvöl- inni í Egyptalandi, engu síður en frá Beirut. I Luxor Ferð langja fórurn við meðan dvalið var í Egyptalandi, þ. e. til Luxor, sem er um 315 mílur (ens.kar) suður frá Kairo. Þang- að varð að fara fljúgandi um tveggja til tveggja og hálfrar stundar flug frá Kairo flugvelli. Lagt var af stað fyrir birtingu •— fyrir sólarupprás. — I Luxor er hin forna höfuðborg Egypta- lands, Þeba. Að koma þangað er eins og að komast margar aldir aftur í tímann, þar eru engir bíl- ar á götunum og fólkið ferðast gangandi til markaðsins, berandi allt á höfð;nu eða á asnanum sín- um, sumir eiga hestakerru. Þar er ekkert sem heitir tímaleysi, því þar stendur tíminn hér um bil kyrr. Að vísu er þar til bif- re;ð (langferðabíll) sem notuð er til þess að flytja ferðamenn á mil'i flugvallarins og hótels;ns —- því Luxor er fjölsóttur ferða- mannastaður. — i þetta sinn voru að vísu fáir sem engir ferðamenn, sakir h'ns skuggalega útlits fyrir botni Miðjarðarhafsins. Við fengum til umráða tvö her- bergi á líklega eina ferðamanna- liótelinu í bænum. Ráðgert var að fara yf;r Níl og líta á kon- ungsgrafirnar og drottningar- musterið, þ. e. a. s. gröf Hapsep- sut drottningar fyrir hádegið og fara til markaðsins og því næst til Karnakmusterisins eftir há- degið. Hitinn var um 38 gráður á C til um 40 gráður, og því vel volgt á þessum slóðum á 26. eða 27. breiddarbaug norðan við miðbaug. Loftslagið er sem betur fer þurrt á þessum slóðum, annars væri þarna ólifandi. Beint á móti hó- telinu voru rústir af fornu hofi, ekki lltum við á þær að þessu sinni. Við gengum niður að Níl, þar sem farkosturinn átti að taka okkur. Auðvitað voru þarna götusalar ekki síður ágengir en frændur þeirra í Líbanon og Sýrlandi, auk þeirra bættust nú við ljósmyndar- ar. Farkosturinn, sem flutti okk- ur var vélknúinn fljótabátur. Ramses III. minnir mig að hann hafi heitið. Engir farþegar voru með bátnum nema hinn íslenzki ferðamannahópur — eða hluti hans, 21 af 23 ef ég man rétt. Ferðin yfir fljótið tók ekki langan tíma, þótt báturinn færi í boga yfir að hinum bakkanum, en þar beið okkar úr sér genginn strætisvagn. Leiðsögumaður okkar var Peter guid. Luxor-þekkt persóna þar um slóðir og tilheyrði koptisku kirkjunni eins og flestir þarna um slóðir, annars e;ru Egyptar Mú- hameðstrúar. Peter þessi var hinn fróðasti karl og hafði unnið með enskum fornleifafræðingi, þeim hinum sama er fann gröf Tulan- kamons. Ekið var því næst í Dauðadalinn eða Konungsdalinn, þar sem grafir konunganna eru. Þar við hliðið var vopnaður her- vörður. Fyrst var litið á gröf Tutan- kamons, sem er víst eina gröfin af gröfum Faraóanna sem fund- izt hefur óhreyfð — allar hinar grafirnar hafa verið rændar. All- ir munir úr þessari gröf hafa verið fluttir á þjóðminjasafnið í Kairo. Myndir, málaðar í litum, sýna ýmsa atburði úr ævi konungsins. Þá eru þarna táknmyndir. Alls staðar, eins og á öðrum myndum í egypzkri list frá þessum tímum, er mynd konungsins stærri en annarra. Einkennin eru alls stað- ar hin sömu. Augu séð framan, andlit á hlið (í prófíl), herðar framan. Mitti og læri (fætur) frá hlið. Ein kistan af þremur, sú stærsta, er höfð á gröfinni enn, hinar eru á safninu í Kairo, sagði herra Peter okkur. Eftir að hafa litið á gröf Tut- ankamons var litið á tvær aðrar grafir stærri og var önnur gröf Ramsesar, sú þriðja var lang stærst. Allar voru grafir þessar meitlaðar (unnar) af manna höndum og vel myndskreyttar, og með áletrunum rituðum með híeroglyfri (myndletri forn-Eg- ypta). Enginn veit hvernig og með hvaða verkfærum grafir þessar hafa verið gerðar. Eins og ég gat um að framan var þriðja gröfin stærst, en þar var heil íbúð neð- anjarðar og auk þess annað stórt herbergi með sér gangi! 1 stærsta herberginu var auð- vitan konungskistan, en hins veg- ar er mér ekki ljóst til hvers hliðarherbergin, sem eru minni, hafa verið notuð, líklega þó sem munageymsla eða jafnvel, að þar hafi verið altari eða stallur fyrir ýmsar guðaverur. Meðfram veggjunum er að minnsta kosti nokkuð breið hilla. Öll hvelfingin og inngangurinn niður í gröfina, en hann er mjög langur, eru þakin myndum, sem eru mjög vel varðveittar. Landið er á þessum slóðum eyðilegt, gróðurlaust alveg og fjöllin eða hæðirnar úr ljósleitum sandsteini —- og sennilega skammt í eyðimörkina — með öðrum orðum — staðurinn er sannnefndur dauðadalur, enda var þorstinn farinn að gera vart við s;g, þó að ég segi ekki beinlínis, að tungan hafi verið skrælnuð, þá voru kverkarnar þurrar. Til allrar hamingju fengust gos- drykkir (eljus) á þessum stað. Frá konungagröfunum var hald- ið á brott og ekið að drottning- armusterinu (eða drottningar- gröfinni), sem sagt er að Hatsh- epsut drottning hafi látið gera. Þetta er hið veglegasta must- eri og þó ekki að fullu útgrafið eftir því sem Peter sagði okkur frá. Framhald.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.