Austurland


Austurland - 05.01.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 05.01.1968, Blaðsíða 3
N'eskaupstað, 5. janúar 1968. AUSTURLAND ífiditt tímnrit Nýtt hefti af tímaritinu Rétti er komið út fyrir nokkru, og flytur margar athyglisverðar greinar. Má þar einkum nefna greinina ,,Á krossgötum að lokn- um kosningum", en það eru ein- mitt ummæli í þessari grein, sem mest böggluðust fyrir brjósti Hannibals Valdimarssonar á mið- stjórnarfundi Alþýðubandalags- ins og sem hann barmaði sér einna sárast út af, þegar hann þuldi kveinstafi sína. Grein þessi er mjög glögg lýsing á stöðunni á tafiborði stjórnmálanna í dag og er nauðsynlegt að allir þeir, sem vilja kunna skil á þeim mál- um, kynni sér þessa grein og hug- leiði efni hennar. Sá kafli, sem fjallar um Framsókn, er b'rtur á 4. síðu blaðsins í dag. I heftinu er minnzt 50 ára af- mælis Sovétríkjanna, þýtt viðtal er við forseta Gíneu um bylting- una þar í landi, þýdd grein um þróun sósíal'smans í þýzka al- þýðulýðveldinu og önnur um bylt- ingarhreyfinguna í Iatnesku Ame- ríku. Þorsteinn frá Hamri ritar greinina „Hvaðan er helzt komm- únista von hér á landi?" og mun helzt mega heimfæra hana undir þá bókmenntagrein, sem nefnd er þjóðlegur fróðleikur. Adda Bára Sigfúsdóttir skrifar grein um Al- mannatryggingar og Atli Magnússon á smásögu í heftinu. Réttur er nú orðinn fullrar hálfrar aldar gamall. Ritstjóri hans er Einar Olgeirsson og hef- ur hann verið útgefandi og rit- stjóri Réttar í nálægt fjóra ára- tugi. Sér til aðstoðar hefur hann fjölmenna ritnefnd og stóran hóp hinna færustu meðstarfsmanna. Réttur kemur út fjórum sinnum á ári og kostar árgangurinn kr. 200.00. Þeir, sem gerast vilja á- skrifendur að ritinu, geta snúið sér til Birgis Stefánssonar, Nes- kaupstað. ÆUSTURLAND Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT Forsetahosníngar í vor Framhald af 1. síðu. lýsti hann yfir því, að hann yrði ekki aftur í kjöri. Nokkrar umræður hafa verið um það manna á meðal, hverjir verða mundu í kjöri í forseta- kosningum, og einhverja tilburði munu menn, sem hafa augastað1 á embættinu, hafa haft í frammi og eitthvað munu stjórnmála-, menn hafa hugleitt og jafnvel rætt málið. \ . A l \ Úr bœnum Afmæli Guðný Björnsdóttir, ekkja, Þiljuvöllum 30, varð 85 ára 2. jan. Hún fæddist á Ýmastöðum í Vaðlavík, en hefur átt hér heima síðan aldamótaárið. GuðröðUr Jónsson, kaupfélags- stjóri, varð 60 ára 2. jan. Hann fæddist í Miöbæ í Norðfjarðar- hreppi, en hefur verið búsettur hér í bænum síðan 1931. Happdrætti Háskóla íslands Þegar dregið var í 12. flokki Happdrættis Háskóla Islands, fengu eftirtalin númer i umboðinu hér vinninga: 10 þúsund kr.: 6967 8371 21753 27263 51072 5 þúsund kr.: 7199 15941 17398 19725 27255 27271 36336 48361 48367 53775 1.500.00 kr. 3567 7179 8817 11254 13560 14412 15932 15941 17394 17395 17378 17388 19708 19715 21611 22619 22634 24049 27270 27275 36335 39120 51055 (Birt án ábyrgðar). ^WWWWWWWWWWWWW^^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^^WV^^VWVWSA* Framh. af 1. síðu. Nú eru í smíðum hér í bæ 12 íbúðir, sem ekki hefur verið lán- að út á úr sjóðnum, enda fæstar það á veg komnar, að lánshæfar séu eftir reglum sjóðsins. Sjái bæjarstjórn sér fært að veita til sjóðsins á þessu ári 500 þús. kr., sem vonandi verður, þrátt fyrir augljósa erfiðleika við að koma saman fjárhagsáætlun, ættu allir eigendur þessara íbúða, og jafn- vel 2—3 að auki, að geta fengið lán úr Byggingalánasjóðnum síð- ar á árinu. Nýtt verð d Mlusíld Framh. af 1. síðu. ir nú strax á það, hvort ríkis- stjórnin treystir sér að halda til streitu jafn ósvífinni kröfu. Til þess að gæta fullrar sann- girni er nauðsynlegt að hafa það í huga, að sú síld, sem nú var verðlögð, er talin lakara hráefni, en sú, sem verðlögð var á 1.21. Samtímis var tilkynnt nýtt verð á bræðslusíld veiddri sunnan- lands og vestan á sama tímabili. Er sú síld verðlögð á 85 aura kg. Er verðmunurinn á Austurlands- og Suðurlandssíld furðulegur og verður ekki að öllu leyti skýrður með gæðamismun. Hið nýja verð var ákveðið af fulltrúum sjómanna og útgerðar- manna í yfirnefnd verðlagsráðs, með fulltingí oddamanns, en gegn atkvæðum fulltrúa verksmiðjueig- enda, sem eftir því að dæma telja þetta lága verð of hátt. Egílsbúd DARLING Margföld verðlaunamynd. uð börnum innan 12 ára. Sýnd föstudag kl. 9. — Bönn- SUMARIÐ HEILLAR Sýnd sunnudag kl. 3 í síðasta sinn. MAJOR DUNDEE Stórfengleg stórmynd í litum. ¦— íslenzkur texti. — Sýnd í síðasta sinn sunnudag kl. 5. Bönnuð börnum innan 12 ára. BEISKUR ÁVÖXTUR Frábær amerísk mynd byggð á metsölubók eftir P. Morti- mer. — Aðalhlutverk: Anna Bancroft, sem hlaut verðlaun í Cannes fyrir leik sinn í þessari mynd, Peter Finch og James Mason. — Sýnd sunnudag kl. 9. íslenzkur texti. irutrtfLfU'Ln.n n n ~n~irn~< nnnrir* wotwwwM^w^ aammmammmmmammmmmmammmmammmmmmmaama^miam AMMAAMAAMMWAA^VWWVM%^%^^^^W^^~^^^^M«WWWMV*«WMMW^^MNMA^^WMVMWWWWWWVMMWWWW*# ÁFAHVITT spred satin ALLABUÐ. ^MMWMMWWM<WWVWVvW^> NIÐURSODNIR ávextir KAUPFÉLAGIÐ FRAM Grímudansleikur Grímudansleik þeim, sem átti að verða annað kvöld (þrettánd- anum) er frestað til 13. jan. nk. EGILSRUÐ. 0**mjtm*»**0»m*k0*m *¦* wwmww »^» — - — ^—-. ——~— rir| ^n nri ruxniu\j\ji.nj\ Frd umboði H.H.Í. Neshoupstað Umboðið vill vekja athygli á, að það getur ekki rekið lána- starfsemi á endurnýjun og þeir, sem ekki endurnýja á réttum tíma missa miða sína og verður þessi aðvörun látin gilda. Endurnýjun fer fram frá 24. hvers mánaðar til 9. þess næsta að Strandgötu 4, opið frá kl. 3—6 hvern virkan dag nema síðasta daginn frá kl. 10—10. Umboðið hér í bæ greiddi á síðasta ári 580 þúsund krónur til viðskiptavina sinna, og er það há upphæð miðað við stærð umboðsins. Nokkrir miðar lausir ennþá. Umboðsmaður. *ft^^^^^^MMAMMMMM^yw^MMMMMMMMM^M<¥WVVWVWWWWVW^WWW Frá Barnaskólanum í Neskaupstað Kennsla hefst mánudaginn 8. janúar samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri. V*V%AAAAMAAAAAAAAAAAAAAAAAA^A^AAAMAAA^MMWVNA^^AAAAAAAA^AlVVVVVVVVVVVyVVVVVVVVVVVWV

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.