Austurland


Austurland - 05.01.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 05.01.1968, Blaðsíða 4
AUSTURLAND Neskaupstað, 5. janúar 1968. Flokksharka Framsóknar GfeinarkafH sá, sem hér fer á eftir, er úr greininni „Á kross- götum að kosningum loknum", sem bírtist í síðasta hefti Réttar og er áreiðanlega eftir ritstjórann, Einar Olgeifsson. 1 greinarkafl- anum er á skilmerkilegan hátt ge.ð grein fyrir stöðu og valkostum Framsóknar. Greinin er sérstaklega athygiisverð fyrir Framsókn- armenn og er hér birt þeim til umþenkingar og í þeim tilgangi, að auðvelda þeim að gera sér grein fyrir hvar þeir eru á vegi stadd- ír. Útkoma Framsóknarflokksins vekur undrun. Flokkurinn hafði þá ákjósanlegustu aðstöðu, er hugsazt gat, eftir klofninginn í Alþýðubandalaginu. O.g áróðurinn var sterkur og vonir flokksins miklar. En þær brugðust gersam- lega. Framsóknarflokkurinn hefur nú staðnað, — að vísu á hæstu hlut- fallstölu, sem hann hefur fengið, rúmum 28%, — en staðnað. (1967: 28.1; 1963 28.2). Hann vekur ekki traust kjósenda frek- ar en orðið er. Máske 'er hann búinn að kalla of oft „úlfur, úlf- ur", til að hræða fyrir kosning- arnar, — og gerast. svo úlfur sjálfur að kosningum loknum. Framsóknarflokkurinn þarf að taka alla sína afstöðu og stjórn- málastefnu t;l endurskoðunar ef hann á að hafá gæfu til að verða , hlutgengur um mötun vinstri stjórnmálastefnu á íslandi, sem .,.h.ann vissulega vegna valds síns, <'«tærðar og sterks skipulags, hefur allar forsendur til. Fiokldarinn þarf að gefa upp * sinn forna stórveldisdraum, að verða aftur EINN hinn voldugi stjórnmálaflokkur á fslandi, sem hann eitt sinn var. Hann þarf að gera það upp við sig, að hann ætli héðan af að ve,ra vinstiri flokkur, — en ekki tvfotígandi hægri-vinstri valda,- braskari. Hann þarf að fara að líta á sig sam jafningja verkalýðsflokk- amia, — þótt stærri sé, — reiðu- bú'.mn til samstarfs en ekki yfir- drottnunar. Þetta þarf ekki að verða eins I erfitt fyrir Framsókn, eins og i virzt gæti við fyrstu sýn. Meir'hlutinn af fylgi Fram- sóknar er nú orðið í bæjum lands- i ihs, þar af verulegur hluti iauna- fó'k. En margt þeirra bænda, er fylgir flokknum í afskekktum landshlutum, er hins vegar meðal tekjulægsta alþýðufólks í landinu. Uppruni þess hugsjónaarfs, sem beztu fylgjendur flokksins enn eiga, er í þjóðernissinnaðri ung- mennafélagshreyfingu íslands og » aiþjóð'.egri samvinnuhreyfingu gegn ofurvaldi auðdrottna. .-, Það verður ókleift til lengdar 'íjyrir fésýsluvald Framsóknar- ; flokksins að ha'.da fylgi flokksins j að- þyí . hlutverki að vera vara- skeífa verzlunarauðvaldsins í l Reykjavík til kúgunaraðgerða gegn verkalýðshreyfingunni. *Æ"^'"FraijísöKnarmenn þurfa nú að ákveða sjálfir eftir þessi úrslit, hvort þeir álíta betur hæfa flokki sínum að reyna enn — árangurs- laust — að brjótast fram til þess að verða á ný voldugur, skeikull og tækifærissinnaður drottnari vinstri hreyfingar á Islandi, eins og fyrir aldarþriðjungi — eða að gerast raunsær þátttakandi þjóð- legrar vinstri hreyfmgar við hlið jafnrétthárra verkalýðsflokka. Það ræður örlögum í íslenzkum stjórnmálum, hvernig þessi end- urskoðun Framsóknarmanna á afstöðu og stefnu flokks þeirra tekst. Undir árangri hennar er það komið, hvort aftur tekst, vonum fyrr, að skapa grundvöll þjóðlegrar og róttækrar ríkis- stjórnar á Islandi. Tekst Framsóknarflokknum að v'nna bug á þeirri vægðarlausu eiginhagsmunahörku, þeirri flokks legu þröngsýni o.g smásmugulegu kaupmennskuaðstöðu, sem ein- kennt hefur flokkinn í viðskiptum hans v'.ö alla aðra flokka og gert hann hverjum samstarfsaðila hvimleiðan ? Oft er þessi afstaða kennd við hinn bráðduglega, harðfylgna og heiðarlega formann Framsóknar. En þessi harka er arfleifð eldri tíma, endurnýjuð nú. Fátæk ís- lenzk sveitaalþýða kynntist fyrr- um vægðarleysi búralegs hrepp- stjóravalds. Það gekk oft aftur í hörku ýmissa kaupfélagsstjóra á kreppuárunum. Og síðan komu ógiftutengslin við erlenda fjármálahringa. Allt hefur þetta, samfara gamalli drottnunarað- stöðu fokksins, magnað þann illa eiginle;ka harðstjórnarvalds, sem er í algerri andstæðu við þá hug- sjón samvinnuhreyfingarinnar, sem flokkurinn játast undir og þarf að fyigja í verki, ef vel á að fara. En einmitt þessi bræðra- lagsandi sannrar samvinnuhug- sjónar hefur lengst af orðið að lúta í lægra haldi fyrir yfirdrottn- unarhörkunn'. Og er nú mál að linni, ef ekki á að hljótast óum- ræðileg ógæfa af. Það er sem sé svo, að þessi flokksharka Framsóknar er henni ekki aðeins hættuíeg i samskipt- um v:ð aðra flokka. Hún er og að valda ógæfu þeim samtökum, sem Framsókn grundvallar vald sitt á: samvinnusamtökunum. Það liggur við að Framsókn sé að fórna framtíðarheill og vexti S. I. S. og samvinnuhreyfingar- innar á altari flokkslegrar valda- græðgi sinnar. Þegar meirihhiti þjóðarinnar er kominn á þéttbýl- issvæðið við Faxaflóa og fram- farir hreyfingarinnar undir því komnar, að þungamiðja hennar sé þar, þá heldur Framsókn dauða- haldi í það að útiloka fulltrúa verkalýðs og launþega þess svæð- is frá því að fá þann forustuþátt í stjórn S. í. S. og samvinnu- hreyfingarinnar, sem þeim ber. Og þessari þröngsýni er þjónað fram á fremstu brún, þótt fjár- hagsaðstaða S. I. S. sé orðin svo erfið, að víðfeðma samfyikingu bændastéttarlnnar við verkalýð sjávarsíðunnar, e nmítt í sam- vinnuhreyfingunni, ætti .að vera hið sjálfsagða boðorð dagsins frá sjónarhóli hvers samvinnumanns, er tryggja vill tilveru og fram- gang hreyfingarinnar. Þróun Framsóknar á næstu mánuðum og árum getur því ráð- ið úrslitum um a!la þróun vinstri hreyf;ngar á Islandi. Sýni það sig enn einu sinni, að Framsókn geti ekkert lært, heldur kjósi að stappa niður fótum af sömu þver- móðskunni og fyrr og hreyfast ekki úr sporunum, þá getur enn orð'ð langt að bíða róttækrar rík- isstjórnar á íslandi. En beri Framsókn gæfu til að læra nú, þá er skammt til mik- iila umskipta í íslenzkum stjórn- málum. Ráðdeildarmönnunum refsað Þegar gengisfelling á sér stað lækkar verðgildi sparifjár á sama tíma og fasteignir'' og flestar aðr- ar e;gnir hækka í verði. Gengis- felling, sem framkvæmd er án þess að bæta sparifjáreigendum tapið, er bein tilkynning til þeirra um að það vitlausasta sem þeir geta gert með þá aura, sem um- fram kunna að verða, þegar brýn- ustu þörfum hefur verið fullnægt, sé að leggja þá í sparisjóð, það sé um að gera að eyða þessu fé með einhverjum hætti. En fé má eyða með ýmsu móti. Það er beinlínis hægt að sóa því. Það er líka hægt að verja því til fast- eignakaupa eða til kaupa á öðrum verðmætum. En ef allir hyggð- ust eyða fé sínu á þann hátt, skapaðist enn stórfelldari verð- bólga en við höfum búið við til þessa. Og lánsfjárkreppan magn- aðist um allan helming, Þess er vandlega gætt, að viss- ir aðilar haldi öllu sínu og meira til í ölduróti gengislækkunarinnar. Heildsölum er veitt trygging fyr- ir því, að þeirra hlutur skuli í engu skertur og þess er vandlega gætt, að rík'ssjóður stórgræði á öllu saman. En það er eins og öllum sé sama um sparifjáreig- endur. Þeir skulu tapa. Þó er allt- af verið að prédika, að sparifjár- söfnun sé dyggð, hún sé einn af hornsteinum þjóðfélagsins. Svo líklega brygði valdhöfunum í brún, ef sparifjáreigendur tækju sig aaman um að segja upp inn- stæðum sínum og að leggja þær í fasteignakaup eða aðra slíka fjárfestingu. Skyldu ekki sumir bankarnir þá mega loka? Það er nauðsynlegt að skapa og viðhalda trausti á sparifjár- söfnun, en það verður naumast gert, nema með verðtryggingu sparifjárins, sem kemur í veg fyrir að eigendur þessa fjár verði fyrir tjóni í hvert íjinn sem gjald- miðillinn er stýfður. Ekki getur það talizt ósanngjörn krafa, að hluti gengishagnaðarsjoðsins verði látinn ganga til þess að bæta skaða sparifjáreigenda. Gengislækkun ber vott um sjúkt efnahagslíf. Gengislækkun verkar á þjóðfélagið eins og sprauta á sjúkling. Hún bætir í bili, en er engin varanleg bót. Ahrifin dvína eftir skamma hríð og sjúkdómur- inn verður erfiðari viðureignar en nokkru s'nni fyrr. Ný og sterk- ari sprauta verður nauðsynleg. Eins og það getur verið æski- legt og nauðsynlegt að gefa sjúk- lingi sprautu, eins getur gengis- lækkun verið óhjákvæmileg undir vissum kringumstæðum. En þeir, sem aðgerðina fremja, verða að gæta þess sem mest má verða, að koma í veg fyrir alvarleg eftir- köst og fylgikvilla. Að ráðast á spariféð er að ráð- ast á garðinn þar sem hann er lægstur. Það eru ekki umsvifa- menn á sviði fjármála, sem spari- féð eiga. Þeir eru með allt sitt „í veltunni" og einnig sparifé annarra landsmanna. Eigendur sparifjárins eru almúgamenn, sem þótt hefur ráðlegra að geyma það fé, sem þeir gátu lagt fyrir heldur en að eyða því. Mikill hluti þessa fólks er roskið fólk, sem klipið hefur af naumum launum sínum og lagt til hliðar til þess að eiga eitthvað að grípa til þeg- ar starfsorkan minnkar og aldur færist yfir. Og svo kemur ræn- inginn í líki stjórnarvalda Og hremmir drjúgan hluta þessa varasjóðs. Fyrir sparifjáreigand- ann kemur það út á eitt hvort Rpariféð er rýrt með þessum hætti, eða að innbrotsþjófur steli sparisjóðsbókinni hans og taki úr henni svo sem fjórðung áður en til hans næst. Löggjafinn á að sjá sóma sinn í því að bæta sparifjáreigendum gengistapið með einhverjum hætti og setja jafnframt löggjöf um verðtryggingu sparifjár. Með því ínóti — og því móti einu — verð- ur endurvakið traust almennings á gildi sparnaðar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.