Austurland


Austurland - 12.01.1968, Síða 1

Austurland - 12.01.1968, Síða 1
Austurland MÁLGAGN ALÞÝÐJBANDALAGSINS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 12. janúar 1968. 2. tölublað. Vegaframhvsmdir il Aiuturlandi drið 1961 Fyrir skömmu var lögð fram á Alþingi skýrsla sam- göngumálaráðherra um fram- kvæmd vegaáætlunar 1967. 1 skýrslu þessari kemur fram margs konar fróðleikur um fram- kvæmdir í vega- og brúarmálum á nýliðnu ári, og um rekstur vegasjóðs. Þar er t. d. frá því skýrt, að heildartekjur vegasjóðs muni verða um 365.2 milljónir króna, en heildarútgjöldin um 376.5 milljónir króna, eða nokkru meiri en tekjurnar. í skýrslunni er eftirfarandi sagt um vega- og brúarframkvæmdir á Austurlandi á árinu: Þjóðbrautir: Aiusturiandsvegur: 1 Möðrudal: Fjárveiting 1.8 millj. kr. Und- irbyggður var og mölborinn að nokkru leyti 7 km kafli frá Lánd- ará að Þrivörðuhálsi og mölbor- inn 6 km kafli austan Möðrudals, sem undirbyggður var 1964—66. Á Jökuldal: Fjárveiting 700 þús. kr. Full- gerður var 2.4 km kafli um Hjarðarhaga. Um Hróarstungu: Fjárveiting 1.0 millj. kr. Unnið var við skurðgröft og lagfæringu og mölburð á 4.5 km kafla aust- an Jökulsár á Dal. I Skriðdal: Fjárveiting 400 þús. kr. Full- gerður var 1.7 km kafli hjá Hall- bjarnarstöðum. Á Breiðdalsheiði..- Fjárveiting 1.0 millj. kr. Undir- byggður var 2.6 km kafli austan í heiðinni, niður undir Breiðdalsá. Streitishvarf—Lónsheiði: Fjárveiting 850 þús. kr. Full- gerður var 1.4 km kafli á Bú- landsnesi og 0.6 km kafli hjá Lindarbrekku. Geitliellnahr.-—Bæjarhr.: Fjárveiting 500 þús. kr. Full- gerður var 1.8 km kafli við Reyð- ará. Stranda- og' Jökulsárlilíðar- vegur: Á Hellisheiði: Fjárveiting 300 þús. kr. Var notuð til þess að lagfæra og möl- bera veginn norþan i og á há- heiðinni. 1 Jökulsárlilíð: Fjárveiting 410 þús. kr. Full- gerður var 1.3 km kafli Hrafnabjargaásum. Norðfjarðarvegur: Um Fagradal: Fjárveiting 500 þús. kr. Lokið var við 0.8 km kafla, sem byrjað var á 1966. Suðurf jarðavegur: Um Vattarnes: Framkvæmdalán 3.7 millj. kr. Til afborgana af lánum fóru 596 þús. kr. Unnið var að undirbygg- ingu Vattarnesvegar og undir- byggð;r 5.2 km. Mölborinn var að mestu 1.0 km. Föst lán um næstu áramót 6.5 millj. kr. í Stöðvarfirði: Fjárveiting 340 þús. kr. Lokið var við 0.7 km kafla, sem byrjað var á 1966, og fullgerður var 0.4 km kafli um Vallár. Landsbrautir: Vopnafjarðarvegir: Fjárveiting 600 þús. kr. og bráðabirgðalán út á vegaáætlun 1968 150 þús. kr. Fullgerður var 1.4 km kafli á Ytri-Hlíðarvegi og 0.9 km kafli á Stranda- og Jök- ulsárhlíðarvegi hjá Krossavík. Jökuldalsvegur eystri: Fjárveiting 300 þús. kr. Til greiðslu skuldar fóru 100 þús. kr. Fullgerður var 0.4 km kafli við Valabjörg. Hróarstunguvegir: Fjárveiting 600 þús. kr. Til greiðslu skuldar fóru 150 þús. kr. Sprengt var og vegur lagfærður við Urriðavatn, og mölborinn 2.5 km kafli utan við það. Byggð voru tvö ristarhlið milli Skógar- gerðis og Urriðavatns. Fellsvegur efri: Fjárveiting 80 þús. kr. Full- gerður var 0.5 km kafli og lag- færður og mölborinn 0.3 km kafli neðan við Fjallssel. Upphéraðsvegur: Fjárveiting 300 þús. kr. Fór til greiðslu skulda. Fjarðarheiðarvegur: Fjárveiting 350 þús. kr. Byggð voru sex ræsi í vestanverðri Fjarð- arheiði, og fullgerðir kaflar um þau, alls 1.3 km. Úthéraðs- og Borgarfjarðarvegur: Fjárveiting 200 þús. kr. Fór til lágfæringa og mölburðar við Mý- nes. Hjaltastaðaþinghárvegir: Fjárveiting 103 þús. kr. Úndir- í byggður var og mölborinn að nokkru leyti 0.8 km kafli utan við Dratthalastaði. Mjóaf jarðarvegur: Fjárveiting 150 þús. kr. Lag- fært var og mölborið á Mjóa- fjarðarheiði og í Mjóafirði, en framkvæmdum varð ekki lokið. Viðf jarðarvegur: Fjárveiting 250 þús. kr. Byggð voru sex ræsi milli Högnastaða og Helgustaða og vegurinn lag- færður um þau. Breiðdalsvegur syðri: Fjárveiting 350 þús. kr. Byggð voru 20 ræsi og fullgerðir kaflar um þau, alls 1.5 km. Axarvegur: Fjárveit'ng 100 þús. kr. Fór til að mölbera og lagfæra ruðnings- veg um Öxi. Djúpavogsvegur: Fjárveiting 400 þús. kr. Full- gerður var 1.1 km, sem er allur vegurinn. Framh. á 4. síðu. fró Myndlistarfélaginu Brátt mun líða að því, að Mynd- listarfélag Neskaupstaðar hefji starfsemi sína á þessum vetri. Félagsmenn eru venju fremur bjartsýnir á vetrarstarfið, einkum vegna þess, að nú fá þeir miklu betra húsnæði, en það miðast að- eins við þann tíma, sem leiðbein- andi dveiur hér. Er þar um að ræða hinn fyrirhugaða fundarsal í vesturálmu Egilsbúðar. Er hann ágætlega fallinn til þessar- ar starfsemi. Eru félagsmenn mjög þakklátir stjórn Egilsbúðar fyrir, en það var samþykkt á síð- asta fundi hennar að leigja MN þetta húsnæði þann tíma sem kennsla stendur yfir. Leiðbeinandi í vetur verður Hreinn Elíasson, listmálari, og ætlar hann að koma með eitthvað af verkum sínum og hafa hér sýn- ingu þegar hann kemur, en hans er vænzt um miðjan þennan mán- uð. Nýjum félögum og áhugafólki er bent á að hafa samband við Svein Vilhjálmsson sem fyrst og láta innrita sig, hvort heldur sem félagsmenn eða nemendur á nám- skeiðið í vetur. Auglýst verður sýning Hreins síðar. Sveinn á Egils- stöðum 75 ára Sveinn Jónsson, bóndi á EgiJs- stöðum, varð 75 ára 8. janúar. Hann fæddist á Egilsstöðum og hefur átt þar heima alla ævi. Sveinn aflaði sér traustrar undirstöðumenntunar miðaö1 við þá tíma. Hann stundaði nám við Eiðaskóla, sem þá var búnaðar- skóli, og á lýðháskóla í Dan- mörku. Ofan á þessa undirstöðu- menntun hefur Sveinn síðan byggt og hlýtur að teljast maður vel menntaður, Bóndi gerðist Sveinn á óðali sínu árið 1920 og þar hefur hann síðan búið við mikla rausn og skörungsskap. Áhugi Sveins á öllu, sem að landbúnaði lýtur, er alþekktur og á Egilsstöðum hefur sannarlega verið tekið til hend- inni í búskapartíð Sveins. Hann hefur verið fljótur að tileinka sér allar nýjungar, sem að landbún- aði lúta, svo sem tækninýjungar og aðrar nýjungar í búnaðarhátt- um. Samtímis því að Sveinn hóf búskap á Egilsstöðum, hóf hann þar rekstur gistihúss, sem þau hjónin ráku af miklum skörungs- skap í fjóra áratugi, og reka það raunar enn, þó í miklu smærri stíl sé en áður. É|g heyrði mann segja, eftir að1 hann hafði gist á Egilsstöðum, að þetta væri í fyrsta sinn sem hann hefði haft það á tilfinningunni, að hann dveldi á herragarði. Opinber mál og félagsmál hef- ur Sveinn mjög látið til sín taka, einkum á sviði landbúnaðar og sveitarstjórnarmála. Framfaramál á þessum sviðum voru engin óvið- komandi. Og áttahagasjónarmiðið hefur jafnan verið ríkt í huga Sveins. Velferðarmál Austurlands hafa átt skeleggan talsmann þar sem Sveinn er. Oddviti Vallahrepps var Sveinn um nær aldarfjórðungs skeið og eftir að hreppnum hafði verið skipt og Egilsstaðahreppur mynd- aður 1947, gerðist Sveinn oddviti hins nýja hrepps og gegndi því starfi til ársins 1966. Ferill Sveins á sviði sveitarstjórnarmála er því langur orðinn. Á vettvangi stjórn- málanna náði hann hinsvegar ekki miklum árangri. I samtökum landbúnaðarins hefur Sveinn lengi starfað, bæði heima í héraði og á landsmæli- kvarða. Hefur hann látið mjög að sér kveða á þeim vettvangi. Þegar Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi var stofn- að 1966, var Sveinn kjörinn fyrsti formaður þess og því starfi gegn- ir hann enn og einnig innan þeirra samtaka hefur gætt í rík- um mæli hins brennáaidi áhuga hans fyrir velferðarmálum Aust- urlands. Ekki er því að leyna, að Sveinn hefur verið umdeildur maður. Svo er jafnan um þú, sem til forustu Frúmh. á 4. ^íðvi.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.