Austurland


Austurland - 19.01.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 19.01.1968, Blaðsíða 1
AUSTURLAND MÁLGAGN ALÞYflUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 19. janúar 1968. 3. tölublað. Víío hejur bryddað d atvinnuleysí I vetur Talsvert bólar nú á atvinnu- leysi víða um land og er það sums staðar orðið alllangvinnt. Ástæða er til að gera sér vonir um, að þegar lengra kemur fram á veturinn, dragi úr atvinnuleysi og vonandi hverfur það með öllu. Þegar vertíð hefst af fullum krafti, og þegar byggingavinna og önnur útivinna eykst með hækkandi sól, ætti að mega gera sér vonir um næga atvinnu. En það breytir ekki þeirri staðreynd, að atvinna er nú víða af skorn- um skammti og hefur verið svo um skeið. Á fyrsta fundi Alþingis eftir hátíðafríið, gerði Lúðvík Jóeps- son þessi mál að umtalsefni, vakti athygli á því hve alvarlegt atvinnuleysið er nú víða orðið og vitnaði til margendurtekinna yf- irlýsinga einstakra ráðherra og ríkisstjórnarinnar í heild, að hún rnundi ekki láta það viðgangast, að atvinnuleysi ríkti í landinu. Spurði Lúðvík hvaða ráðstafanir stjórnin hyggðist gera til þess að bægja atvinnuleysinu frá. Forsætisráðherra varð fyrir svörum og kvað það satt vera, að því hefði oft verið lýst yfir, að stjórnin teldi það skyldu sína að tryggja næga atvinnu. Annað, sem hægt var að marka af fyrir- ætlanir stjórnarinnar, sagði ráð- herrann ekki, talaði um nauðsyn- legar rannsóknir og minntist á Búrfell og Straumsvík. Helzt komst maður að þeirri niðurstöðu, að ríkisstjórnin hefði ekkert gert í málinu og ætlaði sér ekkert að gera. i Mikil brögð virðast að því að atvinnulaust fólk vanræki að láta skrá sig og láti undir höfuð leggj- ast að hirða þær atvinnuleysis- bætur, sem það kann að eiga rétt til. Hafa mörg verklýðsfélög hvatt atvinnulitla meðlimi sína til þess að láta skrá sig svo þeir gætu orðið aðnjótandi atvinnuleysis- bóta. f Blaðið hefur reynt að afla sér upplýsinga um atvinnuástandið á Austurlandi. Á þeim stöðum, sem blaðið hefur haft samband við, er hvergi um alvarlegt atvinnuleysi að ræða, en víðast hvar fer at- vúina dvínandi og yfirvinna er víðast hvar sáralítil. Hornafjörð- ur sker sig alveg úr. Þar er næg atvinna, enda er vertíð þar hafin af fullum krafti og aflabrögð ágæt. Hornafjörður mun sá stað- ur hér á Austurlandi þar sem at- vinna er jöfnust og öruggust. Á þeim stöðum þar sem um- talsverð síldarsöltun hefur verið, er enn allmikil vinna við síldina, en víða er mikið af saltsíldinni enn ófarið. Einnig er víða tals- ' verð skipavinna öðru hvoru, eink- um við útskipun afurða. En þegar síldarvinnunni lýkur, er dökkt í . álinn á þeim stöðum, sem engin vetrarútgerð verður frá. Vetrar- útgerð mun víða verða með meira móti. T. d. er nú gert ráð fyrir talsverðri útgerð frá Norðfirði, en var engin í fyrravetur, þar sem allir Norðfjarðarbátar lögðu þá upp afla sinn fyrir sunnan. Vetr- arútgerð mun einnig verða frá flestum eða öllum höfnum sunnan Norðfjarðar og sums staðar eru róðrar hafnir. Róðrar með línu eru byrjaðir frá Djúpavogi og Fá- skrúðsfirði, auk Hornafjarðar, og tveir Eskifjarðarbátar búast nú á veiðar með línu. Margir bátar liggja enn yfir síldinni, en veiði er engin vegna þess hve síldin heldur sig á miklu dýpi, en Jakob telur líklegt að um mánaðamótin næstu verði hún veiðanleg í grennd við Færeyjar. Að öllu athuguðu virðist mega gera ráð fyrir því, að þrátt fyrir verulegan samdrátt í atvinnu víða á Austurlandi, sé ástandið óvíða mjög slæmt og líkur til að úr rakni fljótlega. En tekjur vinn- andi manna eru miklu lægri en um þetta leyti í fyrra. Sjómenn hafa litlar tekjur og tekjur tímavinnumanna hafa stórlækkað vegna þess, hve yfirvinna er lítil. En veturinn í vetur hefur fært okkur heim sanninn um það, að því fer fjarri að við búum við nokkurt atvinnulegt öryggi. Ekki má mikið út af bera til þess að atvinnuleysi geri vart við sig. Stjórnarvöld bæði ríkis og sveit- arfélaga verða að hafa þetta í huga þegar þau ráðgera fram- kvæmdir. Eftir því sem tíðarfar og aðrar aðstæður leyfa þarf að vinna að þessum framkvæmdum á þeim árstíma, sem helzt er ástæða til að óttast atvinnuleysi. Og enn á ný vill blaðið hvetja meðlimi þeirra stéttarfélaga, sem aðild eiga að atvinnuleysistrygg- ingunum, að' notfæra sér bætur þaðan, þegar þeir eiga rétt á þeim. Atvinnuleysistryggingasjóð- urinn er eign verklýðsfélaganna, ávöxtur kaupdeilu og kom í stað kauphækkunar. Það er því á eng- an hátt niðurlægjandi að þiggja bætur úr sjóðnum. Það ætti að vera svo sjálfsagt, að enginn, sem rétt á til bóta, láti hjá líða að hirða þær. Þessi sjóður er orðinn mjög öflugur, um 1000 milljónir króna og er vel fær um að standa undir verulegum bótum. Atvinnuleysisbætur eru að vísu ekki háar, innan við 1000 krónur á viku fyrir hjón, en þó geta þær orðið til nokkurrar hjálpar á at- vinnuleysistímum. , En umfram allt ber að leggja áherzlu á að .koma í veg fyrir at^ vinnuleysi og tryggja næga og örugga atvinnu. , Frá Æskulýðsráði Neskaupstaðar Vetrarstarf Æskulýðsráðs hefst frá og með mánudeginum 22. jan. Áætlað er, að eftirfarandi klúbb- ar verði starfandi: 1. Tauþrykk. Þar verður Mar- grét Sigurjónsdóttir leiðbeinandi. Sá klúbbur mun verða tvískiptur og verða eldri nemendur á mánu- dagskvöldum kl. 8, en yngri á fimmtudögum kl. 5. 2. Steinasöfnun. I þessum klúbbi var allmikið starf sl. sumar og voru þá farnar söfnunarferðir og eru þegar allmörg börn og ung- lingar skráðir í hann. Hann mun nú starfa á þriðjudagskvöldum . kl. 8. Leiðbeinandi er Karl Hjelm. 3. Módelsmíði verður á mið- vikudagskvöldum kl. 8 og verður þar Jóhann Jóhannsson, leiðbein- andi. 4. Sjóvinna verður á mánudags- kvöldum kl. 8. Leiöbeinandi er Sigurjón Ingvarsson. 5. Hjúkifanarnámskeið fyrir stúlkur 15 ára og eldri er,nýjung hjá Æskulýðsráði og munu hjúkrunarkonur frá Sjúkrahúsinu leiðbeina. Ekki er enn víst hvenær eða hvar það verður haldið en Fxamh. á 4. síðu. í Heshaupstað \H1 - Óvenjumikið hefur verið um byggingaframkvæmdir í Neskaup- stað á síðasta ári. Eftirfarandi upplýsingar hefur Ivar Kristins- son, byggingafulltrúi látið blað- inu í té. Alls var unnið að smíði 52ja íbúða á árinu, þar af var hafin smíði 21 íbúðar á árinu, en smíði hinna hófst áður. Ekki var flutt í nema 8 íbúðir, sumar ófullgerðar, og eru því enn í smíðum 44 íbúð- ir, sem ekki hefur verið flutt í. Auk þess var byggt við rafstöð- ina og verzlunarhús kaupfélags- ins. Ennfremur var unnið að smíði barnaheimilis og íþróttahúss, síld- arverksmiðja var byggð, tvær skemmur o. fl. Rúmmál allra bygginga er um 48.764 rúmmetrar. Flatarmál íbúða er yfirleitt 110 —120 fermetrar. Heldur mun nú horfa þunglega fyrir húsbyggjendum hvað fjár- magn snertir og má búast við að sumir þurfi að fara sér hægt. Orðseuding til íBúd Heshéraðs Undanfarna mánuði hefur gengið influenzufaraldur í norð- urálfu og hefur veiki þessi ný- lega borizt til Islands. Að sögn landlæknis hefur far- aldur þessi verið hægfara og vægur, og hefur fólk yfiríeitt ekki verið veikt fengúr én 2—4 daga. Mjög lítið hefur borið á fylgikvillum. Heilbrigðisstjórnin telur því ekki rétt að mæla með víðtækum ónæmisaðgerðum gegn veikinni, en mælir þó með því, að lasburða fólk, einkum aldrað fólk og þroskalítil ungbörn, verði bólu- sett. Örðugt hefur reynzt að út- vega influenzubóluefnið hjá framleiðendum erlendis og er þess því ekki að vænta, að bóluefnið verði fáanlegt hér fyrr en um næstu mánaðamót, og er óvíst hversu mikið magn verður þá á boðstólum. Reynt verður að gefa þeim íbú- um Neshéraðs, sem uppfylla fyrr- greind skilyrði heilbrigðisstjórn- arinnar, kost á því að verða bólusettir. Er þeim hér með bent á að láta skrá sig í þessu skyni í síma 150 mánudaginn 22. jan. nk. kl. 9—10 f. h. Sérstök athygli skal vakin á því, að ekki verður hægt að sinna pöntunum annarra en þeirra, sem lasburða eru. Bóluefnispantan'r verða bind- andi fyrir hlutaðeigendur. Rögnvaldur Þorleifsson, yfirlæknir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.