Austurland


Austurland - 19.01.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 19.01.1968, Blaðsíða 4
4 ' r AUSTURLAND Neskaupstað, 19. janúar 1968. Forsetakosningar verða JO. júní ihaldsandstsðingar þurfa að sameinast um forsetaefni Eins og kunnugt er hefur Ás- geir Ásgeirsson, forseti lýst yfir því, að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs, en kjörtímabil hans er á enda í sumar. Forseta- kosningar fara fram 30. júní. Framboðsfrestur er til 26. maí. Þótt enn séu meira en 4 mán- uðir þar til framboðsfrestur er úti, eru menn teknir að velta því fyrir sér, hverjir munu verða í kjöri og Sium blöð hafa nokkuð velt málinu fyrir sér. En á þessu stigi málsins er auðvitað um get- gátur einar að ræða. Þó er full- víst talið, að Gunnar Thoroddsen, ambassador í Kaupmannahöfn, muni bjóða sig fram. Mun Sjálf- stæðisflokkurinn styðja hann og hefur dr. Bjarni lýst því yfir, að svo muni verða, þrátt fyrir þá fáleika, sem lengi hafa verið milli þessara tveggja fornu keppi- nauta um æðstu völd í Sjálfstæð- isflokknum Þá mun fráfarandi forseti, sem er tengdafaðir Gunn- ars, styðja við bakið á honum á bak við tjöldin, og munar áreið- anlega um þann stuðning. Gunn- ar á líka hönk upp í bakið á tengdaföður sínum, því honum átti Ásgeir það meira að þakka en nokkrum manni öðrum, að hann náði kosningu 1952, en þá tvístraði Gunnar Sjálfstæðis- flokknum við forsetakjörið, og muna margir Sjálfstæðismenn honum enn þann kinnhest. Gunnar á víst að fá mikið fylgi, einkum í Reykjavík, þar sem hann var lengi borgarstjóri, og í Reykjaneskjördæmi. Úti um land mundi Gunnar víða lítið fylgi fá, ef samtök væru um mótframboð og gæti svo farið, að ekki mætti á milli sjá hver sigur bæri úr býtum. Þó mun það verða Gunn- ari til nokkurs trafala, að menn munu ógjarnan vilja stuðla að neinskonar ríkiserfðum. Ýmsir aðrir hafa verið til- nefndir, en allt er það úr lausu lofti gripið. Þó mun það rétt, að Hannibal Valdimarsson hafi mjög velt því fyrir sér að bjóða sig fram. Hann mundi fá allmikið fylgi sem eini mótframbjóðandi Gunnars, en væri annar maður í kjöri, studdur af öflugum vinstri samtökmn, mundi hann lítið fá. Hannibal er ekki líklegur til að fá stuðning Framsóknarmanna eða Alþýðuflokksmanna og ekki nema lítils hluta Alþýðubanda- lagsins eftir ævintýramennsku ' hans í þeim samtökum. Og sú saga, að dr. Bjarna-deildin í Sjálfstæðisflokknum mundi veita honum brautargéngi, sýnist vera kviksaga. Ekki er líklegt; að Hannibal þjóði sig fram, nema hann verði eini mótframbjóðandi Gunnars. Hannibal gerir sér varla vonir um að geta náð kosningu. Fyrir hon- um getur varla annað vakað, en að reyna að stækka sig fyrst og fremst með það í huga, að geta náð betri árangri, ef hann og fé- lagar hans treysta sér til að láta verða af þeirri fyrirætlan sinni, að kljúfa Alþýðubandalagið og Vopnafirði 16. jan. — DV/SÞ Árið 1968, sem nú er ný byrj- að, heilsaði okkur kuldalega. Það má segja, að um þessi ára- mót hafi það orðið táknrænt fyr- ir það sem almennt blasir við hér í sambandi við atvinnuhorfur, því segja má að almennt atvinnu- leysi blasi við. Enn er þó nokkur vinna á söltunarstöðvunum við flokkun og yfirtöku síldar, en ekki er gert ráð fyrir að sú vinna endist lengur en fram til febrúar- loka og þá tekur við algjört at- vinnuleysi, nema eitthvað óvænt komi til. Síldarverksmiðjunni verður lokað um komandi helgi og tekur ekki á móti síld í vetur. Vinna í henni hefur ekki verið Lögum samkvæmt á að ákveða fiskverð næsta árs fyrir lok hins næsta á undan. Þetta varð þó ekki svo að þessu sinni og þurfti yfirnefnd verðlagsráðs þrívegis að fá frest til að kveða upp úrskurð sinn. Var hann svo uppkveðinn á föstudaginn var og hljóðaði á þá leið, að fiskverð skyldi hækka um 10%. Sýnist það lítilf jörleg hækk- un þegar þess er gætt, hve geng- isfellingin var mikil í nóvember. En skýringar eru vissulega á því, þó vera kunni ófullnægjandi. Svo er að sjá, að verðfall á freðfiski í fyrra hafi leitt til þess, að fisk- verð hafi verið hærra en frysti- hús:n almennt gátu staðið undir, og svo mun fiskverð enn vera að falla, ef marka má blaðafregnir af sölu tilfaunum, m. a. samn- ingaviðræðum við Sovétríkin. Samtök sjómanna og útvegs- manna ætla að una þessu fisk- verði og eru róðrar víða hafnir. En þá er ósvarað þeirri spurn- ingu hvað frystihúsin gera. Af þeirra hálfu hefur verið lýst yfir stofna nýjan flokk. Þá getur Hannibal sagt: Hér er ég, svona er ég stór, fylgið mér. Nauðsynlegt er, að íhaldsand- stæðingar í landinu sameinist um frambjóðanda í forsetakosningun- um. Gunnar Thoroddsen mun ekki verða frambjóðandi íhaldsins beinlínis, hann er of mikill diplo- mat til þess. En hann verður nema nokkra daga síðan 15. des- ember sl. Báðir stóru bátarnir eru nú á síldveiðum, Brettingur í Norður- sjó, en Kristján Valgeir við Fær- eyjar. Það var okkur Vopnfirðingum happ að þessir bátar voru keypt- ir hingað á þessum tíma, því hér hefði sama og engin atvinna ver- ið í sumar, ef þeirra hefði ekki notið við, því að þeir báru á land meirihluta þess afla sem hingað kom. Af samgöngumálum er það að segja, að eitt skip hefur komið hér við, Esja, síðan nokkru fyrir jól. Samgöngur á landi hafa engar því, að ekki sé fyrir hendi rekst- ursgrundvöllur fyrir frystihúsin og hafa samtök þeirra hótað lok- un þeirra unz úr verður bætt. Þegar gengislækkunin var fram- kvæmd og hamagangurinn var sem mestur við að skipta gengis- hagnaðinum, sem framleiðsluat- vinnuvegirnir voru rændir, var því yfir lýst af hálfu ríkisstjórn- arinnar að útgerðin þyrfti ekkert, því gengislækkunin rétti hennar hlut svo, að hennar hag væri borgið. Og svo var gengishagnað- inum skipt milli ýmissa aðila, en sjálfur fékk ríkissjóðurinn bróð- urpartinn. En nú mun það komið á dag- inn, að þetta var blekking og að óhjákvæmilegt verður að grípa að nýju til hinnar margfordæmdu styrkja- og uppbótarpólitíkur. Nær hefði verið að ríkisstjórnin hefði verið ofurlítið hógværari, er hún sópaði gengishagnaðinum í ríkiskassann. Nær hefði verið að leyfa útgerðinni að njóta hans að nokkru. studdur af íhaldinu og málgögn- um þess. Ihaldsandstæðingar þurfa. að sameinast um framboð einhvers manns, sem lítt hefur verið um- deildur á stjórnmálasviðinu, er flekklaus í þeim efnum og í her- námsmálunum, mann, sem nýtur virðingar og trausts og sem treysta má til að verða landi okk- ar til sóma bæði inn á við og út á við. Slíkur maður hlýtur að vera til og hann hefði mikla möguleika til að sigra í forseta- kosningunum, þrátt fyrir styrk í- haldsins og vinsældir Gunnars Thoroddsen í Reykjavík. verið um langan tíma, þar til í fyrradag að opnuð var leiðin til Þórshafnar. Tryggvi Helgason hjá Norður- flugi hefur verið okkur ómetan- legur því flugvélar hans hafa haldið okkur í sambandi við um- heiminn og hefði verið ömurlegt ástand hér í sambandi við fólks- flutninga, ef hans hefði ekki not- ið við. Flugþjónusta Björns Pálssonar hefur hingað áætlunarflug, en hingað hefur ekki komið flugvél frá þeirri þjónustu nema einu sinni síðan nokkru fyrir jól og verður það að teljast slæm þjón- usta. Veðrátta hefur verið mjög leið- inleg í vetur, frosthörkur og veðrahamur skipzt á, nema nú undanfaraa daga, að veður hafa batnað. Heilsufar er hér gott, og að öðru leyti en því, sem að framan greinir, hafa menn það gott hér á Vopnafirði. FRÁ ÆSKULÝÐSRÁÐI Framh. af 1. síðu. samband mun verða haft við nem- endur, að skráningu lokinni. 6. Frímerkjasöfnun. Leiðbein- andi Karl Hjelm. Ekki er þessum klúbb enn ráðstafað, en haft verður einnig samband við nem- endur að lokinni skráningu. Tauþrykk, steinasöfnun og Módelsmíði verða í sjómannastof- unni, en sjóvinna í kjallara Gagn- fræðaskólans. „Opið hús“ verður fyrir ung- linga, fædda 1952 og eldri, á fimmtudagskvöldum frá kl. 8 og annað hvert laugardagskvöld fyr- ir unglinga úr tveim fyrstu bekkj- um gagnfræðaskólans. Umsjónar- maður verður Garðar Sv. Árna- son og opnar hann fyrst fimmtu- daginn 25. janúar. Radíótækni og ljósmynda- klúbbur verða því miður að falla niður að þessu sinni. Formaður Æskulýðsráðs er Gunnar Ólafsson, en fram- kvæmdastjóri Karl Hjelm. Hvaö er í fréttum? Fiskverð hœkkar um 10 prósent Enn er þörf uppbóta og styrkja

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.