Austurland


Austurland - 26.01.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 26.01.1968, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND malgagn alþýðubandalagsihs a austurlandi 18. árgangur. Neskaupstað, 26. janúar 1968. 4- tölublað. fyrstö twrrablótið í nýjum i vor haldið d fgiMm d Völlum Nú við þorrakomuna verða haldin þorrablót í flestum byggð- arlögum á Austurlandi og raunar víða á landinu. Líklega eru þetta vinsælustu mannamót, sem efnt er til á íslandi — eða svo er það a. m. k. alls staðar á Fljótsdals- liéraði, þar sem ég hef spurnir af. Menn hlakka til þorrablótanna, þegar sól byrjar að hækka á lofti og í minni sveit er það fast við- kvæði, að síðasta þorrablót er að allra dómi það skemmtilegasta, sem haldið hefur verið! Sjálfsagt eru þorrablótin með ýmsu sniði frá byggðarlagi til byggðarlags, en eitt held ég sé þeim þó sameiginlegt: Þau eru sótt af ungum jafnt sem öldnum. Þorrablótshald á okkar öld er Ríkisútvarpinu okkar ætlar seint að takast að losa sig við lágkúruleg sjónarmið og þjösna- skap gagnvart ákveðnum sjónar- miðum og einstaklingum. Túlkun meirihluta útvarpsráðs á hlut- leysisreglum útvarpsins hefur oft sætt harðri gagnrýni og er því miður löngu fræg ao endemum. Hlutdrægni í þágu annarlegra sjónarmiða, sem opinberast ekki sízt í fréttaflutningi og frétta- skýringum af erlendum vettvangi, er öllum ljós, sem sjá vilja. I efni af innlendum vettvangi er skár á málum haldið, þótt einnig þar sjáist svipan á lofti, ef örlar á róttækum sjónarmiðum eða gagnrýni, sem á einhvem hátt kemur við kvikuna á okkar ást- sælu stjórnarleiðtogum. Er þar skemmst að minnast, er þáttur- inn „Þjóðlíf" í umsjá Ólafs Grímssonar var stöðvaður rétt fyrir útsendingu. Og enn safna forráðamenn útvarpsins vafasöm- um skrautfjöðrum í sinn hatt. Síðastliðið liaust var Magnús Torfi Ólafsson, verzlunarmaður, fenginn til þess af útvarpsráði að annast um þátt þálfsmánaðarlega síðdegis á laugardögum, og nefnd- tiltölulega nýr siður, sem hefur breiðzt mjög út síðustu áratug- ina. r ! Það er með nokkru stolti, að við Vallamenn getum stært okk- ur af því, að hafa innleitt þenn- an sið, því að staðfesting virðist nú fengin á því, að fyrsta þorra- blótið í nýjum sið var haldið í Vallahreppi, nánar tiltekið á Eg- ilsstöðum annað hvort árið 1896 eða 1897. Staðfestingin er fengin á þann hátt sem nú skal greina: 1 fyrravetur var í kvöldvöku Ríkisútvarpsins þáttur um þjóð- fræði. Árni Björnsson cand. mag. ræddi þar um merkisdaga árið um kring. Þegar hann kom að þorr- anum, gerði hann fyrirspum um ist sá „Fljótt á litið“. Magnús er löngu víðkunnur sem blaðamaður vegna yfirburða þekkingar á er- lendum málefnum samfara gjör- hygli og hleypidómaleysi. 1 þætti sínum í útvarpinu hefur hann komið víða við oftast rætt um menn og ópólitísk málefni, en í tvö skipti eða svo vikið að póli- tískum málum af erlendum vett- vangi, nú síðast um réttarofsókn- ir gegn sovézkum rithöfundum og bandarískum andstæðingum stríðs ins í Vietnam. Enginn hafði fund- ið að efni þáttanna við flutnings- mann og ekki annað vitað en þeir nytu almennra vinsælda, svo sem efni stóðu til. Því hefur það að vonum vak;ð umtal og athygli, að Magnúsi var nú nýverið vikið frá útvarpinu með spjall sitt og það á hinn ósæmilegasta hátt. 1 fáum orðum sagt voru mála- vextir þess’r: Á fundi útvarps- ráðs fyrir rúmri viku var látið að því liggja, að æskilegt væri að flytja þátt Árna Gunnarssonar, „Daglegt líf“ fram í síðdegistím- ann á laugardögum, enda muni Magnús Torfi vilja hætta saman- tekt sinna þátta. Næsta dag er Framh. á 3. aíðu. þorrablót og bað hlustendur að senda sér upplýsingar um þorra- blót á fyrstu tugum þessarar aldar. É|g skrifaði honum strax um þetta fyrsta þorrablót okkar í Vallahreppi, sem áðan var frá sagt. Og það reyndist svo, að þetta var langfyrsta þorrablótið, sem Árni fékk upplýsingar um í fyrravetur, en allmargir urðu þó til að skrifa honum. Þegar hann var hér á ferð í sumar, sagði hann, að þetta stæði óbreytt. Það var Þorsteinn Jónsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri á Reyðar- íirði, sem sagði okkur Vallamönn- um frá þessu fyrsta þorrablóti í hreppnum, er hann var gestur okkar á fyrsta þorrablótinu, sem við héldum í félagsheimili okkar Iðavöllum fyrir nokkrum árum. Hann rifjaði ennfremur upp það, sem hann mundi um þorrablót hér í sveit, meðan hann átti heima á Egilsstöðum, en það var til árs- ins 1919. í fyrravetur, eftir að Árni Bjömsson bar fram fyrirspum sína í útvarpinu, átti ég tal um þessi þorrablótsmál við Þorstein á Reyðarfirði. Fara nú hér eftir upplýsingar þær, sem Þorsteinn gaf mér: Hann kvað sem sagt fyrsta þorrablótið, sem hann myndi eft- ir hafa verið haldið á Egilsstöð- um annað hvort árið 1896 eða 1897. Tveir ungir guðfræðingar gengust fyrir blótinu. Þeir voru VJgfús Þórðarson sem þessi árin var bóndi á Eyjólfsstöðum á Völlum (cand. theol. 1893), en síðar prestur á Hjaltastað og Ey- dölum, og Þorvarður Brynjólfs- son (cand. theol. 1892), sem lík- lega hefur verið barnakennari um þessar mundir á Héraði, en var forstöðumaður fríkirkjusafnað- anna í Vallaness- og Þingmúla- sóknum frá 17. sept. 1896 og næstu ár á eftir, en síðar prest- ur á Stað í Súgandafirði. Hann var afi Þorvarðar Brynjólfssonar, sem núna er læknir á Eskifirði. Þorsteinn segir sig minni, að alltaf hafa verið halain þorrablót í Vallahreppi frá 1911 og örugg- lega frá 1915. Undantekningar voru helzt, ef mannslát bar að í sveitinni í námunda við þorra- komuna. En þær voru mjög fáar. Þorrablótin í Vallahreppi munu fyrst hafa verið haldin á Egils- Framh. á 3. slðu. AtÉiiÉyróslráing Hár í blaðinu er í dag birt auglýsing um atvinnuleysisskrán- ingu sem fram fer næstu daga á skrifstofu Verklýðsfélags Norð- firðinga. I því sambandi er rétt að vekja athygli fólks á nokkrum atriðum varðandi rétt til atvinnuleysis- bóta og framkvæmd atvinnuleys- isskráningar. Rétt til bóta hafa allir menn á aldrinum 16—67 ára og eru fullgildir meðlimir 1 verkalýðsfé- lögum og hafa á síðustu 17 mán- uðum stundað a. m. k. samtals í 6 mánuði vinnu sem goldin er samkvæmt kjarasamningi eða kauptaxta verkalýðsfélags og hafa á síðastliðnum 6 mánuðum verið atvinnulausir a. m. k. 36 daga, þar af 9 daga á síðustu 18 dögum. Þó er rétt að geta þess að menn sem eru orðnir 67 ára og njóta ekki ellilífeyrls elga rétt á bótum. Þeir, sem mæta til atvinnuleys- isskráningar þurfa að vera reiðu- búnir að gefa upplýsingar um hvar þeir hafa unnið á síðustu 12 mánuðum, hve lengi hjá hverjum og hve miklar tekjur þeir hafa haft hjá hverjum sl. 6 mánuði. Einnig þurfa menn að gefa upp- lýsingar um hve marga daga þeir hafa verið atvinnulausir sl. 6 mánuði og á hvaða tímabili (tímabilum) atvinnuleysið hefur varað og er þar átt við virka daga. Ástæða er til að hvetja alla þá er eiga rétt á bótum, til að láta skrá sig atvinnuluusa og sækja bætur. Atvinnuleysistrygginga- sjóðurinn er ávöxtur af langri vinnudeilu er Verkamannafélagið Dagsbrún háði árið 1955 og nýt- ur nú verkalýðshreyfingin öll þess s;gurs er þar vannst. Sjóðurinn er því í raun og veru eign verkalýðshreyfingarinn- ar og ber félögum hennar að nota hann er þörf er á. 1 Málverkasýnirtg í Neskaupstað Um siðustu helgi hélt Hreinn Elíasson, listmálari frá Akranesi, málverkasýningu í Egilsbúð í Neskaupstað. Á sýningunni voru 46 myndir, þar af 7 olíumálverk, liitt voru pastal og svartiistar- myndir. Sýninguna sóttu hátt á þriðja hundrað manns og 12 myndir seldust, en þetta var jafnframt sölusýning. Hreinn Elíasson hefur verið ráðinn hjá Myndlistarfélagi Nes- kaupstaðar, til leiðbeiningar fyrir frístundamálara í vetur. Osœmileg framkoma

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.