Austurland


Austurland - 26.01.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 26.01.1968, Blaðsíða 2
AUSTURLAND Neskaupstað, 26. janúar 1968. Shíðashdlinn roflýstur SI. sunnudag bauð íþróttafélag- ið Þróttur, Neskaupstað, frétta- mönnum og gestum til kaffi- drykkju í skíðaskála félagsins í Oddsdal. Tilefnið var það, að nú hefur félagið komið upp raflýs- ingu í skíðaskálanum. Sigurður G. Björnsson, formað- ur Þróttar, bauð gesti velkomna og lýsti framkvæmdum. Sett var upp 20 kw. díselrafstöð í skúr, sem byggður var skammt frá skálanum og verður skúrinn jafn- framt notaður til skíðageymslu. Nægilegt rafmagn er til lýsingar °g upphitunar skálans. Þá er raf- magnseldavél í eldhúsínu og ljós- kastarar utan á skólanum, sem lýsa upp skíðabrekkurnar í kring. Þessar framkvæmdir kostuðu félagið um 80 þúsund krónur, auk mikillar sjálfboðavinnu og ýmsra hluta, er þurfti til framkvæmd- anna, sem gefið var af velunnur- um félagsins. Skíðaskálinn sjálf- ur var byggður á árunum 1950— 1952 og hefur hann komið í góð- ar þarfir þeirra félagsmanna og annarra sem skíðaíþróttina hafa stundað. Stefán Þorleifsson, formaður Skíðaráðs félagsins, þakkaði stjórninni fyrir þetta myndarlega Shíðflmót vetrarins Undanfarið hafa skíðamenn hér nýtt snjóinn vel og margir hverj- ir æft af kappi, enda líður óðum að því, að skíðakeppnir hefjist. í vetur verða fjögur skíðamót haldin á vegum Skíðaráðs Þrótt- ar. Hið fyrsta þeirra, sem er nýtt af nálinni og hlotið hefur heitið þorramót, verður háð í Oddsdal sunnudaginn 4. febrúar nk. Keppt verður í svigi í þremur flokkum karla: 17 ára og eldri, 14—17 ára og 11—14 ára. — Önnur mót á vegum Skíðaráðsins eru: Firmakeppni 10. marz, Harð- armótið 17. marz og Þróttarmót- ið 6. og 7. apríl. Ennfremur mun skíðaráðið stuðla að framkvæmd skíðamóts innan gagnfræðaskól- ans um miðjan febrúar og skíða- móts Austurlands, sem væntan- lega fer fram í Oddsdal upp úr miðjum marz. Allmiklar líkur eru á því, að hinn kunni skíðamaður Haraldur Pálsson dveljist hér í marzmán- uði við kennslu og þjálfun skíða- fólks. ! | ( Við skíðaskálann í Oddsdal er nú upplýst brekka. Á mánudags-, miðvikudags- og föstudagskvöld- um kl. 20 verða áætlunarferðir að skíðaskálanum frá bæjartorginu. Gjald kr. 25. Helgarferðir verða auglýstar síðar. ,,. ; . (Frá Skíðaráði Þróttar). framtak og flutti ávarp til fé- lagsmanna. Sagði hann, að skíða- ráð mundi hvetja til mikilla skíða- iðkana í vetur og kæmi brátt hingað skíðakennari til leiðbein- inga. Væru og fyrirhuguð nokkur skíðamót í Oddsdal, þar á meðal Austurlandsmót. Þá fluttu ávörp Jóhannes Stef- ánsson, framkv.stjóri, og Gunnar Óiafsson, skólastjóri, en hann var aðal hvatamaður að byggingu skíðaskálans á sínum tíma. Vonandi verður þessi viðleitni félagsins til bættrar aðstöðu við skíðaskálann, til þess að örva menn til skíðaiðkana. í skíðaskálanum er nú orðið mjög vistlegt og hlýtt og um- hverfi skálans bjart og skemmti- legt til skíðaiðkana, þó að kvöld- lagi sé. Frá Hallormsstað Hallormsstað, 22. jan, — Sibl/HG Þau tíðindi gerðust á þrettánd- anum, að Lagarfljót lagði alveg inn í fljótsbotn, og er slíkt fá- títt um þetta leyti árs. Fáum dög- um áður, líklega 3. jan., mældist hér 20.4° frost á Celsius og er það mesti kuldi sem lesinn hefur verið af mæli frá því reglulegar veðurathuganir hófust hér á Hall- ormsstað 1939. Utan við Valla- nes lagði fljótið þegar í desem- ber. — ísinn hefur haldizt óslitið frá því á þrettánda, og hér fram undan bænum er nú 13 senti- metra þykkur, spegilsléttur ís allt yfir að landi norðan megin. Hef- ur fólk leikið sér á skautum síð- ustu daga, og má margur una við styttri brautir, en hér er fljótið um 2 km á breidd. Ein- hvers staðar í djúpunum undir íshellunni liggur nú Ormurinn og mókir í miðsvetrardvala. En víðar eru svellalög en á Lagarfljóti og til minni fagnað- ar, t. d. á þjóðvegum, en hálkan þar hefur verið gífurleg síðustu daga og mörgum bílnum orðið hált á henni og sumir snúið hjól- unum upp áður lauk. Sem betur fer munu engin slys hafa orðið á mönnum. Fregnir berast um hreindýra- hjarðir víða í byggð hér í kring- um okkur, en einhverra hluta vegna hafa þau ekki heiðrað skóginn með návist sinni enn sem komið er. Ber ekki að harma það því að nokkru tjóni geta þau valdið á trjágróðri. Kirkjan. I f Messað verður nk. sunnudag kl. 2 — Barnaguðsþjónusta kl. 11 f. h. — Safnaðarfundur verð'- ur að lokinni messu kl. 3. Framh. af 4. síðu. þar sem árnar eru illa farnar, önnur vegna ofveiði og hin vegna skemmdar verks. Leigutaki gerir á sinn kostnað ýmsar umbætur á ánni og kaupir gönguseiði til að flýta fyrir því að árnar nái sér upp. Telur hinsvegar góða með- ferð frumskilyrði og eigin stofn árinnar æskilegastan. Veiðitími ár hvert er aðeins 62 daga og framan ármóta Tunguár og Hofs- ár má aðeins nota flugu. Samn- ingurinn gildir til 1974 og heild- ar upphæðin um það bil 2.5 millj. Þar sem krónan okkar er völt, er miðað við sterlingspund hverju sinni og fer greiðsla fram 8 mán. fyrir lok hvers veiðitímabils. Reynt verður að gefa Vopnfirð- ingum tækifæri til að veiða og öðrum ef laust er, í Hofsá. Veiðimálastjóri hefur nú heim- ilað, að veiða megi með 6 laxa- stöngum samtímis í Hofsá og Sunnudalsá og jafnframt má veiða með tveim silungastöngum neðan ármóta Hofsár og Sunnu- dalsár. Þá setti Major Booth bleikjuseiði frá Laxaeldisstöðinni í Kollafirði — ættuð frá Hlíðar- vatni í Nikurvatn og Þuríðarvatn sl. haust. Ef til vill er féiíigsmálaáhugi í öfugu hlutfalli við mikla atvinnu og háar tekjur. Á sl. hausti var stofnuð hér slysavarnadeild kvenna með þátttöku 121 konu, og hlaut nafnið Sjöfn. Formaður er frú Kristín Guðmundsdóttir. Næst var stofnaður Lionsklúbb- ur og er forseti Halldór Kr. Hall- dórsson, kaupfélagsstjóri. Þá var stofnaður Kiwanisklúbburinn Askja og fór fullgilding hans fram á þrettándanum. Fullgild- ingarskjalið afhenti forseti Kiw- anisklúbbsins Heklu í Reykjavík og flutti jafnframt kveðjur og árnaðaróskir, ennfremur talaði Þórir Hall, varaforseti Heklu. Kiwanisklúbburinn Askja er fjórði klúbburinn sem stofnaður er hér á landi, hinir eru Hekla og Katla í Reykjavík og Helgafell í Vestmannaeyjum. Stjórn Kiwan- isklúbbsins Askja skipa þessir menn: Haraldur Gíslason, sveitar- stjóri,, forseti; Víglundur Pálsson bóndi, ritari og Antoníus Jónsson bifreiðarstjóri, gjaldkeri. Báðir hafa þessir klúbbar fullar hug á því að láta líknar-, framfara- og menningarmál til sín taka. Starf- semi slysavarnadeilda þarf ekki að kynna og hér á Vopnafirði mun slysavarnadeildin Sjöfn láta til sín taka. Stórt og glæsilegt skólahús var tekið í notkun á Vopnafirði sl. haust. Teikning þess var eitt síð- asta verk Sigvalda Thordarsonar arkitekts frá Ljósalandi, þess mikla listamanns. Þetta eru örfáir drættir úr langri röð atburða sem gerðust hér á liðnu ári og þó gerist víst aldrei neitt. Gunuar Valdiinarssou. Úr bœnum Bazar. Kvenfélagið Nanna er nú að undirbúa bazar til ágóða fyrir sjúkrahúsið. Er ráðgert að hann verði haldinn um mánaðamótin marz—apríl. Hefur bazarnefndin vinnukvöld í sjómannastofunni á hverju mánudagskvöidi frá kl. 9 og eru konur, sem taka vilja þátt í undirbúningnum, velkomn- ar þangað. Bazarnefndin mælist vinsam- lega til þess að félagskonur gefi muni á bazarinn, svo og allir vel- unnarar sjúkrahússins innan bæj- ar og utan. Eftirtaldar konur veita munum móttöku: Björg Helgadóttir, Miðgarði 12; Anna Eiríksdóttir, Þórhólsgötu 4; Ingibjörg Sigurðardóttir, Stekkj- argötu 3; Ólöf Ólafsdóttir, Hlíð- argötu 32; Sigrún Jónsdóttir, Ás- garði 10, Auðbjörg Njálsdóttir, Þiljuvöllum 35; Unnur Bjarna- dóttir, Hlíðargötu 4; Lína Jóns- dóttir, Egilsbraut 15. Bæjarstjórnarfundur. Almennur fundur hefur verið boðaður í bæjarstjórn Neskaup- staðar í dag kl. 4. Á dagskrá eru fjárhagsáætlanir kaupstaðarins til fyrri umræðu, og fundargerðir bæjarráðs og hafnarnefndar. Afmæli. Björn Eiríksson, verkamaður, Miðstræti 25, varð 65 ára 20. jan- úar. Hann fæddist á Krossanesi í Helgustaðahreppi, en hefur átt hér he;ma frá 1914. SIGHVATUR EINARSSON & CO SÍMI 24133 SKIPHOLT 15

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.