Austurland


Austurland - 26.01.1968, Síða 3

Austurland - 26.01.1968, Síða 3
Neskaupstað, 26. janúar 1968. AUSTURLAND 1 3 Skráning atvinnulausra í Neskaupstað samkvæmt lögum nr. 52/1956 um vinnumiðlun, og reglugerð nr. 130/1956 um vinn- miðlun, fer fram á skrifstofu Verklýðsfélags Norðfirðinga í félagsheimilinu dagana 1.—3. febrúar 1968, kl. 10—12 og 15—17. Bæjarstjórinn í Neskaupstað. ^•/V/WVAA^/\A^AA/»A^/\AA/\/\A/»AA/WWWWVWW\A/\/\/WW\AAA/\>WVWWVNAA/W\/V\^/\A/»/WWVA/< Símanotendur sem skulda áfallin símagjöld, eru minntir á, að eindagi þeirra : var í gær. 1 Sím'stjóri. Þorroblót í nýjum sið Framhald af 1. síðu. stöðum, en a. m. ik. á árunum milli 1930 og 1940 voru þau hald- in til skiptis á fjórum stöðum: Á Egilsstöðum, Ketilsstöðum, í Vallanesi og á Hallormsstað (eft- ir að Húsmæðraskólinn þar tók til starfa). Eftir að Egilsstaða- hreppur var stofnaður voru blót- in á Ketilsstöðum og Hallorms- stað og nú síðustu arln í félags- heimilinu Iðavöllum. Þorsteinn kaupfélagsstjóri minntist þessarar vísu, sem varð til eftir eitt þorrablótið á Egils- stöðum: Á Egilsstöðum enn er mót, sem ýmsra iléttir buddu. Þar var haldið þorrablót og þar fékk Stebbi Guddu. Þorsteinn fluttist til Reyðar- fjarðar árið 1919 og eftir það kvað hann þorrablót hafa verið haldin reglulega í því byggðar- lagi. Að lokum vildi ég geta eins atriðis í þessu sambandi: Það eru nokkuð margir í minni sveit, sem tala um þorramót, en ekki nota orðið þorrablót. Hallormsst. á Bræðramessu 1968, Si’g. Blöndal. Óssmileð froÉonto Framh. af 1. síðu. svo einn af starfsmönnum út- varpsins látinn hringja í Magnús til að tilkynna honum, að ekki sé lengur rúm fyrir þátt hans í dagskránni, og verði hann því að falla niður. — í útvarpsráði er sem sagt logið upp forsendum til að fjarlægja þáttinn úr dag- skránni og síðan óábyrgur aðili látinn hringja í flutningsmann til að tilkynna honum niðurstöðuna! Enginn rökstuðningur hefur enn komið fram frá ráðamönnum út- varpsins fyrir þessari dæmafáu málsmeðferð og ókurteisi, þegar þetta er ritað. — En í leiðara Morgunblaðsins sl. laugardag eru Magnúsi ekki vandaðar kveðjurn- ar í pistli undir fyrirsögninni „Misheppnaður útvarpsþáttur". Þar sést hverjir hafa hönd á þeim þráðum, sem leikbrúðurnar í stjórn útvarpsins dansa eftir. Formaður útvarpsráðs er Bene- dikt Gröndal, langeygur vonbið- ill eftir embætti utanríkisráðherra íslands. Við hægri hönd hans sit- ur Sigurður frá Vigur Morgun- blaðsritstjóri. Þessir menn kunna til verka á sinn sérstæða hátt. Vert er að almenningur veiti þessum lítilmótlegu vinnubrögð- um athygli, Með þeim er á órök- studdan hátt vegið að málfrelsi við útvarpið á sama tíma og þar er látnir mala viku eftir viku og ár eftir ár menn, sem virða lög- boðna óhlutdrægni stofnunarinn- ar að vettugi. — H.G. Bót rok ó lond Norðvestanrok gerði á Norð- firði aðfaranótt mánudags. Slitn- aði þá upp af legunni v/b Dröfn og rak á land í krókinn fyrir inn- an innri bæjarbryggjuna. Bátur- inn skemmdist mikið, er jafnvel ónýtur. Dröfn er einhver elzti bátur landsins, keyptur hingað frá Ól- afsfirði fyrir mörgum árum og hét þá Anna. Upphaflega var bát- urinn smíðaður sem hákarlaskip, en var síðan umbyggður og stækkaður í 40 tonn. Ekkert tjón annað varð af veðrinu. ’ i tAAAAAAAAAAAAAA^^^AAA^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA^^^^WWWWWWWWW B Egilsbúð SÍÐASTI NJÓSNARINN Sýnd föstudag kl. 8 og á sunnudag kl. 3. LESTIN ! Sýnd sunnudag kl. 5. Bönnuð börnum innan 14 ára. Síðasta sinn. HRINGFERÐ ÁSTARINNAR Mynd um hringekju ástarinnar. Aðalhlutverk: Hildegard Knef, Walter Giller, Lllli Palmer. — Bönnuð börnum innan 16 ára. — Sýnd sunnudag kl. 9. : HVÍTT SPRED SATIN i ALLABtÐ. SKÍÐASLEÐAR KAUPFÉLAGIÐ FRAM Þorrablól Alþýðubandalagsfélags Neskaupstaðar verður haldið í Egils- búð laugardaginn 27. jan. nk. og hefst kl. 20.30 með sam- eiginlegu borðhaldi. Ýmis skemmtiatriði ásamt almennum söng meðan á borð- haldi stendur. Félagsmenn, mætið með gesti ykkar stundvíslega. Höskuldur og félagar leika fyrir dansinum. Pantaðir aðgöngumiðar verða seldir féiagsmönnum I miða- sölu Egilsbúðar kl. 5—7 e. h. á föstudag 26. jan. Matartrog verða sett á borð kl. 17.00—18.30 á laugardag. Stjórnin. Slysavarnakonur Norðfirði Munið fundinn í sjómannastofunni í kvöld kl. 9. Áríðandi mál á dagskrá. Hafið með ykkur handavinnu og kaffi. Stjórnin. HAAA/¥WWW¥WWWWWWW\AAA^WWAAAAAAAAAAAAAA%AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/ Öllum þeim, sem sendu mér skeyti og gjafir, og auðsýndu mér á annan hátt vináttu og h’ýhug á 80 ára afmæli mínu 17. janúar 1968, þakka ég hjartanlega fyrir. Lifið heil. Þorsteinn Einarsson.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.