Austurland


Austurland - 26.01.1968, Side 4

Austurland - 26.01.1968, Side 4
4 ' f ~ AUSTURLAND Neskaupstað, 26. janúar 1968. Fréitamolar úr Vopnafirði Liðið ár mun víða hér um slóð- ir hafa verið kvatt með engum söknuði. Þetta var þriðja árið í röð sem ógnaði bændum með hallæris veðráttu vetur, sumar, vor og haust og fyrsta árið um langt skeið sem ógnaði ört vax- andi íbúafjölda Vopnafjarðar- kauptúns með atvinnuleysi. Við áramót bíður fólk hér í ofvæni eftir því hvort hafísinn verður á undan skipum, sem flytja eiga nauðsynlegan vetrarforða, án olíu yrði hreint neyðarástand, fóður- vörur hefur þegar skort, þar sem ásetningur var verulega byggður á fóðurbæti og matvara uppgeng- in. Síðari hluta janúar og febrúar var veðrátta meinlaus, var þó all- víða í þessari víðlendu sveit mjög lítið gagn að beit þann tíma vegna svellalaga, en veturinn hafði lagst snemma að og færð- ist svo í aukana undir vorið og hélt vetrarveðráttu til 25. maí. Sauðgróður mátti telja um miðj- an júní, en kuldar héldust út sumarið nema hvað góður kafli kom í ágúst og bjargaði því sem bjargað varð í sambandi við hey- skap, en kartöflugras varð svart í mörgum görðum í öllum mánuð- um sumarsins. Verstu hríðarveð- ur urðu á heiðum uppi bæði í júní og júlí. Kartöfluuppskera víðast engin og ber sáust varla. Kal var víða í túnum og er það þriðja sumarið 1 röð sem það veldur tjóni. Verst urðu bændur við norðanverðan Vopnafjörð úti. Þar varð gjafatíminn lengstur, manndrápsveðrin svörtust, túnin víða gjörkalin og á gömlum og góðum engjastykkjum glottu fannir mót júlí- og jafnvel ágúst- sól. Þrátt fyrir þetta gekk bú- smali vel fram á velflestum bæj- um, en lambadauði varð sums staðar nokkur vegna smits sem upp kom við langvarandi inni- stöður á lambfénu. Kostnaður við að koma búfé fram var að sjálf- sögðu botnlaus. Vænleiki sauð- fjár á sl. hausti var allsæmileg- ur, hjálpaði það til að jörð var að koma undan ,snjó og gróa út sept. I annarri göngu fann ég í brekkuhalli á Brunahvammshálsi í 5—600 m hæð, átta tegundir jurta sem stóðu í blóma. Síðustu 3 mánuðir ársins voru mjög kaldir og sums staðar jarð- bönn þegar með vetrarkomu og urðu heiðleitir erfiðar og all- sögulegar, þrátt fyrir alla tækni nútímans, svo sem snjóbíl, vél- sleða og talstöð. Heildarmagn landbúnaðaraf- urða varð svipað og árið áður en þá var það samkvæmt ársskýrslu KVV um 18.3 milljónir. Dauft var yfir atvinnulífi á Vopnafirði til septemberloka en þá hófst síldarsöltun og veitti mörguro atvinpu til jóla Gífurleg tekjurýrnun vegna lélegrar at- vinnu kom víða við og mjög hart n;ður á mörgum. Mörg íbúðarhús voru í smíðurn, viðhlítandi lán ófáanleg og það er þess vegna því miður fleiri en bændur sem eiga í greiðsluerfiðleikum og þeir koma svo niður á þeim fyrirtækj- um sem fólkið skiptir við. Hér er það kaupfélagið sem er brjóstvörnin og á því hefur bitn- að harkalega léleg kaupgeta fólks og greiðsluerfiðleikar, auk ónógra afurða og rekstrarlána. Greidd vinnulaun á vegum KVV 1966 voru 7.6 milljónir og má af því mai’ka, að þaðan koma margri fjölskyldu tekjur. Síldarverksmiðjan hefur frá því að hún var reist, verið mönd- ullinn í atvinnulegu tiliiti á Vopnafirði. Undanlarin ár hefur hver stórframkvæmdin rekið aðra bæði nýbyggingar og endurbætur á vélakost’, enda allt mjög full- komið. Nú fór saman síldarleysi og stöðvun frekari framkvæmda og var því iítið um að vera á þessum vettvangi í sumar og haust. Alls tók verksmiðjan á móti 15.400 tonnum síldar á ár- inu. Fjórar söltunarstöðvar söltuðu samtals rúml. 15.000 tn. af síld og er þegar mikið magn farið og ekki eru skemmdir á síldinni telj- andi, þó frosthörkur tefðu eðli- lega verkun. Hafblik saltaði rúml. 5 þús. tn. en aðrar stöðvar minna. Vonir standa til, að Vopnafjörð- ur njóti góðs af vinnslu síldar- afla Akranesbáta í framtíðinni, því að Haraldur Böðvarsson og Co hóf síldarsöltun hér sl. haust og kom síldarsöltun í gang á ó- trúlega skömmum tíma. Sá stóratburður gerðist á ár- inu að Vopnfirðingar eignuðust tvö stór og glæsileg síldveiðiskip. Var það hlutafélagið Tangi sem keypti skipin en skráðir hluthaf- ar eru Síldarverksmiðjan, Ti’yggvi Gunnarsson frá Brettingsstöðum 1 á Flateyjardal og nokkrir Vopn- firðingar. Brettingur NS 50 kom nýsmíðaður frá Noregi í febrúar og er skipstjórinn Tryggvi Gunn- arsson, þekktur aflamaður. Hitt skipið, Kristján Valgeir, kom til landsins síðsumars ’66 og var í eigu Guðmundar á Rafnkelsstöð- um. Kristján Valgeir mun hafa orðið 6. aflahæsta skipið í sum- arsíldveiðunum og líklega afla- hæstur á loðnuveiðum sl. vetur. Skipstjóri er Hafsteinn Guðnason frá Sandgerði, kornungur maður. Spáir þessi frammistaða góðu við jafn erfiðar aðstæður og voru á liðinni vertíð. Þessum skipum var fagnað sameiginlega með mikilli veizlu þegar Brettingur kom frá Noregi í febrúar, en afhending Kristjáns Vaigeirs fór fram áður. Var þetta óefað bezti mannfagnaður sem haldinn hefur verið hér, og fór fram með miklum menningar- og myndarbrag. Framkvæmdastjóri „Tanga“, Sigurjón Þorbergsson, sem jafnframt er framkvæmda- stjóri SVV sagði við fréttamenn við þetta tækifæri að þessi skipa- kaup væru djarft spor og raunar teflt á tæpasta vað, en það hefði líka jafnan verið gert í sambandi við alla uppbyggingu síldarverk- smiðjunnar og lánazt vel. Það er nú komið á daginn, að án þessara skipa hefði síldarvinnsla og sölt- un orðið hér sáralítið sl. ár. „Djarfa sporið“ sem Sigurjón talaði um, er án efa annað mesta átak sem gert hefur verið í Vopnafirði atvinnulega séð. Eins og kunnugt er, hafa verið þrjár góðar laxveiðiár í Vopna- firði, óefað þær beztu á Austur- landi, auk þess Sunnudalsá sem veiðiþjófar eyðilögðu fyrir nokkr- um árum. Nú var svo komið að allar þessar ár búa meir að fornri frægð en laxastofni, hefur hallazt ört á ógæfuhlið hin siðari ár. Nokkitr þáttaskil urðu í þess- um tnálum sl. ár og skal það stuttlega rakið þar sem þesskon- ar efni er jafnan fréttnæmt. Vesturdalsá: Hún er vatns- minnst af ánum en fellur í Nýps- lón, sem eflaust búa yfir góðum skilyrðum. Þar er starfandi veiði- félag og hefur áin verið leigð til stangveiða allmörg ár sömu aðil- um. Meðan netaveiði var stund- uð eingöngu urðu aldrei mjög stórvægilegar sveiflur á veiði um langan tíma, en veiði mun hafa komizt í nálega 1000 laxa þó ekki séu nákvæmar skýrslur um það. 1 mörgum hyljum og strengjum var ókleift að veiða með neti og því varð jafnan eftir nokkur lax t;l að hrygna. Með stöngum tókst hinsvegar svo vel að hreinsa til að sum ár mun enginn lax hafa orðið eftir til hrygningar og viðhalds stofninum og sl. 2—3 ár var sáralítil veiði. Veiðifélag bændanna pantaði 1000 göngu- seiði frá Laxeldisstöðinni í Kolla- firði sl. sumar og voru þau sett í ána í júlímánuði, en áin er föst með leigusamningi tvö ár ennþá. Selá: Þar er ekki starfandi veiðifélag en á sl. sumri var nær fullgerður laxastigi í Selárfossi og heppnist allt vel, getur lax gengið langt fram til heiða og þar sem áhugasamir menn, svo sem Oddur Ólafsson yfirlæknir á Reykjalundi, standa að þessu máli, mun fast fylgt á eftir með ræktun árinnar, en í ytri hiuía Selár neðan við fossinn hefur verið þverrandi veiði. Hofsá: Þar hefur verið hömlu- laus ofveiði um alllangt skeið, eða þar til veiðimálastjóri fækk- aði stöngum um 50% 1966, úr 15 stöngum í 7%, en auk þessa er veitt með netum og á stöng frá ármótum Sunnudalsár og Hofsár til sjávar. I febrúar sl. var svo stofnað veiðifélag á vatnasvæði Hofsár, en þar er Sunnudalsá meðtalin. Þar sem nokkrir skriflegir samningar voru útistandandi var unnið að því að losa um þá samninga sl. vor og koma jafnframt á nokkrum veiði- takmörkunum svo sem 10 st. veiðitíma á dag, stöðva veiðar 5. sept. og banna veiði með maðk- beitu á Fossdal. Tókust um þetta samningar fyrir veiðitímabilið ’67 og í lok þess vai’ áin laus. Auglýst var í þremur stærstu dagblöðum landsins eftir tilboð- um í Hofsá og Sunnudalsá, en aðeins eitt tilboð barst, var það frá brezkum manni, majór B. Macdonald Booth. Hefur hann dvalizt hér á landi meira og minna flest sumur sl. 14 ár og haft vetursetu hér í Vopnafirði einu sinni. Á grundvelli þessa til- boðs voru undirritaðir samningar í Reykjavík milli Veiðifélags Hofsár og Major Booth með þeim fyrirvara, að félagsfundur sam- þykkti samninginn og viðkomandi ráðuneyti staðfesti hann. Samn- ingurinn, sem nú hefur tekið gildi, verður að teljast mjög hagstæður Framh. á 2. síðu, Frá Vopnafjarðarkauptúnr.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.