Austurland


Austurland - 02.02.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 02.02.1968, Blaðsíða 1
Athyglisverður dómur lUSTURLAND malgagn alþýoubandalagsins a austurlandi 18. árgangnr. Hihlir erfiðleihar blasa Fjárhagsáætlun Neskaupstaðar var til fyrri umræðu í bæjarstjórn á föstudaginn var og er gert ráð fyrir að hún verði til síðari um- ræðu næsta föstudag. Hið erfiða árferði, verðfall af- urða, lægra kaup og samdráttur á ýmsum sviðum, setur mark sitt á fjárhagsáætlunina. Það er líka eðlilegt, að sveitarfélögin dragi saman seglin þegar illa árar, og geri þá minni krófur til þegnanna. Þar af leiðir líka, að undir þeim kringumstæðum verða þegnarnir að gera minni kröfur til sveitar- félaganna. Þegar vel árar, eiga sveitarféiögin að auka starfsemi sína, ráðast í framkvæmdir til al- menningsheilla og auka umsvif sín. Sú stefna, sem sum sveitar- félög hafa fylgt í góðærinu und- anfarið, að leggja meginkapp á að lækka útsvör í stað þess að hafa þau í samræmi við það sem almennt tíðkast, og ráðast þá í nauðsynlegar framkvæmdir eða safna í framkvæmdasjóði, er al- röng og hlýtur að hefna sín. Sveitarfélög víða um land sjá nú fram á mikla erfiðleika og miklum vandkvæðum er bundið að koma saman fjárhagsáætlun- um. Það er ekki ætlun mín í þessu greinarkorni, að segja nákvæm- lega frá fjárhagsáætluninni. Þó skal þess getið, að útsvör eru á- ætluð 13.5 millj. kr. — í fyrra voru þau við upphaflega gerð á- ætlunar 18.7 millj., en í endur- skoðaðri gerð 15.435 þús. — At- hugun sýndi, að gjaldþol manna hafði minnkað mjög. Tekjur sjó- manna, sem ath. náði til, höfðu lækkað um 34.5%. Könnun náði til tekna verkamanna hjá þrem fyrirtækjum. Hjá einu nam lækk- unin 2%, öðru 10.5 og því þriðja 21.4%. — Þessar staðreyndir o. fl. voru hafðar í huga við ákvörð- un útsvarsupphæðarinnar. Ekki er gert ráð fyrir því að á þessu ári verði unnt að veita afslátt frá útsvarsstiganum. Aðstöðugjöld eru nú áætluð 3 millj., voru í upphaflegri áætlun í fyrra 5 millj., en í endurskoðaðri áætlun 5.5 milij. Hinn mikli samdráttur í tekj- Neskaupstað, 2. febrúar 1968. nú við sveitdrfélöpuDi um bæjarins, bitnar mjög harka- lega á framkvæmdum á hans vegum. Þannig er niðurskurður á vegafé mjög mikill og til vatns- veituframkvæmda er ekkert veitt, og eru þó framkvæmdir á þeim sviðum báðum mjög aðkallandi. Við ráðstöfun tekjuafgangs var það sjónarmið haft mjög í huga, að hann notaðist sem bezt sem framkvæmdafé. Þannig var leit- 5. tölubiað. azt við að leggja fé til þeirra byggingaframkvæmda, sem kost- aðar eru bæði af bæ og ríki. Er lagt fullt framlag á móti ríkis- framlagi til íþróttahúss og lækn- isbústaðar, en ekki var hægt að leggja nema tæplega hálft á móti ríkisframlagi til skólabygginga. Til þess að nota ríkisframlagið til skólabygginga að fullu, hefði bær- inn þurft að leggja fram 700 þús. kr. til viðbótar, en á því voru engin tök. Framh. á 3. dðu. Þann 22. jan. sl. var í Hæsta- rétti kveðinn upp dómur í máli því er Kristján Jóhannsson ver.kamaður átti í við Eimskipa- félag íslands um rétt sinn til launa vegna veikindaforfalla. Með þessum dómi hefur Hæsti- réttur staðfest þann skilning verkalýðssamtakanna á 4. gr. laga nr. 16 1958 um uppsagnar- frest og rétt fastra starfsmanna til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla, að fastir starfs- menn eigi rétt á greiðslu allra þeirra launa, er þeir missi af hjá atvinnurekenda sínum vegna veik'nda- eða slysaforfalla, þ. e. ekki aðeins dagvinnukaupi heldur og greiðslu fyrir eftirvinnu og nætur- og helgidagavinnu sem unnin er hjá fyrirtækinu og þeir hefðu ella fengið. Vinnuveitendasamband Islands hefur ekki viðurkennt skilning verkalýðssamtakanna á þessari lagagrein til þessa og er þetta þriðji dómurinn er fellur í máli vegna hennar. Fyrsta málið reis á Akranesi. Var það út af deilu sem starfs- maður Sementsverksmiðjunnar átti í við fyrirtækið um það, hvort atvinnurekendum bæri að greiða 14 daga einu sinni á ári í veikinda- og slysaforföllum eða hvort þeim bæri að greiða allt að 14 daga hverju sinni. Hæstiréttur úrskurðaði, að atvinnurekendum bæ,ri að greiða allt að 14 daga hverju sinni, nema ef um ,sama sjúkdóm væri að ræða, þá aðeins 14 daga einu sinni á ári. í þessu máli krafðist verkamað- urinn einnig greiðslu fyrir eftir- vinnu í veikindaforföllum. Var honum dæmd sú greiðsla. Annar dómur gekk í Hæsta- rétti um skilning á þessum lög- um. Var hann um það hvort greiða bæri kaup í slysatilfellum, ef verkamaðurinn slasaðist utan vinnustaðarins, en sá var skiln- ingur verkalýðssamtakanna. Þetta var og staðfest af Hæsta- rétti sem úrskurðaði, að greiða bæri kaup í slysatilfellum, þótt slysið hefði orðið utan vinnustað- ar hins slasaða. Með þessum dómi er því endan- lega úr því skorið, að það ber að gre:ða tíma- og vikukaupsmönn- um alla yfirvinnu sem þeir hefðu haft ef ekki hefði verið um veik- inda- eða slysaforföll að ræða hjá þeim. Þá er rétt að vekja athygli á því, að allir þeir sem sl. fjögur á.r hafa ekki fengið greitt kaup í veikinda- og slysatilfellum nema fyrir dagvinnu hjá atvinnurek- endum sínum, eiga kröfu á hend- ur þeim um greiðslu fyrir eftir- vinnu, nætur- og helgidagavinnu, Framh. 6 3. BÍÖU. EfDahaflsvaDdrsði Það hefur sannazt áþreifan- lega þessa dagana, hve fullyrð- ingar ríkisstjórnarinnar og ráð- gjafa hennar í sambandi við gengislækkunina, voru gjörsam- lega út í hött. Við gengislækkunina varð til gengishagnaður upp á nokkur hundruð milljónir, vegna inn- stæðna bankanna erlendis og ó- seldra afurða. Þessum sjóði var úthlutað í ýmsar áttir — mest þó til rikissjóðs — en ekkert mátti koma í hlut sjómanna, sem þó höfðu skapað þessi verðmæti. Lúðvík Jósepsson flutti tillögu um að 40 milljónir yrðu látnar renna til sjómanna, en jafnvel þessarar tiltölulega lágu upphæð- ar gat stjórnarliðið ekki unnt sjómönnum. Og ekkert þurfti að ætla útgerðinni og fiskiðnaðinum. Fyrir þeirra hag var séð með gengislækkuninni — og vel séð, að dómi stjórnarinnar. En enn einu sinni reiknuðu ráðunautarnir vitlaust. Útgerðar- menn lýstu yfir því, að enginn grundvöllur væri fyrir rekstri út- gerðarinnar og hótuðu stoðvun. Útgerðinni dugði ekki 10% fi,sk- verðshækkun. Til útgerðarinnar á að leggja sérstaklega 124 millj. kr., sem ekki mun gert ráð fyrir að verði frjálst ráðstöfunarfé, heldur gangi til greiðslu skulda. Þá lýstu frystihúsaeigendur yf- ir því, að enginn grundvöllur væri fyrir rekstri frystihúsanna og til þess að knýja fram úrbæt- ur, voru írystihúsin stöðvuð. Og nú hefur ríkisstjórnin neyðzt til að koma til móts við frystihúsa- eigendur og er gert ráð fyrir að ríkisstyrkur til þeirra verði um 230 millj. kr. — Samtals eru þetta meira en 350 millj. kr. Og þessa fjár verður vafalaust aflað með nýjum álögum á al- menning í einhverri mynd og með niðurskurði verklegra fram- kvæmda. Alþingi var kvatt saman til I fundar í janúar, eftir óvenjustutt hátíðarfrí, til þess að samþykkja tollalækkun upp á 250 millj. kr., en frumvarp þess efnis átti að leggja fyrir þingið á fyrsta degi þess. En þetta frumvarp hefur enn ekki verið lagt fram, og verður kannski aldrei lagt fram, og væri líklega bezt fyrir alþýðu landsins, að það yrði aldrei dreg- ið upp úr skrifborðsskúffu fjár- málaráðherrans. Verði tollarnir lækkaðir, verður að afla teknanna til uppbótanna með öðrum hætti, líklega hækkun söluskatts. Mundi þá lækka verð á nokkrum er- lendum vörutegundum, sem ekki teljast allar til lífsnauðsynja, en hækka á trosinu, mjólkinni og öðrum nauðsynjavörum. Ríkisstjórnin er sýnilega al- gjörlega ráðþrota og veit hvorki upp né niður í neinu. Og allir út- reikningar reynast bandvitlausir og uppbæturnar og niðurgreiðsl- urnar nema risastórum upphæð- um og skopast að ríkisstjórninni sem hét þjóð sinni því, að afnema uppbætur og n'ðurgreiðslur. FjdrhaosdstluD Neskaupstaðar lögð íram

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.