Austurland


Austurland - 09.02.1968, Síða 1

Austurland - 09.02.1968, Síða 1
ÆJSTURLAND WAiiBAGN alþýðubandalagsins a austurlandi 18. árgangur. Neskaupstað, 9. febráar 1968. 6. tölublað. Krafa verklýðsfélaganna: Fillar vísitöluippbiEtir 0 haup Búist tii flð framfylðjn þeirri hröfu með dllsherjarverhffllli I. mnri Þingi Alþýðusambandsins lauk 1. febrúar. Þótt það væri kvatt saman til þess eins að fjalla um skipulagsmál, tók það einnig kjaramálin til meðferðar og sam- þykkti einróma ályktun þá, sem hér fer á eftir. Um síðustu helgi hélt Verka- mannasamband íslands þing sitt og var þar einkum fjallað um kjara- og atvinnumál. 1 báðum ályktununum er þung áherzla lögð á kröfuna um fullar vísitölubætur á kaup frá 1. marz og í ályktun Verkamannasam- bandsins, sem einnig er birt hér á eftir, er hvatt til allsherjar- verkfalls, náist þetta réttlætismál ekki fram með öðrum hætti. Þetta er sama krafan og mið- stjórn Alþýðusambandsins gugn- aði á að knýja fram 1. des. og aflýsti boðuðum vinnustöðvunum án alls samráðs við sambandsfé- lögin, sem höfðu boðað og undir- búið allsherjarverkfall þann dag. Síðan nýtur miðstjórn Alþýðu- sambandsins ekki óskoraðs trausts verklýðsfélaganna og það traust getur hún aðeins unnið aftur með óhvikulli forustu í þeirri hörðu baráttu, sem nú er framundan. En vandséð er, að aðstaða verklýðssamtakanna til þess að knýja fram kröfur sínar, sé betri nú en hún var 1. des. Verka- lýðurinn stendur að sumu leyti verr að vígi eftir stopula vinnu í allan vetur. Ályktun Alþýðusambandsþings- ins fer hér á eftir: „30. þing Alþýðusambands ís- lands, haldið í janúar 1968 ítrek- ar ákveðið fyrri samþykktir þingsins um kjaramál og atvinnu- mál. Reynslan hefur sannað, að stefna sú sem mörkuð var í þeim ályktunum er rétt; framkvæmd hennar hefði komið í veg fyrir þá alvarlegu kjaraskerðingu sem verkafólk hefur orðið fyrir að undanförnu og það atvinnuleysi sem nú mótar afkomu þúsunda einstaklinga um land allt. í framhaldi af þessum ályktunum leggur þmgið áherzlu á eftirfar- apdi meginatriði: 1. Það er félagslegur réttur hvers vinnufærs manns að eiga kost á atvinnu við sitt hæfi. At- vinnuleysi er ástand sem íslend- ingar mega ekki þola f landi stnu; þar er í senn um að ræða ófrá- víkjanleg mannréttindi og þjóð- hagslega nauðsyn því vinnan er undirstaða allrar verðmætasköp- ,unar. Það er frumskylda hverrar ríkisstjórnar að miða stjórn efna- hagsmála og atvinnumála við það að full atvinna sé í landinu. Ef stefna ríkisstjórnar nær ekki þeim tilgangi verður að breyta stefn- unni, láta hverskyns pólitískar og hagfræðilegar kennisetningar víkja fyrir dómi reynslunnar. Þingið skorar á öll verkalýðsfé- lög landsins að gera baráttuna fyrir fullri vinnu að meginatriði í öllum athöfnum sínum á næst- unni og heitir á landsmenn alla að taka þátt í þeirri baráttu og tryggja þá stjórnarstefnu sem líti á fullt atvinnuöryggi sem ófrá- víkjanlegt þjóðfélagsástand. Verkalýðshreyfingin lítur at- vinnuleysið svo alvarlegum aug- um, að öll önnur samskipti henn- ar við atvinnurekendur og stjórn- arvöld hljóta að mótast af því, hvernig brugðizt er við kröfum um tafarlausar umbætur á þessu sviði. Þingið ályktar því að fela mið- stjóm að skipa sérstaka nefnd sem vandlega kanni og fylgist með þróun atvinnumálanna. 2. Þingið leggur áherzlu á kjarnann í ályktun 30. þings A. S. í. um kjaramál, en það var meginatriði ,,að fullkomlega sé unnt að skapa traustan grund- völl fyrir þeim kjarabótum til handa vinnustéttunum, sem nú eru jafn brýnar og áður og sem verkalýðshreyfingunni ber að fylkja sér um og beita öllu afli sínu og áhrifavaldi til að ná fram, þ e. a. s. stytfingu vinmi- tímans án skerðingar tekna og aukningu kaupmáttar vinnulauna, með það að markmiði að núver- andi tekjur náist með dagvinnu einni. Sú hætta vofir yfn-, að samdráttur i atvinnulífihu geti leitt til mjög stórfelldrar tekju- skerðingar og snöggrar lækkunar á lífsjörum vinnustéttanna. Telur þingið því höfuðnauðsyn, að verkalýðshreyfingin reyni eftir megni að tryggja núverandi raungildi heildartekna, þótt um minnkandi yfirvinnu yrði að ræða. En allar aðgerðir í þessa átt mundu jafnframt stuðla að fram- gangi þess meginverkefnis að stytta raunverulegan vinnutíma með óskertum Iaunum“. Óhjá- kvæmilegt er að horfast í augu við þá alvarlegu staðreynd, að það markmið sem 30. þingið ákvað að stefna að, hefur fjar- Iægzt til muna að undanförnu. Sá samdráttur í atvinnulífinu sem þingið varaði við hefur orðið enn víðtækari og alvarlegri en þá var fyrirsjáanlegt og jafnframt hefur kaupmáttur tímakaupsins verið skertur. Dýrtíð hefur aukizt mjög tilfinnanlega með afnámi á nið- urgreiðslum á hversdagslegustu neyzluvörum almennings og með stórfelldri gengislækkun, jafn- framt því sem verðtrygging launa hefur verið felld niður úr lögum. Þingið leggur áherzlu á, að þessi öfugþróun verður ekki réttlætt með einni saman skírskotun til utanaðkomandi örðugleika. Þjóð- artekjur íslendinga eru enn um það bil þriðjungi hærri en þær voru 1960 og þjóðartekjur á mann að meðaltali einhverjar þær hæstu í heimi. Sá efnahags- grundvöllur nægir fuilkomlega til þess að tryggja hverjum manni viðunandi tekjur fyrir dagvinnu eina saman, ef skipting þjóðar- teknanna er réttlát og stjórn at- vinnulífsins skynsamleg. Sú stefna 30. þingsins, að tryggja óskertar heildartekjur fyrir dagvinnuna er nú nærtækt viðfangsefni verka- lýðssamtakanna, ekki framtíðar- sýn heldur vandamál dagsins í dag. Reynslan hefur sýnt, að stöð- ugt verðlag er höfuðforsenda þess, að tryggja afkomu atvinnu- veganna og lífskjör almennings. Þingið leggur þvi áherzlu á, að Framli. á 2. síðu. Tónskóli Hinn 3. marz í fyrra samþykkti bæjarstjórn Neskaupstaðar á fundi sínum, að stofna Tónskóla Neskaupstaðar og kaus þriggja manna skólanefnd til að hafa á hendi framkvæmdir. Nefnd'n tók þegar til starfa og hélt fyrsta fund sinn 6. marz. Aðgerðir nefndarinnar beindust fyrst og fremst að því að útvega hæfan kennara. Var leitað til ým- issa aðila en þó fyrst og fremst til Jóns Þórarinssonar, tónskálds. Taldi hann litla eða enga von til að takast mætti að fá kennara, en benti hins vegar á þá leið, sem margir stað:r hefðu reynt, að leita til útlanda, t. d. Austur- Þýzkalands, en þaðan hefðu kom- ið hinir nýtustu tónlistarkennar- ar. Var svo gert, en svar drógst á langinn og kom ekki fyrr en í ágústmánuði og þá neitandi, þ. e. a. s. á þann hátt, að ekki væri hægt að útvega kennara fyrr en eftir 2 ár. Var þá sýnt, að ekki yrði hafin kennsla á sl. hausti með er'.endum kröftum, og þá enn reynt hérlendis en án árangurs. Sneri þá nefndin sér til tékk- neska sendiráðsins í Reykjavík og komst fljótlega 1 beint sam- band við stofnun þá í Tékkósló- vakíu sem annast tónlistarvið- skipti við útlönd. Fóru nokkur bréf á miili og snemma í janúar þ. á. barst til- boð um kennara. Að vel athuguðu máli var þessu tilboði tekið, eftii cr aðeins að ganga frá formsatriðum. Hér er um að ræða konu, 35 ára gamla, gifta rafmagnsverk- fræðingi og eiga þau 2 börn. Hún hefur lokið námi við kennara- deild Tónlistarháskólans í Prag, aðalgrein píanóleikur, með ákaf- lega loflegum vitnisburði. Hefur hún sl. 10 ár kennt við tónlistar- skóla í Prag, aðallega nemendum á aldrinum 8—15 ára. Hún talar og skrifar ensku og mjög trúlega þýzku, ennfremur rússnesku, en þrátt fyrir það, veldur málið að sjálfsögðu nokkrum örðugleikum fyrst í stað, enda þótt hið alþjóð- lega mál tónlistarinnar hjálpi mikið. Talað hefur verið um minnst tveggja ára ráðningartíma og hyggst hún flytja hingað með fjölskyldu. Það eru því allar horfur á að Tónskóli Neskaupstaðar geti tek- ið til starfa á komandi hausti, en áður en það verður eru mörg vandamál óleyst. Iíæ jarst jó rnar f u ndu r Fundur hefur verið boóaður í bæjarstjórn Neskaupstaðar kl. 4 í dag. Helztu mál á dagskrá eru: fjárhagsáætlanir til síðari um- ræðu, breyting á hafnarreglu- gerð (hækkun gjalda) og fundar- gerð hafnarnefndar (5 ára fram- kva:mdaáætlun um hafnarfram- kvæmdir).

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.