Austurland


Austurland - 09.02.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 09.02.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 9. febrúar 1968. Björn G. Eiríksson, Reyðarfirði Æviniýri í Ausiurlöndum Framhald. Hafi einhvern tíma verið þak á þessari miklu byggingu, sem vissulega er engin þörf, þar sem lítið rignir, að sögn, hér um slóð- ir, þá er það löngu fallið. Raunar skildist mér á því sem Pétur sagði, að hann áliti hofið hafa verið þaklaust frá upphafi. Hins vegar herma vesturlenzk alfræði- rit, að þak muni hafa verið á hofinu. að minnsta kosti á bygg- ingu þeirri er Setos I. lét gera. Allmargar af hinum risastóru hof- súlum eru hrundar, sumar standa enn uppi. Nokkur liluti hofsins hrundi í jarðskjálftum, sagði Pét- ur. í hofrústunum sá ég a. m. k. tvær ,,kleópötrunálar“ (óbelisk- ar) myndskreyttar og með „hieroglýfri" (myndletri). Á allheillegum vegg er þarna var í hofrústunum sáust einnig allgreinilegar myndskreytingar. í hofinu var auðvitað risalíkan af Farao (líklega Ramses II.) og konu hans, drottningunni. Heldur var stærð drottningarlíkansins lítil miðað við myndlíki konungs. Sýnir það hvað greinilegast, hversu miklu æðri og meiri kon- ungurinn var öðrum verum á þessari jörð. Eitthvað skildist mér að Hatshepsut drottning (á- samt fleirum eins og t. d. Thut- moses III.) hafi komið nálægt byggingarsögu Karnak hofanna. Er hofið hafði verið skoðað og ljósmyndað gaumgæfilega, var snúið aftur út að vögnunum og ekið til hótelsins. Er allir höfðu hvílt sig vel, var haldið af stað út á flugvöll, þar var nokkur bið unz flugvélin kom er flutti okkur til Kairo á nýjan leik. Á Kairoflugvelli var lent í myrkri. — Það rökkvar fljótt í Austurlöndum. Viðurgerningur allur á flug- leiðinni Suxor-Kairo var mjög góður — miklu betri en á innan- landsflugi heima í menningar- og velferðarríkinu — lýðveldinu Is- landi. Pýramídalrnir og Sahara Citty Einn daginn sem dvaiið var í Kairo, var farið með hópinn „út að“ pýramídunum, en þeir eru skammt utan við Kairoborg. Ekið var þangað í langferðabíl all ný- legum að gerð og útliti. Ferðin frá hótelinu, sem var staðsett á eyju úti í Níl, út að pýramídunum, lá í gegnum Kairo- borg — og á þeirri leið, eins og daginn þann er kynnisferðin um borgina var farin, bar margt fyr- ir augu, eins og I. d. áróðurs- spjöldin eða réttara sagt borðaria irteð áletruninni um iiið heilaga stríð móti ísrael og áður er að vikið, en á Israelsmönnum skyldi gengið á milli bols og höfuðs. Góðan spöl lá vegurinn með- fram rómversku vatnsveitunni þeirri sömu, sem við sáum fyrsta daginn. Einnig lá leiðin framhjá grafreit Múhameðstrúarmanna, en grafreitir þeirra eru með öðr- um hætti en gerist hjá okkur ís- lendingum og öðrum norrænum þjóðum. Múhameðstrúarmenn byggja grafhýsi yfir þá framliðnu — misjafnlega ríkmannleg að vísu. Slíkur umbúnaður veitist að- eins konungum, keisurum og slík- um háaðli hjá okkur — meðtald- ir eru hér einnig ýmsir ríkismenn og þeirra líkar. Ekki var hjá því komizt, eins og daginn sem far- ið var með hópinn í kynnisferð- ina um höfuðborgina, að veita því athygli, hversu fátæktin og ves- aldómurinn er áberandi alls stað- ar í gömlu borginni. En ferðinni var sem sagt heitið til Giza að skoða hið mikla furðu- verk egypzkrar verkkunnáttu (og byggingarlistar) pýramídana miklu og meyljónið, sphinx. E1 Giza stendur í útjaðri E1 Qahira (eða Kairo) og jafnframt í út- jaðri eyðimerkurinnar. Ekið var í bílum fast að pýramídunum. En er þangað var komið áttu menn kost á því að fara síðasta spölinn á hinu fræga „skipi eyði- merkurinnar", úlfaldanum, hesti eða þá á farartæki nútímans, bif- reiðinni. Flestir kusu skip eyði- merkurinnar. Einhver kaus samt að fara á hestbaki. Ekki var komizt á bak úlfaldanum nema þeir lægju, hinsvegar mátti hver gæta sín að hrapa ekki úr söðli, er þeir stóðu á fætur. Raunar líktist reiðtýgið fremur hnakk en söðli. Hak var bæði fyrir framan og aftan hnakkinn til að halda sér í. Að sjálfsögðu var ístað, til að stíga í. Jafnskjótt og ferðamannahóp- urinn kom, var uppi fótur og fit hjá eigendum úlfaldanna og reyndi hver sem betur gat að Perubrjótar Mikil brögð eru að því, að ung- lingar geri sér leik að því að brjóta perur í götuljósum með skotum úr teygjubyssum. Auk ó- þæginda er að þessu mikið tjón, því hver pera kostar talsvert yf- ir 400 kr., auk ísetningar. Lögreglan hefur haft hendur í hári nokkurra perubrjóta. Foreldrar og kennarar ættu að brýna fyrir unglingunum að láta af þessum ósið og gera upptækar teygjubyssur í fórum þeirra. krækja í feitan bita. Leið sú sem farin var á farar- tækjum þessum, var ekki ýkja löng, tók aðeins fáeinar mínútur —■ en þótt leiðin væri stutt og Framh. af 1. síðu. haldið verði uppi ströngum verð- lagsákvæðum, öflugu verðlags- eftirliti og að ákvarðanir um verðlag verði ekki i höndum jafn- margra aðila og nú er. 3. Löggjöfin um vísitölubætur fyrir verðhækkanir hefur verið grundvöllur allra kjarasamninga á undanförnum árum, í senn f'élags- legt réttiætismál og mildlvægt ör- yggi fyrir allt launafólk og al- þýðusamtökin munn ekki una því að sá árangíir verði tekinn af verkafcilki með einhliða aðgerð- um stjórnarvalda. Því ítrekar þinglð og leggur megináherzlu á þá stefnu samtakanna að verð- trygging launa verði að haldast óslitið. Þingið skorar á öll verlta- lýðsfélög að búa sig undir það að tryggja fullar vísitöluhætur á kaup 1. marz nk. því slíkar vísi- tölubætiir voru forsenda þeirra samninga, sem íseinast voru gerð- ir við atvinnurekendur. Þingið samþykkir því að fela miðstjórn það verkefni að tryggja sem bezt samstöðu verkalýðsfélaganna í þeirri baráttu og skipuleggja sam- eiginlegar aðgerðir þeirra, ef þesisi réttlætiskrafa nær eliki fram að ganga átakalaust“. —o— Ályktun þings Verkamanna- sambandsms er svohljóðandi: „3. þing Verkamannasambands íslands, haldið í febrúar 1968, telur að sú öfugþróun, sem nú á síðustu tímum hefur sett mark sitt á launakjör og lífsbaráttu verkamannastéttarinnar og ann- arra launþega, sé ógnvekjandi fyrir hag alls vinnandi fólks í landinu og að við henni beri að snúast með öllu því afli sem sam- einuð verkalýðshreyfing getur ráðið yfir. Hætturnar, sem nú steðja að, eða eru þegar staðreyndir orðnar, eru mjög verulegt og vaxandi at- vinnuleysi verkafólks svo að til neyðar horfir, flóðbylgja dýrtíðar í kjölfar stófelldrar gengisfell- ingar, stytting vinnutíma með beinni skerðingu launatekna og lækkun meðaltímakaups og loks sú ákvörðun stjórnarvalda að fella úr lögum ákvæði um verð- bætur á laun. 3. þing yerkdAianiiasambanás- i ins telur það meginverkefni þess, „rekarnir" hefðu þegar fengið greitt fyrirfram fyrir leiðsögn- ina, voru þeir samt ávallt betl- andi um meira og meira fé — og hrósa sjálfum sér fyrir það, hvað þeir væru góðir leiðsögumenn! Ýmislegt vissu þeir, satt er það. Þegar komið var á leiðarenda, komu Ijósmyndararnir og vildu taka myndir af hópnum — að sjálfsögðu fyrir sérstakt gjald. Framhald. Alþýðusambands Islands og allra verkalýðsfélaga innan þess, að bregðast við þessu ástandi og horfum af raunsæi, festu við grundvallarstefnu verkalýðshreyf- ■ingarinnar og einbeitingu hennar til tafarlausrar baráttu fyrir rétt- indum og lífsafkomu allra vinn- andi manna. Það áréttar og lýsir fyllsta stuðningi við þá stefnu, sem mörkuð hefur verið á 30. þingi A. S. I. í atvinnu- og kjara- málum og heitir á alla verka- lýðshreyfinguna að sameinast maður við mann um þá stefnu og bera hana fram til sigurs. Þingið hafnar með öllu þeim á- róðri að atvinnuleysi og stórfeild lífskjaraskerðing láglaunafólks verði réttlætt með óhagstæðum verzlunarkjörum og sveiflum í aflabrögðum, þar sem hvort tveggja er enn hagstæðara en oftast áður. Þvert á móti telur þingið að svara beri nokkurri lækkun þjóðartekna með að nýta betur en áður framleiðslugetu þjóðarinnar á öllum sviðum, efla grundvallaratvinnuvegi hennar með öflun fullkomnari atvinnu- tækja og með því að tryggja full- komið atvinnuöryggi stöðva dýr- tíðarbylgjuna sem er að rísa og auka kaupgetu alls almennings. Þingið telur að næsta skrefið í hinni beinu kjarabaráttu sé að tryggja samningsbundinn eða lög- festan rétt verkafólks til fullra verðlagsbóta á laun og heitir á öll sambandsfélög sín að vera reiðubúin ásamt öðrum verkalýðs- félögum til að framfylgja kröf- um heildarsamtakanna í þeim efnum 1. marz nk. með allsherj- arverkfalli verði ekki orðið við kröfum samtakanna í þessum efn- um. Felur þingið stjórn sambands- ins að hafa forgöngu alla um fulla þátttöku sambandsfélaganna í hugsanlegum átökum svo og um samráð og samstarf við önnur stéttarsamtök sérstaklega við miðstjórn Alþýðusambands ís- lands. Að öðru leyti en að framan greinir, vísar þingið til hinna ýt- arlegu samþykkta 30. þings A.S.Í. um kjaramál og ítrekar fullan stuðning við þær og þá baráttu, - sem framundan er til að tryggja i þeirri stefnu, sem þar er mörkuð, ■ framgang". Fullar vísitöluuppbœtur . . .

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.