Austurland


Austurland - 16.02.1968, Síða 1

Austurland - 16.02.1968, Síða 1
MÁLGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neska ipstað, 16. febrúar 1968. 7. tölublað. Gerum forsetahosningarnar að bordttu Jyrir þjóðaratkvieðaðreiðslu um djrrnn- haldandi aðild að Notó Fyrir nokkrum vikum var að því vikið hér í blaðinu, að í vor ættu íslendmgar að kjósa sér þjóðhöfðingja til næstu fjögurra ára og á það drepið, að nauðsyn bæri til þess að íhaldsandstæðing- ar sameinuðust um forsetafram- boð. Þótt nokkuð hafi síðan verið um málið rætt manna á meðal og í blöðum, ríkir þó um það hættu- lega mikið tómlæti og engu er líkara en hér sé um feimnismál stjórnmálaflokkanna að ræða. Sú hættulega skoðun, að for- setakosningar séu ómerkileg at- höfn og að litlu máli skipti hver til forsetatignar velst er uggvæn- lega útbreidd. Þessi hugsunar- háttur hefur leitt til þess, að sú hefð hefur skapazt, að ekki er boðið fram gegn ríkjandi forseta að kjörtímabili hans liðnu. 1 reynd er því forsetinn kosinn ævi- langt, eða svo lengi, sem hann sjáifur vill gegn embættinu. Þessa hefð þarf að brjóta á bak aftur áður en hún verður of rótgróin. En menn skyldu varast að líta á forsetakosningarnar sem einskis verða athöfn. Forsetakosningar eru mjög þýðingarmiklar og í vor sérstaklega örlagaríkar. Gunnar Thoroddsen mun ekki bjóða sig fram í nafni Sjálfstæð- isflokksins, til þess er hann of mikill diplomat. Með því að bjóða sig fram án þess að vera opin- berlega á snærum neinna stjórn- málasamtaka, hyggst hann ná inn í raðir stjórnmálaandstæðinga sinna og til þeirra, sem ekki eru í neinum flokki. En eftir að dr. Bjarni hefur lýst yfir stuðningi við Gunnar, verður hann í reynd frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, enda lengi verið í fremstu röð forustumanna hans sem þingmað- ur, ráðherra, borgarstjóri og mið- stjórnarmaður. Gunnar verður því fulltrúi þess hluta þjóðarinn- ar, sem vill aukin áhrif erlends fjármagns i atvinnulífi Islend- inga, áframhaldandi hersetu og áframhaldandi aðild að Nato, hernaðarbandalagi undir stjórn Bandaríkjanna. Sem alþingismað- ur og ráðherra hefur Gunnar átt hlut að því að leiða allt þetta yfir þjóðina. En andstæðingar alls þessa, andstæðingar hernámsins, aðild- arinnar að Nato og valdatöku er- lendra auðhringa í atvinnulífi ís- lendinga, hljóta að taka upp bar- áttuna, einnig á þessum vett- vangi. Við krefjumst þess af leið- togum okkar, að þeir sem allra fyrst taki afstöðu til forsetakosn- inganna og gefi okkur til kynna hvaða manni þeir ætla að tefla fram. Á næsta ári — 1969 — fellur Nato-samningurinn úr gildi og þá höfum við, sem og aðrar þjóðir, sem ánetjazt hafa þessu hernað- arbandalagi, gullið tækifæri til að losa af okkúr böndin. Að öllu ó- breyttu mun Aþingi, eins hljóð- lega og kyrrlátlega og unnt er, framlengja samninginn. Það er það, sem þarf að hindra. Það verður að tryggja rétt þjóðarinnar tll þess að ráða málinu til lykta. Henni hefur aldrei verið unnt þess réttar, að taka afstööu til þess í þjóðaratkvæðagreiðslu. En einmitt forsetakosningarnar geta skipt sköpum í þessum efnum. Við eigum að snúa forsetakosn- ingunum upp í baráttu fyrir því, að þjóðin fái í allsherjaratkvæða- greiðslu að skera úr um það, hvort á íslandi skuli áfram vera her eða ekki — hvort ísland sknili áfram vera aðili að hernaðar- bandalagi með öllum þeim ógnum, sem af slíku geta leift. Ég fyrir mitt leyti á erfitt með að greiða atkvæði öðru forseta- efni en þ\ í, sem lýsir yfir því, að það muni beita valdi sínu til þess að láta fara fram þjóðaratkvæða- greiðslu um áframhaldandi aðild að Nato, þcgar ák\ æði samnings- ins heimila úrsögn, en það er á næsta ári. Það er ekki til mikiis mælzt, að svona yfirlýsing verði látin í té. Forsetaefni getur gert það án þess að láta uppi persónulega af- stöðu til aðildar að Nato, aðeins að hann vilji unna þjóðinni þess réttar, að taka sjálf ákvörðun í þessu örlagarika máli. Vera kann, að ýmsir telji óvið- kunnanlegt að forsetaefni gefi yf- irlýsingar af þessu tagi. En ég mótmæli því harðlega að forset- inn eigi endilega að vera einhver tuska, sem gerir ekki annað en honum er sagt að gera. É|g mót- mæli því að forsetinn megi ekki láta uppi persónulega skoðun í neinu máli og að hann megi aldrei eiga frumkvæði að neinum mál- um. Hlutverk forsetans á sannar- lega að vera annað og meira en að undirskrifa misjafnlega gáfu- leg lög og tilskipanir, eða að halda veizlur og heimsækja aðra þjóðhöfðingja. Forsetinn á öllum öðrum fremur að hafa vakandi auga á öllum þeim hættum, er ógnað gætu sjálfstæði og tilveru þjóðarinnar og hann á að höfða til þjóðarinnar ef hann telur AI- þingi og ríkisstjórn fara inn á brautir, sem leitt gætu til þess, að sjálfstæðið glataðist. I sjálf- stæðismálinu á forsetinn Öðrum þræði að vera fulltrúi þjóðarinn- ar gagnvart Alþingi og ríkis- stjórn, sífellt á verði og reiðubú- inn til að leita fulltingis þjóðar- innar, ef hann telur löggjafann kominn inn á hættulegar brautir. Slíkur forseti væri annað og meira en toppfígúra og veizlu- stjóri íslenzka ríkisins. Athyglisvert er, að þeir menn, sem fram að þessu hafa farið með forsetavaldið, hafa aldrei sýnt neina tilburði í þá átt, að skjóta örlagaríkum deilumálum undir úrskurð þjóðarinnar. Þeir hafa sýndega litið svo á, að for- setaembættið ætti að gegna því hlutverki einu í stjórnskipan lýð- veldisins, að stimpla lög og til- skipanir. Fjölda margir menn, sem and- stæðingar hernáms og hernaðar- bandalaga geta sameinazt uní, eru að sjálfsögðu til, þótt ekki Framh. á 3. síðu. Ihlii hreppukritur I Austurlandi frá 10. nóv. sl. eru á forsíður „Fréttir frá Reyð- arfirði“. Þriðji kapítuli ber heitið Hreppakritur. Þarna er hreyft v ðkvæmu máli og því rétt að gefa örfáar frekari skýringar. Eins og kunnugt er, þá get- ur Félagsmálaráðuneytið breytt mörkum milli hreppa ef báðar viðkomandi hreppsnefndir óska þess. Fyrir eina tíð þurfti sam- þykki sýslunefndar. Hreppsnefnd- ir á Eskifirði hafa oftsinnis áður óskað eftir tilfærslu hreppamarka miili Reyðarfjarðar og Eskifjarð- ar, en aldrei náð fram að ganga. Rök:n fyrir þeirri ósk er augljós þeim er þetta mál varðar fyrst og fremst, svo óþarft er að fjöl- yrða þar um. Á tveim viðræðufundum um mál þetta o. fl. hefur hreppsnefnd Reyðarfjarðarhrepps viðurkennt land’.eysi Eskifjarðarhrepps, en varla léð máls á tilfærslu hreppa- markanna og alls ekki á hinum síðari fundi, þeim sem vitnað er til í áðurnefndri grein frá 10. nóv. Treysti hreppsnefnd Rfj.hrepps sér ekki til að ganga þar gegn vilja íbúanna í Kálkinum, „meðal annars“, eins og seg r í greininni. Kunnugir vita, að hér er aðeins um fyrirtekt að ræða hjá þeim íbúum Rfj.hrepps er Kálkinn byggja. í þau 60 ár sem liðin eru síðan Rfj.hrepp h:num forna var skipt, hafa þeir sótt allt sitt til Framh. á 3. síðu. Þorramótið Fyrsta skíðamót vetrarins, Þorramótið, var haldið í Oddsdal um síðustu helgi. Keppt var í svigi í þrem flokk- um karla. Úrslit urðu sem hér seg'r: I. fl. 17 ára og eldri: 1. Ómar Björgólfsson 45.9—40.3 samtals 86.2. 2. Rúnar Jóhannsson 47.9—47.1 samtals 95.0. 3. Þórleifur Ólafsson 52.7—46.1 samtals 98.8. II. fl. 14—17 ára: 1. Rúnar Árnason 41.0—39.9 samtals 80.9. 2. Jón Ævar Haraldss. 44.1—43.7 samtals 87.8. 3. Sig. Sveinbjörnsson 50.3—53.7 samtals 104. IH. fl. 11—14 ára: 1. Sigurbergur Kristj.s. 37.6—34.1 samtals 71,7. 2. Sigurður Birgisson 38.0—36.4 samtals 74,4. 3. Þorleifur Stefánsson 39.1 40.0 samtals 79.1. Þátttakendur voru 20. Braut tveggja eldri flokkanna var 38 hlið, en braut yngsta flokksins 22. Næsta möt verður Skóiamót Gagnfræðaskólans og fer fram 25. febíúar.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.