Austurland


Austurland - 16.02.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 16.02.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstaö, 16. febrúar 1968. er í fréttum? úar sl, er sveitarstjórinn flutti inn í skrifstofuherbergi þau, sem hreppnum voru ætluð í bygging- unni. £íg gerði mér ferð þangað fyrir skömmu til þess að líta á húsnæðið og held ég að segja megi að það sé mjög glæsilegt. Það sem hreppnum er ætlað undir skrifstofur og aðra starf- semi sína, eru tvö rúmgóð skrif- ' stofuherbergi, gangur, sem nota má sem biðstofu og fundarsalur fyrir hreppsnefndina og aðrar nefndir, sem á vegum hennar starfa, og svo geymsla. Eru þessi herbergi alveg fullbúin, En úr því ég var nú kominn inn í bygginguna á annað borð, þá notaði ég tækifærið og skoð- aði alla viðbygginguna, sem er nú mjög langt komin. Fyrst er að telja stórt, rúm- gott eldhús á neðri hæð (á þeirri hæð eru einnig skrifstofur hrepps- ins). Öllum nýtízku tækjum verð- ur komið fyrir í eldhúsinu. Uppi á lofti er svo bókasafni staðarins ætlað aðsetur, en það er nú í allt of litlum húsakynnum í barnaskólanum. Fær bókasafn- snertir marga hér og sjálfsagt víðar þar sem eins er ástatt, þó að það sé að vísu ekki fréttaefni. Það sem um er að ræða er að- staða þeirra, sem bifreiðar eiga hér í plássinu til þess að hirða þær svo í lagi sé. Það vantar ekki, að meira en nóg er hér af benzínsölustöðum. Tankarnir eru að sjálfsögðu þrír og standa allir á ca. 200 metra löngu svæði við aðalgötuna. Og þar með er draumurinn búinn. Að vísu er smurgryfja við eina benzíndæl- una, en umhirða er nánast engin. Er hún ýmist full af skít eða snjó. Ekki er til að tala um neitt I þvottaplan hérna. Ef einhver vill þvo bíl sinn, verður að nota bryggjurnar og vill það oft stang- ast á við önnur vatnsnot á bryggjunum. Er þá ekki annað til ráða, en að fara í sjóstígvél, keyra inn að á og út í hana og þvo þar. Mér finnst það vera réttlætis- krafa, að olíufélögin, öll saman eða eitt sér, eftir atvikum, standi fyrir því, að komið verði á viðun- anlegri aðstöðu fyrir viðskipta- vini þeirra til að koma olíuvör- um þeim, er þau vilja selja, í far- artækin. Það er ekkert við því að segja þó menn þurfi að gera þetta sjálfir, þó að það sé auð- vitað mesta óþverraverk, og ekki gott að setjast undir stýri þann- ig verkaður. En mér finnst það lágmarkskrafa til olíufélaganna, að aðstaða til þessa sé viðunandi. Ég gæti trúað, að mikið meira af smurolíu og þess háttar seldist á eftir, því að ógaman er að leggj- ast undir bíl í asahláku einhvers staðar úti á víðavangi til þess að skipta um olíu. Vona ég að olíu- þríburarnir hér taki það til at- hugunar, að gera eitthvað annað en bara selja. Það er minnstur hluti þjónustunnar. Breytingor ó kosningalöðunum eykur miðstjórnarvaldið og ber rétt minniblntons fyrir borð Hvaö Eskifirði, 14. febr. EB/BÞ Velheppnað þorrablót Að venju fór þorrablót okkar Eskfirðinga fram laugardags- kvöldið fyrsta í þorra, sem í þetta ■sinn bar upp á 27. janúar. Var mótið vel sótt að vanda, enda er þetta sú skemmtun, sem vegleg- ust er hér, og er oft mikil vinna, sem liggur að baki hverju blóti ■ við undirbúning. Margt var til skemmtunar með- an setið var til borðs og bar einna mest á umræðum í bundnu og ó- bundnu máli, um landamærastríð Eskfirðinga og Reyðfirðinga. Fannst öllum það hart aðgöngu fyrir okkur, að ala fleiri tugi af rottum á öskuhaugum okkar og svo eru þær heimilisfastar í Reyðarfjarðarhreppi. Fór blótið í alla staði mjög vel fram. Sjósókn og aflabrögð Af útgerð er það helzt að frétta, að tveir bátar hófu línu- veiðar um miðjan janúar, en sá veiðiskapur hefur að mestu legið niðri hér í 3—4 ár, a. m. k. á stóru bátunum. Afli hefur verið nokkuð mis- jafn, oft ágætis lagnir, en svo aft- ur stundum lélegt. Þó má segja, að aflinn, að meðaltali, hafi verið sæmilegur. Óvenjumikið er af þorski í aflanum. Þrír bátar ætluðu að veiða síld eftir áramótin, en af því varð víst ekki vegna ógæfta og síldar- leysis. Eru þeir allir hættir. Sel- ey mun verða með loðnu- og síð- an þorskanót í vetur, Jón Kjart- ansson býst á togveiðar og Krossanes er í vélarhreinsun og fer síðan á net. Hólmanes og Guðrún Þorkelsdóttir stunda línu- veiðar og fara á net seinna. Atvinna og atvinnuhorfur Atvinna hefur verið með minna móti hér eftir áramót, þó held ég sé ekki hægt að tala um beint atvinnuleysi því talsverð vinna hefur verið á söltunarstöðvunum við að flokka síld og búa hana til útflutnings. Og eftir að línu- bátarnir fóru að leggja upp, hef- ur nokkur atvinna verið við að hagnýta afla þeirra. Þó er langt frá því að hægt sé að jafna til við árin 1965—67 þegar mest var að gera. Þar sem þrír bátar koma til með að stunda sjó héðan í vetur, horf'r sæmilega með atvinnu, ef vel aflast. Og svo er eftir að vita hvað næsta sumar ber í skauti sér. Hreppsneínd í nýjum hiisa.- kynnum — Sagt frá stækkiiin Valhallar Fyrsti hluti hinnar nýju við- byggingar við félagsheimilið Val- hc«ll v'ar tckinn i notkun 1. febr- ið tvö herbergi til afnota og svo verður þar, þar að auki, rúmgóð lesstofa. Tvö samliggjandi her- bergi, sem hægt er að breyta i e'tt, vegna færanlegs skilrúm, eru á efri hæð. Eru þau hugsuð sem fundarherbergi fyrir félögin og fyrir leikæfingar, söngæfingar og fleira þess háttar. Þegar þessi herbergi eru gerð að einu, verður hægt að halda allt að 100 manna fundi í þeim, félagsvist, bingó og því um líkt. Einnig er smáher- bergi þarna á hæðinni sem mat- arlyfta úr eldhúsi opnast í. Er jafnvel hugmyndin að reka sjó- mannastofu í félagsheimilinu yf- ir sumarið. Ég held að segja megi, að vel sé séð i’yrir félags- lífi hér í plássinu, þegar þetta kemst allt í gagníð, sem hug- myndin er að verði næsta haust, og að mikilvægar skemmtanir og fundir þurfi ekki að stangast á, e:ns og nú vill oft verða. Kostnaður við viðbygginguna er áætlaður 3.6 milljónir. Fyrirhugaðar hrepps- framkvæmdir Fjárhagsáætlunin hefur ekki ver:ð lögð fram ennþá, en aðal- framkvæmdirnar, sem fyrirhug- aðar eru í ár á vegum hreppsins, eru áframhald á byggingu í- þróttahúss og svo dagheimili. Er fyrirhugað að koma báðum þess- um húsum undir þak á árinu og jafnvel að vinna meira við í- þróttahúsið, að því er sveitar- stjórinn tjáði mér. Raunir bíleigandaus Eitt er það, sem mig langar til að minnast aðeins á, þar sem það Dómsmálaráðherra hefur lagt fram breytingatillögu við frum- varpið um að færa kosningaaldur- inn niður í 20 ár. Eru þær fram bornar vegna hinna hörðu deilna, sem risu í sambandi við klofning Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík í fyrra- vor og til að setja ótvíræð ákvæði um framboð, og veitir ekki af, þar sem 10 hálærðir lögspeking- ar í kjörstjórnum skiptust í tvo nákvæmlega jafn stóra hópa, er túlka skyldi viss ákvæði kosninga- laganna. Það er meginefni breytingatil- lagnanna að hver flokkur megi ekki hafa nema einn lista í kjöri í kjördæmi hverju, og að flokks- stjórn viðkomandi flokks verði að staðfesta framboð, ella telst það utanflokka. Samkvæmt gildandi lögum er heimilt að bjóða fram eins marga lista og verkast vill fyrir hvern flokk og er ekki krafizt staðfest- ingar flokksstjórnar. Að sjálfsögðu er nauðsynlegt að fyrirbyggja með löggjöf að hver sem er geti boðið sig fram fyrir hvaða flokk sem er, án þess hann fái rönd við reist. Frambjóð- endur og meðmælendur þeirra þurfa ekki að vera í þeim flokki, sem boðið er fram fyrir. Slíkt fyr- irkomulag hlýtur að leiða til stjórnmálalegrar spillingar, og skammt mundi þá til þess að ó- prúttnir stjórnmálarefir sendu flugumenn til framboðs í nafni andstæðinganna. Það ákvæði í tillögum ráðherr- ans, sem kveður svo á, að flokks- framboðið sé ekki gilt, nema flokksstjórn staðfesti það, crkar mikils tvímælis. Með því er í rauninni allt úrslitavald um fram- boð dregið undir miðstjórnirnar og er það vafasamur ávinningur. Allir stjórnmálaflokkar hafa stofnað til samtaka heima í hér- aði. Að undanförnu hefur þróun- in verið í þá átt, að kjördæma- samtökin hafa ákveðið framboðin án afskipta miðstjórna. Þó að þær hafi þurft að hafa afskipti af framboðum, þegar miklar deilur risu heima fyrir eins og átti sér stað í röðum íhalds- og Fram- sóknarmanna á Vestfjörðum í fyrravor. Alþýðubandalagið og líklega fleiri flokkar, hafa í lög- um sínum ákvæði þess efnis, að valdið til þess að ákveða fram- boð, sé í höndum kjördæmisráð- anna. Éig tel það fyrirkomulag hafa gefið góða raun og að ekki sé ástæða til að hverfa frá því, þótt setja verði glögg ákvæði til þess að fyrirbyggja að atburðirnir frá því í fyrra endurtaki sig. Eðlileg- ast er ef til vill, að lieimila flokk- unum að kveða sjálfir á um það í lögum sínum, hvaða stofnun flokksins skuli hafa æðsta vald um framboð. Þá er ég ekki viss um, að rétt sé að útiloka minnihluta flokks frá því að bjóða fram í nafni flokksins, en verja verður flokk- ana fyrir allri flugumennsku í þeim efnum. Ef kjördæmaráðin fá vald til að ákveða framboð, yrði minnihlutaframboði stefnt gegn framboði kjördæmisráðs. 1 því til- felli yrði einhver önnur stofnun flokks að staðfesta framboð minnihluta og þá iíklega lielzt miðstjórn. Verði hinsvegar úr- Framh. á 3. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.