Austurland


Austurland - 23.02.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 23.02.1968, Blaðsíða 1
MALGAGN ALÞÝÐUBANEtALAGSmS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 23. í'ebrúar 1968. 8. tölub'að. Verklýissflitikii búast til allsherjflrverkffllls 4. nrz Krefjost óbreyttra samninga - í valdí ríklsstjórnarinnar ai tryggja vinnufrið Hér í blaðinu hefur áður verið skýrt frá samþykktum 30. þings ASI og 3. þings Verkamannasam- bandsins um kjaramál. Meginkrafa þessara þinga er sú, að vísitöluuppbætur á kaup haldist ósKtið. Þá kaus Alþýðusambandið fjöl- menna nefnd til þess að annast viðræður við atvinnurekendur og er svo að sjá sem verklýðsfélög- in ætli að fela þessari nefnd við- ræðurnar fyrir sína hönd. Gert hafði verið ráð fyrir því, að verklýðsfélögin boðuðu til alls- herjarverkfalls frá og með 1. marz, ef með þyrfti til þess að knýja fram kröfur samtakanna. Sá frestur reyndist of stuttur til þess að félögin almennt gætu komið því við að halda fundi um málið. Er nú við það miðað, að félögin verði búin til átaka 4. marz. Ekki hefur blaðið spurnir af öðrum félögum á Austurlandi, sem komið hafa því í verk að halda fundi um málið, en verk- lýðsfélögunum á Fáskrúðsfirði og Eskifirði. En i kvöld heldur Verk- lýðsfélag Norðfirðinga fund um málið. I upphafi valdaferils síns af- nam viðreisnarstjórnin vísitölu- greiðslu á kaup og átti sú ráð- stöfun, ásamt öðrum, að lækna öll mein efnahagslífsins. En allir kunna söguna af því, hvernig það fór. Fyrir nokkru tókst verklýðs- samtökunum að knýja fram vísi- töluuppbætur að nýju og stóð svo þar til í nóv. sl., að hert var á viðreisninni og vísitalan tekin úr sambandi að nýju. Við það tæki- færi lék verklýðshreyfingin stór- iega af sér og tapaði mjög því trausti, sem launþegar höfðu til hennar borið. Var sú uppgjöf mjög dramatísk. Forseti heildar- samtakanna afhenti formanni andstæðinganna uppgjöfina með leikrænum tilburðum, þegar and- stæðingunum kom bezt. Það var nrkið niðurlægingaraugnablik fyr- ir íslencka verklýðshreyfingu 03 minnti helzt á það, er sigraður herforingi fellst á uppgjafarskil- mála andstæðinga smna og það áður en orustan er hafin. En vonandi rekur forusta heildar- samtakanna nú af sér slíðruorðið og sækir fram til fulls sigurs — óslitinna vísltöluiappbóta á kaup. Samkvæmt þeim kjarasamning- um, sem gilt hafa fram að þessu, á kaup að hækka um nálægt 5% 1. marz, vegna mjög mikilla verð- hækkana að undanförnu. Þessari vísitöluuppbót og síðari uppbót- um af þessu tags á að svipta launþegana. Það er sýnilegt, að verðlag heldur áfram að hækka, en fylgi kaupið ekki verðhækk- uninni, hefur hver verðhækkun í för með sér minnkaðan kaupmátt launa. Margir atvinnurekendur munu ekki frábitnir því, að gengið verði að þessari meginkröfu verklýðs- samtakanna, en svo er komið, að þeir eru ekki sjálfráðir gerða sinna. Það er ríkisstjórnin, sem segir síðasta orðið um það hvort vinnufriður helzt eða all'sherjar- verkfall skellur á nú, þegar líf Eftir beiðni Austurlands drep ég nú niður penna í tilefni sýn- ingar Leikfélags Fáskrúðsfjarðar á gamanleiknum „Leynimelur 13“ í Egilsbúð sl. sunnudag. Það hef- ur hins vegar ekki verið venja að leggja neinn dóm á þær leiksýn- ingar, sem áhugamannafélögin okkar eru að sýna, í þá veru, að leikdóm megi nefna. Svo mun ekki heldur verða gert nú. Leikrit það, sem Leikfélag Fá- skrúðsfjarðar sýndi nú heitir, eins og áður segir, Leynimelur 13 og er eftir Þrídrang. Er það því íslenzkur gamanleikur. Höfundar leiksins eru í raun þrír; þeir: Indriði Waage, Emil Thoroddsen cg Haraldur A. Sigurðcson. virðist vera að færast í aflabrögð- in. Aldrei áður hefur tekizt jafn víðtæk samstaða innan verklýðs- hreyfingarlnnar sem nú. Stjórn- málaskoðanir skipta engu máli. ÖIII verklýðshreyfingin er sam- mála og nú hefur liún án alls efa almenningsálitið með sér. Séu for- ingjar verklýðssamtakanna enn eitthvað deigir, ætti þessi stað- reynd að geta veitt þeim siðferði- legan styrk t'l að standa fast á rétti launþega. Rétt er að vekja athygli á því, að verklýðshreyfingin hefur ekki uppi neinar kröfur um kauphækk- anir; hún krefst sama kaupmáttar, hún krefst þess að hún fái verð- hækkanir nauðsynjavara bættar. Það er ekki á valdi einstakra verklýðsféiaga að brjóta á bak aftur ofurvald atvinniarekenda- samtakanna og ríkisstjórnarinnar. Aðeins sameinnð verklýðshreyfing getur þa,ð. En vonandi er, að rík- isstjórnin sjái að sér í tíma, við- urkenni réttmæti kröfu verklýðs- samtakanna og afstýri allsherjar- verkfalli með því að fallast á þær. Grunntónn leiksins er skopmynd húsnæðisvandræðanna fyrir miðja öldina, sem menn þekkja vissu- lega fullvel enn. Um efmð er far- ið þeim höndum, er minnir á Arnold og Bach, og þarf ekki að minna á, að þeir eru íslenzkum leikhússgestum vel kunnir fyrr og síðar. í gamanleik sem þennan þarf góða leikara og leikstjóra og hæfilegan hraða í leikinn sjálfan, svo að vel fari. Er mesti mis- skilníngur, að auðveldara sé að setja upp einfaldan gamanleik en ýmis önnur leikrit. 1 túlkun þeirra þarf að gæta mikils hófs, svo að úr verði ekki skripaleikur. svo Framh. á 3. síðu. Leynimelur 13 Kaupa stálbát Áður hefur verið frá því skýrt, að á Seyðisfirði sé verið að smíða 45 lesta stá'.bát. Það er nú afráðið, að 5 norð- firzkir sjómenn kaupi þennan bát, þe'r Einar Kjartansson, Haukur Þórðarson, Jóhann Hjálmarsson, Óli Ólafsson og Steindór Olsen, þrautreyndir bátaútvegsmenn. Báturinn á að afhendast um miðjan júní. Sjósóhn Norójjarðarbdta Sæfaxi II hefur að undanförnu verið á útilegu með línu og lagt afla sinn upp hér í bænum. Hefur hann þegar far'ð 4 „túra“ og fengið samtals um 110 tonn. Sveinn Sveinbjörnsson var fyrstur Norðfjarðarbáta til að taka netin. Kom hann úr fyrsta „túrnum“ í fyrrinótt með 50 tonn og var m;kill meirihluti aflans ufsi. Magnús tók netin í Vestmanna- eyjum og er nú kominn á miðin og kemur væntanlega heim með afla sinn. Barði og Bjartur fóru út með netin í fyrrakvöld og munu báðir landa heima. Björg hefur verið á trolli, en lítið feng- ið og mun bráðlega fara til Eyja og taka netin, sem þar eru geymd. Glófaxi og Glaður eru farnir á veiðar með troll. Bör.kur kom h'ngað með full- fermi af loðnu í fyrrinótt og fór hún í bræðslu, utan 5 tonn, sem fryst voru til beitu fyrir Vest- firðinga. Mun þetta í fyrsta sinn sem loðna er unnin í Neskaup- stað. Birtingur er einnig á loðnu- veiðum. Eru þeir báðir nú á heim- leið, Börkur með 260 tonn og Birtingur með 200. I nótt var mikil loðnuveiði og fara bátarnir ýmist til Vest- mannaeyja eða Austfjarðahafna. Atvinnuleysi er nú úr sögunni og lík'.egt að fljótlega skorti vinnuafl. Opnor ojtur Bakaríið í Neskaupstað opnaði aftur á mánudaginn eftir að hafa verið lokað í tvo mánuði eða meir. Mun það öllum bæjarbúum ánægjuefni. Ottó Sigurðsson, bakarameist- ari, hefur nú tekið við rekstri bakarísins. Kirkjan. Messað verður í Norðfjarðar- kirkju nk. sunnudag kl. 2. Fyrir börn kl. 11. - Sóknarprestur. AfmæU. María Hansdóttir Beck, hús- móðir, Ásgarði 6, varð 50 ára 1S. febr. — Hún fæddist ;á Sóm’ástöð- um í Reyðarfiröi, en hefur átt hér heima síðan 1944. Aiuia Finnsdóttir, verkakona, ■ i Melagötu 15, varð 50 ára 21. febr. Hún fæddist hér i bæ og hefur jafnan átt hér heijna.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.