Austurland


Austurland - 01.03.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 01.03.1968, Blaðsíða 1
lUSTURLAND MÁLGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLAND! 18. árgangur. Neskaupstað, 1. marz 1968. 9. tölublað. Hlaupár Deilan stendur um: Sama kaupmdtt 0$ I. desetnber $1. eðn dframfíaldnndi koupWiin Verkalýðshreyfingin í landinu er þess nú albúin að beita sam- takamætti sínum til að knýja fram vísitölubætur á kaup frá og með deginum í dag. Meginþorri verkalýðsfélaga um land allt, þar á meðal öll fjölmennustu félögin, eru reiðubúin að fylgja þeirri kröfu eftir, ef nauðsyn krefur, með vinnustöðvun, sem hefst á miðnætti aðfaranótt mánudagsins 4. marz. Krafa verkalýðshreyfing- arinnar er að þessu sinni ekki um kaniphækkun, heldur einungis um að fá að halda óskertum kaup- mætti' timakaups eins og hann var fyrjr þremur mánuðum. Síðan hef- ur kaupið raunverulega lækkað vegna verðhækkana fum ekki imnna en 5% og á sama tíma hefur atvinna dregizt stórlega saman og verulegt atvinnudeýsi haldið innreið sína víða um land. Launþegar hafa þegar fórnað miklu undanfarnar vikur og mán- uði. Verkafólk tekur nú upp bar- áttu fyrir að fá að halda tekjum, sem hvergi nærri hrökkva fyrir nauðþurftum hjá þeim lægst launuðu, en þær nema aðeins kr. 2270.00 á viku að orlofi meðtöldu, eða um það bil 9000.00 kr. á mánuði. Það þarf sannarlega mikla ó- bilgirni til að synja kröfu laun- þega um að fá að halda dagvinnu- tekjum nærri óskertum, um að fá bættar upp verðhækkanir eftir á með vísitöluuppbótum á kaup- ið. Krafa verkalýðshreyfingarinn- ar er svo hógvær og um slíkt réttlætismál, að furðulegt má teljast að ríkisvaldið a<5 baki at- vínnurekendum skuli ætla að láta koma til verkfalla, áður en hún nái fram að ganga. Ríkisstjórn sem þannig kemur fram gegn lífshagsmunum yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar rís ekki undir nafni. Almenningur dæmir hana fyrr en síðar úr leik, nema hún sjái að sér í tæka tíð og breyti um stefnu: Hætti að þjóna undir hagsnruni örfárra gróða- brallsmanna, hætti að kynda und- ir verðbólgukötlum í þágu nokk- urra braskara, hætti að ýta undir skipulagslaust bruðl með gjald- eyri þjóðarinnar og fjárfestingar- fé lánastofnana. Verkalýðshreyfingin heyr nú baráttu fyrir verðtryggingu kaup- gjalds, það er réttindum, sem hún fékk viðurkennd þegar árið 1939. Viðreisnarstjórnin ein hefur gert alvöru úr að hafa af launþegum þau réttindi. Hún hefur nú höggvið öðru sinni í sama kné- runn. Það högg hittir þjóðina alla. En einhuga verkalýðshreyf- ing megnar að græða þau sár sem af hljótast fyrr en varir. I gær var hlaupársdagur, 29. febrúar. Sá mánaðardagur mætir okkur aðeins fjórða hvert ár, og því er nokkuð langt á milli af- mælisdaganna hjá þeim, sem born- ir eru í heiminn á slíkum degi. GMma mannkynsins við tímatal eða rímfræði er orðin nokkuð löng, en má nú heita lokið með fullum sigri mannsandans. Þróun þessarar fræðigreinar hefur hald- izt mjög í hendur við þekkingu í stærðfræði og stjörnufræði. Ekki er ætlunin að rekja þá löngu sögu hér, en minnast þó á nokkur at- riði, sem tengd eru hiaupársdegi. Saga hans er jafn gömul Júlí- anska tímatalinu, sem innleitt var að boði Júlíusar Cesars árið 46 f. Kr. Var það byggt á útreikn- ingum stjörnufræðinga frá Alex- andríu, sem töldu sólarárið, þ. e. þann tíma sem það tekur jörðina að ganga einn hring um sólu, vera 365.25 daga. Þessi fjórðung- ur umfram heilan dag verður að einum degi á fjögurra ára fresti, og var áliveðið að skeyta honum við stytzta mánuð ársins, febrúar. Júlíanska tímatalið var að sjálf- sögðu þegar upp tekið í Róma- veldi, og barst síðar til ger- Framh. á 3. aíðu. Hvaö er í fréttum? Frá Breiðdal Breiðdal, 27. febr. HG/GÖ Vatnsskortur Hér hefur orðið alvarlegur vatnsskortur á mörgum bæjum. Ástæðan er fyrst og fremst lang- varandi frostakafli, jörð snjólétt og allt yfirborðsvatn í klakabönd- um, vatnsból þrotið og viða fros- ið í vatnsleiðslum, þanm'g að þó að nú í hlákunni flæði vatn um allt, eru vatnsleiðslur jafn tómar og áður. Ekki veit ég um tjón af völd- um leysinganna undanfarið, nema hvað skriðuhlaup teppti veginn í Kambaskriðum, og er ekki vitað hvenær það verður lagfært. Samgöngur Annars hafa samgöngur með ströndinni verið sæmilegar í vet- Frá Gautavík á Berufjarðarströnd. Sunnan fjarðar sést Búlands- tindur, hæsta fjaM við sjó á Austfjörðum (1069 m). í Gautavík var forðum skipalægi og kaupstaður, áður verzlun fluttist á Djúpa- vog. Sjást þess enn verksummerki. í Gautavík tók Þangbrandur land, er hann koni út til að kristna íslendinga, — Ljósm. H.G. ur. Áætlunarbíll hefur farið eina ferð í viku frá Hornafirði og hingað austur. Höfum við fengið sunnanpóstinn með honum. Sjósókn Bátarnir okkar, Sigurður og Hafdís, fóru á síld eftir áramót- in, en fengu ekkert fremur en aðrir. Fyrir skömmu tóku þeir net og Hafdís hefur landað hér heima úr fyrsta túrnum 65 tonn- um, en Sigurður landaði í Vest- mannaeyjum. Atvinna hefur verið næg á Breiðdalsvík við frágang síldar- aflans frá sl. sumri. Heimalöndun bátanna skapar að sjálfsögðu mikla atvinnu, en í bili er hér salt- laust, en úr því mun fljótlega bætt. Veðráttan E!ns og ég sagði, stafar vatns- leysið fyrst og fremst af langvar- andi frostum. Svellalög óvenju- m'kil og jeppaeigendur kvarta undan keðjus'iti. Hreindýr eru hér út um alla sveit. I gær taldi ég 17 hár skammt frá skóianum. Ekki er mér kunnugt um að þau hafi fallið. Mannlííið ? Það gengur s'nn gang. Heilsu- far með ágætum og fólk reynir að gera sér dagamun öðru hverju. Stóra skemmtunin er auðvitað ." • . Framh. á .2. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.