Austurland


Austurland - 08.03.1968, Qupperneq 1

Austurland - 08.03.1968, Qupperneq 1
lUSTURLAND MÁLGAGN ALÞÝÐUBANDALAG 31NS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 8. marz 1968. 10. tölublað. Samið í Neskaupstað um fullo vísitölu í Neskaupstað hófst verkfall þegar aðfaranótt mánudags. Þá var þannig ástatt, að allmikill fiskur beið aðgerðar í Fisk- vinnslustöð Sún, 2400 tonn af loðnu biðu vinnslu í þróm síldar- verksmiðjunnar, einn bátur var á landleið með loðnufarm og síldar- tökuskip var væntanlegt og átti að taka megnið af þeirri saltsOd, sem eftir var á staðnum. Það var því frá upphafi Ijóst, að hér í bæ gat verkfallið ekki staðið lengi, enda ríkti bjartsýni um að samningar myndu takast og í trausti þess var haldið áfram að taka á móti fiski unz verkfallið skall á. Rétt er að geta þess, að verklýðsfélagið leyfði vinnslu á þeim fiski, sem borizt hafði til fiskvinnslustöðvarinnar. Það var almenn skoðun, að ekki mundi koma til verkfalla. Menn gátu ekki trúað því, að vinnuveitendasamtökin og ríkis- stjórnin sýndu þá óbilgirni, að leiða yfir þjóðina víðtæk verkföll, sem skaða myndu þjóðarbúið gíf- urlega, til þess eins að rýra kjör verkafólksins frá því sem áður var. Og þegar verkföllin skullu á, litu menn á það sem slys, sem hlyti að verða bætt þegar í stað. Yfir 1500 atvinnulausir Samkvæmt könnun, sem Al- þýðusamband íslands lét fram- kvæma síðari hluta febrúarmán- aðar, reyndust skráðir atvinnu- leysingjar á landinu öllu um 1550 talsins. Hafði þó úr rætzt hjá sumum vegna vertíðarínnar, er könnunin var gerð, og raun- verulegt atvinnuleysi eflaust mun meira en skráningin gefur til kynna. Flestir reyndust atvinnu- leysingjar á Norðurlandi, en fæstir austanlands. Skipting skráðra atvinnuleysingja eftir landshlutum var annars sem hér segir: Reykjavík um 500 Vesturland 109 Norðurland 723 Austurland 91 Suðurland 122 En þegar samningar drógust á langinn, varð Ijóst, að vinnuveit- endasamtökin með ríkisstjórn auðvaldsins að bakhjarli, ætluðu sér að knýja fram stórfellda kjararýrnun, hvað sem það kost- aði. Það var aldrei ætlun vinnu- veitenda í Neskaupstað að efna til stórstyrjaldar við verklýðs- samtökin til þess að reyna að hafa af verkafólkinu réttmætan hlut þess. Rétt var þó talið að bíða átekta um stund á meðan fullreynt var hvort heildarsamn- ingar tækjust vandræðalítið. En þegar líkurnar fyrir skjótri lausn deilunnar virtust minnka með hverjum fundi, sem haldinn var, var ekki beðið lengur og voru samningar undirritaðir í fyrradag og gengu vinnuveitend- ur að kröfu verklýðsfélagsins um áframhaldandi greiðslu verðlags- uppbótar á laun. Samningurinn gildir til 1. júní, en framlengist í nóvembermánuði í vetur var enn eitt bjargráðafrumvarpið til meðferðar á Alþingi. Eitt helzta bjargráð ríkisstjórnarinnar að því sinni var að afnema laga- skyldu til þess að greiða verðlags- bætur á laun. Raunar hafði rík- isstjórnin áður afnumið verðlags- bætur. Það var í upphafi valda- ferils hennar. Launþegasamtökin undu því afnámi mjög illa, enda er verðlagsuppbót eina trygging launþeganna fyrir því, að þeir verði ekki færðir á kaf í dýrtíð- arflóðinu. Auk þess er verðlags- uppbótin nokkur hemill á þá til- hneigingu stjórnarvalda, að setja bjargráðalög, sem vaida verð- hækkun í landinu. Það var ekki fyrr en vorið 1964, að verklýðssamtökin endur- heimtu verðlagsuppbótina með júnísamkomulaginu. Ríkisstjórnin hefur hvað eftir annað rofið þetta. samkomulag, síðast með afnámi vísitölugreiðslu á kaup, og er nú um 3 mánuði í senn sé honum ekki sagt upp með mánaðar fyr- irvara. Eru þetta mjög venjuleg uppsagnarákvæði. Strax og samningar höfðu ver- ið undirritaðir, hófst vinna að nýju og bátarnir bjuggust til veiða. Milljónum króna hafði ver- ið bjargað í stað þess að sóa þeim í hernaðaraðgerðir gegn verk- lýðssamtökunum. Vonandi verður þessi samning- ur til þess að flýta fyrir því að kaupdeilunum ljúki. Vonandi taka atvinnurekendur annars staðar afstöðu atvinnurekenda hér í bæ sér til fyrirmyndar. Neskaupstaður hefur að vísu nokkra sérstöðu við gerð kaup- samninga. Veldur því hin sterka aðstaða Alþýðubandalagsins í at- vinnulífi kaupstaðarins. En ef til vill mætti vænta þess, að fleiri en Alþýðubandalagsmenn sýndu verkalýðnum sanngirni. varla hægt að telja þá sáttagerð í gildi lengur. Launþegasamtökin brugðu hart við, er frumvarpið um afnám vísitölubóta var lagt fram. Bjuggu þau sig undir að hrinda þessari árás með afli samtakanna og boð- uðu almennt til allsherjarverk- falls 1. desember. Sá þá ríkis- stjórnin sitt óvænna og bauð að kaup skyldi hækka samkvæmt vísitölu 1. des., en síðan ekki. Þaðan í frá skyldu atvinnurek- endur og launþegar semja um þessi mál. Þessu undu leiðtogar verklýðssamtakanna og létu af- lýsa vandlega undirbúnum verk- föllum, sem boðuð voru til að koma í vteg lyrir, að skylda til að greiða vísitöliuuppbætur á laun, væri numin úr lögum. Enginn þurfti að efast um, að um leið og vísitölugreiðslur á kaup voru teknar úr lögum, var úti um allan frið á vinnumarkaðn- um. Með þessari lagasetningu Samið 0 Stöðvarfirði I gær tókust samningar á Stöðvarfirði og hefur verkfalli því, sem þar hefur staðið, verið aflýst. Hinir nýju samningar eru sama efnis og Norðfjarðarsamningarnir. Shora d Alþingi Á þingi Verkamannasambands- ins, sem haldið var í fyrra mán- uði, var þess óskað, að Alþingi breytti lögunum um atvinnuleys- istryggingar þannig, að bætur yrðu hækkaðar og að niður yrði fellt úr lögunum það ákvæði, að bætur skuli ekki greiddar þeim, sem á síðustu 6 mánuðum hafa haft meira en 75% dagvinnu- kaups. Á fundi í Verkalýðsfélagi Norð- firðinga, sem haldinn var 23. febrúar 1968, var samþykkt svo- hljóðandi tillaga: „Fundur haldinn í Verkalýðs- félagi Norðfirðinga 23. febrúar 1968, skorar á Alþingi að sam- þykkja framkomið frumvarp um breytmgar á lögum um atvinnu- leysistryggingar, er meðal annars felur í sér, að atvinnuleysisbætur verði hækkaðar frá því, sem nú er. Fundurinn telur, að vegna þess uggvænlega atvinnuástands, sem nú ríkir víða um landið, séu þær breytingar, sem frumvarpið gerir ráð fyrir mjög brýnar, og að flýta beri afgreiðslu þess, svo sem frekast er unnt“. stofnaði ríkisstjórnin til yfir- standandi stórverkfalla og allra þeirra verkfalla, sem á eftir koma til að knýja fram greiðslu verð- lagsuppbótar. Dagana fyrir verkföllin og í upphafi þeirra, var ríkjandi bjart- sýni um lausn þeirra. Almennings- álitið lagðist á sveif með laun- þegum og fáir trúðu því, að rík- isstjórnin — þó bölvuð sé — stofnaði til stórátaka í þjóðfélag- inu til þess eins að hafa af verka- fólki nokkurn hluta réttmætra launa þess. En þessi bjartsýni liafði ekki við rök að styðjast. Sáttafundir hafa verið langir og tíðir, en lausn virðist því fjarlægarí sem fundirnir eru lengri og fleiri. Atvinnurekendur hafa ekkert sáttaboð gert, sem hægt er að nefna því nafni. Boð þeirra hafa verið smánarboð, sem varla geta verið fram borin í öðrum tilgangi en þeim, að hæðast að verklýðs- samtökunum. Þau heyja þetta verkfall til þess að endurheimta Framh. á 2. síðu. Ríhisstjómin stofnaði til verhfallanna Hennar er að leysa þau

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.