Austurland


Austurland - 08.03.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 08.03.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 8. marz 1968. f er i frettum? inu , utan hvað tveir og stundum þrír menn hafa starfað við sím- stöðvarhúsið, sem hér er í smíð- um. Nokkur hópur fólks fór héð- an í atvinnuleit eftir áramótin suður á firði og til verstöðva sunnanlands, en eftirtekja þeirra mun hafa orðið rýr vegna þess, hvernig vertáðin hefur gengið. Einhverjir eru ófarnir sem ætl- uðu, en óvissan vegna verkfalla freistar manna ekki ttl að hleypa heimdraganum þessa stundina. Héðan hefur ekki verið róið í vetur svo heitið geti, enda eiga menn ekki veiði von fremur en á undanförnum árum. Trilla, sem kannað hefur miðin öðru hvoru, hefur einskis orðið vör, nema hvað þeir beittu fyrir hákarl fyr- rekin í sameiningu af Kaupfélag- inu og Rafmagnsveitum ríkisins. Félagslíf Ekki er margt hér til skemmt- unar yfir veturinn. Þó er spiluð félagsvist öðru hvoru, og kvik- myndir eru sýndar einu sinni í viku eða oftar í skólahúsinu. Dansleikir eru fágætir. Aðal fagn- aður vetrarins er þorrablót, sem hér hefur verið haldið um langt árabil. Undir borðhaldi er þar flutt margt gamanefni, að þessu sinni kviðlingar um undirbúnings- nefnd blótsins, og síðan annáll liðins árs. Samgöngur hafa verið erfiðar frá áramótum, og Vatnsskarð oftast teppt, þar til nú í hlák- Hvaö Frá Fáskrúðsfirði Búðum, 6. marz — AG/GÓ Atvinna Hér er að sjálfsögðu verkfallið helzta umræðuefnið manna á meðal og ekki hvað sízt í dag, því að hér var veitt undanþága varð- andi útskipun síldar. Sú ráðstöf- un mælist misjafnlega fyrir, en þetta leyfi var veitt þegar fullvíst var talið að samskonar leyfi yrði veitt annars staðar, m.' a. í Nes- kaupstað. Annars hefur atvinna verið hér allgóð síðan í byrjun febrúar. Er þar bæði um að ræða umsöltun síldar og svo hefur bræðslan tekið á móti 900 tonnum af loðnu. Heimabátar stunda ekki Joðnu- ve:ðar,þeir fóru á net. Vatnsleysi Það er sama sagan hér og víða annars staðar, við höfum átt við vatnsskort að stríða. Vatnið úr fjallinu, af Engihjallanum, þraut algjöriega og svo fraus víða í leiðslum. Borað hefur verið eftir vatni hér innan við fjörðinn og leiðsla tögð til bæjarins, en eftir að tengja við vatnsgeyminn, sem ekki er fullgerður. Nú var það ráð tekið að setja dælu við bor- holuna og dæla beint inn á vatns- leiðslukerfið. Gafst það vel og bjargaði málunum. Samgöngur Vegir hafa oftast vcrið færir í vetur bæði suður með ströndinni og eins upp í Egilsstaði um Vatt- arnessskriður. Áætlunarferðir eiga að vera ein til tvær í viku til Egilsstaða. Mér er ekki kunnugt um hvernig það stenzt, en oft finnst manni blöðin æði gömul þegar þau berast hingað. Félagslíf Já, hér er töluvert fjör í félags- lífinu. Leikfélagið starfar af krafti og hefur nýlokið leikför með „Leynimel 13“ á ýmsa ná- grannastaði. Hér er bridgefélag og Lions- klúbbur, og nú fyrir skömmu stofnuðu tómstundamálarar félag með að ég held 12 stofnendum, það er falleg tala, sem á eflaust eftir að hækka. Aðalsamkoma vetrarins er hjónaballið, sem að jafnaði er haldið á þrettándanum, og svo var einnig nú. Frá Borgarfirði ' Borgarfirði, 5. marz — AG/HG Atvinnuleysi Það hefur verið afskaplega dauft yfir atvinnulífi hjá okkur það sem af er vetri, eins og raun- ar oft áður. Má segja, að frá því um miðjan nóvember hafi enga átviíijiu verið að hafa hér í þorp- Frá Borgaríirði ir fáum dögum og fengu einn all vænan. Vonir stóðu til, að veitt yrði fé úr ríkissjóði til hafnarfram- kvæmda hér á Borgarfirði, en brýn nauðsyn er að fá hafnar- garðinn lengdan. Einnig þessar vonir hafa nú brugðizt, þannig að vart er að vænta að úr ræt- ist með atvinnu fyrr en þá kemur fram á sumar. Verkalýðsfélagið hefur lýst yf- ir vinnustöðvun, sem kemur til framkvæmda á miðnætti í nótt. Hér er að vísu ekki mörg verk að stöðva, en auðvitað skerumst við ekki úr leik í þeirri baráttu, sem nú er háð. Rafniagn frá Grímsárveitu Þann 22. febrúar sl. var Borg- arfjörður tengdur Grímsárveit- unni, en á liðnu sumri var lögð lína yfir Sandaskörð og síðan unnið að tengingum innan héraðs. Þetta var mjög ánægjuleg stund fyrir okkur, og hafa engar trufl- anir orðið á kerfinu síðan. Hafa þá allir bæir hér um slóðir feng- ið rafmagn frá orkuveitusvæði Austurlands nema Njarðvíkurbæ- irhir. Áður var hér dieselstöð, eystri. — Ljósm. H. G. unni að það opnaðist. Á þessu timabili komu þó nokkrum sinn- um snjóbílar hingað með farþega og lækni frá Egilsstöðum, og einu sinni kom snjóbíll frá Seyðisfirði. Hellsufar hefur sem betur fer verið ágætt í vetur, því að langt er til læknis. Þorsteinn læknir á Egilsstöðum hefur í mörg horn að líta, en hefur þó komíð hing- að a. m. k. einu sinni í mánuði í vetur. Ljósmóðir okkar varð- veitir nauðsynlegustu lyf og út- deilir þeim samkvæmt fyrirmæl- um læknisins. Tíðarfar hefur verið mjög erf- itt, svellalög gífurleg, en ekki snjóþungt. Þrátt fyrir hlákuna um daginn eru svell enn víða hér í sveitinni og útlitið því kviðvæn- legt vegna kalhættu. Bændur munu sæmilega birgir af heyjum og fóðurbætir er nógur til staðar. Kanipfélag Héraðsbúa tók hér við verzlun sl. sumar, svo sem kunnugt er, eftir að kaupfélag okkar varð gjaldþrota. Hefur útibú KHB reynzt okkur vel að flestra mati, og verður ekki séð, að annað sé vænlegra en það taki við verzlun hér til frambúðar. Eftir ér þó alveg að semja tim-þá hluti, og skal því ekkert fullyrt um, hvað ofan á verður í þessu efni. Frá Reykjanesi Reykjaneskjördæmi, 4. febr. — AG Kæri vinur. Hvað skal segja? Hvaða rúnir á að rista? Sízt er vert að sitja og þegja. Éig sendi austur fréttalista. Veðrið það er vitlaust núna. Varla hundi út sigandi. Sjómenn hvíla limi lúna, en leiðist þessi hríðarfjandi. Hérna kringum Faxaflóa formenn vilja heldur róa. En ef þeir draga drátt að landi, djöfullinn er alls ráðandi, svo að dropi úr dauðri flösku dettur ei né aur í tösku. Fyrirtæki fá sig bera. Fæstir vita, hvað skal gera. En ráðamenn með háa hatta he:mta af öllum þunga skatta. Hve lengi þetta þannig gengur, það veit ekki nokkur drengur. Ástandinu engir hrósa. Vmsir vilja láta -kjósa aftur, og þeir um það tala, en óttast nýja hannibala. Þú birtir aldrei kattarkvæði, sem kveðið var hér heima í næði. Eg enga ketti átt hef slíka, sem alla reif, jafnt snauða og ríka. Þar eru hrörleg húsakynni, sem hinir minnstu fá ei inni. Á blaði þínu það nú sannast, og þetta sjálfsagt við þú kannast. Af mér er ágætt allt að frétta. Eitthvað er hann víst að létta. Eg þarf að fleygja í féð og kúna, og fleira er ógert hjá mér núna. Eg sendi linu seinna og meira, því sannleikann er gott að heyra. Þú heilsar, góði, hverjum vini frá honum Steina Gíslasyni. —o—- Ath.: Vegna upphafs fréttapistils frá Fáskrúðsfirði, skal tekið fram, að síldartökuskip það, sem um er rætt, hefði alls ekki fengið af- greiðslu á Norðfirði í verkfalli. Svo fráleitt var það, að ekki var einu sinni á það minnzt. Skip þetta átti að taka alla Rússlands- síldina, sem eftir er á Norðfirði, en aðeins lítið á Fáskrúðsfirði. Vegna hinnar furðulegu undan- þágu losna nú saltendur á Fá- skrúðsfirði við alla sína Rúss- landssíld, þótt þeir séu í verk- falli, en vafamál hvað Norðfirð- ingar losna við mikið. Fróðlegt væri að fá upplýst, hvers vegna forráðamenn verk- lýðsfélagsins á Fáskrúðsfirði töldu fullvíst, að skipið yrði af- greitt hér — svo víst, að þeir töldu sig ekki þurfa að spyrjast fyrir um það hjá Verklýðsfélagi Norðfirðinga eða ASA. — Eins væri nauðsynlegt að forráðamenn verklýðsfélagsins á Fáskrúðsfirði skýrðu frá því hvers vegna þeir létu halda áfram að hlaða skipið eftir að ijóst var að þeir höfðu verið blekktir. — Ritstj.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.