Austurland


Austurland - 15.03.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 15.03.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 15. marz 1968. Samninðarnir Á sunnudag var boðað til fund- ar í verklýðsfélögunum á Eski- firði. Fyrir honum lá tillaga um bráðabirgðalausn verkfallsins, sem þá hafði staðið í nær viku. Var sú tillaga samþykkt með 35 atkvæðum gegn 22. Efnislega var tillagan á þá leið, að greidd skuli full vísitöluupp- bót á laun þar til samið hefur verið í Reykjavík, þó ekki skem- ur en einn mánuð. Eftir að samið hef-ur verið syðra, skal greitt kaup á Eskifirði samkvæmt þeim samningum. Vegna þessa ákvæðis getur samningurinn ekki talizt annað en uppgjafarsamningur. Það skal játað, að verkföll í verstöðvum á hávertíðinni eru mjög erfið viðureignar og geta aldrei staðið lengi. Reynslan í þessu verkfalli sýnir líka, að fé- lög á þessum stöðum veigra sér við að leggja út í verkfall á þess- um árstíma, sbr. félögin á Snæ- fellsnesi, Vestfjörðum, Suðurnesj- um og Hornafirði, sem hefja verkföll mjög seint eða alls ekki. Hreppamál Framh. af 4. síðu. Á Eskifjarðarfundinum höfðu málin snúizt við. Nú átti að setja nefnd til að kanna breytingar á hreppamörkunum. Ég flutti breyttngartillögu þess eðlis, að tillagan yrði flutt i upp- haflegu formi með þeim tilgangi, er þar var lýst. Þessi tillaga var felld með eins atkvæðis mun, en seinni tiilagan samþykkt gegn atkvæðum okkar Reyðfirðinga. Gat enginn gert sér í hugarlund að við mundum tilnefna menn í nefnd, sem átti að hafa það að meginmarkmiði að rýra hreppsfé- lag okkar. Þetta var nú hið rétta í málinu. Já, ég minnti á, að Eskfirðing- ar sætu að sameiginlegum emb- ættismönnum okkar. Á grein J.K. sé ég, að hann langar til að fá fleiri slíka til Eskifjarðar og er það skiljanlegt, en vart okkur jafnt að skapi. Haldi J. K. að frumvarp það, sem þeir Eskfirðingar hafa nú knúið í gegn, að flutt hefur verið á Alþingi, færi hreppsnefr.dir og íbúa hreppanna nær hvor öðrum, skjátlast honum. Slík mál eru viðkvæm eins og Jóhann réttilega seglr og þegar gengið er á hlut annars til að upphefja hinn, er sárinda von og á þau dreg ég enga dul. Nafngiftir þeirra sárinda læt ég mig litlu skipta, en hæpin mál- fræði hlýtur það að teljast að flokka þau undir fyrirtekt eina saman. ' llelgi Seljan. eiðd ekhert sameiðinlegt Tíminn til verkfalla er mjög illa valinn fyrir þessa staði. Um mán- aðamótin nóv.—des. gegndi öðru máli. Á Fáskrúðsfirði var svo strax á eftir gerður samskonar upp- gjafarsamningur og á Eskifirði. Ekkert skylt við Norðíjarðarsamnlngana Nokkuð hefur borið á þeim mis- skilningi, að samningur sá, sem gerður var á Eskifirði sé sama eðiis og Norðfjarðarsamningurinn frá 6. marz. Hið sanna er, að þessiir tveir samningar eiga ekkert sameigin- Iegt. Eins og öll önnur verklýðsfé- lög, sem í deilu hafa átt og eiga, gerði verklýðsfélagið í Neskaup- stað aðeins þá einu kröfu, að vísi- töluuppbætur yrðu greiddar á laun svo sem verið hafði. Krafan var um óbreytta samninga. At- vinnurekendur í kaupstaðnum tjáðu sig reiðubúna til þess að verða við þeirri kröfu og var þá forsendan fyrir áframhaldandi verkfalli úr sögunni. Það, að gengið var að kröfu verklýðssamtakanna í Neskaup- stað hlaut að verða öðrum félög- um styrkur og hvöt til þess að ná fram því sama. Annað atriði, sem um þurfti að semja, var gildistími samnings- ins. Útvarpið klifaði á því seint og snemma í marga daga, að Norðfjarðarsamningarnir hafi verið gerðir til óákveðins tíma og mönnum ætlað að mynda sér þá skoðun, að um væri að ræða bráðabirgðasarmrng, sem ætlunin væri að breyta eftir að samizt hefði syðra. llr bœnum Andlát Krístín Magnúsdóttir, húsmóð- ir, Egilsbraut 8 andaðist á sjúkra- húsinu hér 7. marz. Hún fæddist á Sauðanesi í Svarfaðardal 11. júlí 1892, en hingað flutti hún 1926. Afmæli Kristrún Guðjónsdóttrr, hús- móðir, Skólavegi 1, varð 60 ára 9. marz. Hún fæddist að Stein- felli í Vopnafirði, en hefur verið hér búsett síðan 1930. LOÐNA TIL SEYÐISFJARÐAR Verksmiðja Hafsíldar hefur nú tekið á móti 7000 lestum af loðnu. Um 20 manns vinna á vöktum í verksmiðjunni og hefur atvinnu- ástand í kaupstaðnum lagazt mik- ið. Á miðnætti í nótt átti að hefj- ast verkfall á Seyðisfirði. Framh. af 1. síðu. GJALDÞROT Eskifjarðarsamninðariir Framh. af 1. síðu. hugavert við þessa málsfeðferð? Var hreppsnefndarmönnum Ijóst, að þessi afskipti hrepps- nefndar eru mjög hæpin, þar sem fjórir af sex hreppsnefndarmönn- um, sem skrifuðu undir þetta plagg, munu vera í hópi atvinnu- rekenda (einn hreppsnefndar- manna var ekki heima), og sam- þykkja þannig beina fjárgreiðslu til sín úr sveitarsjóði? Nei, góðir hreppsnefndarmenn, ykkur væri nær að reyna að hugsa eitthvað um þau mál, sem þið hafið verið valdir til að sjá um. Væntum við þess að hrepps- nefndarmenn geri grein fyrir gerðum sínum í þessu máli á op- inberum vettvangi. Fyrr finnst mér enginn þeirra hafa hreinan skjöld, burtséð frá þeim bletti, sem þeir hafa sett á Eskfirðinga alla með þessu framferði sínu, þótt kannski eigi einhverjir fleiri þar hlut að máli líka. Að lokum vil ég lýsa yfir því, að hér er stór hópur manna úr öllum stéttum mjög óánægður með úrslit þessa máls og vonast til þess að okkur verði unnt sann- mælis, þó að við réðum ekki við gang mála í þetta sinn. —o— (Ritstjórinn vill taka fram, að oddvita og hreppsnefnd Eski- fjarðar er heimilt rúm hér í blað- inu til þess að svara spurningum þeim, sem fram eru bornar í framanskráðri grein, og til þess að skýra þetta mál og gjörðir hreppsnefndar. Á sama hátt er forráðamönnum verklýðsfélaganna á Eskifirði heimilt rúm í blaðinu til þess að skýra frá gangi mála og orsökum þess, að gengið var til samninga á umræddum grundvelli). Þetta er argvítug blekking. Samnihgurinn gildir ákveðinn lágmarkstíma, til 1. júní í vor, og framlengist um þrjá mánuði í senn, sé honum eKki sagt upp með mánaðarfyrirvara. Eru þetta mjög venjuleg uppsagnarákvæði. Samningar þeir, sem væntanlega verða gerðir í Reykjavík í lok verkfallanna, liafa engin áhrif á Norðfjarðarsamningana. ^USTURLAND Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT innar til gagngerðrar endurskoð- unar. Eitt af því, sem stendur þessum samtökum fvrir þrifum er hinn flokkspólitíski stimpill sem er á yfirstjórn þeirra. Meðal lánadrottna Kaupfélags Austfjarða er Kaupfélag Héraðs- búa og er það sagt aðgangsharð- ast allra lánadrottnanna. Fleiri kaupfélög munu einnig eiga kröf- ur í búið. Skiptaráðandinn hefur látið halda annarri af tveim sölubúð- um félagsins opinni. Til sölu er húseign mín, hálft húsið, Hlíð- argata 14. Bjarni H. Bjarnason. DJÖFLAVEIRAN Sýnd föstudag kl. 8. — Islenzkur texti. — Bönnuð börnum innan 14 ára. — Síðasta sinn. STRIPLING AR Á STRÖNDINNI Sýnd laugardag kl. 5 og sunnudag kl. 3. Síðasta sinn. PARDUSFÉLAGIÐ Snilldar vel gerð og hörkuspennandi frönsk sakamálamynd i algjörum sérflokki. — íslenzkur texti. — Sýnd laugardag kl. 9 ; og sunnudag kl. 5. — Bönnuð börnum innan 12 ára. SYNIR KÖTU ELDER Víðfræg amerísk mynd í Technicolor og Panavision. Aðal- hlutverk: John Wayne, Dean Martin og Martha Hyer. ís- lenzkur texti. — Sýnd sunnudag kl. 9. VWWVWWWWWWWWWWVWWWWWVWWWVWWWWVWWWWWSAAAAAAAAAAAAAAIVW /vr^vvvvvvv‘MV,<*r*r*i*i*r-* »«*“*** KJÖRVARI ALLABÚÖ

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.