Austurland


Austurland - 22.03.1968, Side 1

Austurland - 22.03.1968, Side 1
ÆJSTURLAND MALGAGN ALÞÝÐUBANDALAG8IHS Á AUSTURUNDI 18. árgangnr. Neskaupstað, 22. marz 1968. 12. tölublað. Verkföllunum lokið Vísitölubœtur verða áfram greiddar á laun Laust fyrir hádegi á mánudag tókst samkomulag milli samn- inganefnda aðila að vinnudeilunni og var það síðan almennt staðfest sama dag af viðkomandi félögum. Þar með var lokið víðtækasta verkfalli, sem háð hefur verið á Islandi. Vísitölureglan gildir áfram. Það, sem um var barizt í þessu verkfalli, var það, hvort áfram skyldu haldast vísitöluuppbætur á kaup. Hafði ríkisstjórnin felit úr lögum ákvæði þar að lútandi fyrr í vetur og lýst yfir því, að fram- vegis væri það í verkahring hinna svokölluðu aðila vinnumarkaðar- ins að semja um slíkt eins og önn- ur kaupgjaldsákvæði. Með þessu atferli stofnaði ríkisstjórnin bein- línis til þeirra verkfalla, sem stað- ið hafa, og vafalaust enn frekari átaka síðar. ■ Verklýðssamtökin höfðu sett sér það mark að fá viðurkennt að framvegis sem hingað til skyldi greiða fullar vísitöluuppbætur á kaup. Þessu takmarki tókst ekki að ná, en varla mun verklýðs- hreyfingin um alla framtíð una skertri vísitölu og er ekkert lík- iegra, en að asnaspark ríkis- stjórnarinnar í nóvember leiði til nýrra stórverkfalla upp úr næstu áramótum. Hins vegar tókst að fá viður- kenndan rétt verkafólks til þess að fá vísitöluuppbætur á kaup, þó mikið vanti á að það verði full vísitala. Þessi viðurkenning er ákaflega mikilvæg, bæði vegna þess, að í vísitöluuppbótum felst mikið fjárhagslegt öryggi á verð- hækkunartímum, svo og vegna þess , að vísitölureglan verkar sem hemdl á sjálfráða eða ósjálf- ráða tilhneigingu stjórnarvalda til þess að hækka verðlag í land- inu. Það sem um \ar samið. Þessi eru meginatriði hins nýja samkomulags: 1. Frá undirskriftardegi til 1. júní skail greiða 3% vísitöluhækk- un á kaup. Hinsvegar sýnir hin opinbera vístala 5.34% hækkun frá 1. des.—1. marz. Misniuhiir- inn, 2.34%, fellur alveg niður, á aklrei að koma inn i kaunið, 2. Næst breytist kaup 1. júní og á sú vísitöluuppbót að reikn- ast að fulla, en þriðjungur liennar verður geymdur og kemur ekki inn í kauplð fyrr en 1. desember. Hækki vísitalan t. d. um 3 stig fram til 1. maí, hækkar kaupið 1. júní um 2%, en 1% hækkun kemur til framkvæmda 1. des. 3. VísitöHxhækkunin frá 1. júní til 1. sept. kemur að fullu i'nn í kaupið, og eins vísitöluhækkunin frá 1. síept. til 1. des. að viðbætt- um þriðjungi, sem geymdur var frá 1. júní. 4. Laun upp að 10 þús. kr. á mánuði, eða tilsvarandi viku- og Á mánudaginn flutti útvarpið þau tíðindi, að Kristján Eldjárn, þjóðminjavörður, hefði orðið við áskorunum um að gefa kost á sér til framboðs í forsetakosning- unum 30. júní. Vitað er, að fast liefur verið lagt að Kristjáni með að gefa kost á sér. Kristján Eldjárn fæddist að Tjörn í Svarfaðardal 6. des 1916, sonur hjónanna Þórarins Eld- járns, bónda þar og hreppstjóra, og konu hans Sigrúnar Sigur- hjartardóttur. Kristján lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1936 og hélt síðan t:l Kaupmanna- hafnar og stundaði nám við há- skólann þar 1936—1939. Hann lauk magistersprófi í íslenzkum fræðum við Háskóla íslands 1944 og dr. phil. varð hann 1957 og nefndist doktorsrit hans „Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Is- landi“, mikið rit og fróðlegt. Aðstoðarmaður við þjóðminja- safnið varð Kristján 1945 og þjóðnrnjavörður var hann skipað- ur frá 1. des. 1947 og því starfi hefur hann gegnt síðan. Margar bækur liggja eftir Kristján og mikill fjöldi greina í innlendum og erlendum tímarit- um, einkum varðandi fræðigrein hans. Kona Kristjáns er Halldóra tímakaup, fá fulla uppbót sam- kvæmt framansögðu. Á kaup milli 10 og 16 þús. greiðiist sama upp- hæð í krónatölu og á 10 þús. kr. kaupið, en kaupið milil 16 og 17 þúsund fær liálfa þá upphæð. Aft- ur á móti kemur engin hækkun á kaup, sem er hærra en 17 þús. kr. á mánuði. 5. Á yfirvi'nnu greiðist sama verðlagsuppbót í krónum og á dagVinnuna. Kemur það ákvæði strax til framkvæmda að því er eftirvinnuna snertir, en ekki fyrr en 1. júní hvað næturvinnu við kemur. Til þess tíma verður greitt Framh. á 2. síðu. Kristján Eldjárn. Kristín Ingólfsdóttir, framkv,- stjóra á ísafirði, Árnasonar. Kristján Eldjárn hefur lítt komið við sögu í opinberum mál- um og litinn áhuga sýnt á stjórn- málum. Þó er vitað, að hann hef- ur skipað sér í flokk Framsókn- armanna. Telja má fullvíst, að allir frjálslyndir menn og þjóðrækn- ir geti sameinazt imi Kristján Framh. 4 2. síðu. Kristján Eldjárn frambjóðandi í forsetakosningunum Tónlistarkennsla í ðagnfrsóaskólanum I fyrrahaust fékk Lúðrasveit Neskaupstaðar ný hljóðfæri. I vetur afhenti hún svo gagnfræða- skólanum gömlu hljóðfærin og í byrjun þessa mánaðar hóf Har- aldur Guðmundsson kennslu á hljóðfærin. Sækja 14 drengir þessa tíma. Þá kennir Haraldur 8 stúlkum úr skólanum gítarleik og einni á mandólín. Sex drengir úr skólanum, sem Haraldur ætlar að kenna á mandó- lín, bíða enn eftir hljóðfærum sínum, sem tafizt hafa vegna verkfallsins. Allir eru nemendurnir úr 1. og 2. bekk skólans. Það var 22. febrúar sem Fisk- vinnslustöð Sún fékk fyrsta neta- fiskinn á þessari vertíð, en 24. jan. landaði Sæfaxi II fyrsta línu- aflanum. I morgun hafði stöðin tekið á móti um 1175 tonnum af fiski, mestmegnis óslægðum. Mik- ill hluti aflans er ufsi. Langmest- an afla þeirra báta, sem leggja upp í Neskaupstað, hefur Sveinn Sveinbjörnsson, 410 tonn. Fiskurinn er ýmist saltaður eða frystur. Þá hefur síldarverksmiðjan tek- ið á móti 7758 tonnum af loðnu og er það í fyrsta sinn sem sá fiskur er unninn hér. Verkfallið hafði mjög truflandi áhrif á loðnulöndunina. Hingað hefði bor- izt miklu meira af loðnu, ef vinnu- friður hefði haldizt. Engin loðnuveiði er nú við Suð- austurland og loðnubátarnir komnir suður og farnir að landa þar. Er varla við frekari loðnu- löndun að búast hér á þessari vertið, þó sum'r segi, að enn megi búast við göngu. Nýting loðnunn- ar er mjög góð. Alls hefur því á vertíðinni ver- ið landað nær 9000 tonnum af fiski upp úr sjó í Neskaupstað. Eru það mikil viðbrigði frá fyrra ári, en þá kom enginn fiskur á land hér í bæ á vertíðinni. Eins og gefur að skilja er mjög m'kil vinna í bænum við úr- vinnslu þessa afla. Einnig það eru mikil viðbrigði frá því í fyrravet- ur, en þá var vinna heldur lít'l, einkum fyrir kvenfólk. Vöruþurrð Víða um land hefur borið á vöruskorti að undanförnu og er það ein afleiðing verkfallanna. — Hér í bæ hefur t. d nokkuð lengi smjör, smjörlíki, kaffi, kartöflur og fleiri vörutegundir verið ófá- anlegar. En úr þessu rætist inn- an skamms, því strandferðaskipin Herðubreið, Esja og Bliitur eru væntanleg um og upp ur helginni.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.