Austurland


Austurland - 22.03.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 22.03.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND N'eskaupstað, 22. marz 1968. Verkföllunum lokið Framh. af 1. síðu. sama næturvinnukaup og greitt hefur verið frá 1. des. Samningurinn gildir til næstu áramóta, en framlengist um 6 mánuði í senn, sé honum ekki sagt upp með mánaðar fyrirvara. Eins og sjá má af framansögðu eru þessar kaupgreiðslureglur býsna flóknar, en bót er í máli að þær gilda svo til um land allt og getur því ASÍ gefið út kaupskrár, sem gilda fyrir nær alla meðlimi þess. Í, Takmarkið íjarlægðist. Um langt skeið hefur það verið takmarlc verklýðssamtakanna, að koma kaupgjaldsmálum í það horf, að verkafólk hefði eðli'legar þurítartekjur fyrir dagvinnuna eina sarnan. Við þessa nýjustu samninga hafa samtökin fjarlægst þetta mark til muna, því enginn getur neitað því, að samið var um kjaraskerðingu. Þessi stað- reynd hlýtur að leiða til aukinnar ásælni verkafólks í yfirvinnu, jafnframt því, sem atvinnurek- endur munu fúsari til að láta slíka yfirvinnu í té, þar sem bilið á milli dagvinnu og yfirvinnu hef- ur mjókkað til muna hvað laun snertir. Lærdómar verkiallsins. Fyrir verklýðssamtökin var þetta verkfall, eins og reyndar öll önn- ur verkföll, mjög lærdómsríkt. Hér verður ekki farið í neina allsherj- ar úttekt á lærdómum baráttunn- ar; verður þó drepið á örfá atriði. 1. Enda þótt verkföllin hafi að þessu sinni verið víðtækari en nokkru sinni fyrr, voru fjölmörg verklýðsfélög sein á sér til að hlýða kalli heildarsamtakanna og sum hlýddu því alls ekki. Flest félög á vertíðarsvæöinu miðuðu verkfallsboðun sína auðsjáanlega við það, að verkföllin yrðu um garð gengin áður en til verkfalls kæmi. Þetta sýnir, að hugsunar- háttur fólksins í verstöðvunum er slíkur, að vonlaust er að halda uppi langvinnum verkföllum á miðri vertíð. Sá tími ætti að vísu að vera vel valinn til þess að knýja fram skjóta lausn, en á meðan hugsunarhátturinn ekki breytist, á að sneiða hjá verkföll- um á miðri vertíð. Þau átök eiga að fara fram í vertíðarbyrjun. Þá er allt auðveldara viðfangs en eft- ir að allt er komið í fullan gang og veiðigleðin hefur gagntekið hvern mann. Þurfi að koma til verkfallsá- taka næsta ár, á að láta þau verða þegar er samni'nguriim gengur úr ,gildi um áramót. 2. Þá hafa verkföilin sannað, að enda þótt verkföllin hafi verið víðtækari en nokkru sinni áður, r>fU verklýðssamtukin tn n U:k; fær um að heyja allsherjarverk- föll. Alltof mörg verklýðsfélög skárust úr leik eða drógu verk- fallsboðun á langinn. Mikið starf bíður heildarsam- takanna að vinna bug á þessari veilu. Það þarf að treysta sam- tökin svo, að þegar á þarf að halda leggi þau ö,ll niður Vinnu samtímis og hefji ekki vinnu aft- ur fyrr en samið liefur verið alis staðar. Þessara samtaka er enn brýnni þörf vegna þess hve harð- svíruð og ófyrirleitin samtök at- vinnurekenda eru orðin, 3. Langt er frá því að verka- fólk hafi öðlazt þann skilning á gildi stéttarbaráttunnar, sem nauðsynlegur er og bíður þar verklýðssamtakanna mikið upp- eldisstarf, sem allt of lengi hefur verið vanrækt. Þessi stéttarlegi vanþroski kom áþreifanlega í ljós í verkfallssöfn- uninni hér í bænum. Hér hafði verið samið og menn unnu nótt og dag. Þegar leitað var til verka- fólksins með fjárframlög til styrktar verkfallsmönnum voru undirtektir mjög misjafnar. Marg- ir sýndu málinu fullan stuðning, og lögðu fram myndarlegar upp- hæðir og hétu meiru, ef fram- hald yrði á verkföllunum. Aðrir tóku þessu dauflega, enn aðrir illa og sumir skopuðust að. Á söfnunarlistunum, sem gengu milli manna á vinnustöðvunum, mátti sjá 100 krónu menn, 50 kr. menn ,nöfn annarra sáust alls ekki, þeir voru engrar krónu menn. — Ég get ekki varizt þeirri hugsun, að svo sem mánaðarverk- fall væri þarfur skóli fyrir þessa menn. Það voru ekki sízt menn, sem ekki tilheyra verkafólkinu, sem létu fé af hendi rakna til verk- fallssöfnunarinnar, meira að segja nokkrir sem skrifuðu sem at- vinnurekendur undir samninginn 6. marz. Verkafólkið almennt hefur sýnilega ekki gert sér grein fyr- ir því, að verkföllin voru háð fyr- ir hagsmunum allra launþega í landinu, einnig þeirra, sem þegar höfðu samið. Óslgur í verkfalllilnu hlaut að leiða til kauplækMunar almennt og þá hefðu samningarn- ir hér ekki staðið lengur en til 1. júní, og kannski er sigurinn ekki nægilega stór til þess að verkafólk í Neskaupstað fái hald- ið hlut sínum eftir 1. júní. Þetta skilningsleysi sýnir líka, að nauðsynlegt er fyrir verklýðs- félögin, að koma á fót öflugum verkfallssjóðam, svo ekki þurfi að treysta á söfnun meðan á verk- föllunum stendur. Og þá þyrfti að koma því svo fyrir, að fram- lög í sjóðinn yrðu ákveðinn hundraðshluti af kaupi og kæm- uct' bá beir, scm vilja láta aðra berjast fyrir sig, ekki hjá því að leggja sitt af mörkum. Hin 10 boðorð ríkisstjórn- arinnar 1 sambandi við lausn verkfall- anna sendi ríkisstjórnin frá sér yfirlýsingu í framhaldi af við- ræðum hennar við fulltrúa þeirra, sem í verkföilunum áttu. Yfirlýs- ingin er í 10 liðum og flest at- riði hennar þannig, að um vilja- yfirlýsingu er að ræða, en engar skuldbindingar. Veltur að sjálf- sögðu mest á vilja ríkisstjórnar- innar þegar til framkvæmdanna kemur, en fyrirfram er ekki á- stæða til mikillar bjartsýni. Þó má finna í þessari yfirlýsingu mjög þýðingarmikil atriði, sem telja verður skuldbindandi. Verður nú hér á eftir gerð stutt grein fyrir boðorðunum hverju fyrir sig. 1. Skipuð verður atvinnumála- nefnd með fulltrúum ríkisstjórn- arinnar, Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambanasins. „Hlut- verk nefndarinnar skal vera að fylgjast sem bezt með þróun vinnumarkaðarins og horfum í atvinnumálum, gera tillögur um þær umbætur, sem nauðsyníegar reynast, og leggja á ráð um framkvæmd þeirra tillagna". Hér er aðeins um að ræða ráð- gefandi nefnd, valdalausa og án allra fjárráða. 2. Ríkisstjórnin mun láta hraða athugunum um byggingu togara og jafnframt athuga um nýsmíði fiskibáta. 3. Stuðlað verður að sem beztri skipulagningu síldveiða á fjarlæg- um miðum næsta sumar og síld- arflutningar auknir, svo og greitt fyrir þorskveiðum þeirra báta á vor- og sumarvertíð, sem áður hafa stundað síldveiðar á þessum tíma. 4. Athugað verði hvaða ráð- stafanir er hægt að gera til að auka innanlandslandanir togara og hvað unnt er að gera til þess að togarar, sem nú er ekki haldið til veiða, komist í rekstur. 5. Unnið skal að því að tryggja fjármagn til að lána kaupendum véla og tækja, sem smíðuð eru hérlendis. 6. Athuguð verði atvinnumál unglinga, sem eru við nám, og stuðlað að ráðstöfunum til að tryggja sumarvinnu þeirra. 7. Ríkisstjórnin mun „beita sér fyrir hækkun á bótagreiðslum vegna atvinnuleysis og öðrum lagfæringum á bótarétti". Ekki verður annað séð, en að hér sé um beina skuldbindingu að ræða. Hækkun bóta er nauðsyníeg og sjálfsögð, en eigi er síður nauð- synlegt að nema úr lögunum skerðingarákvæði, seni gerir það að verkum, að nienn geta gengið atvinnulausir mánuðum saman án þess að fá bætur. Frumvarp, flutt af Alþýðubandalagsmönnum, þess efnis, að afnema skerðingar- ákvæðið, liggur nú fyrir AlþingL 8. Ríkisstjórnin mun Ieggja fyr- ir Alþingi tillögu um breytingu á vísitöluákvæðum húsnæðislána. Stefnt verði að því, „að vísitölu- breyting íbúðalána verði ekki hærri en nemi lielmingi breyting- arinnar á almennum kauptöxtum verkafólks“. Þessi kjiir gildi uni ÖU lán, er veitt liafa veríð síðan kcríisbreytingiii var gerð 1964. Hér er um geysimikið hags- munamál að ræða, ekki aðeins fyrir verkafólk, heldur alla, sem tekið hafa húsnæðislán síðan 1964, og sem eftir eiga að fá slík lán. Alþýðubandalagið hefur á hverju þingi frá því íbúðalánin voru bundin vísitölunni, flutt frumvarp um afnám þeirra á- kvæða, en talað fyrir daufum eyr- um. Nú hefur hálfur sigur unnizt, því þennan lið yfirlýsingarihnar verður að telja bindandi. 9. Byggingasjóði verði gert kleift að haga greiðslu lána þann- ig, að lán, sem greiða átti eftir 15. sept. verði greidd fyrir 15. júlí, án þess að biðtími lengist. 10. Teknir verði til athugunar nýir tekjustofnar fyrir Bygginga- sjóð. —o---- Og nú verður fróðlegt að sjá hversu mörg hinna 10 boðorða sinna ríkisstjórninni tekst að kom- ast hjá að brjóta. Flest fjalla bpðorðin um hin mikilvægustu mál, eins og vera ber. Ég legg mest upp úr 7. og 8. boðorðinu vegna þess, að ég tel þau fela í sér ótvíræðar skuld- bindingar, sem ríkisstjórnin getur ekki skotið sér undan að standa við. Forsetafromboð Framh. af 1. síðu. Eldjárn sem forsetaefni, og alveg er óhætt að fullyrða en engan mann gætu þeir fremur samein- azt um. Enn hefur enginn annar en Kristján Eldjárn tilkynnt fram- boð sitt og ólíklegt er, að nokkur annar reyni framboð á snærum vinstri manna. Varla er tímabært að spá um kosningaúrslit, en ég leyfi mér þó að fullyrða, að sigurmöguleik- ar Kristjáns séu mjög miklir og að hann verði að öllum líkindum næsti forseti íslands. Kristján er ekki stjórnmála- maður. Hann er fyrst og fremst mennta- og vísindamaður. Með því að velja hann til forseta stað- festir þjóðin það, að forsetinn þurfi ekki endilega að vera af- dankaður þingmaður eða ráð- herra. Kristján Eldjárn er áreiðanlega vel til þess fær að gegna forseta- embættinu og líklegur til að auka veg bess inanlands oe utan.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.