Austurland


Austurland - 22.03.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 22.03.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 22. marz 1968. AUSTURLAND r 3 Reyðarfirði í Ausiurlöndum Björn G. Eiríksson, Æviniýri Framhaid. Eigi ætla ég að lýsa sinagóg- unni en hún var all skrautleg og langt frá því að „rabbíinn" þar (hafi þá um „rabbí“ verið að ræða) ætti til þann eiginleika, er vér teljum æskilegt að slíkir menn ættu, þ. e. a. s. lítillæti og auðmýkt! Hinsvegar var hann ákafur í að selja hina og þessa minjagripi og gerðist argur ef menn vildu eigi kaupa. Hvað arfsögnina áhrærir finnst mér persónulega harla litlar lík- ur á því, að hin helga fjölskylda hafi nokkurn tíma dvalið á þess- um stað, — ég leyfi mér, með öðrum orðum, að draga sannleiks- gildi arfsagnarinnar, stórlega í efa. —o— Hafi Beirut verið hættuleg borg, þá er Kairo enn hættulegri fyrir þann sem er einn á ferð, því mörg eru þar skuggasundin. Síðasta daginn sem dvalið var í Kairoborg — höfuðborg Egypta- lands á því herrans ári 1967 — notuðu menn almennt til inn- kaupa — það er að segja þeir sem áhuga höfðu fyrir slíku. — Það er svo annað mál, að verðlag var hátt og egypzka pundið illa séð — þótt þeir skrái sjálfir sitt pund á sama gengi og sterlings- pund. Hdbcer í Reykjavíb Framh. af 4. síðu. því að skreyting í lofti er óbreytt. 1 Hábæ verður eftir sem áður lögð aðaláherzla á kínverska rétti, og í þeim tilgangi hafa kínversk- ir matreiðslumenn verið ráðnir að veitingahúsinu á ný til að standa fyrir matargerð af því tagi, sem tíðkast með þjóð þeirra. Hefur annar þessara manna starfað um 10 ára skeið við kínverskt veit- ingahús í London, en þar — eins og víðar í stórborgum heimsins — eru mörg slík veitingahús, sem fræg eru víða um lönd. Hér þarf ekki að fara mörgum orðum um kínverska matargerð- arlist. Hún hefur verið heimsfræg um aldir, svo að hin franska á sér ekki eins langa frægðarsögu, og hvar sem kínversk veitingahús hafa náð að skjóta rótum utan Kína, ha.fa þau orðið vinsæl og fjölsótt. Með tilliti til þessa mun Svavar gestgjafi í Hábæ leggja aðaláherzluna á að hafa þar sem beztan mat á boðstólum, góða, kínverska rétti sem sérgrein, en auk þess ýmislegt annað góðgæti, svo sem spaghettirétti, sem vin- sælir eru á Italíu. (Úr fréttatilkynningu). Brottfarardagurinn frá Kairo var 1. júní og átti að fara um hádegisbil með flugvél til Amman í Jórdaníu og þaðan samdægurs í bifreið til Jerúsalem. Á Kairoflugvelli hófst öll skrif- finnskan á nýjan leik. Þrátt fyrir stórum minnkandi straum ferða- fólks var æði margt um manninn í flughöfninni — m. a. mátti sjá þar margar „kleópötrur". Eftir eilífðar tíma var loksins hægt að ieggja upp í loftin blá með flugvél frá The Royal Jord- anien Airlines (R.J.A.) til Amm- an. ? Lítil eftirmæli um Egypta- land o. £1. Um landslag í Egyptalandi er haria lítið hægt að segja umfram það, sem áður er getið um. Ljós- gulleit eyðimörkin setur svip sinn á landið. Við konungagrafirnar í Dauðadalnum bar mikið á hvítum steintegundum, eins og ég gat um að framan. Bergtegundin er meyr og sennilega skyld kalki eða krít, þess vegna hefur reynzt kleift að höggva grafirnar niður í jörð- ina — seinlegt verk í steikjandi hitanum úti fyrir. Sólfar í Eg- yptalandi er mikið, oftast er þar heiður og blár himinn. Aðeins niður í gröfunum er örlítið sval- ara. Loftið er þurrt t. d. í Luxor, enda er staðurinn á milli 25y20 og 26° N. br. Hvernig loftslagið er í óshólm- unum veit ég ekki, sennilega er þar örlítið rakara. Gróðurlendið er meðfram Níl. Enda hafa Eg- yptar mikið dálæti á Níl. En hvað um það, hér í Nílar- dalnum hefur verið talið að vagga menningarinnar hafi staðið, og ríkan þátt á sú menning er þar þróaðist í menningu vorra tíma. Egyptar byggðu fyrstir allra þjóða svo vitað sé, hús með fjór- um veggjum og kunnu að binda veggina saman í hornunum, þann- ið að þeir féllu ekki hvor frá öðr- um — á sama tíma kunnu Norð- urálfumenn einungis að byggja hringhlaðin (borghlaðin) hús. Frá Egyptum er fyrsti stóllinn kom- inn (þrífættur). Og ef ég man rétt, þá komu þeir fyrst fram með hina þægilegu hirzlu, skúffuna, og þannig mætti lengi telja. —o— Áætlað var að dvelja í Jerúsal- em í sex daga, en enginn vissi fyrir að dvalartíminn í Jórdaníu átti eftir að lengjast og það af ó- viðráðanlegum ástæðum. En það er önnur saga. Nafnið Ævintýri í Áusturlönd- um — hvers vegna hef ég nefnt þennan pistil minn því nafni? Öll var ferðin eitt ævintýri. Það var ævintýri að eiga þess kost að standa á Akropolis liæð. Ævintýri var ’það út af fyrir sig að sjá hina fornu borg Byblos. Sérstakt ævintýri var það að s;gla um undraheim Jota-hellanna í Libanon. Vissulega var það einnig ævintýri að koma inn í og sjá Casino de Leban, og ævintýri var það að reika um rústirnar í Balbek og koma til Damaskus — að ógleymdri dvölinni í Egypta- landi. Og fleiri áttu ævintýrin eftir að gerast, t. d. dvölin í Jerúsalem, ferðin til sandsteinsborgarinnar Petra koman til Betlehem, dvölin und'r vegarbrúninni í Amman, og sex daga innilokun þar. Flugferð- in með herflutningavélinni til Te- heran og dvölin í þeirri borg, og svo heimferðin — flug yfir Tyrk- landi í ágætu veðri með viðkomu í Istanbul, sem einu sinni hét lUSTURLAND Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT Konstantinopel og var höfuðborg hins Austur-rómverska ríkis — Vín — Frankfurt — London og nokkra daga dvöl þar, — og síð- ast en ekki sízt heimkoman 20. júní anno domino 1967. (Hér með er lokið fyrri hluta ferðasögu Björns G. Eiríkssonar t;I Austurlanda. Ef til vill fær blaðið síðari hlutann til birtingar síðar). Úr bœnum Afmæli Laufey Guðlaugsdóttir, húsmóð- ir, Hlíðargötu 6 er 50 ára í dag — 22. marz. — Hún fæddist hér í bæ og hefur jafnan átt hér heima. Bazar Kvenfélagið Nanna hefur bazar í sjómannastofunni laugaraaginn 30. marz kl. 4 e. h. Konur, sem ætla að gefa muni á bazarinn, eru vinsamlega beðn- ar um að skila þeim sem fyrst. Vilji einhverjar konur, að mun- ir séu sóttir til þeirra, eru þær beðnar um að hringja í síma nr. 78 eða 319. — Nefndin. Kirkjan Messað verður í Neskaupstað nk. sunnudag kl. 2. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. — Sóknarprestur. BS9 Egilsbúð VOFAN FRÁ SOHO Óhemju spennandi kvikmynd byggð á skáldsögu Edgar Vall- ace. Aðalhlutverk: Dieter Brpsche, Barbara Rutting. — Sýnd föstudag kl. 9. — Bönnuð börnum innan 14 ára. DRAUGAHÚS TIL SÖLU Æsispennandi og meinfyndin frönsk gamanmynd. — Sýnd sunnudag kl. 3 í síðasta sinn. BLÓÐREFILLINN Afar spennandi ensk-amerísk ævintýramynd um ástir og hatur. — Sýnd sunnudag kl. 5. — Bönnuð börnum innan 12 ára. — Síðasta sinn. VERÐLAUNIN Amerísk litkvikmynd byggð á skáldsögu eftir Michael Barr- ett. Aðalhlutverk: Max von Sydow, Yvette Mimieux. — Sýnd sunnudag kl. 9. Bönnuð börnum innan 12 ára. FROST-GRÆNT SPRED ALLABÚÐ ^a^^/waaaaaaaaa^aaaaaaaaaaaaaaaaaa^aaa/^^aa/\/wsa/w»/vwwwvwwwwwwwww*/i PIFCO-NUDDTÆKIN (Verð kr. 698.00). Auka vinnuþrek, auðveld í notkun. FÁKUR, sími 206. *AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/WWWWWWAAAOAAAA^^^^^^A/W>AAAAAAAAAAAI BADMLNTON SPADAR OG KÚLUR KAUPFÉLAGIÐ FRAM

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.