Austurland


Austurland - 29.03.1968, Side 1

Austurland - 29.03.1968, Side 1
Aldarafmœli MSTURLAND MAlEAEW ALÞÝÐUBANÐALftGSINS A AUSTURUHDI 18. árgangur. Neskaupstað, 29. marz 1968. 13. tölub'að. Eftirlitslnst her/lujj yjir íslandi: Stöðesgur hdshi jylgir hernáiinu Síðastliðinn mánudag gerðist sá atburður suður í Landssveit skammt frá bænum Hvammi, að bandarísk orustuþota hrapaði til jarðar og tættist sundur, er elds- neytisgeymar hennar sprungu. Dreifðust brotin um allstórt svæði, loft hitnaði í kílómeters fjarlægð og fylgdi gnýr mikill. Vélin var frá „varnarliðinu" á Keflavíkurflugvelli og var að koma úr eftirlitsflugi við austur- strönd landsins, að er því er út- varpið hermdi eftir upplýsinga- fulltrúa bandaríska setuliðsins. Sami aðili sagði vélina hafa haft innanborðs 24 eldflaugar „aðeins 2.75 þumlunga í þvermál" og með öryggisútbúnaði, sem á að hindra að þær springi við slík tækifæri. Ekki var öryggisútbúnaður þessi þó talinn tryggari en svo, að sótt var um leyfi til „varnamála- deildar íslenzka utanríkisráðu- neytisins“ um að fá að eyðileggja eldflaugarnar nálægt slysstaðnum „til að hætta ekki á neitt við flutning þeirra“, sagði bandaríski fulltrúinn. Aðspurður kvaðst hann ekkert geta sagt um, hvort flugvélar af þessari gerð gætu borið önnur vopn en þessar eld- flaugar. Hann hafði enga heimild til að greina frá slíku. Fyrst eft- ir slysið var fullyrt, að allar eld- flaugarnar hefðu fundizt á slys- staðnum, en það reyndist rang- hermi, eina vantaði, og hafði sú ekki konrð í leitirnar í morg- un. Utanríkisráðherra, Emil Jóns- son, var spurður um það á Al- þingi daginn eftir slysið, hvort það væri með leyfi íslenzkra stjórnarvalda, að orustuþotur stunduðu æfingar svo nærri mannabyggð og hvort eftirlit væri með því, að þær flyttu ekki farm, sem hætta gæti stafað af. Samkvæmt fréttum svaraði ráð- herrann því til, að ffugliðið á Keflavíkurflugveilli væri megin styrkur varnarliðsins þar. Því verði það að fá að halda uppi æf- ingaflugi til að geta rækt þetta hlutverk sitt, ef til átaka kæmi, og yrðu menn að taka á sig nokkra áhættu vegna þessa, á meðan nauðsynlegt \æri talið að haía liér varaarlið. Ríkisstjónún hafi ekki lagt neinar liömlur á æfingafájg hersins aðrar en þær, að flugvélarnar hefðu ekbi kjarn- orkusprengjur innanborðs, enda væru silík vopn ekki hér á landi og ættu ekki að vera, sagði ráð- herrann. Þá var Emil að því spurður, hvort íslenzka flugumferðastjórn- in fylgdist með flugi herflugvéla Gunnar Thoroddsen, ambassa- dor í Kaupmannahöfn, hefur nú tilkynnt, að hann verði í kjöri við forsetakosningarnar í sumar. Segir Gunnar, að honum hafi bor- izt á þriðja þúsund áskoranir um að verða í kjöri. Gunnar Thoroddsen fæddist í Reykjavík 29. des. 1910. Foreldr- ar hans voru hjónin Sigurður Thoroddsen, verkfræðingur og yf- irkennari, og María Thoroddsen, f. Claessen. Stúdentsprófi lauk hann frá Menntaskólanum i Reykjavík 1929 og lögfræðiprófi frá Háskóla Islands 1934. Fram- haldsnám stundaði hann um skeið í Danmörku, Þýzkalandi og Eng- landi. Síðan fékkst hann við lög- fræðistörf í Reykjavík um nokk- ur ár. Prófessorsstörfum gegndi hann við Háskóla íslands 1940— 1947. Ungur hóf Gunnar afskipti af stjórnmálum. Hann fylgdi Sjálf- stæðisflokknum að málum og var lengi einn af fremstu og áhrifa- mestu leiðtogum hans. Borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins var hann 1938—1962 og borgarstjóri í Reykjavík 1947—1959. Alþingismaður fyrir Sjálfstæð- isflokkinn var Gunnar frá 1934 til 1965, nema kjörtímabilið 1937 —1942. Fjármálaráðherra var Gunnar í viðreisnarstjórninni 1959—1965 að hann varð ambassador í Kaup- mannahöfn, en því starfi gegnir hann enn. Gunnar hefuí gegnt miklum fjölda trúnaðarstarfa serii full- trúi SjálÍEtæðisflokksiss í nsínd- frá Keflavík og hvort ferðir þeirra væru í samræmi við is- lenzkar loftferðareglur. Svaraði ráðherrann því til, að flugumferðastjórníín hefði ekki eítirlit með flugi herflugvéla. Æf- ingaflugið taldi hann að gæti samrýmzt íslenzkum loftferða- reglum og venjulega færu æfing- Framh. á 2. síðu. Gnnnar Thoroddsen. um og stjórnum á vegum hins opinbera. Og innan Sjálfstæðis- flokksins gegndi hann miklum og margháttuðum störfum, var með- al annars varaformaður flokksins síðustu árin, sem hann dvaldi hér á landi. 1 febrúar í vetur hlaut Gunnar doktorsnafnbót við Háskóla ís- lands og nefnist doktorsrit hans „Fjölmæli" og fjallar um meið- yrðalöggjöf frá fyrstu tíð, mikið rit og girnilegt til fróðleiks. Kona Gunnars er Vala Ásgeirs- dóttir forseta Ásgeirssonar. —o— Hafa þá tveir menn, Kristján Eldjárn og Gunnar Thoroddsen Franili. aí 2. siðu. Gunnar Thoroddsen í kjöri við forsetakosningarnar Esbjerg-hafnar Esbjerg er vinabær Neskaup- staðar í Danmörku. Það var 24. apríl 1868, að staðfest voru lög um hafnargerð á þeim stað þar sem borgin stendur nú. Þá var þar svo til engin byggð, íbúar að- eins 13. Nú ei Esbjerg stærsta borg Vestur-Jótlands, mun vera með yfir 60 þúsund íbúa, og er ein allra þýðingarmesta höfn la? .-,ds- ins. Um höfnina fara geysim jklir vöruflutningar til og frá útK'jnd- um, og þaðan eru miklar fisk- veiðar stundaðar. Árið 1894 varð Esbjerg sér- stakt sveitarfélag og hlaut kaup- staðarréttindi 1. jan. 1899, fyr.ir tæpum 70 árum. Eins og gefur að skilja er ekk- ert um forn mannvirki eða aðrar sögulegar minjar í Esbjerg. Borgin er ný og mjög skipulega byggð. I túefni aldarafmælis hafnar- gerðarinnar verður efnt til mik- illa og fjölbreyttra hátíðarhalda og sýninga í Esbjerg og standa þau hátíðarhöld yfir í nær tvær vikur, hefjast 24. apríl og lýkur 5. maí. Borgarstjórnin í Esbjerg bauð bæjarstjórn Neskaupstaðar að senda tvo fulltrúa til Esbjerg vegna hátíðarhaldanna. Þáði bæj- arstjórn boðið og völdust Jóhann- es Stefánsson, forseti bæjar- stjórnarinnar og Sigurjón Ingv- arsson, bæjarfulltrúi til fararinn- ar. Er áformað að þeir fari utan 1. maí og dvelji í Esbjerg 2.—6. maí. Fulltrúar annarra vinabæja Esbjerg, Stavanger í Noregi, Eskiltuna í Svíþjóð og Jyvá- skylá í Finnlandi, munu gista Es- bjerg sömu daga. Slð þúsund króna bstur til Kf. Fram Póst- og símamálastjórnin hef- ur nú í nokkur ár áformað að reisa nýtt póst- og símahús í Nes- kaupstað, en hefur ekki talið neina lausa lóð nothæfa í þessu skyni. Um skeið var póst- og símamálastjórnin ákveðin í því að leysa vandann með því að stækka núverandi stöðvarhús, eða öllu heldur að byggja nýtt hús á þeirri lóð. Var í fyrra veitt leyfi til slíkrar byggingar af hálfu bæj- aryfirvalda. En þegar til kom hvarf póst- og símamálastjórnin frá þessari fyrirætlan og ákvað að reisa húsið á lóðinni nr. 26 við Miðstræti. Enn hefur þó ekki ver- ið sótt um leyfi til byggingar á lóðinni. Umrædd lóð er liluti af gamalli - Verzlunarlóð Konráðs Hjálmars- Framþ. & 2. síðu.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.