Austurland


Austurland - 05.04.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 05.04.1968, Blaðsíða 1
ÆJSTURLAND MALGAGN ALÞÝflUSAHDALAGSiNS Á AUSTURUNDI 18. árgangur. ! Neskaupstað, 5. apríl 1968. 14. tölublað. Þingsályktunartillaga á Alþingi: Fyrir Alþingi liggur nú tillaga til þingsályktunar um skipun nefndar samkvæmt 39. grein stjórnarskrárinnar til að rann- saka ýmis atriði herstöðvamáls- ins, og eru flutningsmenn hennar 5 þingmenn Alþýðubandailagsins, þeir Ragnar Arnalds (varaþm.), Jónas Árnason, Jón Snorri Þor- leifsson (varaþm.), Lúðvík Jós- epsson og Geir Gunnarsson. Grein stjórnarskrárinnar, sem fiutningsmenn höfða til, er á þessa leið: „Hvor þ;ngdeild getur skipað nefndir innandeildarþingmönnum til að rannsaka mikilvæg mál, er almenning varða. Þingdeildin get- ur veitt nefndum þessum rétt til að heimta skýrslur, munnlegar og bréflegar, bæði af embættismönn- um og einstökum mönnum“. Flest bendir til þess, að sá vet- ur, sem samkvæmt almanakinu á að vera allur eftir þrjár vikur, verði sá kaldasti á landsvísu um 50 ára skeið, eða frá því 1918. Meðalhiti fjögurra vetrarmánaða, desember til marz, er um 2l/o° C lægri en á árunum 1930—1960. Úrkoma mun ekki hafa orðið til hiuna meiri en að meðaltali, en sökum lægri meðalhita hefur kyngt niður snjó langt umfram það sem venjulegt telst á Suður- og Vesturlandi. Raunar var líka ■sett Islandsmet í úrfelli á þess- úm vetri, það í Austfirðinga- Tillaga þingmanna Alþýðu- bandalagsins er í heild á þessa leið: Neðri deild Alþingis ályktar að skipa fíwnn manna nefnd í sam- ræmi við 39. gr. stjórnairskrárinn- ar til að rannsaka eftirtalin at- riði varðandi dvöl Bandaríkjahers á íslandi: í fyrsta Iagi, hvernig Islending- ar geta tryggt, að bandarískar flugvélar búnar kjarnorkuvopn- um fljúgi ekki um íslenzka loft- helgi og lendí ekki á íslenzku landi, með hliðsjón af þeim at- burðuin, sem gerzt hafa í Tbiule á Grænlandi, þvert ofan í fyrri yfirlýsingar Bandaríkjamanna; í öðru lagi, hvernig á því standi, að ekki hefur verið staðið við fyrri loforð um takmörkun her- mannasjónvarpsins við herstöð- fjórðungi: Síðla í febrúar, þegar flóðin miklu urðu á Suðurlandi, mældist sólarhringsúrkoman á Vagnsstöðum í Suðursveit 234 mm, en það er um fjórðungur þeirrar ársúrkomu sem við eigum að venjast hér á Austurlandi í meðalári. En þótt árferði sem þetta sé biturt, þá býr hinn norræni vet- ur yfir sérstakri fegurð og hrein- leika í ásjónu landsins, einkum á kyrrum dögum og heiðríkum. — Myndin er frá Norðfirði á slíkum deji. — Ljósm. H. G. ina eina, hvers vegna sú tilhögun var ekki ákveðin þegar í upphafi, og liver voru tildrög þess, að Guðmundur I. Guðmundsson, fyrr- um utanríkisráðherra, sagði Al- þingi ósatt, þegar sjónvarpsstöð- in var stækkuð og málið var rætt á Alþingi 28. marz 1962; í þriðja lagi, hvaða. áhrif dvöl Bandaríkjahers í landinu hefur einkum haft á íslenzkt þjóðlíf, t. d. verði vandiega rannsökuð hin mikla fjármálaspilling, sem lengi hefur þrifizt í skjóli her- setunnar, og reynt að kanna, hvaða áhrif hersetan heflur haft á uppeldi, hugsunarhátt og tungu- tak íslenzkrar æsku í nágrenni herstöðvanna; í fjórða lagi, hvort herstöðv,- arnar geta talizt veita þjóðinni nokkra vörn á ófriðartímum og hvort þær eru ekki líklegri til að kalla háskann yfir þjóðina, ef fil styrjaldar dregur; í fimmta lagi, hvaða upplýsinga unnt er að afla um þær áætlanir, sem vitað er, að NATO hefur gert um hugsanlega íhlutun bandalagsins í innanríkismál þátt- tökulandanna, þegar þær aðstæð- ur skapast, að þess er talin þörf, og hvort þessar áætlanir snerta Island. I samræmi við 39. gr. stjórnar- skrárinnar liefur nefndin heimild til að heimta munnlegar og bréf- legar skýrslur af embættismönn- um og einstökum mönnum. Niður staða rannsóknarihnar skal lögð fyrir deildina eigi síðar en 1. febrúar 1969, svo að Alþingi eigi þess kost að taka sjálfstæða af- stöðu ti’l herstöðvamálanna á ár- inu 1969. Tiliögu þessari fylgir alllöng greinargerð, þar sem í upphafi er bent á, að hernámið í maí 1951 hafi gerzt ,,á fölskum forsendum, gegn vilja þjóðarinnar og í trássi við stjórnarskrá lýðveldisins". Hér á eftir verða aðeins birtir nokkrir kaflar úr greinargerð- inni varðandi hin einstöku efnis- atriði tillögunnar. Flugvélar með kjarnorku- vopn Yfirmenn bandariska hersms á íslandi hafa lofað íslenzkimi Framh. ú 2. síðu. Hafísinn gerist nœrgöngull I vetur hefur hafís lengi verið á sveimi fyrir Norðurlandi, eink- um undan Hornströndum, en annars staðar hefur hann ekki orðið til verulegs baga fyrr en síðustu vikuna. En nú er mjög mikill ís fyrir öllu Norðurlandi og sigling ófær. Isinn veldur Norð- lendingum að sjálfsögðu þungum búsifjum, einkum vegna þess, að öll sjósókn liggur niðri. Þá hefur ísinn teygt arma sína suður með öllum Vestfjörðum, suður fyrir Látrabjarg að því er mér hefur skilizt, og suður með öllum Austfjörðum a. m. k. suð- ur um Papey. Isinn torveldar siglingar og hefur fiskibátum verið óhægt að komast til Norð- fjarðar og frá. Óvenjumiklir kuldar hafa verið um land allt að undanförnu. I grennd við Þórshöfn sáust spor eftir tvö bjarndýr og við Húsavík lokuðust höfrungar í vök og hefur þeim verið slátrað. Mikill ís er nú í Norðfjarðar- flóa og hefur hann rekið hratt inn í morgun og allar horfur á að hann fylli fjörðinn innan skamms, enda er spáð norðaustan kalda og síðan stinningskalda. Isinn getur haft mjög alvarleg- ar afleiðingar fyrir atvinnulíf á Austfjörðum, því fiskibátar munu ekki geta siglt á hafnirnar til losunar leggist ísinn að. Þá munu siglingar flutningaskipa stöðvast með þeim afleiðingum, að vöru- skortur yrði. Esja og Blikur eru nú á norðurleið og viðbúið að þau geti ekki haldið áfram. Gagnfræðaskólinn í Neskaup- stað hélt árshátíð sína á laugar- daginn í félagsheimilinu og var þar margt um manninn og skemmtiatriði mörg og góð. Veigamesta skemmtiatriðið var leiksýning. Sýndur var sjónleik- urinn ,,Happið“ eftir Pál J. Ár- dal, undir stjórn Birgis Stefáns- sonar, bæjargjaldkera og tókst sýningin ágætlega. Ennfremur var söngur, upplestur og gaman- vísnasöngur (flím um kennara), og að lokum var stiginn dans. Nemendur önnuðust sjálfir öll skemmtiatriði. Formaður árshátíðarnefndar var Ágúst Þorláksson, Skorra- stað og sá lét nú ekki g’nn hlut eftir liggja, því hann var virkur þátttakandi í flestum skemmti- atriðum, og ég held öllum, þar sem fleiri komu við sögu en einn. Árshátíðin fór mjög vel fram og var skólanum til sóma. Áformað er að endurtaka skemmtiatriði árshátíðarinnar á Eskifirói á miðvikudaginn. Blaðið vill benda Eskfirðingum á, að skemmtunin er þess virði að liún sé sétt. . ' • ' 4

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.