Austurland


Austurland - 05.04.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 05.04.1968, Blaðsíða 2
2 f AUSTURLAND Neskaupstað, 5. apríl 1968. Hefnd rannsaki Framhald af 1. síðu. stjórnvöldum, að bandarískar flugvélar, sem fljúga yfir íslenzkt land og lenda hér, skuli ekki bún- ar kjarnorkuvopnum. <Nú hefur hvergi komið fram, með hvaða hætti utanríkisráðherra og starfs- lið hans fer að því að ganga úr skugga um, að þetta loforð sé haldið. Er því full ástæða fyrir Alþingi að láta rannsaka þetta mál, enda næsta líklegt, að ís- lendingar geti ekki tryggt öryggi sitt í þessu efni með öðrum hætti en þeim að banna í eitt skipti fyrir öll ferðir erlendra herflug- véla yfir íslenzku landi. Hermannasjónvarpið Nokkru eftir að Guðmundur I. Guðmundsson, fyrrv. utanríkis- ráðherra, veitti Bandaríkjamönn- um leyfi til að setja upp miklu öflugri sjónvarpsstöð en áður hafði verið á Keflavíkurflugvelli, gaf hann þá skýringu á Alþingi (28. marz 1962), að stöð af jafn- litlum styrkleika og hin fyrri stöð væri ekki faanleg og fyrir- fyndist ekki. Ráðherrann sagði m. a.: „Sú minnsta stöð, sem talið er að hægt sé að fá í staðinn fyrir þessa stöð, er sú stöð, sem þeg- ar hefur verið leyfð. Það er al- gerlega rangt, sem flutningsmenn þessarar tillögu eru að reyna að halda hér fram, að hin nýja stöð muni ná svo og svo miklu lengra út en núverandi stöð hefur gert". Enginn mun draga í efa, að þessi orð ráðherrans voru ekki sannleikanum samkvæm. Eins og kunnugt er, náði áhrifasvæði her- mannasjónvarpsins á skömmum tíma um alla Faxaflóabyggðina og jafnvel víðar. Jafnframt var það opinberlega sannað, m. a. af prófessor Þórhalli Vilmundar- syni, að langflestar sjónvarps- stöðvar í herstöðvum Bandaríkja- manna víða um heim væru miklu minni en Keflavíkurstöðin og mjög margar minni en sú, sem notuð var fyrir stækkunina. Fjármálaspilling og ómenn- ingaráhrif 1 stuttri greinargerð er ekki tækifæri til að rekja þau stór- felldu auðgunarbrot og fjársvika- mál, sem uppvís hafa ofðið í sambandi við hersetuna, svo mörg sem þau eru nú orðin. Eins er til dæmis erfitt að geta sér til um það fjárhagstjón, sem ríkissjóður hefur árlega beðið vegna toll- svika og annarra lögbrota. En nefna má í þessu sambandi, að nú munu um þrjú hundruð Bandaríkjamenn vera býsettir ut- an Keflavíkurvallar, og má gera ráð fyrir, að þeir flytji daglega mikið magn af tollfrjálsum varn- ingi út úr hersíöðinni. Þótt erfitt muni reynast að afla fullnægjandi upplýsinga um hina nr'klu fjármálaspillingu sem þrifizt hefur í skjóli hersetunnar, og meta efnahagsleg og siðferði- leg áhrif hennar, mun þó vera enn forveldara að kanna áhrif hersetunni á öðrum sviðum, t.d. hugsunarhátt og tungutak ís- lenzkrar æsku í nágrenni her- stöðvanna. Þó hefur þetta verið rannsakað lítillega, eins og komið hefur fram í fréttum, og hljóta niðurstöðurnar að vera hverjum hugsandi Islendingi áhyggjuefni. Það er verkefni nefndarinnar að safna þeim upplýsingum, sem til- tækar eru, og gefa Alþingi eins greinargóða skýrslu um þessa hlið hernámsins og aðstæður leyfa. Tortímingarháskinn Að nafninu til er bandarískur her í landinu til að verja þjóðina. Flestum er þó ljóst, að þetta er löngu orðið fáránlegt öfugmæli, því að her og herstöðvar geta litla sem enga vörn veitt í nú- tímastyrjöld, en þvert á móti kalla mikinn háska yfir lands- menn. Herstöðvarnar eru byggð- ar upp sem liður í vígbúnaðar- kerfi Bandaríkjamanna og koma íslendingum að engu gagni, nema í augum þeirra manna, sem líta svo á, að hagsmunir Bandaríkj- anna séu hagsmunir Islands á hverjum tíma. Víetnamstyrjöldin ætti að sýna mönnum svart á hvítu, hvort svo er. ili];diin iuii innanríkismál Lengi hefur verið vitað, að Bandaríkjastjórn reynir að hlut- ast til um innanríkismál annarra þjóða með víðtækum fjárstuðn- ingi við .samtök, sem hún telur sér hliðholl. Má í því sambandi minna á mútufé, sem viðurkennt er, að bandaríska leyniþjónustan CIA hefur annazt dreifingu á. Slík peningamiðlun er þó að- eins óbein íhlutun um innanrikis- mál annarra þjóða. En i seinni tíð hafa komið fram upplýsingar frá mörgum NATO-ríkjum um á- ætlanir, sem yfirherstjórn NATO mun hafa gert um hugsanlega beina íhluttan Bandaríkjahers í innanlandsmál hinna ýmsu banda- lagsríkja, þegar svo stendur á, að annað dugir ekki til að tryggja völd NATO-sinnaðra stjórnar- valda í viðkomandi landi. Eins og kunnugt er, hefur ekki komið til íhlutunar Banda- ríkjahers í Evrópu í seinni tíð, og hefur því þessi samnings- rammi hvergi komið enn að not- um. Hins vegar varð nýlega upp- víst á Italíu um byltingaráform herforingja, sem hugðust nota sér stjórnarkreppu þar í landi sumarið 1964 til að hrifsa til sín völdin. Áform þeirra um fram- kvæmd byltingarinnar munu ein- mitt hafa verið hyggð á áætlun NATO um hernaðaríhlutun í landmu, en sú áætlun bar nafnið „ES". . L "• . y ,.'- Þegar hafa orðið nokkrar um- ræður um tillögu þessa, og hafa auk þingmanna Alþýðubandalags- ins tekið til máls um hana þing- menn úr Framsóknarflokknum. Magnús Gíslason og Sigurvin Einarsson hafa lagt ríka áherzlu á nauðsyn endurskoðunar á her- stöðvasamningnum og Eysteinn Jónsson tekið í sama streng. Enn er þó alveg óvíst, bversu margir Framsóknarþingmenn fást til að greiða umræddri tillögu atkvæði sitt. Það hefur vakið athygli, að af hálfu ríkisstjórnarliðsins hefur Emil Jónsson einn orðið til and- svara í þessu máli, og þulið göm- ul trúaratriði frá dögum kalda stríðsins. Er þetta I samræmi við stefnu hernámssinna á liðnum árum að forðast sem heitan eld- inn allar umræður um utanríkis- mál á Alþingi. Ummæli nokkurra forustumanna í þeim herbúðum um breytta afstöðu varðandi þetta atriði hafa enn ekki verið staðfest í reynd. Kyndugur málflutningur Á laugardaginn var birti Morg- unblaðið grein um verkföllin eft- ir Styrmi Gunnarsson, einn kynd- ugasta verklýðsmálasérfræðing í- haldsins. Er þetta all furðulegur samsetningur og ber vott um full- komið skilningsleysi höfundar á eðli og tilgangi verkfallsins. Styrmir heldur því fram, að verkföllin hafi fyrst og fremst verið uppgjör milli vissra manna innan Alþýðubandalagsins, '¦ en ekki kjarabarátta. Ég veit, að Mogginn getur talið sanntrúuð- um íhaldsmönnum trú um allan skrattann, en tormelt ætla ég að þessi speki hafi þó reynzt þeim sumum. Að ætlan Styrmis þessa voru verkföllin af „kommúnista" hálfu fyrst og fremst háð til þess að klekkja á Hannibal og Birni Jónssyni!!! En fyrir Hannibal og Birni vakti það eitt að ná sér niðri á „kommúnistum"!!! (Hvað hefur Björn Jónsson til þess unn- ið, að Morgunblaðið er hætt að gera honum það til sæmdar að kalla hann kommúnista ?) Niðurstaða Styrmis er sú, að Björn Jónsson hafi unnið frægan sigur á „kommúnistum" og að eftir þann sigur sé hann „líklegur til aukinna vegsemda innan verk- lýðshrey f ingar innar''. I hverju er þessi sigur Björns fólginn? Að því er Styrmir segir er hann fólginn í því, að honum tókst að sigra „kommúnistana" og þá væntanlega á þann hátt að fá því áorkað, að verklýðshreyf- ingin gafst upp á því að halda til streitu kröfunni um fullar vísi- töluuppbætur. Þessi aðdróttun í garð Björns hygg ég að sé mjög ómakleg og ekki hef ég vitað aðra en Styrmi telja að hann hafi verið deigari í átökunum en aðr- ir, sem hlut áttu að máli, al- mennt voru. En kannski veit Styrmir þetta betur. Verkföllin voru enginn hrá- skinnaleikur milli klíkna innan Alþýðubandálagsins. Þau voru harðvitug varnarbarátta verk- lýðssamtakanna gegn gjörræðis- fullum aðgerðum ríkisvaldsins. Því rniður náði þessi varnarbar- átta ekki tilgangi sínum nema að nokkru leyti. Einn er sá maður, sem Styrmir reynir að hefja til skýjanna í sambandi við kaupdeiluna og lausn hennar. Það er gasprarinn Sverrir Hermannsson, sem Aust- firðingar hafa nokkur kynni af. Hann „kemur sterkari út úr þessum samningum og verkföll- um en nokkru sinni fyrr", segir Styrmir. Sverrir átti sæti í samninga- nefnd verklýðssamtakanna. En ekki var hann þó burðugri en svo, að hann kom í veg fyrir að sam- tök þau, sem hann er fulltrúi fyrir, en það eru samtök verzlun- ar og skrifstofufólks, tækju þátt í baráttunni. En þau njóta að fullu ávaxta verkfallsins. Þessi afstaða Sverris er lítilmótleg og honum til lítillar sæmdar og verður varla til þess að auka veg hans innan launþegasamtakanna, þó að málpípur íhaldsins reyni að ljúga á hann frægðarverkum. Aðalfundur Kvennadeildar Slysavarnafélagsins í Norðfirði var haldinn 12. marz síðastliðinn. I upphafi fundarins minntist for- maður látinna félagskvenna, þeirra Jónínu Christensen og Kristínar Magnúsdóttur, sem var heiðursfélagi deildarinnar. I tilefni 40 ára afmælis Slysa- varnafélags íslands, sendi deildin því 25 þúsund kr. að gjöf. I sjóði á félagið nú 610.366.19. Úr stjórn áttu að ganga: Ingi- björg Hjörleifsdóttir, Unnur Zo- ega og Guðríður Jóhannsdóttir, en voru allar endurkosnar. Meðstjórnendur eru Sigríður Vigfúsdóttir og Anna Björns- dóttir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.