Austurland


Austurland - 05.04.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 05.04.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 5. apríl 1968. AUSTURLAND Lubbaleg blaðamennska lW^MMMMf^MMMMMM^MMMMWMMMMMMWWWM^M<VVWWVWVWWWWWVWWV* 1 Morgunblaðinu birtist að staðaldri feitletursdálkur sem nefnist „Staksteinar". Af þeim bardagaaðferðum, sem beitt er í þáttum þessum, má draga þá á- lyktun, að til umsjónar með þeim veljist jafnan sá af blaðamönn- um Morgunblaðsins, sem óvand- aðastur er og ótugtarlegastur. Bardagaaðferð Staksteina er sú, að birta glefsur og setninga- brot úr málflutningi andstæðing- anna, rifin úr öllu samhengi, með viðeigandi skýringum hins óvand- aða blaðamanns. Með þessum hætti tekst oft að gera mönnum upp skoðanir og rangtúlka svo sjónarmið þeirra, að um beina fölsun er að ræða. Nýlega varð Austurland fyrir barðinu á þessari þokkalegu iðju. Tvo daga í röð var þátturinn að öllu helgaður Austurlandi og að nokkru þriðja daginn. Er þar enn beitt hinni venjulegu lúalegu að- ferð, að slíta einstakar setningar úr samhengi og tekst með þeim hætti að gefa alranga og falsaða mynd af ummælum blaðsins um nýlega afstaðin verkföll. Höfundur Staksteina skákar sýnilega í því skjólinu, að Morg- unblaðið er lang útbreiddasta blað landsins, en Austurland í hópi þeirra, sem minnsta hafa útbreiðslu. Það er því alveg ör- uggt, að Austurland kemur ekki fyrir augu nema örlítils brots af lesendum Moggans og því áhættu- lítið að falsa ummæli þess eftir nótum. ¦ Raunar hef ég grun um, að hér hafi ekki hinn eiginlegi höfundur Staksteina verið að verki, heldur andlegir sálufélagar hans, sem nokkuð hafa fengizt við blaða- mennsku með þeim árangri, að hvert það blað, sem þeir hafa haft afskipti af, hefur orðið au- virðilegt sorpblað. Þessir menn hafa áður verið Staksteinum innan handar og flutt þeim fregnir af innanflokks- málum Alþýðubandalagsins, þar til fyrir fjórum mánuðum, að sambandið milli þeirra og Al- þýðubandalagsins rofnaði. Morgunblaðið hefur jafnan rangtúlkað og afflutt málstað verklýðssamtakanna og reynt að gera hlut þeirra sem verstan. Þetta er ósköp eðlilegt þegar þess er gætt hverjir eiga Morgunblað- ið og hvaða hlutverki það gegnir, Morgunblaðið getur því ekki tal- izt hlutgengt í umræðum um verklýðsmál. Ég sé ekki ástæðu til að nefna dæmi um falsanir Staksteina. Allir, sem málum eru kunnir, vita að allt það, sem í þessum þáttum birtist, er rangfært og falsað og taka það mátulega alvarlega og mætti það æra óstöðugan að elt- ast við það. En þó vil ég drepa á eitt atriði. I Staksteinum er reynt að gera tortryggilega þá fullyrð- ingu Austurlands, að samningar þeir, sem gerðir voru í Reykja- vík, hefðu engin áhrif á samning þann, sem gerður var í Neskaup- stað 6. marz. Þykir því rétt að ítreka ummæli Austurlands þar um. Samningarnir í Neskaupstað breyttust ekkert við samninga- gerðina syðra og þeir geta ekki breytzt fyrr en 1. júní og þá þvi aðeins að annar hvor aðilinn 'segi þeim upp. Lægsti kauptaxti í Neskaup- stað er nú sem hér segir: Dag- vinna kr. 50,82, eftirvinna kr. 76,23 og nætur- og helgidaga- vinna kr. 97,57. Hér í bæ er greidd full vísitala á allt kaup verkafólks. Staksteinar ættu að geta um þetta og birta til sam- anburðar lægsta Dagsbrúnarkáup í dagvinnu, eftirvinnu og næturr vinnu. Hitt er svo annað mál, að við samningsgerðina í Reykjavík tókst verklýðssamtökunum ekki að ná betri árangri en svo, að telja verður hættu á því, að at- vinnurekendur hér segi samning- um upp á þeim forsendum, að þeim sé um megn að greiða miklu hærra kaup en almennt gerist, eins og all-t er í pottinn búið. Fró M .11 Af óviðráðanlegum ástæðum verður Skíðamóti Austurlands frestað til 13. og 14. þ. m. ÆUSTURLAND Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT ^WWW^W^^V^t^WV^^WVW^^V^V^^^if^^fWW****^^^^^^^^**********************^*****0**** Opíð laugardaga frá kl. 9—12, sunniudaga kl. 10—12 og 1—2. BAKARÍIÐ. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför bróður okkar BJÖRNS, EINARSSONAR, vélstjóra. Þórir, Jón, Þorvaldur og Sigfus Einarssynir og fjölskyldur. tm Eailsbóð REFILSTÍGIR Á RIVERIUNNI Sýnd á barnasýningu á sunnudag kl. 3. Aðgangur fyrir börn kr. 20.00. — Einnig sýnd á sunnudag kl. 5. — Islenzldar textil HILLINGAR Amerísk mynd með GregoryPeck og Diane Baker. lenzkur texti. — Sýnd sunnudag kl. 9. Is- KRAFTLAKK — GRÆNT ALLABÚÐ ««¦¦¦¦¦¦-*¦-*¦......¦"¦.......¦¦¦.¦...........-..-r^^l^^fVm(tnnnnnn|mAnr------irinnnjiJTLr »MaM*M«a«i«aM.«......-----J-^r^|-r<1fV¥mnnnnnAnn)wlnn^^ Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags Neskaupstaðar verður haldinn í Egils- búð þriðjudaginn 16. apríl nk. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur dagskráratriði auglýst síðar. Stjórnin. »»<VW*t^^AM<VVWVVM>WVWV»VVWWWM -¦v-s^V%^\^*^> SVINAKJÖT UM PASKANA KAUPFELAGID FRAM ********A*^*****A**A*^********S***********u^^*^gJi&WWW^WWWWli'VWÍ0WWW^wÍ0^. *^^M^MM^^MMAMM^A«^VVVVVVVVVVVVWVVVVVWVVVWVVVWVVVVVV^^ Frá Fjórðungssjúkrahúsinu Afgreiðslutími skrifstofu Fjórðungssjúkrahússins í Neskaup- stað verður framvegis alla virka daga, nema laugardaga, frá kl. 10—12 f. h. Fjórðungssjúkrahúsið. VSrllAAAAmAAAAAAA<->AnAAAAAAAA^V^A^M<VVVSA^ |VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVMMAA^MAMMAAMM*t^^ RJÓMAKÖKUR Á SUNNUDAG BAKARlIÐ. V^r**1*^*'Y*^**Y*V**É*VS*N*«*V*V*V*VV~r**M^^ AAAAAA^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA-VVSAAAAAAAAAA^ATV^^ Páska-bingó í Egilsbúð föstudaginn 5. apríl og hefst kl. 20.30. Fjölmennið á síðasta Bingó vetrarins. Skemmtiatriði í hléi. ÞROTTUR. */Wjnj*jijrrifM\j»jirijmni**irri**É~ - ———¦ ~~ —^—t^^^^^^-* »»»»»»»**»*»»»»»»»»» ~^~~~~~l~—~g*-f-j-rit-ry-tfTrHyfyfY'- AAyVVVVVV\^^*WWVWVVVVVVVNAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/VVVVVVVSA^^ SKEMMTUN Nemendur barnaskólans í Neskaupstað efna til skemmtunar til ágóða fyrir ferðasjóð sinn laugardaginn 6. apríl kl. 5 og 9 síðdegis. Aðgangseyrir kr. 25 fyrir börn og kr. 75 fyrir fullorðna. Nemendur.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.